Ný stjórnarskrá er efnahagsmál

Kjartan Jónsson færir rök fyrir því að ný stjórnarskrá er mikilvægt efnahagsmál fyrir þjóðina.

Auglýsing

Ég hlust­aði á bolla­legg­ingar stjórn­mála­fræð­ings á dög­unum um hver yrðu átaka­mál kom­andi kosn­inga. Sner­ist umfjöll­unin aðal­lega um hvort atburðir und­an­far­inna daga, þar sem áherslan hefur verið á ávirð­ingar ein­stak­linga, muni setja mark sitt á þær eða hvort mál sem varða líf okkar og afkomu; efna­hags­mál, heil­brigð­is- og mennta­mál, muni taka yfir. Hvergi var minnst á mál, sem sumir telja jað­ar­mál, eins og nýja stjórn­ar­skrá, í þessu sam­bandi. Hér vil ég færa rök fyrir því að ný stjórn­ar­skrá, a.m.k. ákveðnir hlutar henn­ar, séu eitt stærsta efna­hags­málið á Íslandi í dag.

Þessir hlutar hennar eru þær lýð­ræð­isum­bætur sem hún felur í sér, umbætur sem voru og eru krafa Bús­á­halda­bylt­ing­ar­innar – jafn­vel mætti halda fram að bylt­ing­unni verði ekki lokið fyrr en þær eru orðnar að veru­leika. Lýð­ræð­is­bætur nýrrar stjórn­ar­skrár stjórn­laga­ráðs fel­ast aðal­lega í tveimur grein­um; 65. grein­inni, þar sem mál­skots­rétt­ur­inn, mögu­leik­inn á að fella laga­frum­vörp, er settur í hendur almenn­ings og hins vegar 66. grein, þar sem kjós­endur geta lagt fram þing­mál. Færa má rök fyrir því að síð­ar­nefnda ákvæðið sé enn mik­il­væg­ara en það neit­un­ar­vald sem mál­skots­rétt­ur­inn veit­ir. Almenn­ingur hefur mun meiri mögu­leika á að hafa áhrif á líf sitt og sam­fé­lagið með því að geta komið málum á dag­skrá heldur en neit­un­ar­valdið gagn­vart meiri­hluta alþingis veit­ir.

Og hvað kemur þetta efna­hags­málum við? Und­an­farna ára­tugi hefur póli­tíska kerfið verið ófært um að leiða til lykta flest stærstu átaka­mál sem við okkur blasa. Þar á ég við mál eins og stöðu okkar í Evr­ópu, krón­una og sjáv­ar­út­vegs­mál. Hags­muna- og íhalds­öfl í sam­fé­lag­inu hafa í gegnum póli­tísk áhrif sín komið í veg fyrir breyt­ing­ar, komið í veg fyrir að við sem þjóð gætum tekið ákvarð­anir í þessum efn­um. Þannig hefur ákveðnum mik­il­vægum þáttum sam­fé­lags­þró­unar okkar verið haldið í rembihnút sem póli­tíska kerfið hefur verið ófært um að leysa eða skera á. Lýð­ræð­isum­bætur nýrrar stjórn­ar­skrár gefa almenn­ingi kost á að skera á hnút­inn, gera okkur mögu­legt að taka ákvarð­anir sem við sem þjóð höfum hingað til verið ófær um að taka.

Auglýsing

Efna­hags­legur ávinn­ingur þess að útkljá þessi mál er gríð­ar­leg­ur. Kostn­að­ur­inn við að halda úti eigin mynt hleypur á hund­ruðum þús­unda á ári fyrir hvern Íslend­ing. Val­kostir okkar á því sviði verða ekki ljósir fyrr en við ákveðum hvort við ætlum að stíga skrefið til fulls inn í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki. Fullar tekjur af sam­eig­in­legum auð­lindum okkar fást ekki fyrr en við förum að inn­heimta fullt mark­aðs­verð fyrir þær þar sem því verður við kom­ið. Ég full­yrði að meiri­hluti lands­manna vill sjá breyt­ingar í þá átt og að mál­inu verði kippt úr því nefnd­ar­þófi sem það hefur verið allt of lengi.

Ef kosið verður í nóv­em­ber er tækni­lega mögu­legt að breyta stjórn­ar­skránni var­an­lega á tveimur þingum fyrir ára­mót. Þótt aðeins fengjust sam­þykktar 65. og 66. grein stjórn­ar­skrár stjórn­laga­ráðs, hefði það gríð­ar­leg áhrif.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti íslensku og Pírati

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar