8 staðreyndir um eldsneytisgjöld

Staðreyndin er sú að álögur ríkisins á hvern ekinn kílómeter og á hvern innfluttan bíl hafa lækkað umtalsvert á síðustu árum. Það hreinlega borgar sig að taka á loftslagsvandanum af festu og ábyrgð, segir Gylfi Ólafsson.

Auglýsing

1. Mengun á að kosta meira

Í fjár­laga­frum­varp­inu fyrir 2018 sem lagt var fyrir Alþingi rétt fyrir stjórn­ar­slit voru lagðar til tvær breyt­ingar á skatt­lagn­ingu á elds­neyti. Ann­ars vegar var lagt til að gjöld verði sam­ræmd milli bens­íns og dísilolíu svo verð þeirra verði svip­uð. Kolefn­is­gjald á bensín hækkar um nálægt sjö krónum með virð­is­auka­skatti vegna þess­arar breyt­ingar og dísilol­ían um sautján krón­ur. Alþingi þarf að fjalla um nákvæma útfærslu, og verð­lags­breyt­ingar flækja mynd­ina, en þetta eru meg­in­lín­urn­ar. Fyrir venju­legan bens­ín­bíl sem ekið er 10.000 kíló­metra árlega og eyðir 8 lítrum á hundrað­ið, eru þetta 5.600 krónur á ári. Fyrir dísil­bíll sem eyðir 6 lítrum á hundraðið og ekur jafn­langt er árlegur kostn­að­ar­auki 10.200 krón­ur.

2. Vist­vænir bílar ódýr­ari

Einnig er lagt til að und­an­þága frá virð­is­auka­skatti við inn­flutn­ing og sölu nýrra raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bif­reiða, sem gilt hefur frá árinu 2013, verði fest í sessi næstu þrjú ár. Fjár­hæð íviln­un­ar­innar hefur auk­ist mjög síð­ast­liðin ár vegna fjölg­unar slíkra bíla og er gert ráð fyrir að hún nemi rúm­lega 2 millj­örðum á næsta ári. 

3.  Vísi­tala neyslu­verðs hækkar fyrst lít­il­lega en lækkar svo sex sinnum meir

Hækkun gjalda á elds­neyti er talið hækka vísi­tölu neyslu­verðs um 0,08%. Á móti kemur að fyr­ir­huguð breyt­ing á virð­is­auka­skatti sem taka á gildi 1. jan­úar 2019 lækkar vísi­töl­una um 0,5% eða sex sinnum meira. Þetta er vegna þess að skatt­heimta er flutt af inn­lendum neyt­endum yfir á erlenda ferða­menn. Með þessu lækka verð­tryggð lán og afborg­anir sömu­leið­is. 

Auglýsing

4. Kíló­metr­inn hefur orðið ódýr­ari

Bens­ín- og olíu­gjöld hafa í gegnum tíð­ina verið hryggjar­stykkið í fjár­mögnun fram­kvæmda og við­halds vega­kerf­is­ins. Á síð­ustu árum hefur það hins vegar gerst að með­al­eyðsla heim­il­is­bíla hefur farið hratt lækk­andi. Tekjur rík­is­ins af eknum kíló­metra hafa því lækkað nokkuð eins og með­fylgj­andi mynd sýn­ir. Áætluð hækkun 2018 heldur gjaldi bens­ín­bíls nán­ast í horf­inu, en á dísil­bíl er þetta aft­ur­hvarf til árs­ins 2014, en hvort tveggja er mun lægra en það var um og uppúr hruni. Myndin dregur fram öll bens­ín- og olíu­gjöld, og gerir því ekki grein­ar­mun á þeim hluta þeirra sem bein­línis er ætl­aður til að fjár­magna vega­kerfið og hins sem er gjald fyrir að menga. 

5. Vöru­gjöld lækka hratt

Sömu sögu er að segja af vöru­gjöldum af inn­fluttum bíl­um. Þó tekjur rík­is­ins af þeim hafi hækkað lækka tekjur af hverjum bíl. Ástæðan er sú að vöru­gjöld ráð­ast af áætl­aðri losun koltví­sýr­ings á hvern ekinn kíló­met­er, en áætluð losun hefur minnkað hratt með bættri tækni. Til dæmis lækk­uðu með­al­vöru­gjöld á hvern bíl um 9% milli áranna 2015 og 16. Vörugjöld og virðisaukaskattur á hvern kílómetra.

6. Alþjóð­legar skuld­bind­ingar geta orðið mjög dýrar

Ísland hefur tek­ist á hendur alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, bæði með Kyoto-­bók­un­inni og Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Tak­ist Íslend­ingum ekki að minnka útblást­ur­inn veru­lega þurfa yfir­völd að kaupa útblást­urs­heim­ildir dýru verði, sem getur numið tugum eða hund­ruðum millj­örðum króna fram til 2030. 

7. Ívilnun dísil­bíla barn síns tíma

Gjöld á dísilolíu hafa um hríð verið lægri á hvern lítra en á bens­ín, m.a. með vísun í minni gróð­ur­húsa­á­hrif. Þessu þykir nú tíma­bært að breyta, meðal ann­ars vegna þess að dísil­bílar sóta meira en bens­ín­bíl­ar. 

8. Aðgerð­irnar hluti af stærri mynd

Aðgerð­irnar sem lagðar eru til í fjár­laga­frum­varp­inu byggja að stofni til á fjár­mála­á­ætlun sem Alþingi sam­þykkti var í vor. Ekki ein­göngu voru þær ætl­aðar til að upp­fylla mark­mið um umhverf­is­vernd heldur voru þær einnig liður í ábyrgri hag­stjórn. 

Ríkið nið­ur­greiðir nú upp­bygg­ingu hleðslu­stöðva um allt land. Vinna er langt komin í fjár­mála­ráðu­neyt­inu við að end­ur­skoða alla gjald­töku af öku­tækjum og elds­neyti, meðal ann­ars til að taka heild­stætt á rút­um, flutn­inga­bílum og öðrum teg­undum öku­tækja. Þá er langt komin vinna í umhverf­is­ráðu­neyt­inu við að móta heild­stæða lofts­lags­stefnu. Hvort tveggja er í bið­stöðu nú vegna stjórn­ar­slit­anna en hægt að halda áfram með eftir kosn­ing­ar. Allt er þetta gert svo Ísland standi stolt við skuld­bind­ingar sínar í lofts­lags­mál­um, sé leið­andi í vist­vænum sam­göngum og að hér sé það við­tekið að þeir sem menga borgi.

Þegar upp er staðið er mark­miðið að gjöldin hverfi, með því að allir hætti að nota bensín og noti raf­magn í stað­inn. Þannig verður íslenska þjóð­ar­búið meira sjálfu sér nægt. Hvernig við fjár­mögnum vega­kerfið þá er óleyst, enda enn nokkuð í land að orku­skipt­unum verði lok­ið. 

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og aðstoð­ar­maður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar