Útstrikanir

Sólveig Rán Stefánsdóttir segir að hún ætli að gjörnýta atkvæði sitt og kjósa fólk, ekki flokka.

Auglýsing

Nú stytt­ist óðum í kosn­ingar og rétt eins og stór hluti kjós­enda er und­ir­rituð í tómu tjóni. Flokkar kepp­ast við að safna með­mæl­endum og raða á lista eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn. Á meðan sitja almanna­tenglar þeirra kóf­sveittir í sím­anum dag­inn út og dag­inn inn við að verja fram­bjóð­endur fyrir ítrek­uðum upp­rifj­unum fjöl­miðla á hinum ýmsu málum sem gætu haft áhrif á almenn­ings­á­lit­ið.

Ryk­ið, sem varla var sest, á kosn­inga­lof­orð sein­asta hausts eru dregin upp í flýti og hent út, að því virð­ist án end­ur­skoð­un­ar, því kjós­endur þurfa upp­lýs­ingar og þeir þurfa þær núna.

Sein­asta haust var í fyrsta sinn sem ég kaus í Alþing­is­kosn­ing­um. Ég átti mjög erfitt með að gera upp hug minn. Reyndar svo erfitt að ég kaus tvisvar. Fyrst utan kjör­fund­ar en mætti síðan á kjör­dag og skipti um skoð­un.

Auglýsing

Kosn­inga­vit­inn, eins frá­bært fram­tak og það er, hjálp­aði mér ekk­ert, þar sem ég virt­ist alltaf enda á milli allra flokka, með mest 30% sam­svörun við 5 mjög ólíka flokka.

Þegar ég átt­aði mig á því að ég þyrfti aftur að taka þessa ákvörðun núna í haust, aðeins 364 dögum eftir sein­asta höf­uð­verk, ákvað ég að breyta til.

Í stað þess að þræða heima­síður flokk­ana í leit að “þeim eina” sem færi mér best, ákvað ég að skoða fólk­ið.

Þegar allt kemur til alls og öll lof­orð heims­ins eru sokkin í haf póli­tísks stöð­ug­leika, hag­vaxtar og gleymsku, þá stendur fólkið eft­ir.

Hvaða orð­spor hefur fólk­ið? Hvað skiptir það sjálft máli? Hvaðan kemur það? Hvaða reynslu hefur það? Hvar hefur það verið og hvert er það að fara? Hvaða for­sendur hefur það fyrir bar­áttu­málum sín­um?

Þeg­ar list­arn­ir eru skoð­aðir með þetta í huga má finna fullt af frá­bæru, nýju fólki… í 4. - 10. sæti list­anna. Það er, sætin sem eru óviss um að kom­ast á þing.

Þá vaknar spurn­ing­in; hvers virði er atkvæðið mitt ef ég kýs ein­hvern flokk til þess að koma þessu fólki inn, en enda bara með því að koma 1. - 3. sæt­inu inn?

Svarið er til: útstrik­anir.

Með því að strika út þá fram­bjóð­endur sem þú vilt ekki að atkvæði þitt telji fyr­ir, getur þú haft áhrif á upp­röðun list­ans og komið þínum skila­boðum á fram­færi: Ég vil ekki þenn­an, en ég vil hinn.

Á vef land­kjörs­stjórnar er tafla yfir hve stór hluti kjós­enda lista þurfi að strika yfir fram­bjóð­enda í vissu sæti til þess að hann falli niður um sæti, miðað við hvað list­inn fær marga menn kjörna.

Til þess að velta fyrsta sæt­inu niður um sæti þurfa 25% kjós­endur list­ans að strika við­kom­andi út. Þessi tala lækkar svo eftir list­anum og fjölda þing­manna sem list­inn fær kjörna.

Útstrik­anir geta reynst öfl­ugar í kosn­ing­um, ef fólk notar þær. Hingað til hefur þeim þó farið fækk­andi en í sein­ustu kosn­ingum var ein­ungis 0,5 - 3,0% kjör­seðla breytt (strikað út eða end­ur­rað­að). Þær höfðu því engin áhrif.

Þetta eru und­ar­legar töl­ur, sér­stak­lega í ljósi þess að í próf­kjörum flokk­ana, þar sem fleiri hund­ruð kjósa, er alltaf sam­keppni. Er fólk sem er flokks­bundið virki­lega svo tryggt flokk­unum sínum að það breytir ekki atkvæði sínu á kjör­stað eftir því sem það hefði viljað sjá koma út úr próf­kjör­inu? Þú kýst ennþá sama flokk­inn, þú ert bara að hafa áhrif á hvaða fólk kemst inn.

Rétt eins og þú reyndir í próf­kjör­inu að hafa áhrif á hvaða fólk kæm­ist inn. Almennt virð­ist vera að fólk sé miklu til­bún­ar til þess að efast kosn­inga­lof­orð en að efast fólkið sem leggur þau fram. Það er mið­ur. Kosn­inga­lof­orð verða ekki efnd, nema það sé fólk á bak við þau sem stendur við orð sín. Flokkar efna ekki lof­orð, þing­menn gera það. Ef það er fólk á listum flokk­ana sem hefur ekki staðið við sín orð hingað til, af hverju að kjósa það aft­ur?

Ég hef ekki enn ákveðið hvað ég ætla að kjósa og geri það örugg­lega ekki fyrr en á kjör­dag. Ég hef þó ákveðið eitt. Ég ætla að kjósa fólk, ekki flokka. Ég ætla að nýta mér útstrik­anir til að ýta þeim sem ég vil sjá á þingi, ofar á list­ann.

Ég ætla að mæta á kjör­stað, kjósa, og gjör­nýta atkvæðið mitt.

Ég ætla ekki að treysta flokk­um, ég ætla að treysta fólki.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
RÚV leiðréttir fullyrðingu í frétt um Samherja
Fréttastofa RÚV hefur leiðrétt fullyrðingu Samherja, en útgerðarfélagið kvartaði formlega yfir fréttaflutningnum með því að senda bréf á stjórnarmenn RÚV.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Dómnefnd telur Ásu Ólafsdóttur hæfasta í starf dómara
Dómnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Athugasemd frá Samtökum iðnaðarins
Kjarninn 17. febrúar 2020
Magnús Jónsson
Loðnan og loðin svör
Kjarninn 17. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji hótar RÚV málshöfðun og segist ekki hafa verið sakfelldur fyrir mútugreiðslur
Samherji vill afsökunarbeiðni og leiðréttingu frá RÚV og segist ekki hafa verið dæmt né ákært fyrir mútugreiðslur né hafi starfsmenn þess stöðu sakbornings. Fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur frá Samherja í Namibíu.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Trúarbrögð að vera á móti sæstreng
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að sæstrengur sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Engin ný ákvörðun hafi verið tekin en hún bendir þó á að forsendur geti breyst og fráleitt að útiloka um alla framtíð að þetta gæti orðið skynsamlegt.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Takmörk fyrir því hvað hægt er að verja“
Formaður VR veltir fyrir sér stöðu álversins í Straumsvík en hann hefur miklar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar og vel launuðum störfum sem hún skapar.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Tengdar útgerðir fá tæp sex ár til að koma sér undir kvótaþak
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir kvótaþak.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar