Lifað með lögsókn

Auður Jónsdóttir segist ekki geta látið þagga niður í sér.

Auglýsing

Snemma í jan­úar sat ég í Hann­es­ar­holti að bíða eftir því að vera hvað úr hverju kölluð upp á svið í fullum sal þegar maður nokkur vék sér að mér og spurði í kurt­eisum spurn­ar­tón: Ert þú Auður Jóns­dótt­ir?

Já, sagði ég skelfd og gerði sam­stundis ráð fyrir að hann væri óein­kenn­is­klæddur lög­reglu­maður að færa mér váleg tíð­indi af syni mín­um.

Get­urðu komið með mér afsíð­is? spurði mað­ur­inn þá – sem ég og gerði og vissi ekki fyrr til en hann hafði afhent mér stefnu. Það var lítið annað að gera en að setj­ast upp á svið með stefn­una í fang­inu og vona að áhorf­endur myndu ekki eygja vand­ræða­gang­inn.

Auglýsing

Hrossa­bóndi nokkur var búinn að stefna mér fyrir meint meið­yrði í pistli sem ég hafði skrifað hér í Kjarn­ann sum­arið áður og krefja mig um milljón í skaða­bæt­ur, auk máls­kostn­aðar og tölu­verðrar upp­hæðar í við­bót til að kosta ein­hvers konar hneisutil­kynn­ingar í Frétta­blað­inu þar sem ég yrði að aug­lýsa það opin­ber­lega ef ég myndi tapa mál­inu.

Til­finn­inga­söm skrif

Sem betur fer hafði ég haft rænu á að eyrna­merkja pistil­inn sem aðsenda grein frekar en fastan pistil þar sem ég hafði í honum lýst yfir stuðn­ingi við Andra Snæ Magna­son í for­seta­kosn­ing­unum og því lenti fjöl­mið­ill sem þarf á sínum lífs­krafti óskertum að halda ekki í þessum bobba. Það var svosem eng­inn að stefna mér fyrir skoðun í for­seta­kosn­ing­unum en pistill­inn fjall­aði um nátt­úru­vernd og nátt­úru­spjöll og til­finn­inga­söm skrif út af því síð­ar­nefnda höfðu leitt til þessa.

Reyndar hafði dóttir eig­in­konu hrossa­bónd­ans hringt í systur mína og beðið hana að skila til mín að karl­inn myndi ekki stefna ef ég bæð­ist afsök­unar en þar sem ég hafði minna en engan áhuga á því þá fór sem fór, enda hafði sonur hrossa­bónd­ans ekk­ert verið að skafa utan af því þegar hann sendi mér tölvu­póst sem end­aði á þessum orð­um: ... en í þetta sinn góða kemur það til með að kosta.

Bæ bæ parmesa­nostur

Allt þetta kom upp í hug­ann þar sem ég stóð úti á svölum áðan að borða gul­rót og minna sjálfa mig á að kaupa parmesa­nost. Þá fór ég að spá í af hverju  parmesa­nost­stykki í íslenskri mat­vöru­búð kostar álíka og vel úti látin mál­tíð á góðum ítölskum veit­inga­stað í Berlín, þaðan sem ég er nýflutt heim, og í kjöl­farið hvarfl­aði að mér að senni­lega yrði ég að neita mér um parmesa­nost næstu miss­erin færi svo að ég þyrfti að borga hrossa­bónda alla þessa pen­inga út af ein­hverju sem ég skrif­aði á hlaupum fyrir meira en ári síð­an.

Lög­fræði­leg sál­fræði­hjálp

Um leið og lög­sóknin kom upp í hug­ann byrj­aði ég ósjálfrátt að stika um sval­irnar í til­raun til að hugsa um hana í víð­ara sam­hengi og kom­ast þannig hjá því að fyll­ast kvíða. Sjálf trúi ég því að áreið­an­leg gögn bendi til þess að hrossa­bónd­inn hafi farið átak­an­lega illa með land sem mér þykir vænt um, enda spöl­korn frá æsku­heim­ili mínu. En ég bý svo vel að eiga vin­konu sem er þaul­reyndur lög­fræð­ingur og með­eig­andi í þunga­vigtar lög­fræði­stofu og þegar hún var búin að gefa mér nokkur ókeypis ráð (les­ist sál­fræði­hjálp) var­aði hún mig við að vera of bjart­sýn, sama hversu góð gögn ég væri með í hönd­un­um, því fólk hefði til­hneig­ingu til að trúa svo á eigin rök­stuðn­ing að það hætti að gera ráð fyrir því að mál­flutn­ingur þess mætti sín minna og þá yrði sjokkið svo mik­ið.

Kvíðnir við­skipta­karlar

Þessi orð voru ekki bein­línis hjarta­styrkj­andi en hjálp­uðu mér samt að sætt­ast við til­hugs­un­ina um að lifa í hugs­an­lega parmesa­nosta­lausri fram­tíð. Þessi góða vin­kona mín hafði einnig ráð­lagt mér að hringja frekar í sig en lög­fræð­ing með taxta­klukku ef ég fyndi skyndi­lega til kvíða og óþæg­inda út af þessu.

Ég er ekk­ert kvíð­in, hafði ég sagt, nokkuð kok­hraust, og þótt­ist bara for­vitin að prófa að upp­lifa ferlið, að vera stefnt, og vita hvernig það fún­ker­aði.

Vin­kona mín setti upp furðu­legt sam­úð­ar­glott og sagði að harðsvíruð­ustu við­skipta­karlar ættu til að finna fyrir kvíða við að fá stefnu.

Þá er ég bara ennþá harðsvíraðri en þeir, sagði ég og glotti líka. En það var þá. Og allt í einu, þarna úti á svöl­un­um, fann ég fyrir óþæg­ind­um. Hvað ef ... ég þyrfti að borga allt þetta og kannski meira en ég gæti ímyndað mér? Þyrfti ég að hætta öllum sjálf­stæðum skrifum og fara að vinna á aug­lýs­inga­stofu? Hanna sölu­texta fyrir karla eins og hrossa­bónd­ann. Ein­hvern tím­ann þurfti ég að skrifa kynn­ing­ar­efni (duldar aug­lýs­ing­ar) fyrir tíma­rit og það var um það bil það leið­in­leg­asta sem ég hef gert, hvort sem ég stóð í því að þjarka við ein­hvern snyrti­vöru­heild­sala úti í bæ um að maður gæti ekki talað um nakið hár eða reyna að telja treglæsum veit­inga­staða­eig­anda trú um að ég gæti hnoðað saman skárri setn­ingu en hann.

Málsvörn mann­orðs­morð­ingja

Strax í upp­hafi hafði ég spurt lög­fræð­ing­inn minn hvort ég gæti ekki bara fengið að sitja dóm­inn af mér, ef allt færi á versta veg. En það er víst ekki lengur í boði. Mig rám­aði í að Gunnar Smári Egils­son hefði setið inni í Hegn­ing­ar­hús­inu fyrir ein­hver skrif um það leyti sem hann skrif­aði bók­ina Málsvörn mann­orðs­morð­ingja. Ég vann á rit­stjórn hjá honum þegar ég var ung­lingur og rám­aði líka í að hann hefði sagt alveg upp­tendr­aður að eng­inn væri alvöru blaða­maður fyrr en hann hefði fengið á sig stefnu. Þá fannst mér það mjög eft­ir­sókn­ar­vert.

Ekki leng­ur.

Hinn full­komni glæpur

Lög­fræð­ing­ur­inn minn hafði talað um þögg­un. Að stefnur og kröfur um skaða­bætur væru tals­vert not­aðar til að þagga niður í óþægi­legum röddum og það mætti ekki van­meta sál­fræði­leg áhrif þeirra. Ein­hver ann­ar, kannski vin­kona mín, hafði sagt mér að það væri sér­stak­lega áber­andi þegar þagga þyrfti niður í þolendum kyn­ferð­is­of­beldis og tals­mönnum nátt­úru­vernd­ar.

Ef ég hef sagt eitt­hvað glanna­legt axla ég að sjálf­sögðu ábyrgð og fæ mér vinnu á aug­lýs­inga­stofu. Og í raun­inni verður for­vitni­legt að vita hvort sé talið glæp­sam­legra að eyði­leggja jörð, eins og ég trúi að hafi verið gert, eða skrifa eitt­hvað til­finn­inga­þrungið um slíka eyði­legg­ingu. Ég er alin upp við að það sé rangt að rífa upp mosa, hvað þá að beita fjölda hesta á hann til lengri tíma, enda mos­inn svo lengi að vaxa að ég læt mig alveg hafa það að fórna parmesa­nost­inum fyrir hann.

En það þýðir samt ekki að ég ætli að þegja. Mér hafði verið ráð­lagt að segja sem minnst meðan málið er í far­vegi. Reyndar rámar mig í að ein­hver hafi haldið því fram að dóm­ari hafi þyngt dóm yfir Ingvari Þórð­ar­syni þegar hann hafði tekið þátt í bankaráni og skrifað um það bók­ina Hinn full­komni glæpur (sel það ekki dýrar en ég keypti það). Geð­pillan mín er að þegja ekki. Því til­hugs­unin um að hafa stefnu vom­andi yfir mér gerir mig tauga­veikl­aða og til þess er leik­ur­inn kannski gerð­ur. En þegar ég verð tauga­veikluð þarf ég að skrifa ...

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar