Græna uppbyggingarstjórnin

Óli Halldórsson varar við bulli Sjálfstæðisflokksins um skattahækkanir vinstrafólksins sem á að vekja ótta hjá kjósendum og hrekja í falskt öryggi íslensku hægri-skattastefnunnar. Hann biður fólk um að fara dýpra og spyrja að því til hvers skattar eru.

Auglýsing

Það hefur blásið byr­lega hjá Vinstri grænum und­an­far­ið. Fyrir vikið bein­ast nú breiðu spjótin að flokkn­um. Nú síð­ast fór for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­með kunn­ug­leg stef í miðlum skatt­ana. Stefið er ein­falt: „Gætið ykkar á vinstra­fólk­inu með skatta­hækk­an­irn­ar“. Og und­ir­liggj­andi skila­boðin auð­vitað að leita frekar til hins frelsandi hers frjáls­hyggj­unn­ar. Þetta hefur lengi reynst prýð­is­vel í kaffi­stofukarp­inu í aðdrag­anda kosn­inga. En það þarf að fara að hafa enda­skipti á þessu karpi. Ekki fest­ast eina ferð­ina enn í ein­földu bulli um hvort þessi eða hinn er hlynnt(ur) sköttum eða and­víg(ur). Það þarf að fara einu feti dýpra í poll­inn og spyrja að því til hvers skatt­arnir eru og hvernig þeim skuli beitt. 

Hægrið

Þrátt fyrir allt er það nú svo að skatt­byrði sem síð­ustu rík­is­stjórnir hafi staðið fyrir er í raun all­mikil á venju­legt fólk. Lág­tekju­fólk hefur ekki notið sér­stak­lega neinnar lág-skatta­stefnu. Ekki heldur með­al­tekju­fólk­ið. Og meira að segja ekki venju­leg fyr­ir­tæki. En það eru vissu­lega hópar sem hafa notið lágra skatta. Auð­linda­gjöld hand­hafa almenn­ings­eigna eru lág á Íslandi og auð­legð­ar­skattur var afnum­inn hratt og örugg­lega. Engar sér­stakar álögur á kaupauka­þega heldur og stór­iðju­fyr­ir­tæki hafa ekki verið sliguð af íslenskri skatt­byrði. Meg­in­lín­urnar eru ljós­ar. Í fréttum í gær (Bylgjan 4/10) kom fram ein birt­ing­ar­mynd þess­arar stefnu. Launa­hæsti fimmt­ungur vinnu­mark­að­ar­ins þénar rúm­lega helm­ing allra tekna í land­inu. Laun þess­ara tekju­hæstu hópa hafa hækkað meira en skatt­greiðslur þeirra. Skatt­greiðslur allra hinna hópanna hafa hins vegar hækkað meira en laun. Þar með talið lág­tekju­hóp­arnir og hinn fjöl­menni hópur með­al­tekju­fólks. Þetta eru venju­legir Íslend­ingar og venju­leg fyr­ir­tæki. 

Vinstrið

Í bókum Vinstri grænna er þetta nokkuð skýrt. Mark­miðið er vel­ferð­ar­sam­fé­lag, með menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu og félags­kerfi fyrir alla. Vel rekið stoð­kerfi umhverf­is­mála og stuðn­ingur við menn­ingu og skap­andi starf. Og líka heit um upp­bygg­ingu not­hæfra vega og ljóss og raf­magns um byggðir þessa lands. Fram­kvæmdin er í gróf­ustu mynd sú að ríkir borga meira. Þeir sem eru ekki ríkir borga minna. Meng­andi athafnir borga meira. Minna meng­andi athafnir borga minna. Skatt­byrði þeirra tekju­lægstu er haldið í lág­marki en meira sótt til efsta topps­ins af tekjum þeirra tekju­hæstu. Þetta á einnig við um ein­stak­linga og fyr­ir­tæki sem njóta þeirra for­rétt­inda að fara með umráð auð­linda í almanna­eigu. Svo sem eins og fisk­veiði­kvóta, virkj­un­ar­leyfi, fisk­eld­is­heim­ildir í sjó. Í ein­faldri mynd byrð­arnar meiri á efri fimmt­ung­inn og minni á hina. Einmitt öfugt við það sem frétt­irnar greindu frá í gær.   

Auglýsing

Upp­bygg­ing­ing­ar­stjórn

Þrátt fyrir jákvæðar ytri aðstæður að svo mörgu leyti blasir við brýn þörf á upp­bygg­ingu á Íslandi. Það er nefni­lega margt í ólagi. Ónýtir mal­ar­veg­ir, net­lausar sveit­ir, illa fjár­magn­aðir skólar og hnign­andi heil­brigð­is­kerfi eru nokkur dæmi. Grænir hvatar eru fáir og inni­halds­litl­ir. Það þarf upp­bygg­ingu á innviðum sam­fé­lags­ins. Ann­ars vegar efl­ingu rekstr­ar inn­viða sam­fé­lags­þjón­ust­unnar okkar og hins veg­ar fjár­fest­ingu í grunn­innviðum víða um land. Hvort tveggja þarf að fjár­magna. Sú fjár­mögnun verður ekki sótt með áhlaupi á tekju­lægsta fólkið og venju­leg heim­ili heldur sann­gjörnum álögum og rentu­tekjum af þeim hópum sem mest hafa og njóta af fjár­mun­um, eignum og auð­lind­um. 

Bull­inu kunn­ug­lega um skatt­ana er auð­vitað ætlað til að vekja ein­hvers konar ótta hjá kjós­endum og hrekja í falskt öryggi íslensku hægri-skatta­stefn­unn­ar. Ef fólki er alvara með að hér eigi að byggja upp vel­ferð­ar­sam­fé­lag að nor­rænni gerð, með gjald­frjálsri mennt­un, heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir alla, bæri­legum vegum og öruggum brúm, þá er ekki hægt að klifa á inni­halds­lausum fag­ur­gala um skatta­lækk­an­ir. Alla vega ekki í eyru ann­arra en þessa tekju­hæsta fimmt­ungs sem gert hefur verið svo prýði­lega vel við und­an­farin ár.

Höf­undur er sveit­ar­stjórn­ar­maður Vinstri grænna í Norð­ur­þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar