8 staðreyndir um eldsneytisgjöld

Staðreyndin er sú að álögur ríkisins á hvern ekinn kílómeter og á hvern innfluttan bíl hafa lækkað umtalsvert á síðustu árum. Það hreinlega borgar sig að taka á loftslagsvandanum af festu og ábyrgð, segir Gylfi Ólafsson.

Auglýsing

1. Mengun á að kosta meira

Í fjár­laga­frum­varp­inu fyrir 2018 sem lagt var fyrir Alþingi rétt fyrir stjórn­ar­slit voru lagðar til tvær breyt­ingar á skatt­lagn­ingu á elds­neyti. Ann­ars vegar var lagt til að gjöld verði sam­ræmd milli bens­íns og dísilolíu svo verð þeirra verði svip­uð. Kolefn­is­gjald á bensín hækkar um nálægt sjö krónum með virð­is­auka­skatti vegna þess­arar breyt­ingar og dísilol­ían um sautján krón­ur. Alþingi þarf að fjalla um nákvæma útfærslu, og verð­lags­breyt­ingar flækja mynd­ina, en þetta eru meg­in­lín­urn­ar. Fyrir venju­legan bens­ín­bíl sem ekið er 10.000 kíló­metra árlega og eyðir 8 lítrum á hundrað­ið, eru þetta 5.600 krónur á ári. Fyrir dísil­bíll sem eyðir 6 lítrum á hundraðið og ekur jafn­langt er árlegur kostn­að­ar­auki 10.200 krón­ur.

2. Vist­vænir bílar ódýr­ari

Einnig er lagt til að und­an­þága frá virð­is­auka­skatti við inn­flutn­ing og sölu nýrra raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bif­reiða, sem gilt hefur frá árinu 2013, verði fest í sessi næstu þrjú ár. Fjár­hæð íviln­un­ar­innar hefur auk­ist mjög síð­ast­liðin ár vegna fjölg­unar slíkra bíla og er gert ráð fyrir að hún nemi rúm­lega 2 millj­örðum á næsta ári. 

3.  Vísi­tala neyslu­verðs hækkar fyrst lít­il­lega en lækkar svo sex sinnum meir

Hækkun gjalda á elds­neyti er talið hækka vísi­tölu neyslu­verðs um 0,08%. Á móti kemur að fyr­ir­huguð breyt­ing á virð­is­auka­skatti sem taka á gildi 1. jan­úar 2019 lækkar vísi­töl­una um 0,5% eða sex sinnum meira. Þetta er vegna þess að skatt­heimta er flutt af inn­lendum neyt­endum yfir á erlenda ferða­menn. Með þessu lækka verð­tryggð lán og afborg­anir sömu­leið­is. 

Auglýsing

4. Kíló­metr­inn hefur orðið ódýr­ari

Bens­ín- og olíu­gjöld hafa í gegnum tíð­ina verið hryggjar­stykkið í fjár­mögnun fram­kvæmda og við­halds vega­kerf­is­ins. Á síð­ustu árum hefur það hins vegar gerst að með­al­eyðsla heim­il­is­bíla hefur farið hratt lækk­andi. Tekjur rík­is­ins af eknum kíló­metra hafa því lækkað nokkuð eins og með­fylgj­andi mynd sýn­ir. Áætluð hækkun 2018 heldur gjaldi bens­ín­bíls nán­ast í horf­inu, en á dísil­bíl er þetta aft­ur­hvarf til árs­ins 2014, en hvort tveggja er mun lægra en það var um og uppúr hruni. Myndin dregur fram öll bens­ín- og olíu­gjöld, og gerir því ekki grein­ar­mun á þeim hluta þeirra sem bein­línis er ætl­aður til að fjár­magna vega­kerfið og hins sem er gjald fyrir að menga. 

5. Vöru­gjöld lækka hratt

Sömu sögu er að segja af vöru­gjöldum af inn­fluttum bíl­um. Þó tekjur rík­is­ins af þeim hafi hækkað lækka tekjur af hverjum bíl. Ástæðan er sú að vöru­gjöld ráð­ast af áætl­aðri losun koltví­sýr­ings á hvern ekinn kíló­met­er, en áætluð losun hefur minnkað hratt með bættri tækni. Til dæmis lækk­uðu með­al­vöru­gjöld á hvern bíl um 9% milli áranna 2015 og 16. Vörugjöld og virðisaukaskattur á hvern kílómetra.

6. Alþjóð­legar skuld­bind­ingar geta orðið mjög dýrar

Ísland hefur tek­ist á hendur alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, bæði með Kyoto-­bók­un­inni og Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Tak­ist Íslend­ingum ekki að minnka útblást­ur­inn veru­lega þurfa yfir­völd að kaupa útblást­urs­heim­ildir dýru verði, sem getur numið tugum eða hund­ruðum millj­örðum króna fram til 2030. 

7. Ívilnun dísil­bíla barn síns tíma

Gjöld á dísilolíu hafa um hríð verið lægri á hvern lítra en á bens­ín, m.a. með vísun í minni gróð­ur­húsa­á­hrif. Þessu þykir nú tíma­bært að breyta, meðal ann­ars vegna þess að dísil­bílar sóta meira en bens­ín­bíl­ar. 

8. Aðgerð­irnar hluti af stærri mynd

Aðgerð­irnar sem lagðar eru til í fjár­laga­frum­varp­inu byggja að stofni til á fjár­mála­á­ætlun sem Alþingi sam­þykkti var í vor. Ekki ein­göngu voru þær ætl­aðar til að upp­fylla mark­mið um umhverf­is­vernd heldur voru þær einnig liður í ábyrgri hag­stjórn. 

Ríkið nið­ur­greiðir nú upp­bygg­ingu hleðslu­stöðva um allt land. Vinna er langt komin í fjár­mála­ráðu­neyt­inu við að end­ur­skoða alla gjald­töku af öku­tækjum og elds­neyti, meðal ann­ars til að taka heild­stætt á rút­um, flutn­inga­bílum og öðrum teg­undum öku­tækja. Þá er langt komin vinna í umhverf­is­ráðu­neyt­inu við að móta heild­stæða lofts­lags­stefnu. Hvort tveggja er í bið­stöðu nú vegna stjórn­ar­slit­anna en hægt að halda áfram með eftir kosn­ing­ar. Allt er þetta gert svo Ísland standi stolt við skuld­bind­ingar sínar í lofts­lags­mál­um, sé leið­andi í vist­vænum sam­göngum og að hér sé það við­tekið að þeir sem menga borgi.

Þegar upp er staðið er mark­miðið að gjöldin hverfi, með því að allir hætti að nota bensín og noti raf­magn í stað­inn. Þannig verður íslenska þjóð­ar­búið meira sjálfu sér nægt. Hvernig við fjár­mögnum vega­kerfið þá er óleyst, enda enn nokkuð í land að orku­skipt­unum verði lok­ið. 

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og aðstoð­ar­maður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar