Laxeldi og byggðir – fyrsti hluti: Búferlaflutningar til og frá sveitarfélögum á Vestfjörðum

Hans Guttormur Þormar skrifar um byggðamál og lausnir við vanda byggðaþróunar á Íslandi.

isafjorur_14727667953_o.jpg
Auglýsing

Það hefur vænt­an­lega ekki farið fram­hjá neinum að veru­leg fólks­fækkun hefur átt sér stað á Vest­fjörðum und­an­farna ára­tugi. Ein­kenn­andi við þessa fólks­fækkun hefur verið að Ísa­fjörð­ur, sem er stóri þétt­býl­is­stað­ur­inn á svæð­inu hefur oft á tíðum líka liðið fyrir nákvæm­lega sömu fólks­fækk­un/­flutn­inga sem er ekki í sam­ræmi við aðra stóra þétt­býl­is­staði í öðrum lands­fjórð­ung­um. Vegna m.a. þessa hafa Byggða­stofn­un, bæj­ar- og sveita­stjórnir auk margra rann­sókn­ar­stofn­ana skilað af sér skýrslum og grein­ar­gerðum um hvernig sé hægt að snúa þess­ari þróun við og hvaða tækjum skuli beitt (sjá heim­ildir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7).

Nú síð­ast skil­aði nefnd á vegum sveit­ar­fé­laga á Vest­fjörðum af sér skýrslu þar sem tekið var saman hvað hægt væri að gera til að stöðva þá fólks­fækkun sem orðið hefur og helst auka mann­fjölda á svæð­inu (8). Sú nefnd kom ein­göngu með sömu gömlu lausn­irnar og í öllum hinum skýrsl­unum frá sams­konar nefnd­um. Jafn­framt skil­aði svo Byggða­stofnun skýrslu um byggð­ar­leg áhrif fisk­eldis (9).

Nú er það svo að allar skýrslur um þessi mál hafa ein­göngu birt gögn (nið­ur­lút línu­rit) um hversu marga hefur fækkað í hverju sveit­ar­fé­lagi eða byggða­kjarna á hverju ári og látið eins og þarna sé sífellt hoggið skarð í.

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar fluttu 466 manns burt frá Ísa­firði á árinu 2016 en 458 til Ísa­fjarðar (árið 2016 var alls ekki versta árið). Sömu sögu er að segja af Bol­ung­ar­vík, Árnes­hreppi á Strönd­um, Bíldu­dal og Tálkna­firði (sjá súlu­rit á mynd 1 a,b, c, d og e). 15-25% íbúa flytja burt frá stöð­unum á hverju ein­asta ári (aðrir staðir voru ekki kann­aðir hér). Þannig hefur þetta verið síð­ustu ára­tugi á þessum stöðum og það versta er að það koma oft­ast færri til stað­ar­ins heldur en fara. Ekki það að svona sé þetta ekki á öðrum stöðum á land­inu. Þannig er t.d. um 15-20% fólks í flutn­ingum til og frá Reykja­vík síð­ustu ár. En þetta verður miklu meira áber­andi og erf­ið­ara í þessum litlu byggð­ar­lögum heldur en í stærri bæj­um.

Mynd 1. Sýnir aðflutta og brott­flutta nokk­urra staða á Vest­fjörð­um. X-ás sýnir fjölda ein­stak­linga sem flutt hafa, aðfluttir (blá­ir, + tala), brott­fluttir (gul­ir, - tala).Af þeim sem flytja á brott frá Vest­fjörðum fer um helm­ingur til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, fjórð­ungur fer úr landi og fjórð­ungur dreif­ist á hina lands­fjórð­ung­ana. Um fimm­tíu færri flytja til Vest­fjarða frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu árlega en flytj­ast þangað frá Vest­fjörð­um.

Á suð­ur­fjörð­unum (Vest­ur­byggð, Tálkna­fjarð­ar­hrepp­ur) hefur verið talað um að ástandið hafi batnað síð­ustu ár með til­komu nýs atvinnu­rekstr­ar. Þannig var Bíldu­dalur t.d. ekki lengur talin brot­hætt byggð sam­kvæmt ein­hverri furðu­legri skil­grein­ingu því það fluttu fleiri ein­stak­lingar þangað en á burt þaðan nokkur ár í röð, þrátt fyrir að á sjötta tug ein­stak­linga hafi flutt þaðan árin á eftir (og svipað á stað­inn). Eftir að kalk­þör­unga­vinnslan og lax­eldið fór af stað hefur orðið fjölgun en það eru líka enn fleiri fjöl­skyldur sem flutt hafa á brott (sbr. Mynd 1d, berið saman brott­flutta 2014 og 2015). Fólk heldur áfram að flytja burt ár eftir ár og aðr­ir, aðeins færri/fleiri koma í stað­inn. Á öðrum stað á suð­ur­fjörð­um, Tálkna­fjarð­ar­hreppi hefur hins vegar fækkað um 70 manns á sama tíma (2011-2016), svo ástandið er litlu betra en það var. Hversu margir af þeim sem fluttu frá Tálkna­fjarð­ar­hreppi fluttu til Bíldu­dals? Hefur ein­hver skoðað það?

Menn mér miklu fróð­ari hafa skrifað langar skýrslur um ástæður brott­flutn­ings fólks frá Vest­fjörð­um, gert spurn­inga­lista og reynt að setja putt­ana á hvað veldur þess­ari fækk­un. Sam­fé­lögin hafa liðið fyrir kvóta­kerf­ið, fólki hefur fækkað stöðugt þar síðan kerfið var tekið upp. Af ein­hverjum ástæðum fóru líka mörg fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki Vest­fjarða á haus­inn eftir ofur­skuld­lagn­ingu á árunum 1982-1994. Eftir snjó­flóðin á Flat­eyri og Súða­vík, sem mörk­uðu djúp spor í sam­fé­lag­ið, varð síðan nán­ast frjálst fall í íbúa­fjölda og féll íbúa­fjöld­inn svipað það ár og sam­tals næstu 5 ár þar á eft­ir.

Jafn­framt þessu er hluti fólks sem vill flytja burt en er í átt­haga­fjötrum, getur ekki selt hús­næði sitt á sóma­sam­legu verði og „neyð­ist“ því til að vera áfram a.m.k. þar til næsta von­ar­stjarna um fólks­fjölgun ber við him­in.

Er atvinnu­leysið að valda þessum fólks­flutn­ingum og við­var­andi fólks­fækk­un?

Svarið er nei, atvinnu­leysi á Vest­fjörðum hefur nán­ast alla tíð verið í algjöru lág­marki þrátt fyrir að nokkur fyr­ir­tæki hafi leikið þann leik ár eftir ár að henda starfs­fólki á atvinnu­leys­is­bætur þá mán­uði sem ekk­ert hrá­efni er að hafa. Sú aðgerð hækkar árs­með­al­tals­tölur um atvinnu­leysi en þó er það lægra en í flestum öðrum byggð­ar­lög­um. Það er hins vegar bæði nið­ur­lægj­andi og nið­ur­drep­andi fyrir starfs­fólk að komið sé fram við það á þennan hátt og má færa fyrir því rök að fólk sætti sig ekki við þannig fram­komu til lengd­ar. Væri því fróð­legt að fá upp­lýs­ingar um það hversu margir starfs­menn hafa farið í gegn hjá þessum fyr­ir­tækjum síð­ustu ár. Getur verið að þetta séu í ein­hverjum til­fellum sömu fyr­ir­tæk­in/ein­stak­ling­arnir ár eftir ár og sem núna ætla að fara maka krók­inn á lax­eldi með sömu fram­komu við starfs­fólk milli slát­ur­tíma­bila?

Það getur hins vegar verið að fjöl­breytni atvinnu­tæki­færa, atvinnu­ör­yggi og hverjir fái bestu störfin hafi sitt að segja um val fólks við búsetu.

Skjót­virkir rán­dýrir megr­un­ar­kúrar

Lausnir Íslend­inga við vanda byggða­þró­unar má líkja við það að vera í sífellu að kaupa sér nýja og nýja skjót­virka megr­un­ar­kúra þrátt fyrir að flestir viti að til að létt­ast þarftu bæði að breyta matar­æði og fara að stunda hreyf­ingu sam­hliða. Lífstíls­breyt­ing sem getur tekið mörg ár. Og þannig er það með ref­arækt­ina, minka­rækt­ina, rækju­vinnsl­urn­ar, risa­rækju­eld­ið, kvót­ann sem öllu átti að bjarga, eða ekki kvóta því að hann er skemm­andi fyrir byggð­ar­lög­in, byggða­kvóta, kvót­ann til bak­a!, fisk­eld­ið, kís­il­ver, olíu­hreinsi­stöð o.s.frv.

Að hætti Íslend­inga er vaðið í hvern rán­dýra megr­un­ar­kúr­inn á fætur öðrum og nán­ast allt hefur farið á haus­inn og í hvert skipti sem byrjað er á ein­hverju nýju þá er talað um að þetta fari nú ekki svona núna, það séu svo miklir mögu­leikar til vaxtar og pen­ing­arnir muni drjúpa af hverju strái í sveitum og byggðum lands­ins.

Þrátt fyrir þetta hafa ekki nema örfáir ein­stak­lingar orðið vell­auð­ugir af svona ævin­týrum og áfram heldur fólki að fækka.
Þrátt fyrir þetta hafa ekki nema örfáir ein­stak­lingar orðið vell­auð­ugir af svona ævin­týrum og áfram heldur fólki að fækka. Af ein­hverjum ástæðum þorir almenn­ingur í þessum byggð­ar­lögum ekki að viðra and­stæðar skoð­anir því þeim gæti hrein­lega verið úthýst eins og dæmin sanna. Á aust­fjörðum máttu menn t.d. búa við and­legt ofbeldi við inn­kaup í mat­vöru­versl­unum þar sem hót­anir og ill­mælgi mættu and­stæð­ingum álvers og Kára­hnjúka­virkj­un­ar.

Að auki hafa hlutir eins og bættar sam­göng­ur, göng í gegnum fjöll, mal­bik­aðir veg­ir, betri netteng­ingar oft orðið til þess að fólk hefur í enn meira mæli flutt til ann­arra, stærri byggð­ar­laga. Þetta er orðið eins og öfug­mæla­vísa. Það er hins vegar alveg ljóst að hluti af lausn á vanda Vest­firð­inga er að þar séu ásætt­an­legar sam­göngur (hvað sem það nú þýð­ir?), hrað­virkar netteng­ingar og nægi­legt raf­magn. Það má hins vegar deila um hvaðan það raf­magn á að koma og hvernig eigi að koma því alla leið­ina vest­ur. En það er efni í aðra grein.

Augn­sjúk­dómar Íslend­inga

Stundum er eins og ein­stak­lingar verði alveg blind­aðir af von fyrir byggð­ar­lögin sem þeir búa í. Þetta verður að ein­hvers konar smit­far­aldri þegar nýir megr­un­ar­kúrar taka völdin í huga þeirra og hluta hvers sam­fé­lags. Sumir þess­ara ein­stak­linga (í mörgum til­fellum karl­menn komnir af léttasta skeiði) hika ekki við að slá fram alls konar full­yrð­ingum og ósann­indum án þess að hafa haft fyrir því að kynna sér hlut­ina. Sér­fræð­ingar að sunn­an/norð­an­/aust­an/vestan eru eins og eitur í beinum þess­ara ein­stak­linga ef þeir hafa and­stæðar skoð­an­ir. Virð­ist engu skipta þótt allt hafi farið á haus­inn aftur og aftur í hverju byggð­ar­lag­inu á fætur öðru, áfram skal haldið með bundið fyrir bæði.

„Ís­land er maðk­smogið og merg­sogið af hygl­ing­um“ (haft eftir Braga Krist­jóns­syni í við­tali í Kilj­unni eftir minni höf­und­ar)

Vandi byggð­ar­lag­anna á Vest­fjörðum er ekk­ert eins­dæmi. Ástæður fyrir brott­flutn­ingi fólks eru örugg­lega jafn mis­mun­andi og fólk er margt en þegar margar ástæður koma saman hver ofan á aðra þá fara ein­stak­ling­arn­ir/­fjöl­skyld­urnar burt, hver á sínum eigin for­send­um. Það er engin smá ákvörðun að rífa fjöl­skyld­una upp með rótum og flytja ann­að.

Þegar skoð­aðir eru þættir sem hafa áhrif á búferla­flutn­inga eru oft­ast nefnd dæmi eins og skortur á þjón­ustu­stigi, menn­ingu, afþr­ey­ingu, félags­starfi, skortur á skólaum­hverfi, heilsu­gæslu, aðgangur að net­þjón­ustu, vega­sam­göngur og skortur á raf­magni, hús­næð­is­verð o.s.frv. Eng­inn þorir að minn­ast á enn eina ástæð­una sem skiptir örugg­lega ekki litlu máli og það er klíku­sam­fé­lagið og smá­kónga­bis­ness­inn í öllum sam­fé­lög­um. Þetta smá­kónga- og klíku­sam­fé­lag sem við höfum búið við síð­ustu ára­tugi er ekk­ert skárra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar er það bara betur falið vegna mann­fjöld­ans og því hafa litlir frum­kvöðlar aðeins meiri tæki­færi til að kom­ast áfram og selja hug­myndir sín­ar. Þetta er hins vegar miklu meira áber­andi í litlum byggða­kjörnum úti á landi, þar sem rétt tengdir aðil­ar, í réttum flokki, með rétt fjöl­skyldu­tengsl kom­ast í álnir án þess að hafa neitt sér­stakt til þess unn­ið. 

And­verð­leika­fólkið fær sitt, hvað sem tautar og raul­ar. Í starf (sem er ekki póli­tískt en þarfn­ast ákveð­innar mennt­un­ar) hjá bænum er ráð­inn ein­stak­lingur sem er með­limur í réttum stjórn­mála­flokk og er hann tek­inn fram yfir annan með miklu meiri reynslu og mennt­un, þrátt fyrir að sá fyrr­nefndi hafi ekki einu sinni lokið námi. Fjöl­býl­is­hús í einum bænum er selt af bæj­ar­fé­lag­inu til „vild­ar­vin­ar“ og síðan leigir bæj­ar­fé­lagið fjöl­býl­is­húsið aftur af við­kom­andi til ára­tuga og það þrátt fyrir að aðrir í bænum hafi haft áhuga á að kaupa við­kom­andi eign til upp­bygg­ing­arat­vinnu­rekstr­ar. Stóru atvinnu­rek­end­urnir kom­ast upp með allt gagn­vart starfs­fólki sínu og sam­fé­lag­inu. Þeir sem eru að kvarta geta búist við að fá ekki vinnu síðar meir. Stór atvinnu­rek­andi aug­lýsir eftir fólki í fisk­vinnslu en neitar að ráða Íslend­inga, vill bara skamm­tíma­ráða útlend­inga. Litlir atvinnu­rek­endur sem reyna að koma undir sig fót­unum fá lít­inn stuðn­ing ef þeir eru ekki með rétt tengsl og réttar skoð­anir sem henta valda­sam­fé­lag­inu. Bæj­ar­stjórar koma sjaldan fram í fjöl­miðlum og berj­ast fyrir litla atvinnu­rek­and­ann. Þöggun innan sam­fé­lags­ins er á tíðum gríð­ar­sterk. Sömu aðil­arnir og sömu fjöl­skyld­urnar eru jafn­vel ráð­andi bæði í atvinnu­rekstri og innan stjórn­kerfis bæj­ar­fé­lag­anna í margar kyn­slóðir og börn og barna­börn þeirra sem ekki hafa enn komið sér burt, koma sér smám saman í bæjar og sveit­ar­stjórnir (og síðar inn á Alþingi) og halda áfram sama leiknum með sömu ömur­legu megr­un­ar­kúr­un­um.

Gæti verið að þessi fólks­fækkun á hverju ári sé að ein­hverju leyti til­kom­inn vegna þess hvernig þessu er háttað og hluti fólks átti sig á því að hvorki það, hvað þá heldur börnin þess, muni nokkru sinni kom­ast áfram í þessu sam­fé­lagi?

Gaman væri að heyra raddir þeirra þús­unda íbúa Vest­fjarða sem flutt hafa burt. Ef að taka á til, verður að byrja innan frá, ekki á enn einni „töfra­lausn­inn­i“. Ég veit nefni­lega að margir hafa hvergi átt betri tíma en þegar þeir bjuggu á Vest­fjörðum og hugsa dreym­andi til baka með bros á vör. En aðstæður á staðnum hrein­lega báru það ofur­liði, allt of margt var að, svo þrátt fyrir marga ynd­is­lega vini, frjáls­ræði og þægi­legt, barn­vænt umhverfi urðu við­kom­andi að flytja burt.

Höf­undur er líf­fræð­ing­ur, vís­inda- og upp­finn­inga­mað­ur.

ATH. Allar þær tölur sem hér eru settar fram eru fengnar hjá Hag­stofu íslands, Þjóð­skrá og Vinnu­mála­stofnun auk upp­lýs­inga úr mörgum rann­sókn­ar­skýrslum og vís­inda­greinum sem vísað er í með heim­ilda­skrá aftan við grein­ina.

Heim­ild­ir:

  1. Rúnar Jón Her­manns­son 2014 Byggða­þróun á Vest­fjörð­um. Loka­verk­efni til BA-gráðu
  2. Þór­oddur Bjarna­son 2012, fyr­ir­lestur um „Sam­göngur og byggða­þróun á Vest­fjörð­um“
  3. Byggða­stofnun 2014 Vest­firð­ir, Stöðu­grein­ing. Rit­stj. Árni Ragn­ars­son
  4. Fjórð­ungsam­band Vest­firð­inga 2007, Mann­fjölda­þróun á Vest­fjörð­um. Fyr­ir­lestur
  5. Byggða­stofnun 2017 Byggða­þróun á Íslandi. Rit­stj. Árni Ragn­ars­son
  6. Gunnar Páll Eydal ofl. 2016 Stefnu­mörkun sveit­ar­fé­laga á Vest­fjörð­um.
  7. Bjarki Jóhann­es­son 2001, Þáttur mennt­unar í byggða­þróun
  8. Ágúst Bjarni Garð­ars­son ofl. 2016 Aðgerð­ar­á­ætlun fyrir Vest­firði
  9. Sig­urður Árna­son, Byggða­stofnun 2017 Byggða­leg áhrif fisk­eldis

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar