Hvar er samkennd fjölmiðla?

Fjölmiðlar hafa ákveðið hlutverk í lýðræðissamfélagi og þeim ber að upplýsa almenning og fræða. En bera þeir aðrar skyldur þegar viðkvæmar fréttir eiga í hlut? Bára Huld Beck veltir fyrir sér árekstrum milli hlutverks fjölmiðla og siðareglna blaðamanna.

Auglýsing

Flest fólk í nútíma­sam­fé­lagi nýtir sér fréttir og miðla til að auka þekk­ingu sína og fræð­ast um hvað sé á döf­inni í sam­fé­lag­inu, nær og fjær. Á tölvu­öld nýtum við fjöl­miðla einnig til afþrey­ingar og er fram­boðið meira en venju­leg mann­eskja getur nokkru sinni neytt á heilli ævi. Hlut­verk fjöl­miðla er einnig gríð­ar­lega mik­il­vægt í lýð­ræð­is­ríkjum og ber öllum saman um að þeir séu grund­völlur fyrir lýð­ræð­is­legri umræðu og veiti stjórn­völdum aðhald. Þeim ber einnig skylda til að upp­lýsa almenn­ing um hin ýmsu mál og að rýna dýpra í mál sem skipta máli fyrir sam­fé­lag­ið. Engum blöðum er um það að fletta að öfl­ugir fjöl­miðlar eru mik­il­vægir fyrir lýð­ræði hvers ríkis og er ekki ofsagt að þeir séu fjórða vald­ið. 

En í hraða vef­miðl­anna þar sem hver mið­ill kepp­ist um „klikk­in“ þá eru meiri líkur á að eitt­hvað skolist til eða fari úrskeið­is. Hrað­unnar fréttir eru dag­legt brauð og eru það ekki síst blaða­menn­irnir sem líða fyrir ástandið með miklu álagi í starfi. Ekk­ert pláss er fyrir mis­tök og þeim er refsað á sam­fé­lags­miðlum fyrir vik­ið. En ábyrgð þeirra er einnig mik­il. Ábyrgð þeirra til að starfa fag­lega og vinna vinn­una sína án þess að særa aðra að óþörfu. Hér glyttir í skugga­hlið fjöl­miðla þar sem óaft­ur­kræft til­finn­inga­leysi gerir líf fólks óbæri­legt og er ákveðin teg­und af ofbeldi.

Slegið á fingur blaða­manna

Í æsingnum við aðal­með­ferð í máli Thom­asar Möller Olsen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjáns­dótt­ur, fór ýmis­legt úrskeiðis hjá fjöl­miðl­um. Nákvæmar lýs­ingar og sjokker­andi fyr­ir­sagnir mátti sjá á mörgum miðl­um, svo ömur­legar að mér dettur ekki í hug að hafa þær eft­ir. Móðir Birnu lét í sér heyra og mót­mælti með hjálp prests­ins Vig­fúsar Bjarna Alberts­sonar og síðan almenn­ings. Fjöl­miðlar tóku við sér og sjá mátti dag­ana á eftir að áhersl­urnar voru breytt­ar. En skað­inn var skeð­ur. Orð hafa verið rituð og eru sýni­leg í þessum heimi sem aldrei verða tekin til baka eða „af­séð“. Eftir sitja aðstand­endur með bull­andi áfallastreitu og van­líðan sem hefði verið hægt að kom­ast hjá með örlít­illi natni og fag­mennsku. 

Auglýsing

Blaða­maður einn rit­aði að beðið hafi verið eftir aðal­með­ferð­inni með eft­ir­vænt­ingu. Spurn­ing hvort hann hafi ekki komið upp um sig og eigin til­finn­ingar því ekki stóð almenn­ingur á önd­inni eftir því að fá að vita hvert ein­asta smá­at­riði í vitna­leiðslum eins og seinna kom í ljós. Margir hverjir stóðu með aðstand­endum og blöskr­aði þessar lýs­ing­ar. Nán­ast eng­inn vildi svona frétta­flutn­ing og þá hljótum við að velta því fyrir okkur hverjum blaða- og frétta­menn voru að þjóna. Sinni eigin metn­að­ar­girni? Voru þeir virki­lega að upp­fylla hlut­verk sitt til upp­lýs­ingar almenn­ings?

Forð­ast skal að valda óþarfa sárs­auka

Siða­regur starfs­stétta eru 20. alda fyr­ir­bæri sem ruddi sér til rúms þegar sam­ræma þurfti það hyggju­vit og skyn­semi sem fólk alla jafna ber. Margar starfs­stéttir hafa komið sér upp siða­reglum til að skýra hlut­verk þeirra og setja almennar reglur sem fólk getur litið til ef vafi leikur á hvað rétt og rangt sé að gera. Til­finn­ingar og heil­brigð skyn­semi eiga að geta leitt okkur áfram í dag­legu lífi og starfi en þegar ágrein­ingur verður eða þegar rök­styðja þarf ákveðnar gjörðir er gott að hafa sið­reglur á reiðum hönd­um.

Siða­reglur blaða­manna eru frá árinu 1991 sem þýðir að þær eru 26 ára á þessu ári. Fyrsti úrskurður siða­nefndar var árið 1998 en síðan þá hafa fjöl­mörg mál komið fyrir siða­nefnd. Mjög oft hefur þriðja greinin komið við sögu en hún hljóðar svo:

Blaða­maður vandar upp­lýs­inga­öflun sína, úrvinnslu og fram­setn­ingu svo sem kostur er og sýnir fyllstu til­lits­semi í vanda­sömum mál­um. Hann forð­ast allt, sem valdið getur sak­lausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sárs­auka eða van­virðu.

Að mínu mati er þetta ein mik­il­væg­asta greinin í siða­regl­un­um. Hún segir svo margt í aðeins tveimur setn­ing­um. Þetta er í raun mjög ein­falt: Ekki meiða að óþörfu. Sýna til­lits­semi. Vanda upp­lýs­inga­gjöf. 

Hlut­verk og siða­reglur stang­ast á

Hér komum við loks­ins að nún­ingnum sem virð­ist kannski ein­faldur við fyrstu sýn. Ef hlut­verk fjöl­miðla er að greina frá atburðum og túlka þá er þeim þá heim­ilt að gera það hvernig sem er? Svarið er auð­vitað nei. Þeir verða alltaf að vinna fag­lega og hafa siða­regl­urnar til hlið­sjónar við allt sem þeir gera. Því afleið­ing­arnar af því að gera það ekki eru miklar og alvar­legar fyrir þá sem eiga í hlut. 

For­maður blaða­manna­fé­lags­ins Hjálmar Jóns­son sagði í við­tali við Vísi þann 1. sept­em­ber í sam­bandi við ákvörðun dóm­ar­ans að hafa lokað þing­hald: „Ég skil það sjón­ar­mið að umfjöllun sé þung­bær fyrir aðstand­end­ur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorg­legi atburður gerð­ist. Fjöl­miðlar eru að fram­fylgja sínu hlut­verki og skyld­u.“ Hér staldr­aði ég við. Eng­inn var að halda því fram að fjöl­miðlar bæru ábyrgð á því sem gerð­ist. Þeir bera auð­vitað bara ábyrgð á sjálfum sér og verða að geta verið sjálfs­gagn­rýn­ir. Þeir verða að geta tekið ábyrgð á eigin hegðun og ekki skýla sér bak við að þeir séu ein­ungis að greina frá atburð­um, að segja sann­leik­ann eða að fram­fylgja ákveðnu hlut­verki. 

Skað­legt fyrir alla

Í skrifum á borð við þau sem prýddu flest alla vef­miðla í kringum aðal­með­ferð­ina mátti sjá ákveðna firr­ingu. Mann­eskjan sem varð fyrir voða­verk­inu gleymd­ist og allir sem henni tengj­ast. Umfjöll­unin hefur nú haft alvar­leg geð­ræn áhrif á þá sem stóðu Birnu Brjáns­dóttur næst. Þessi skrif eru bein­línis við­bót­ar­á­fall fyrir aðstand­endur og ein­angra þá ennþá meira. Móðir Birnu verður til að mynda marga mán­uði að jafna sig á frétta­flutn­ingi og það er ekki hennar sök. 

Já, þessi hrylli­legi atburður átti sér stað. Ung stúlka var drepin hrotta­lega með köldu blóði og munu þau sár aldrei gróa. En blaða- og frétta­menn verða að finna sam­kennd­ina hjá sér og íhuga vel á hvaða veg­ferð þeir eru. Eru nákvæmar lýs­ingar úr krufn­inga­skýrslu það mik­il­vægar að geð­heilsu fjölda fólks skuli varpað fyrir róða? 

Slík umfjöllun er einnig skað­leg fyrir okkur öll sem mann­eskj­ur. Við rjúfum tengslin við fólkið og atburð­inn með því að fjalla svo vél­rænt um mál­ið. Auð­vitað verður fjallað um málið í fjöl­miðlum en hjá því verður ekki kom­ist. En það verður að gera það með þriðju grein siða­regln­anna í huga. Með til­lits­semi og með því að forð­ast að valda óþarfa sárs­auka. Því ann­ars klippa blaða­menn á tengslin við þjóð­ina sjálfa og sam­kennd­ina. Þessir atburðir gerð­ust ekki í kvik­mynd. Þeir gerð­ust fyrir dótt­ur, systur og vin­konu ein­hvers sem á ekki skilið að vera sýnd slík van­virða. Þess vegna er mik­il­vægt að blaða­menn og fjöl­miðlar hafi hæfni til að setja sig í spor ann­arra og geti tekið ábyrgð á því hvernig þeir vinna og fjalla um atburð­i. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar