Þverpólitískt ákall

Auður Jónsdóttir rithöfundur flutti hugvekju á Austurvelli í tilefni af miklum umrótartímum í íslensku samfélagi.

Auglýsing

Um dag­inn hrukkum við upp við að íslenskir stjórn­mála­menn voru aftur komnir í nei­kvæðu ljósi í erlenda fjöl­miðla. Ástæð­an: skandall. Og ekki í fyrsta sinn. Skila­boðin sem fóru út í heim fengu fólk til að tengja íslenska stjórn­mála­menn við barn­a­níð. Það var birt­ing­ar­myndin þó að raun­veru­leik­inn væri flókn­ari. Birt­ing­ar­myndin minnti á skáld­sögu eftir Sví­ann Stieg Lars­son: ríkir karlar og stúlku­börn. Og íslenska rík­is­stjórnin fallin í þriðja skipti á tæpum ára­tug. Maður varð ekki hissa þegar fregnir bár­ust af því að gengi krón­unnar hefði veikst og tugir millj­arða gufað upp á hluta- og skulda­bréfa­mörk­uð­um. Þessi birt­ing­ar­mynd er svo yfir­gengi­lega vand­ræða­leg að það verður ekki fram­hjá því litið að það er eitt­hvað mikið að hér heima, það hlýtur að vera fyrst þetta gat gerst. Úr því að skandalar og end­ur­tekin stjórn­ar­kreppa í íslenskum stjórn­málum rata aftur og aftur í heims­press­una. 

Hvaða áhrif hefur það á erlendar fjár­fest­ing­ar, trú­verð­ug­leika sam­fé­lags­ins í augum umheims­ins og það sem öllu máli skipt­ir: Fólkið í land­inu sem lifir við að bág sið­ferð­is­við­mið séu rótin að því að hver rík­is­stjórnin á fætur annarri springur á miðju kjör­tíma­bili. Það er ekki hægt að lifa við það, eitt­hvað verður að ger­a. 

Konum drekkt í þögn

Það kemur engum til góða að mála þessa atburða­rás upp sem póli­tískt mál. Nið­ur­staða þess­arar fram­vindu er þverpóli­tískt ákall um virð­ingu fyrir mann­eskj­unni. Að til­finn­inga­líf mann­eskj­unnar megi sín ein­hvers gagn­vart reglu­verk­inu, kerf­inu og hags­munum ein­staka stjórn­mála­manna. Þetta er áminn­ing um nýja tíma. Ósk um bætta menn­ingu í stjórn­kerf­inu. Krafa um að gamlir stjórn­ar­hættir víki fyrir nýj­um, með­vit­aðri og gegn­særri stjórn­ar­hátt­um. Stjórn­sýslan þarf að vakna og heilsa nýjum veru­leika. Getur verið að hún fylgi ekki hug­ar­fars­breyt­ingu sem hefur átt sér stað í sam­fé­lag­inu? Ein­hvern veg­inn upp­lifir maður að stjórn­sýslan vinni akkúrat öfugt við hana, upp­lýs­ingar skuli fara leynt nema þú getir sýnt fram á ann­að. Til hvers þessi leynd? spyr fólk. Er hún bara leynd­ar­innar vegna? Allt þetta sem gamlir siðir inn­rættu okkur að tala ekki um. Sama hvað það kost­aði, hvern það kost­aði hvað. Allt fyrir heiður hússins, valds­ins, hús­bænd­anna. Einu sinni drekktu íslenskir emb­ætt­is­menn konum í sér­stökum drekk­ing­ar­hyl fyrir að hafa verið nauðgað af hús­bónda sín­um. Það sögðu lögin þá. Nú mega þær kafna í þögn. 

Auglýsing

Kall tíð­ar­and­ans

Öll litlu en samt stóru leynd­ar­málin sem mátti ekki nefna. Það var gamla Ísland. Allt sem við­kom veru­leika kvenna og barna minna virði en lög og auð­magn. Ef Bjarni Bene­dikts­son hefði bara stigið fram í sumar sem leið, skynjað tíð­ar­and­ann og sagt: Þetta er neyð­ar­legt, faðir minn ábyrgð­ist barn­a­níð­ing, en gott fólk, getum við rætt þá stað­reynd í trausti nýrra tíma og trausti sam­ræð­unn­ar? Við viljum ekki þessa gömlu tíma, gömlu menn­ingu, þegar ríkir menn ábyrgð­ust aðra í skjóli valda. Nú vil ég trúa á breytta stjórn­ar­hætti og gagn­sæi, við skulum greina það sem gerð­ist og axla ábyrgð og ég er nú einu sinni tals­maður í HeForS­he, UN Women. 

Ef Bjarni Bene­dikts­son hefði bara sagt eitt­hvað á þessa leið. Nógu snemma. Og án þess að byrja svo að fussa um leið, eins og á blaða­manna­fundi í Val­höll þar sem hann reyndi að segja hið rétta en gat svo ekki hamið sig og fór strax að hnýta í eitt og ann­að, búinn að leika sína rullu í leik­rit­in­u. 

Reyk­fylltu bak­her­bergin marg­um­töl­uðu hafa dramat­ísk áhrif á veru­leika kvenna og barna. Reyk­fylltu bak­her­bergin smætta veru­leika kvenna og barna. Til þess voru þau fundin upp. Og kannski er ekki svo auð­hlaupið að rata út úr þeim hafi maður á annað borð skipað sér sess í einu þeirra. Jafn­vel þó að maður sé tals­maður í HeForS­he. 

Valdið við­heldur sér

Síð­ustu mán­uði höfum við fylgst með átak­an­legri bar­áttu. Fjöl­skyldu­faðir að gæta dætra sinna, af inni­leg­asta og ein­læg­asta ásetn­ingi, og um leið ann­arra sem hafa verið mis­not­að­ir, og stjórn­kerfið vinnur gegn hon­um. Mann­eskja reynir að fá kerfið til að betrumbæta sig, ekki til að hafa póli­tísk áhrif á stjórn­mála­menn, heldur bæta stjórn­sýsl­una, en kerfið lokar alltaf á hann eða véfengir orð hans. Í stað þess að þiggja ábend­ingar ein­hvers sem hefur inn­sýn til að koma hlut­unum í betri far­veg. Kerfið spyrnir gegn nýrri menn­ingu. Til­hneig­ingin til að segja nei frekar en já af því að þú getur það. Er ekki miklu hug­rakk­ara að segja já, þó að það flæki hlut­ina og bjóði upp á óvissu? Er óvissan endi­lega nei­kvæð? Er hún ekki frekar spenn­andi? Nú þegar allt er að breyt­ast svona mik­ið. En eðli valds­ins er að við­halda sér og því kerfi sem tryggir að valdið sé á sínum stað. 

Þroskuð fjöl­miðla­menn­ing

Nú er uppi sú krafa að upp­lifun okkar af veru­leik­anum sé gjald­geng. Að til­finn­inga­líf og reynsla fólks sé jafn raun­veru­leg og orð á blaði eða reglu­verk. Að valdið geti ekki troðið niður hið mann­lega eða hið kven­lega, horfi maður á valdið sem afsprengi feðra­veld­is­ins. Helsta vörn okkar og um leið helsti styrkur er að hlúa að fjöl­miðlum og gera kröfu um þroskaða fjöl­miðla­menn­ingu. Því góð­ir, trú­verð­ugir fjöl­miðlar verja okkur fyrir sjálfum okk­ur. Fjórða valdið er valdið okkar ef við ræktum það. Valdið sem getur hjálpað hinum almenna borg­ara að leita réttar síns. Til að þessir nýju tímar, sem fólk talar um, verði að veru­leika þarf að hlúa að gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf. Það þarf að ríkja heil­brigt sam­spil fjöl­miðla og stjórn­mála, menn­ing þar sem sið­ferð­is­við­mið ráða og fólk þarf að segja af sér við minnstu yfir­sjón, ekki af per­sónu­legum ástæðum heldur af því að slík menn­ing notar sið­ferðisvið­miðin til að við­halda sér. Upp­lýs­ingin er okkar von. 

Von í nýrri stjórn­ar­skrá

Ég er eng­inn sér­fræð­ingur í stjórn­ar­skránni. En ég bind samt vonir við þessar klausur sem hafa verið samdar fyrir nýja stjórn­ar­skrá: 

Í fimmt­ándu grein nýju stjórn­ar­skrár­innar stend­ur: Upp­lýs­inga­rétt­ur: 

Öllum er frjálst að safna og miðla upp­lýs­ing­um.

Stjórn­sýsla skal vera gegnsæ og halda til haga gögn­um, svo sem fund­ar­gerð­um, og skrá­setja og skjal­festa erindi, upp­runa þeirra, ferli og afdrif. Slíkum gögnum má ekki eyða nema sam­kvæmt lög­um.

Upp­lýs­ingar og gögn í fórum stjórn­valda skulu vera til­tæk án und­an­dráttar og skal með lögum tryggja aðgang almenn­ings að öllum gögnum sem opin­berir aðilar safna eða standa straum af. Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opin­bera, upp­runa þeirra og inni­hald, skal vera öllum aðgengi­leg­ur.

Söfn­un, miðlun og afhend­ingu gagna, geymslu þeirra og birt­ingu má aðeins setja skorður með lögum í lýð­ræð­is­legum til­gangi, svo sem vegna per­sónu­vernd­ar, frið­helgi einka­lífs, öryggis rík­is­ins eða lög­bund­ins starfs eft­ir­lits­stofn­ana. Heim­ilt er í lögum að tak­marka aðgang að vinnu­skjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varð­veita eðli­leg starfs­skil­yrði stjórn­valda.

Um gögn sem lög­bundin leynd hvílir yfir skulu liggja fyrir upp­lýs­ingar um ástæður leyndar og tak­mörkun leynd­ar­tíma.

Og Í átt­undu grein nýju stjórn­ar­skrár­innar stend­ur: Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Marg­breyti­leiki mann­lífs­ins skal virtur í hví­vetna. 

Að lokum vil ég bara ítreka: Við erum að upp­lifa þverpóli­tískt ákall um virð­ingu fyrir mann­eskj­unni. Að til­finn­inga­líf mann­eskj­unnar megi sín ein­hvers gagn­vart reglu­verk­inu, kerf­inu og hags­munum ein­staka stjórn­mála­manna. Nú gefst okkur tæki­færi til að gera þær sam­fé­lags­breyt­ingar sem við þurf­um. Að skapa nýjan veru­leika. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar