Ný stjórnarskrá er efnahagsmál

Kjartan Jónsson færir rök fyrir því að ný stjórnarskrá er mikilvægt efnahagsmál fyrir þjóðina.

Auglýsing

Ég hlust­aði á bolla­legg­ingar stjórn­mála­fræð­ings á dög­unum um hver yrðu átaka­mál kom­andi kosn­inga. Sner­ist umfjöll­unin aðal­lega um hvort atburðir und­an­far­inna daga, þar sem áherslan hefur verið á ávirð­ingar ein­stak­linga, muni setja mark sitt á þær eða hvort mál sem varða líf okkar og afkomu; efna­hags­mál, heil­brigð­is- og mennta­mál, muni taka yfir. Hvergi var minnst á mál, sem sumir telja jað­ar­mál, eins og nýja stjórn­ar­skrá, í þessu sam­bandi. Hér vil ég færa rök fyrir því að ný stjórn­ar­skrá, a.m.k. ákveðnir hlutar henn­ar, séu eitt stærsta efna­hags­málið á Íslandi í dag.

Þessir hlutar hennar eru þær lýð­ræð­isum­bætur sem hún felur í sér, umbætur sem voru og eru krafa Bús­á­halda­bylt­ing­ar­innar – jafn­vel mætti halda fram að bylt­ing­unni verði ekki lokið fyrr en þær eru orðnar að veru­leika. Lýð­ræð­is­bætur nýrrar stjórn­ar­skrár stjórn­laga­ráðs fel­ast aðal­lega í tveimur grein­um; 65. grein­inni, þar sem mál­skots­rétt­ur­inn, mögu­leik­inn á að fella laga­frum­vörp, er settur í hendur almenn­ings og hins vegar 66. grein, þar sem kjós­endur geta lagt fram þing­mál. Færa má rök fyrir því að síð­ar­nefnda ákvæðið sé enn mik­il­væg­ara en það neit­un­ar­vald sem mál­skots­rétt­ur­inn veit­ir. Almenn­ingur hefur mun meiri mögu­leika á að hafa áhrif á líf sitt og sam­fé­lagið með því að geta komið málum á dag­skrá heldur en neit­un­ar­valdið gagn­vart meiri­hluta alþingis veit­ir.

Og hvað kemur þetta efna­hags­málum við? Und­an­farna ára­tugi hefur póli­tíska kerfið verið ófært um að leiða til lykta flest stærstu átaka­mál sem við okkur blasa. Þar á ég við mál eins og stöðu okkar í Evr­ópu, krón­una og sjáv­ar­út­vegs­mál. Hags­muna- og íhalds­öfl í sam­fé­lag­inu hafa í gegnum póli­tísk áhrif sín komið í veg fyrir breyt­ing­ar, komið í veg fyrir að við sem þjóð gætum tekið ákvarð­anir í þessum efn­um. Þannig hefur ákveðnum mik­il­vægum þáttum sam­fé­lags­þró­unar okkar verið haldið í rembihnút sem póli­tíska kerfið hefur verið ófært um að leysa eða skera á. Lýð­ræð­isum­bætur nýrrar stjórn­ar­skrár gefa almenn­ingi kost á að skera á hnút­inn, gera okkur mögu­legt að taka ákvarð­anir sem við sem þjóð höfum hingað til verið ófær um að taka.

Auglýsing

Efna­hags­legur ávinn­ingur þess að útkljá þessi mál er gríð­ar­leg­ur. Kostn­að­ur­inn við að halda úti eigin mynt hleypur á hund­ruðum þús­unda á ári fyrir hvern Íslend­ing. Val­kostir okkar á því sviði verða ekki ljósir fyrr en við ákveðum hvort við ætlum að stíga skrefið til fulls inn í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki. Fullar tekjur af sam­eig­in­legum auð­lindum okkar fást ekki fyrr en við förum að inn­heimta fullt mark­aðs­verð fyrir þær þar sem því verður við kom­ið. Ég full­yrði að meiri­hluti lands­manna vill sjá breyt­ingar í þá átt og að mál­inu verði kippt úr því nefnd­ar­þófi sem það hefur verið allt of lengi.

Ef kosið verður í nóv­em­ber er tækni­lega mögu­legt að breyta stjórn­ar­skránni var­an­lega á tveimur þingum fyrir ára­mót. Þótt aðeins fengjust sam­þykktar 65. og 66. grein stjórn­ar­skrár stjórn­laga­ráðs, hefði það gríð­ar­leg áhrif.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti íslensku og Pírati

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar