Birtingarmynd rauða takkans

Nichole Leigh Mosty segir að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni en að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk. Hún segir flokkinn vera nákvæmlega sama um vilja og kröfur almennings.

Auglýsing

Ég við­ur­kenni fús­lega að taka rík­is­stjórn­ar­slitin nærri mér en því miður var eng­inn annar kostur í boði. Það voru nefni­lega ekki bara gildi og vinnu­brögð sem okkur greindi á um, heldur skiln­ingur á hlut­verkum kjör­inna full­trúa á Alþingi. 

Síð­asti dag­ur­inn á 147. Lög­gjaf­ar­þing­inu var tákn­rænn í mörgum skiln­ingi. Atkvæða­greiðsla um breyt­ingu á lögum um útlend­inga vakti þar mesta athygli. 38 þing­menn sam­þykktu breyt­ing­una en 17 „voru á rauða takk­an­um“. Rökin fyrir rauða takk­anum að þessu sinni voru popúl­ísk­ari en nokkuð það sem ég hef séð hingað til og meira til hægri en villtasta hægrið. Og við­fangið var flótta­menn. Sjálf­stæð­is­menn stóðu einir eftir þegar Björt fram­tíð sagði nei takk við óbragði sem fyllti vit okkar á síð­ustu metr­unum í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Það var nefni­lega þannig að þegar Björt fram­tíð stóð upp frá borð­inu, sátu eftir 59 aðrir þing­menn og eng­inn hinna flokk­anna treysti sér til að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki í fram­hald­inu. Sjálf­stæð­is­flokki sem ég velti nú fyrir mér hvort muni standa áfram einn og stór, þrátt fyrir að hafa sýnt ítrekað að honum er nákvæm­lega sama um vilja almenn­ings og kröfur sem gerðar eru til okkar sem vorum kjörin til að þjóna. 

Birt­ing­ar­myndin var hins vegar í fleiri víddum en bara á rauða takk­an­um. Ung og fal­leg kona, nýskip­aður vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins mætti í sínu fín­asta pússi til að tala fyrir minni­hluta­á­liti Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. Hún flutti þar ræðu sem sner­ist um það hversu slæmt for­dæmi Alþingi væri að setja með því að veita u.þ.b. 80 börnum og fjöl­skyldum þeirra alþjóð­lega vernd hér á landi. Hræðslu­á­róð­ur­inn sner­ist um hætt­una á man­sali og kall­aði okkur hin, sem viljum veita hæl­is­leit­andi börnum vernd hér­lend­is, óábyrg. 

Auglýsing

Fram­sögu­maður meiri­hlut­ans var líka kona. 20 árum eldri, rót­laus inn­flytj­andi úr litlum flokki en með dýr­mæta reynslu og þekk­ingu af mál­efnum flótta­manna og hæl­is­leit­enda eftir veru sína við sjálf­boða­liða­störf á Grikk­landi í sum­ar. Hún mætti til leiks með ástríðu og skila­boð frá fylgd­ar­lausum börnum á flótta. Og löngun til að lifa. Skila­boðin eru djúp. „My life is home“. Þessi kona var búin að átta sig á því að ábyrgð hennar sner­ist um að skerpa á kerfum og tryggja börnum mann­úð­lega með­ferð innan þeirra. Og líka að vernda börn, m.a. fyrir man­sali. Þessi kona veit að besta leiðin til að vernda þennan við­kvæm­asta hóp flótta­manna er að efla sam­starf milli Barna­vernd­ar­stofu og Útlend­inga­stofn­unar og styrkja þessar stofn­anir ásamt lög­reglu. Af því hver ein­asti dagur sem þau eru á flótta er dag­ur­inn sem þau gætu átt á hættu að verða hneppt í man­sal. 

Ég er ekki ósam­mála öllu því sem dóms­mála­ráð­herra hafði að segja um hæl­is­leit­end­ur. Mik­il­vægt er að vinna hratt og vel í umsóknum sem eru til­hæfu­laus­ar. Fylgd­ar­laus börn eiga ekki slíkar umsókn­ir. Og hvað ef þetta væru okkar eigin börn?

Hvert manns­líf er mik­ils virði og börnin eru fram­tíð­in. Eitt barn er ekki meira virði en annað í þeim sam­an­burði. Og eitt líf ekki mik­il­væg­ara en ann­að. Og þeir sem etja saman hópum sem eiga um sárt að binda, eins og gert hefur verið í póli­tískum hrá­skinna­leik í íslenskum stjórn­málum eru að mis­beita valdi sínu og van­virða líf þess­ara minni­hluta­hópa. 

Það sem er sér­stakt við þetta allt er svo það að þessar tvær kon­ur, hin unga fal­lega sem situr nú nýskipuð í stól vara­for­manns stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins, og hin sem varði sum­ar­frí­inu sínu við sjálf­boða­liða­störf í flótta­manna­búðum á Grikk­landi í umönnun við hæl­is­leit­andi börn, sátu sömu fundi og hlust­uðu á sömu sér­fræð­inga úttala sig um mál­efni flótta­manna. Ein­hvern veg­inn stóðu þær upp af þeim fundum með ákaf­lega ólíka sýn á vanda­mál­ið. Önnur hafði kjark til að tala fyrir umbót­um, kerf­is­breyt­ingum og mann­rétt­indum og lagði sig alla fram til að ná fram þeim vilja sem end­ur­spegl­ast í sam­fé­lagi þeirra. Hin valdi að beita hræðslu­á­róðri og gróf þar með öll prinsipp og gildi sem Sjálf­stæð­is­menn skreyta sig með á hátíð­is­dög­um, í þeim til­gangi að verja við­horf ráð­herr­ans síns. 

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar