Áhlaupið á internetinu

Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar skrifar í aðsendri grein að flokkurinn hafi gert áhlaup, að vel athuguðu máli.

Auglýsing

Það er svo upp­lýsandi að taka þátt í póli­tík. Ekki síst á ögur­stundu, því þegar hratt er hlaupið kemur hið sanna eðli í ljós. Þegar höggið er snöggt, kemur sparkið á undan vilja­stýrðu við­bragði, líkt og þegar slegið er á hné­skelj­ars­in.

Ég er óend­an­lega stolt og þakk­lát fyrir að hafa upp­lifað hné­skelj­ar­við­bragð Bjartrar fram­tíðar á fimmtu­dag­inn var. Höggið kom þegar ljóst var að tveir ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni sem við áttum aðild að, sjálfur for­sæt­is­ráð­herra og ráð­herra dóms­mála, hefðu tekið eig­in­hags­muni fjöl­skyldu þess fyrr­nefnda og eigin flokks fram fyrir almanna­hag.

Okkar við­bragð, sam­stillt og úr mörgum áttum um leið var: Hingað og ekki lengra! Þetta hættir hér og hættir strax.

Auglýsing

Hné­skelja­við­brögð ann­arra flokka fylgdu í kjöl­far­ið. Hjá Sjálf­stæð­is­flokki er það við­bragðið hroki.

Heims­met í heimsku?

Það er ekki eins og við höfum ekki séð svipuð við­brögð áður úr þess­ari átt, hér er ekk­ert sem kemur á óvart.

Þegar hné­skelj­ar­við­bragð­inu sleppir tekur við hreyf­ing af yfir­lögðu ráði. Hún er líka fyr­ir­sjá­an­leg og upp­lýsandi. Skoðum fyrstu spor­in:

Þetta eru kján­ar, þau hlupu á sig. Engar almenni­legar flokks­rætur vinna svona hratt, hvað þá yfir inter­net. Raf­ræn kosn­ing!

Takk fyrir þetta.

Kíkjum aðeins á kján­ana, hvaða fólk var þetta, hver er þessi bráð­láta gras­rót og hvert liggja rætur henn­ar? Án þess að nefna nöfn (list­ann yfir stjórn­ar­með­limi má finna á heima­síðu Bjartrar fram­tíðar á hinu alræmda inter­neti) þá er auð­velt að draga upp mynd af rót­unum sem lágu saman inn á þennan stjórn­ar­fund umrætt kvöld: Atvinnu­líf, félaga­sam­tök, menn­ing, ferða­þjón­usta, háskóla­sam­fé­lag, mark­aðs­mál, stjórn­sýsla, þing­ið, sveita­stjórn­ir, skipu­lags­mál, almanna­tengsl, blaða­mennska, starfs­manna­stjórn, nýsköp­un­ar­geir­inn, utan­rík­is­mál, leik­hús, list­ir, seðla­banki, stór­iðja, rétt­inda­mál, skóla- og mennta­mál, lög­gæsla, sjálf­boða­störf, ung­menna­starf, heil­brigð­is­mál, stjórn­mála­fræði, land­bún­að­ur. Bara svona til að nefna eitt­hvað.

Póli­tísk reynsla á fund­inum var líka ærin. Löng og mikil þekk­ing úr gömlu flokk­un­um, sem og reynsla af sam­starfi við ráð­herra og rík­is­stjórn­ir, á ólíkum tímum og ólíkum gerð­um.

Sem­sagt ekk­ert rót­leysi hér á ferð, heldur þvert á móti þétt­ofið kerfi af hald­góðri inn­sýn í íslenskt sam­fé­lag og íslenska póli­tík. Við vitum hvað við erum að glíma við.

Ákvörðun sem tekin er hratt hlýtur að vera illa ígrunduð

Því fer fjarri. Reyndar hefur ekki ennþá komið fram í opin­berri umræðu, eftir rík­is­stjórn­ar­slit­in, sjón­ar­horn sem ekki var þegar búið að velta upp í umræð­unni á fundi Bjartrar fram­tíð­ar.

Hefðum við til dæmis átt að krefj­ast afsagnar Bjarna og Sig­ríðar og sitja áfram? Sú leið var skoðuð og metin ófær, enda óger­legt fyrir ráð­herra að lýsa van­trausti á eigin for­sæt­is­ráð­herra. Ákveðið var að sjá hver við­brögðin yrðu, ef svo ólík­lega skyldi fara að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn við­ur­kenndi mis­tök sín og skipti út fólki, væri alltaf hægt að skoða málin í fram­haldi af því. Sú staða hefur ekki komið upp. Það kemur því miður ekki á óvart.

Hefðum við átt að bíða lengur og ræða við hlut­að­eig­andi? Um hvað hefði það sam­tal átt að snúast? Stað­reyndir máls­ins lágu, og liggja, fyr­ir. Eft­irá­skýr­ingar ráð­herr­anna sem nú eru bornar á borð breyta engu um það, þær stand­ast ekki skoð­un.

Besta for­spá um fram­tíð­ina er for­tíð­in. Þetta var ítar­lega rætt. Miðað við aldur og fyrri störf yrði ferlið sem nú tæki við mjög keim­líkt leka­máls­ferl­inu hjá Hönnu Birnu. Fyrst yrði neit­að, svo neitað aðeins leng­ur, svo ásak­anir látnar ganga í allar átt­ir, svo neitað aðeins meir. Þangað til peð­inu yrði fórnað fyrir kóng­inn. Kon­unni fyrir son­inn. Það ferli virð­ist þegar haf­ið. Undir þá muln­ings­vél ákváðum við að leggj­ast ekki.

Gras­rót eða torf­þak?

Það virð­ist vera nátt­úru­legt þroska­ferli fjölda­sam­taka að umbreyt­ast í stofn­an­ir. Stjórn­mála­flokkar byrja með því að fjöldi fylk­ist sam­an, með eða án leið­toga, og þró­ast smám saman yfir í mask­ínu með gras­rót­arof­næmi sem skilur ekki milli­liða­laus sam­skipti eða beina aðkomu félags­fólks að ákvarð­ana­töku.

Flokkur þar sem grasið er komið upp á þak og horfið undan fót­unum þarf að hugsa sinn gang. Rætur hans eru aðþrengd­ar, undir þeim er loftið eitt og sums staðar púkar á bit­um.

Afvega­leið­ing

Sú umræða sem nú er verið að mata í fjöl­miðla (takið vel eftir hvar hún birtist), er ekk­ert annað en afvega­leið­ing. Það er verið að beita gömlu trikk­unum í bók­inni, úr kafl­anum með haus­kúp­unni á spáss­í­unni. Missum ekki sjónar á aðal­at­rið­um, gleymum ekki stað­reynd­um.

Björt fram­tíð hljóp ekki á sig. Við gerðum áhlaup að vel athug­uðu máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar