Samþykki í forgrunn

Jón Steindór Valdimarsson segir að kynferðislegt ofbeldi og nauðganir séu samfélagslegt mein sem þarf að sporna við eins og nokkur kostur er með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum.

Auglýsing

Á und­an­förnum árum hefur umræða um kyn­bundið ofbeldi farið vax­andi hér á landi og mik­ill fjöldi kvenna og stúlkna stigið fram, m.a. á vett­vangi sam­fé­lags­miðla, og greint frá reynslu af kyn­ferð­is­of­beldi og þannig lagt áherslu á að ekki verði lengur þagað um til­vist slíks ofbeldis og þann mikla vanda sem því fylg­ir. 

Þegar fjallað er um kyn­bundið ofbeldi, og í for­varn­ar­starfi gegn því, hefur jafn­framt verið lögð áhersla á að auka skiln­ing ungs fólks á mörk­unum milli kyn­lífs og ofbeldis og jafn­framt að færa ábyrgð frá þol­anda slíks ofbeldis til ger­and­ans. Gott dæmi um það er stutt­myndin „Fáðu já!“ sem vakið hefur verð­skuld­aða athygli. Þá hafa dómar í kyn­ferð­is­brota­málum og frá­sagnir af með­ferð nauðg­un­ar­mála innan rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins vakið við­brögð og mót­mæli í sam­fé­lag­inu. Það er skylda þing­manna að sjá til þess að lögin séu sann­gjörn og sporni gegn úreltum við­horfum og það á sann­ar­lega við hér. 

Á síð­asta ári leit­uðu 169 ein­stak­lingar á neyð­ar­mót­töku Land­spít­ala vegna nauð­gana en þeir hafa aldrei verið fleiri. Árið 2015 leit­uðu 145 ein­stak­lingar til neyð­ar­mót­tök­unn­ar. Þrátt fyrir þetta hef­ur nauðg­un­ar­kærum til lög­reglu ekki fjölgað á sama tíma. Öll vitum við að mik­ill meiri­hluti þess­ara þolenda eru kon­ur.

Auglýsing

Nauð­syn­leg breyt­ing á hegn­ing­ar­lögum

Í vor lagði ég fram, ásamt þing­mönnum Við­reisn­ar, frum­varp sem hefur það að mark­miði að draga úr kyn­ferð­is­af­brotum og breyta við­horfum með nútíma­legri skil­grein­ingu á afbrot­inu nauðg­un. Lagt er til að að sam­þykki verði sett í for­grunn, með öðrum orðum að sá, sem á sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök við annan án sam­þykkis hans, sé sekur um nauðg­un. Þannig er það skortur á sam­þykki til sam­ræðis eða ann­arra kyn­ferð­is­maka sem skil­greinir nauðg­un­ina. 

Sam­þykki fyrir sam­ræði eða öðrum kyn­ferð­is­mökum þarf að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. ­Sam­þykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hót­unum eða ann­ars konar ólög­mætri nauð­ung, eða með því að beita blekk­ingum eða hag­nýta sér villu við­kom­andi um aðstæð­ur. 

Vernd sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttar til kyn­lífs

Ákvæðum kyn­ferð­is­brotakafla almennra hegn­ing­ar­laga er það öllum sam­eig­in­legt að varða kyn­líf fólks og er ætlað að vernda frelsi á því sviði. Hags­munir þeir sem ákvæðin eiga að vernda eru fyrst og fremst frið­helgi ein­stak­lings­ins, þ.e. kyn­frelsi og sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur hvað varðar kyn­líf, lík­ama og til­finn­inga­líf. Hver ein­stak­lingur á að hafa frelsi til að ákveða að hafa sam­ræði eða önnur kyn­ferð­is­mök en jafn­framt rétt til þess að hafna þátt­töku í kyn­ferð­is­legum athöfn­um. Nauð­syn­legt er að skil­greina nauðgun út frá skorti á sam­þykki til þess að unnt sé að veita kyn­frelsi full­nægj­andi rétt­ar­vernd. 

Þekkt er að þolendur nauð­gana geta ekki í öllum til­vikum veitt ger­anda mót­spyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lam­ast af hræðslu. Rann­sóknir hafa leitt í ljós að þessi við­brögð eru algeng og að ger­andi þarf þá ekki að beita miklu lík­am­legu afli til að ná fram vilja sín­um. Það verður sömu­leiðis til þess að í reynd er óal­gengt að þolendur beri mikla lík­am­lega áverka eftir nauðg­un. Sýni­legt lík­am­legt ofbeldi er því ekki sér­stak­lega algengt í kæru­málum vegna nauð­gana. 

Við­horfum verður að breyta

Ný skil­grein­ing á nauðgun er því vissu­lega engin töfra­lausn. Á hinn bóg­inn er þessi breytta skil­grein­ing til þess fallin að stuðla að nauð­syn­legum breyt­ingum á við­horfum til brots­ins. Verði nauðgun skil­greind út frá skorti á sam­þykki, mun áhersla á sam­þykki aukast við rann­sókn og sak­sókn nauðg­un­ar­brota. Þá mun slík skil­grein­ing jafn­framt fela í sér að mik­il­vægi kyn­frelsis er gert mun hærra undir höfði en áður og jafn­vel geta orðið til þess, sam­hliða auk­inni fræðslu, að fólk verði með­vitað um mik­il­vægi þess að sam­þykki liggi fyrir þegar kyn­ferð­is­legar athafnir eiga í hlut. 

Ríka áherslu ber að leggja á almenn varn­að­ar­á­hrif slíks ákvæð­is. Lík­legt er að ein­stak­lingar verði með­vit­aðri um mik­il­vægi þess að sam­þykki er alltaf for­senda kyn­ferð­is­legra athafna. 

Frum­varpið hefur fengið góðar við­tökur og má til dæmis um það benda á erindi Ragn­heiðar Braga­dótt­ur, pró­fess­ors í refsirétti við Laga­deild Háskóla Íslands á hádeg­is­fyr­ir­lestri Rann­sókn­ar­stofn­unar í jafn­rétt­is­fræðum 21. sept­em­ber sl.

Kar­læg ­sjón­ar­mið eiga að víkja

Breyt­ing á skil­grein­ingu nauðg­unar er liður í því að breyta við­horfum sem feðra­veldi for­tíðar hefur skapað og eru enn ríkj­andi eða eimir sterkt af á mörgum stöð­um. Með frum­varp­inu er horfið frá þeim kar­læg­u ­sjón­ar­miðum sem end­ur­spegl­ast víða að við til­teknar aðstæður eigi karl­maður nán­ast rétt á kyn­lífi með konu. Þá eru þau við­horf lífseig að þegar fólk er í sam­bandi, hvort sem það er innan hjóna­bands eða utan, ryðji það með ein­hverjum hætti úr vegi kyn­frelsi og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þegar kyn­líf á í hlut. Klám­væð­ing og hlut­gerv­ing kvenna ýtir enn frekar undir að líta á konur sem kyn­verur fyrst og fremst sem séu með ein­hverju móti til þess eins að svala þörf karla fyrir kyn­líf. 

Gera þarf allt sem unnt er til þess að ýta þessum við­horfum til hlið­ar. Þar lætur Við­reisn ekki sitt eftir liggja.

Höf­undur er alþing­is­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar