Útstrikanir

Sólveig Rán Stefánsdóttir segir að hún ætli að gjörnýta atkvæði sitt og kjósa fólk, ekki flokka.

Auglýsing

Nú stytt­ist óðum í kosn­ingar og rétt eins og stór hluti kjós­enda er und­ir­rituð í tómu tjóni. Flokkar kepp­ast við að safna með­mæl­endum og raða á lista eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn. Á meðan sitja almanna­tenglar þeirra kóf­sveittir í sím­anum dag­inn út og dag­inn inn við að verja fram­bjóð­endur fyrir ítrek­uðum upp­rifj­unum fjöl­miðla á hinum ýmsu málum sem gætu haft áhrif á almenn­ings­á­lit­ið.

Ryk­ið, sem varla var sest, á kosn­inga­lof­orð sein­asta hausts eru dregin upp í flýti og hent út, að því virð­ist án end­ur­skoð­un­ar, því kjós­endur þurfa upp­lýs­ingar og þeir þurfa þær núna.

Sein­asta haust var í fyrsta sinn sem ég kaus í Alþing­is­kosn­ing­um. Ég átti mjög erfitt með að gera upp hug minn. Reyndar svo erfitt að ég kaus tvisvar. Fyrst utan kjör­fund­ar en mætti síðan á kjör­dag og skipti um skoð­un.

Auglýsing

Kosn­inga­vit­inn, eins frá­bært fram­tak og það er, hjálp­aði mér ekk­ert, þar sem ég virt­ist alltaf enda á milli allra flokka, með mest 30% sam­svörun við 5 mjög ólíka flokka.

Þegar ég átt­aði mig á því að ég þyrfti aftur að taka þessa ákvörðun núna í haust, aðeins 364 dögum eftir sein­asta höf­uð­verk, ákvað ég að breyta til.

Í stað þess að þræða heima­síður flokk­ana í leit að “þeim eina” sem færi mér best, ákvað ég að skoða fólk­ið.

Þegar allt kemur til alls og öll lof­orð heims­ins eru sokkin í haf póli­tísks stöð­ug­leika, hag­vaxtar og gleymsku, þá stendur fólkið eft­ir.

Hvaða orð­spor hefur fólk­ið? Hvað skiptir það sjálft máli? Hvaðan kemur það? Hvaða reynslu hefur það? Hvar hefur það verið og hvert er það að fara? Hvaða for­sendur hefur það fyrir bar­áttu­málum sín­um?

Þeg­ar list­arn­ir eru skoð­aðir með þetta í huga má finna fullt af frá­bæru, nýju fólki… í 4. - 10. sæti list­anna. Það er, sætin sem eru óviss um að kom­ast á þing.

Þá vaknar spurn­ing­in; hvers virði er atkvæðið mitt ef ég kýs ein­hvern flokk til þess að koma þessu fólki inn, en enda bara með því að koma 1. - 3. sæt­inu inn?

Svarið er til: útstrik­anir.

Með því að strika út þá fram­bjóð­endur sem þú vilt ekki að atkvæði þitt telji fyr­ir, getur þú haft áhrif á upp­röðun list­ans og komið þínum skila­boðum á fram­færi: Ég vil ekki þenn­an, en ég vil hinn.

Á vef land­kjörs­stjórnar er tafla yfir hve stór hluti kjós­enda lista þurfi að strika yfir fram­bjóð­enda í vissu sæti til þess að hann falli niður um sæti, miðað við hvað list­inn fær marga menn kjörna.

Til þess að velta fyrsta sæt­inu niður um sæti þurfa 25% kjós­endur list­ans að strika við­kom­andi út. Þessi tala lækkar svo eftir list­anum og fjölda þing­manna sem list­inn fær kjörna.

Útstrik­anir geta reynst öfl­ugar í kosn­ing­um, ef fólk notar þær. Hingað til hefur þeim þó farið fækk­andi en í sein­ustu kosn­ingum var ein­ungis 0,5 - 3,0% kjör­seðla breytt (strikað út eða end­ur­rað­að). Þær höfðu því engin áhrif.

Þetta eru und­ar­legar töl­ur, sér­stak­lega í ljósi þess að í próf­kjörum flokk­ana, þar sem fleiri hund­ruð kjósa, er alltaf sam­keppni. Er fólk sem er flokks­bundið virki­lega svo tryggt flokk­unum sínum að það breytir ekki atkvæði sínu á kjör­stað eftir því sem það hefði viljað sjá koma út úr próf­kjör­inu? Þú kýst ennþá sama flokk­inn, þú ert bara að hafa áhrif á hvaða fólk kemst inn.

Rétt eins og þú reyndir í próf­kjör­inu að hafa áhrif á hvaða fólk kæm­ist inn. Almennt virð­ist vera að fólk sé miklu til­bún­ar til þess að efast kosn­inga­lof­orð en að efast fólkið sem leggur þau fram. Það er mið­ur. Kosn­inga­lof­orð verða ekki efnd, nema það sé fólk á bak við þau sem stendur við orð sín. Flokkar efna ekki lof­orð, þing­menn gera það. Ef það er fólk á listum flokk­ana sem hefur ekki staðið við sín orð hingað til, af hverju að kjósa það aft­ur?

Ég hef ekki enn ákveðið hvað ég ætla að kjósa og geri það örugg­lega ekki fyrr en á kjör­dag. Ég hef þó ákveðið eitt. Ég ætla að kjósa fólk, ekki flokka. Ég ætla að nýta mér útstrik­anir til að ýta þeim sem ég vil sjá á þingi, ofar á list­ann.

Ég ætla að mæta á kjör­stað, kjósa, og gjör­nýta atkvæðið mitt.

Ég ætla ekki að treysta flokk­um, ég ætla að treysta fólki.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslensk heimili henda samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju
Samkvæmt rannsókn Umhverfisstofnunar er mikið um matarsóun hér á landi en einstaklingur á Íslandi sóar að meðaltali um 90 kg af mat árlega.
Kjarninn 2. apríl 2020
„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“
Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs.
Kjarninn 2. apríl 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar