Að vera félag – eða ekki félag (eða þannig)

Árni B. Helgason fjallar um rétthæfi félagasamtaka og spyr að hlutverki opinberrar stjórnsýslu.

Auglýsing

Skipu­lags­bundin félög falla í tvo meg­in­flokka – þau sem hafa með höndum atvinnu­rekstur og þau sem starfa í ófjár­hags­legum til­gang­i. Lögum sam­kvæmt ber hluta­fé­lög­um, einka­hluta­fé­lögum og sam­vinnu­fé­lögum ótví­ræð skylda til að skrá sig að réttum hætti í fyr­ir­tækja­skrá og að skila árs­reikn­ingum fyrir hvert liðið rekstr­ar­ár, enda bera öll slík félög tak­mark­aða ábyrgð á rekstri og fjár­mun­um. Auk þess ber sam­vinnu­fé­lögum rík til­kynn­inga­skylda um fjöl­mörg atriði til sam­vinnu­fé­laga­skrár, ella kann slíkt félag að hafa fyr­ir­gert rétti sín­um. Enda bera fá félög jafn tak­mark­aða ábyrgð og einmitt sam­vinnu­fé­lög.

Almenn, skipu­lags­bundin félög og sam­tök telj­ast á hinn bóg­inn vera slíkt sam­ein­ing­ar­band þar sem hópur manna kemur saman í einu nafni – í nafni félags eða félaga­sam­taka – til að ná fram ófjár­hags­legum mark­miðum ein­göngu. Opin­ber skrán­ing er ekki endi­lega skil­yrði fyrir rétt­hæfi þeirra en á hinn bóg­inn öðl­ast þau ekki kenni­tölu og þar með heim­ild til stofn­unar við­skipta­reikn­ings nema að vera skráð í fyr­ir­tækja­skrá. Sem dæmi um slík félög má nefna stjórn­mála­flokka, íþrótta­fé­lög, skák­fé­lög, ung­liða­hreyf­ing­ar, félög eldri borg­ara, fag­fé­lög, stétt­ar­fé­lög, sam­tök vinnu­veit­enda, mann­úð­ar­fé­lög, trú­fé­lög og menn­ing­ar­fé­lög af ýmsu tagi.

Um rétt­hæfi rang­lega skráðs bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags

Atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið fer með mál er varða félaga­rétt vegna atvinnu­rekstr­ar. Engu að síður er það vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið, félags­mála­ráðu­neyt­ið, sem fer með mál­efni bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­laga að svo miklu leyti sem varðar sam­þykktir þeirra, en sam­þykktir félags jafn­gilda í raun lögum félags. Öðl­ast bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag ekki rétt­hæfi, sem slíkt félag, og fær ekki heim­ild til opin­berrar skrán­ing­ar, sem slíkt félag, fyrr en ráðu­neytið hefur stað­fest sam­þykkt­ir þess, m.ö.o stað­fest að sam­þykkt­irnar brjóti ekki í bága við lög, hvort sem er lög um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög, lög um sam­vinnu­fé­lög eða önnur lög.

Auglýsing

Hvert er þá rétt­hæfi slíks félags ef sam­þykktir þess brjóta í ýmsum greinum gegn gegn lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög og sam­vinnu­fé­lög? Og það þrátt fyrir að hafa hlotið stað­fest­ingu ráðu­neyt­is, ítrekað og ára­tugum sam­an, líkt og emb­ætt­is­menn hafi ljáð sam­þykkt­unum stimpil ráðu­neyt­is­ins í blindni og þar með við­ur­kenn­ingu ráð­herra? Og hve bætir það rétt­hæfi slíks félags ef það hef­ur ára­tugum saman hvorki sinnt því að færa sam­þykktir sínar til rétts veg­ar, sam­kvæmt lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög og sam­vinnu­fé­lög, og fá lög­lega stað­fest­ingu ráðu­neytis sam­kvæmt því, né heldur að skrá félagið sem slíkt, að réttum hætti, í fyr­ir­tækja­skrá, og skila árs­reikn­ingum lög­um sam­kvæmt, hvað þá heldur að senda sam­vinnu­fé­laga­skrá til­kynn­ingar um stofnun og sam­þykktir og um hinar ýmsu breyt­ingar á stöðu félags­ins, t.d. breyt­ingar á heim­il­is­fangi, stjórn eða sam­þykkt­um?

Sam­tök aldr­aðra voru stofnuð á 8. ára­tug síð­ustu aldar og voru ára­tugum saman skráð á með­al almenn­ra, skipu­lags­bund­inna félaga­sam­taka sem starfa í þágu ófjár­hags­legs til­gangs, undir ÍSAT atvinnu­greina­flokk­un­ar­núm­er­inu 94.99.9. Það var fyrst í nóv­em­ber 2015 að félagið var skráð í fyr­ir­tækja­skrá sem bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag, m.ö.o. sem sam­vinnu­fé­lag, enda ber bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lögum að vera skráð sem slíkt félag. Eru stofn­gögn og sam­þykkt­ir félags­skap­ar­ins skráð sama dag, 20. nóv­em­ber 2015, þrátt fyrir að nýj­ustu sam­þykktir á þeim tíma hefðu verið stað­festar af ráðu­neyt­inu tæpum ára­tug fyrr, 3. apríl 2006, og að kennitala félags­ins – 580377-0339 – bendi til stofn­dags nær­fellt fjórum ára­tugum fyrr, eða eigi síðar en 28. mars 1977. 

Önnur gögn er ekki að finna í fyr­ir­tækja­skrá (sam­vinnu­fé­laga­skrá) RSK um Sam­tök aldr­aðra nema til­kynn­ingu um breytt heim­il­is­fang frá árinu 2008, frá því 7 árum fyrir dag­setn­ingu stofn­gagna, og til­kynn­ingu um breyt­ingu á stjórn í nóv­em­ber 2016. Ekki getur þar í neinu nýrra sam­þykkta sem vel­ferð­ar­ráðu­neytið stað­festi þó hinn 28. mars s.l. – nákvæm­lega 40 árum eftir stofndag sam­kvæmt kenni­tölu en um einu og hálfu ári eftir skrá­setn­ingu félags­ins sem bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags – ekki frekar en að fyr­ir­tækja­skrá greini frá hinum marg­vís­legu til­kynn­ingum sem sam­vinnu­fé­laga­skrá hefði átt að hafa borist á und­an­förum ára­tugum ef Sam­tök aldr­aðra hefðu verið rekin sem lög­legt bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag. Og þrátt fyrir ótví­ræða skila­skyldu bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­laga sem ann­arra sam­vinnu­fé­laga, þá hafa ein­ungis tveir árs­reikn­ing­ar, reikn­ings­ár­anna 2015 og 2016, borist árs­reikn­inga­skrá rík­is­skatt­stjóra á sama tíma.

Geta slík sam­tök um full­komið hirðu­leysi kall­ast annað en óskipu­lagður skapn­aður af félagi að vera?

Eða hvert er rétt­hæfi félags­skapar sem ávallt hefur verið rang­lega og ólög­lega skráður og villt á sér heim­ildir gagn­vart almennum félags­mönnum sínum jafnt sem dóm­stólum sem öðrum?

Um rétt­ar­stöðu Sam­taka aldr­aðra

Sam­kvæmt lögum um sam­vinnu­fé­lög ber öllum slíkum félög­um, að bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lögum alls ekki und­an­skild­um, rík skylda til að til­kynna sam­vinnu­fé­laga­skrá um fjöl­mörg atriði allt frá stofn­un þess og hverju sinni sem breyt­ingar verða á form­legum högum félags. Að öðrum kosti skal bein­lín­is synja félagi skrán­ing­ar, svo sem m.a. kemur fram á vef fyr­ir­tækja­skrár RSK, með vísun til XII. kafla laga um sam­vinnu­fé­lög, nr. 22/1991, sbr. 62. grein. Skulu til­kynn­ingar ber­ast sam­vinnu­fé­laga­skrá inn­an mán­aðar frá stofnun eða frá því breyt­ing var gerð, sbr. III. kafla sömu laga. Á þetta m.a. við um heiti félags­ins, heim­ili og varn­ar­þing, til­gang þess og starfs­svið, nýjar eða breyttar félags­sam­þykkt­ir, nöfn, stöðu, heim­il­is­föng og kenni­tölur stjórn­enda, vara­stjórn­enda, end­ur­skoð­enda, skoð­un­ar­manna og fram­kvæmda­stjóra – hvernig öllu sé háttað á hverjum tíma, að breyttu breyt­anda – og þá jafn­framt hver hafi heim­ild til þess að skuld­binda félagið með samn­ingum og hvernig und­ir­skrift sé hátt­að, hvernig boða skuli félags­mönnun fundi í félag­inu, fjár­hæð aðild­ar­gjalds o.fl.

Þrátt fyrir að félagið hafi staðið að fjöl­mörgum og miklum bygg­inga­fram­kvæmdum um ára­tuga skeið, og átt beinan hlut að sölu nýrra íbúða svo hund­ruðum skiptir og haft afskipti af end­ur­sölu hund­raða íbúða, jafn­vel svo telji nær þús­und, og haldið því stundum að við­skipta­mönnum sín­um, verk­tök­um jafnt sem félags­mönnum og aðstand­endum þeirra, að það væri bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag, m.ö.o. sam­vinnu­fé­lag – og þó því aðeins og þá sjaldan sem for­svars­mönnum hefur þótt það henta – hafa stjórn­ar­menn þess og aðrir for­svar­svars­menn, að lög­mönnum félags­ins, skoð­un­ar­mönnum og end­ur­skoð­endum síst und­an­skild­um, trassað algjör­lega að hlíta lögum þeim sem hér eru til umræðu.

Skv. 74. grein laga um sam­vinnu­fé­lög eru stofn­end­ur, stjórn­ar­menn, fram­kvæmda­stjór­ar, end­ur­skoð­endur og skoð­un­ar­menn sam­vinnu­fé­lags skyldir til að bæta félag­inu það tjón sem þeir hafa valdið því í störfum sínum hvort sem er af ásetn­ingi eða gáleysi. Sama gildir þegar félags­að­ili eða aðr­ir verða fyrir tjóni vegna brota á ákvæðum lag­anna eða sam­þykktum félags. Skv. 78. grein sömu laga varðar það sektum eða fang­elsi allt að tveimur árum að skýra vís­vit­andi rangt eða vill­andi frá högum sam­vinnu­fé­lags eða öðru er það varð­ar, og skv. 81. grein skal sá sæta sektum eða fang­elsi allt að einu ári sem van­rækir til­kynn­ingar til sam­vinnu­fé­laga­skrár. Hver er þá rétt­ar­staða slíks félags frammi fyrir dóm­stól­um?

Í 9. gr. lag­anna er skýrt tekið fram að sam­vinnu­fé­lag skuli skrá­sett sam­kvæmt þeim lögum og að það geti þá fyrst öðl­ast rétt­indi á hendur öðrum aðilum með samn­ingi og aðrir á hendur því. Og er reyndar allur vafi tek­inn af um rétt­ar­stöð­una með þessum orð­u­m: Óskrá­sett sam­vinnu­fé­lag getur ekki verið aðili að dóms­mál­um.

Í seinni máls­grein sömu laga­greinar er skýrt tekið fram hverjir beri þá ábyrgð­ina, og þá eðli­lega jafnt fyrir dóm­stólum sem á öðrum svið­um: Ef lög­gern­ingur er gerður fyrir hönd óskrá­setts félags bera þeir, sem átt hafa þátt í gern­ingnum eða ákvörð­unum um hann, óskipta per­sónu­lega ábyrgð á efnd­um.

Loka­setn­ing 9. greinar kveður síðan á um að við skrán­ingu félags, sem sagt sem sam­vinnu­fé­lags, taki það við þeim skyldum sem leiddi af stofn­samn­ingi eða sem félag hefur tekið á sig eftir stofn­fund. En sam­kv. 11. grein skal stjórn til­kynna það til skrán­ingar innan mán­aðar frá því það var stofnað og sam­kv. 12. grein allar breyt­ingar á stofn­gögnum og sam­þykktum innan sam­svar­andi tíma. Og sam­kv. a-hluta 64. greinar 4. tölu­liðar skal bein­línis slíta félag­inu hafi félagið van­rækt að senda sam­vinnu­fé­laga­skrá til­kynn­ingar sem því er skylt sam­kvæmt lög­un­um.

Hafi skrán­ing sam­vinnu­fé­lags alls ekki farið fram, svo sem var í til­viki Sam­taka aldr­aðra allt frá stofn­un sam­kvæmt kenni­tölu árið 1977 til hausts 2015, þegar það var loks­ins skráð sem bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag, þá hlýtur ábyrgð á öllum gjörðum félags­ins, þar sem því hefur verið beitt sem bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lagi, m.ö.o. sam­vinnu­fé­lagi, verið óskipt og per­sónu­lega á hendi for­svars­manna félags­skap­ar­ins. En þar sem skrán­ingin 2015 var með öllu ólög­leg, svo sem hér mun nánar verða sýnt fram á, þá hefur hún ekk­ert gildi – er ábyrgðin á öllum gjörðum félags­ins því eft­ir sem áður óskipt og per­sónu­lega á hendi for­svars­manna þess.

Öll dóms­mál sem Bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lagið Sam­tök aldr­aðra hefur sótt eða hefur verið sótt til saka í, allt frá upp­hafi til dags­ins í dag, eru því ólög­leg og kunna að lúta að rétti til end­ur­upp­töku sam­kv. lögum um með­ferð einka­mála, nr. 91/1991, eftir atvikum 167. eða 169. grein, enda rétt­hæfi Sam­taka aldr­aðra sem bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags alls ekk­ert – heldur ein­ungis ein­stak­ling­anna sem allt til dags­ins í dag hafa borið ábyrgð á gjörðum hins ólög­lega félags og villt hafa almennum félags­mönn­um og ekki síst dóm­stólum sýn á rétt­hæfi og rétt­ar­stöðu félags­ins. Og gildir einu þótt sam­tökin hafi tap­að öllum sínum dóms­málum – sök ábyrgð­ar­manna sam­tak­anna er hin sama, jafnt sem lög­manna sam­tak­anna er ekki hafa hikað við að segja ósatt um stöðu þeirra fyrir dómi sem á öðrum vett­vang­i, nú sem fyrr.

Um falska rétt­ar­stöðu – falskt rétt­hæfi – fölsk flögg

Sam­tök aldr­aðra voru upp­haf­lega stofnuð árið 1973 í þeim til­gangi að vinna að marg­vís­leg­um vel­ferð­ar­málum aldr­aðra, þar á meðal ekki síst að stuðla að bygg­ingu hent­ugra íbúða fyrir eldri borg­ara. Fram til árs­ins 1981 störf­uðu sam­tökin fyrst og fremst að almennum vel­ferða­mál­um aldr­aðra, að þau hófu þá und­ir­bún­ing að bygg­ingu íbúða á eigin veg­um, en hinar fyrstu voru teknar í notkun árið 1984.Samtök aldraðra hafa byggt hundruð íbúða á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum áratugum, fyrst framan af eingöngu í Reykjavík en á síðari árum einnig í Hafnarfirði og Kópavogi. Vel hefur verið vandað til bygginganna en á hinn bóginn hafa stórfelld afskipti samtakanna að endursölu íbúða verið afar umdeild og ítrekað verið dæmd ólögleg.

Fyrir atbeina sam­tak­anna hefur sann­ar­lega verið unnið stór­virki í bygg­ing­ar­málum aldr­aðra. Það er því þyngra en tárum taki að laga­legur grund­völlur fyrir starf­sem­inni sé svo vafa­samur sem raun ber vitni, hvað þá hve sam­tökin hafa teygt sig langt út fyrir eig­in­legt verk­svið sitt og allan laga­legan ramma með afskiptum sínum af end­ur­sölu íbúða sem reistar hafa verið fyrir atbeina sam­tak­anna.

Fyrst framan af og fram eftir síð­ustu öld voru lög um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög mjög ströng hvað varð­aði ákvæði um end­ur­sölu íbúða, enda jafn­gilti þá lánsfé að drjúgum hluta nán­ast gjöf. Var það almennt bundið rík­is­á­byrgð til slíkra félaga, en þegar tímar liðu fram með lækk­andi verð­bólgu og frjáls­ari banka­við­skiptum voru ákvæði um end­ur­sölu rýmkuð og hafa þau nú um langt ára­bil ein­ung­is falið í sér skorður við end­ur­sölu fyrstu 5 árin – um hríð fyrstu 5 árin frá lokum bygg­ingar en með núver­andi lög­um, nr. 153 frá 1998, ein­ungis fyrstu 5 árin frá lóð­ar­út­hlut­un, eða sem sam­svarar e.t.v. um 2 til 3 árum frá lokum bygg­ing­ar. Nær öll bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög eru löngu aflögð og eru nú ein­ungis tvö slík skráð í fyr­ir­tækja­skrá RSK, bæði reyndar undir ÍSAT Atvinnu­greina­flokkun 68.20.1 Leiga íbúð­ar­hús­næð­is, svo und­ar­lega sem það kann þó að hljóða.

Um langa hríð var Bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag eldri borg­ara í Garðabæ hið eina slíka félag á skrá eða þar til Sam­tök aldr­aðra breyttu skrán­ingu sinni haustið 2015 í bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag, frá því að vera skráð um ára­tuga skeið sem almennt félag án fjár­hag­legs til­gangs, undir ÍSAT flokk­un­ar­núm­er­inu 94.99.9.

Ljóst má vera og þarf vart vitna við, að Sam­tök aldr­aðra hafa aldrei leigt út eina ein­ustu íbúð, enda hafa sam­tökin aldrei átt neinar íbúðir nema að því leyti sem þau kunna að hafa verið skráð sem eig­endur að íbúðum í bygg­ingu áður en þær voru seldar félags­mönn­um.

Þessi rang­snúni skiln­ingur Sam­taka aldr­aðra á hlut­verki sínu sam­kvæmt fyr­ir­tækja­skrá þarf þó ekki að koma neinum á óvart sem kynnt hefur sér sögu sam­tak­anna og það ger­ræð­is­lega vald sem stjórn­endur þeirra hafa tekið sér yfir félags­mönnum – og aðstand­endum þeirra eða erf­ingjum þegar á hefur reynt – og þá ekki síst í skjóli sam­þykkta sem brjóta í ýmsum greinum gegn lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög og þá lögum um sam­vinnu­fé­lög jafn­framt, sem nánar mun verða vikið að.

Eðli­lega hafa for­svars­menn­irnir borið kinn­roða fyrir að skrá sam­tökin opin­ber­lega undir ÍSAT flokk­un­ar­núm­er­inu 68.31.0 Fast­eigna­miðlun – en til þeirrar greinar telst einmitt starf­semi fast­eigna­sala, milli­ganga við kaup og sölu á fast­eignum gegn þóknun eða sam­kvæmt samn­ingi, auk mats­þjón­ustu o.fl. Þvert ofan í upp­haf­legt mark­mið sam­tak­anna, sem var fyrst og fremst að byggja íbúð­ir, hefur end­ur­sala mörg hund­ruð eldri íbúða, jafn­vel svo telji nær þús­und, þó verið eitt hel­sta verk­efni Sam­taka aldr­aðra hina síð­ari ára­tugi; geymir Vef­safn Lands­bóka­safns – Háskóla­bóka­safns urmul dæma um umsvifin hin seinni árin. Hafa sam­tökin þó ekki haft minnstu laga­legu heim­ild til fast­eigna­sölu en þá því frekar kosið að starfa í skjóli leppa, m.ö.o. lög­giltra fast­eigna­sala, þrátt fyrir að lög um fast­eigna­sölu strang­lega banni slíka með­al­göngu.

Svo sem hér hefur bent á þá er skýrt tekið fram í 9. gr. laga um sam­vinnu­fé­lög að hvert slíkt félag skuli skrá­sett sam­kvæmt þeim lögum og að það geti þá fyrst öðl­ast rétt­indi á hendur öðrum aðil­um með samn­ingi og aðrir á hendur því. Ljóst má vera að sam­tökin hafa ekki getað öðl­ast neins kon­ar lög­leg rétt­indi á hendur einum eða neinum með neins konar samn­ingum fram til þess tíma er þau voru fyrst skrá­sett sem bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag haustið 2015.

Hvað varðar tíma­bilið frá því sam­tökin voru skráð í nóv­em­ber 2015 til dags­ins í dag, þá gildir ein­u. Hvorki upp­haf­leg stofnun slíks bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags né neinar sam­þykktir höfðu verið til­kynnt­ar til sam­vinnu­fé­laga­skrár um ára­tuga­skeið, hvað þá heldur nýj­ustu sam­þykkt­irnar á þeim tíma, frá árinu 2006, þrátt fyrir skýr ákvæði 11. og 12. greina laga um sam­vinnu­fé­lög um til­kynn­ing­ar­skyldu til sam­vinnu­fé­laga­skrár innan mán­aðar frá því til­kynn­inga­skyldir gern­ingar áttu sér stað. Félag­inu hefði þvert á móti borið að slíta sér sam­kv. 62. grein lag­anna, sem hér verður nánar vikið að á eft­ir, en hinu opin­bera, sam­vinnu­fé­laga­skrá rík­is­skatt­stjóra, hefði að öðrum kosti borið að hlíta ákvæðum 13. greinar lag­anna og bein­línis synja félag­inu skrán­ing­ar, svo sem greinin kveður skýrt á um, hvað þá þegar félags­stjórn hefur gerst sek um svo margra ára­tuga van­rækslu.

Um ábyrgð vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins/­fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins

1. grein laga um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög kveður skýrt á um, að félag, sem ákvæði lag­anna taka til, skuli hafa orðið „bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag“ í nafni sínu og jafn­framt að öðrum félögum sé óheim­ilt að bera slík heiti.

2. grein lag­anna kveður jafn­framt skýrt á um – að um félags­stofn­un, skrá­setn­ingu, félags­stjórn og félags­slit bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags fari, eftir því sem við getur átt, eftir ákvæðum laga nr. 22/1991 um sam­vinnu­fé­lög, og að óheim­ilt sé að skrá­setja bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag fyrr en sam­þykktir þess hafi verið stað­festar af félags­mála­ráðu­neyt­inu.

Það heyrir til hreinna und­an­tekn­inga að þess sé getið í skjölum eða papp­írum frá hendi Sam­taka aldr­aðra að þau líti á sig bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag, hvað þá heldur á vef­síðu sam­tak­anna eða í frétta­bréfum – hvað þá að þess hafi í nokkru verið getið á félags­skír­tein­um. Þess hefur aldrei ver­ið getið á umsókn­ar­blöðum um aðild – um ára­tuga­skeið – að um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag væri að ræða, þrátt fyrir skýr ákvæði lag­anna, nema í allra sein­ustu tíð, eftir skrán­ing­una haustið 2015, að skamm­stöf­un­inni BSVF hefur verið skeytt aftan við Sam­tök aldr­aðra, án þess þó að það sé frekar útskýrt fyrir hinum öldr­uðu umsækj­endum hvað BSVF tákni.

Nær ein­ungis í sam­þykktum félags­skap­ar­ins hefur verið vísað til bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags svo að ekki verði um villst. Er þar jafn­framt tekið skýrt fram í 23. grein hvaða lögum félagið lúti:

„Um skrá­setn­ingu félags­ins og félags­slit fer eftir lögum um sam­vinnu­fé­lög. Sama er um öll önnur atriði, sem ekki eru tekin fram í sam­þykktum þessum en fjallað er um í þeim lög­um, lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög og lögum um fjöl­eign­ar­hús eftir því sem við á.“

Sé hins vegar litið til ann­arra greina sam­þykkt­anna kveður gjarnan við allt annan tón, engu lík­ara en að Sam­tök aldr­aðra lúti allt öðrum lögum en þarna er frá greint, eða bein­línis svo að Sam­tök aldr­aðra hafi sett sér sam­þykktir ofar öllum lög­um, alls burt­séð frá 23. grein eigin sam­þykkta, og að félags­mála­ráðu­neytið hafi svo ávallt stað­fest sam­þykkt­irnar blint og mögl­un­ar­laust, nýjar eða breyttar – án þess þó að „bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag­ið“ hafi hirt um að til­kynna þær til sam­vinnu­fé­laga­skrár frekar en flestar aðrar breyt­ingar á högum sín­um.Niðurlag samþykkta Samtaka aldraðra frá því í mars 2006. Í gögnum Samvinnufélagaskrár gætir þó hvergi undirritunar né stimpils af hálfu félagsmálaráðuneytisins. – (Heimild: Ríkisskattstjóri: Öll fyrirliggjandi gögn í samvinnufélagaskrá RSK um Samtök aldra

Eftir því sem næst verður kom­ist mun vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið/­fé­lags­mála­ráðu­neytið hafa stað­fest fern­ar sam­þykktir sam­tak­anna – á árunum 1977, 1981, 2006 og 2017 – þrátt fyrir að þær brytu í veiga­miklum atriðum gegn lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög. Engar þess­ara sam­þykkta hafa ver­ið til­kynntar til sam­vinnu­fé­laga­skrár nema sam­þykkt­irnar frá árinu 2006 (sem voru þó ekki til­kynnt­ar fyrr en á „stofndegi“ níu árum eftir sam­þykkt, árið 2015...), þrátt fyrir marg­nefnda til­kynn­ing­ar­skyldu.

Í sam­þykkt­unum segir og hefur löngum verið sagt, að sá sem hafi fengið íbúð að til­hlutan félags­ins megi ekki selja íbúð­ina nema að stjórn félags­ins hafi áður hafnað for­kaups­rétti. Og jafn­framt að sölu­verð íbúð­ar, sem reist hafi verið á vegum félags­ins, megi aldrei vera hærra en sem nemi kostn­að­ar­verði hennar að við­bættri verð­hækkun vísi­tölu bygg­ing­ar­kostn­að­ar, með hlið­sjón af breyt­ingum og lag­fær­ingum að mati dóm­kvadds mats­manns, hversu oft sem eig­enda­skipti kunni að verða.

Lög um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög kveða hins vegar ein­ungis á um slíkan íhlut­un­ar­rétt stjórnar fyrstu fimm árin frá lóð­ar­út­hlut­un, sem svarar e.t.v. til 2ja eða 3ja ára frá lokum bygg­ing­ar, svo sem áður er rak­ið. Þannig er ekki ein­ungis skellt skolla­eyrum við hinum skýru laga­á­kvæðum um íhlut­un­ar­rétt­inn heldur kveða sam­þykkt­irnar jafn­framt á um að kaup­endur að eldri íbúð­um, er reistar hafa verið á vegum félags­ins, greiði sam­tök­unum 1% af end­ur­sölu­verði í þóknun fyrir umsjón með fast­eigna­söl­unni, burt­séð frá hvort hið áskilda fimm ára tíma­bil frá lóð­ar­út­hlutun sam­kvæmt lög­unum sé lið­ið, sem það þó nær ávallt er, og þrátt fyrir að Sam­tök aldr­aðra hafi ekki og hafi aldrei haft minnstu heim­ild til að ann­ast almenna fast­eigna­sölu, hvorki sam­kvæmt lögum um sölu fast­eigna, lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög né sam­kvæmt öðrum lög­um. Lög um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög heim­ila heldur ekki slíka gjald­töku nema í eitt skipti fyrir öll af hverri nýrri íbúð, er nemi allt að 1% bygg­ing­ar­kostn­aði, sbr. b-lið 3. greinar lag­anna – en alls ekki af neins konar end­ur­sölu íbúða.

Þá má jafn­framt ljóst vera að allar mats­gerðir skoð­un­ar­manna félags­ins eru algjör­lega and­stæð­ar lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög, enda hafa skoð­un­ar­menn þess aldrei verið dóm­kvadd­ir, þrátt fyrir skýr fyr­ir­mæli lag­anna þar um, heldur hafa þeir ein­ungis verið kosnir á félags­fund­um. Þó ekki væri nema fyrir þá sök eina eru allar mats­gjörðir skoð­un­ar­manna félags­ins með öllu ólög­legar og að engu haf­andi, enda slíkar blekk­ingar raunar skýrt brot á 158. grein og 186. grein almenn­ra hegn­ing­ar­laga, nr. 19/1940.

Með athöfnum sínum í skjóli sam­þykkta sinna, er félags­mála­ráðu­neytið hefur þrá­fald­lega stað­fest, þvert ofan í lög, hafa Sam­tök aldr­aðra brotið á stjórn­ar­skrár­vörðum eign­ar­rétti mörg hund­ruð félags­manna sinna við end­ur­sölu íbúða þeirra á und­an­förnum ára­tug­um, eða eftir atvikum erf­ingja þeirra, og valdið þeim fjár­tjóni og marg­vís­legum skaða og miska, auk þess sem sam­tökin hafa beitt þús­undir manna í fast­eigna­kaupa­hug­leið­ingum blekk­ingum á und­an­förnum ára­tugum með því að meina þeim við­skipti við ein­staka eig­endur íbúða á full­kom­lega fölskum og ólög­legum for­send­um.

Hafa sam­tökin þannig komið í veg fyrir hugs­an­leg fast­eigna­við­skipti lögum sam­kvæmt, ekki síst með hót­unum um svipt­ingu félags­að­ild­ar, hlýddu félags­menn ekki hinum ólög­legu skil­yrð­um.

Í nýj­ustu sam­þykktum sín­um, sem sam­þykktar voru í júní 2016, ganga sam­tökin enn lengra en áður gegn lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög með því að vísa jafn­framt til mats­manns félags­ins – en ekki, svo sem áður ávallt var, til dóm­kvadds mats­manns ein­vörð­ungu, svo sem lögin þó áskilja afdrátt­ar­laust í 6. grein – og beit vel­ferð­ar­ráðu­neytið höf­uðið af skömm sinni með því að stað­festa sam­þykkt­irnar þannig umorð­aðar umyrða­laust þann 28. mars s.l. Gildir þó einu – hinar nýju sam­þykktir hafa ekki verið til­kynntar til sam­vinnu­fé­laga­skrár fremur en svo fjöl­mörg önnur gögn sem stjórn félags­skap­ar­ins hefur van­rækt að til­kynna á mörgum und­an­förnum ára­tug­um, gögn sem í mörgum greinum stang­ast þó alvar­lega á við lög.

Eða hve langt getur eitt ráðu­neyti gengið á vegum lög­leysu með því að skjóta ávallt skjóls­húsi yfir svo algjör­lega óskipu­lögð sam­tök? Sam­tök, sem hefðu aldrei getað öðl­ast rétt­hæfi til opin­berr­ar skrán­ingar ef skrán­ing­ar­gögn, sam­þykktir sem ann­að, hefðu verið metin að réttum lög­um, hvorki sem bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag né félag af neinu öðru tagi, nema að veru­lega breyttum sam­þykktum og að gjör­breyttu við­horfi stjórn­enda félags­skap­ar­ins, stjórn­ar­manna og ann­arra ábyrgð­ar­manna, til lag­anna – hvað þá að sam­tökin hefðu rétt til aðildar að dóms­mál­um, svo sem hér hefur verið bent á, sbr. 9. grein laga um sam­vinnu­fé­lög.

Séu óskipu­lögð og rang­lega reifuð sam­tök engu að síður skráð líkt og skipu­lögð væru að rétt­um lögum – m.ö.o. í trássi við lög og í sýnd­ar­skyni, og þá raunar í blekk­ing­ar­skyni – hljóta ein­stak­ling­arn­ir að baki þeim, ráða­menn og ábyrgða­menn þeirra, að taka fulla ábyrgð á öllum gjörðum sam­tak­anna, líkt og óskráð væru og skipu­lags­laus, sem hver annar sauma­klúbbur eða óform­legt veiði­fé­lag, svo lengi sem kenni­tölur ein­stak­ling­anna lifa.

Ábyrgð ráðu­neytis á þátt­töku í slíkum sýnd­ar­gjörn­ing­um, að ekki sé talað um blekk­ing­ar­leik, er þó til muna og marg­falt meiri, enda um opin­bert stjórn­vald að ræða sem byggir á trausti allra lands­manna til fram­kvæmda­valds. Er því raunar ætlað sam­kvæmt öllum lögum og stjórn­ar­skrá að stuðla að rétt­ar­ríki en ekki að nið­ur­rifi slíks ríkis með ábyrgð­ar­lausum stað­fest­ingum á ólög­legum sam­þykkt­um félaga eða félaga­sam­taka.

Um ábyrgð rík­is­skatt­stjóra

Þann 20. nóv­em­ber, 2015, með­tók rík­is­skatt­stjóri, fyr­ir­tækja­skrá, beiðni fyrir hönd „Bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags­ins Sam­tök aldr­aðra“ um leið­rétt­ingu á skrán­ingu, sem „teygði sig all­ar götur til árs­ins 1977“, svo sem beiðnin er fag­mann­lega orðuð og und­ir­rituð af þá nýlega kjörn­um for­manni og löngum lög­manni félags­skap­ar­ins, Magn­úsi Birni Brynj­ólfs­syni, reynd­ar hæsta­rétt­ar­lög­manni til margra ára.Beiðni um leiðréttingu á skráningu Samtaka aldraðra 20. nóv. 2015 – (Heimild: Ríkisskattstjóri: Öll fyrirliggjandi gögn í samvinnufélagaskrá RSK um Samtök aldraðra í júní 2017)

Með beiðn­inni vísar Magnús til fyrri sam­þykkta frá 1977 og 1981, sem stað­festar hefðu verið af við­kom­andi ráðu­neyti, og bendir á að í þeim báðum sam­þykktum hafi upp­haf­lega verið talað um Bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lagið Sam­tök aldr­aðra og hefði því að sjálf­sögðu borið að skrá félagið sem slíkt í upp­hafi. Hins vegar virtist, að hans sögn, hafa orðið mis­brestur á því og væri því með beiðn­inni óskað eftir leið­rétt­ingu á skrán­ingu félags­ins.

Ítrekar hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn að lokum þá kröfu félags síns, að það fái að halda sömu kenni­tölu eft­ir­leiðis sem því hafi verið úthlutað á árinu 1977 – eins og skráð hafi verið í upp­hafi, þ.e. 580377-0339.

Hér var að sjálf­sögðu ekki ein­ungis verið að óska eftir skrán­ingu félags í fyr­ir­tækja­skrá heldur bein­lín­is eftir skrán­ingu félags í sam­vinnu­fé­laga­skrá (í sam­ræmi við lög um sam­vinnu­fé­lög nr. 22/1991) sem fyr­ir­tækja­skrá ber sam­kvæmt lögum að halda utan um. Fylgdu beiðn­inni þáver­andi sam­þykkt­ir félags­skap­ar­ins frá árinu 2006 (og raunar hinar einu sem til­kynnt hefur verið um til sam­vinnu­fé­laga­skrár til þessa, þrátt fyrir allan annan „mis­brest“), líkt og enga mein­bugi væri að finna á því skjali frekar en öðrum frá hendi sam­tak­anna – og reyndar þrátt fyrir að hvergi gæti und­ir­rit­un­ar f.h. félags­mála­ráðu­neyt­is­ins né stimp­ils til stað­fest­ing­ar.

Skemmst frá að segja varð fyr­ir­tækja­skrá/­sam­vinnu­fé­laga­skrá rík­is­skatt­stjóra við beiðni Magn­ús­ar Björns án ann­arra krafna en við­véku þáver­andi end­ur­skoð­endum félags­ins, að þeir skyldu leystir frá störfum – sem Magnús Björn tjáði félagið þá þegar hafa orðið við með bréfi til Bjarna Hlíð­kvists, lög­fræð­ings stofn­un­ar­inn­ar, 30. des­em­ber 2015, jafn­framt því að hann árétt­aði þá kröfu félags síns, að það fengi að halda sinni gömlu kenni­tölu.

Enda má hverjum þeim sem horfa vill til félags­ins frá form­legu sjón­ar­miði vera ljóst hví­líkt lífs­hags­muna­mál það hefur verið því að fá að halda sinni gömlu kenni­tölu (öf­ugt við flestan ann­an nútíma­fé­lags­skap!) – hvað þá í ljósi und­an­geng­inna dóms­mála jafnt sem þeirra er nú eru í gangi – alls burt­séð frá allri end­ur­skoð­un, sem íslensk félög og fyr­ir­tæki hvort eð er líta oft­ast og einatt á sem hégóma, og hið opin­bera gjarnan sem form­legan hégóma.

Í huga lög­fræð­ings stofn­un­ar­innar hefur því áður­nefnd 74. grein sam­vinnu­laga síst komið upp – að stofn­end­ur, stjórn­ar­menn, fram­kvæmda­stjór­ar, end­ur­skoð­endur og skoð­un­ar­menn sam­vinnu­fé­lags gætu verið skyldir til að bæta félagi tjón sem þeir kynnu að hafa valdið því í störfum sínum hvort sem væri af ásetn­ingi eða gáleysi – svo sem laga­greinin kveður þó skýrt á um – eða vegna „mis­brests“ svo sem hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn og for­maður félags­skap­ar­ins kaus að orða það, sem má þó heita sam­nefn­ari fyrir „ásetn­ing“ eða „gá­leysi“ sem laga­greinin einmitt byggir á! Hvað þá að lög­fræð­ing­ur stofn­un­ar­innar hafi leitt hug­ann að því hvaða afleið­ingar „mis­brest­ur­inn“ gæti hafa haft á félags­að­ila eða aðra sem orðið hefðu fyrir tjóni vegna brota á ákvæðum lag­anna eða sam­þykktum félags, sem síð­ari hluti 74. grein­ar­innar einmitt fjallar um.

Ekki fremur en að lög­fræð­ingur stofn­un­ar­innar hafi hugað að áður­nefndri 78. grein sömu laga – um sam­vinnu­fé­lög – sem bein­línis kveður á um sektir eða fang­elsi allt að tveimur árum fyrir að skýra vís­vit­andi rangt eða vill­andi frá högum sam­vinnu­fé­lags eða öðru er það varð­ar, hvað þá hugað hafi að 81. grein, þar sem afdrátt­ar­laust er kveðið á um að sá sem van­ræki til­kynn­ingar til sam­vinnu­fé­laga­skrár skuli sæta sektum eða fang­elsi allt að einu ári.

Eða gæti verið að sam­svar­andi „mis­brest­ur“ hafi orðið í námi lög­fræð­ings stofn­un­ar­innar og hæsta­rétt­ar­lög­manns­ins, for­manns marg­um­rædds félags­skapar – að upp­aldir hafi verið í lög­fræði­deild­inni við sömu hégóm­legu við­mið og end­ur­skoð­end­urnir í við­skipta­fræði­deild­inni?

Það gildir þó einu þótt rík­is­skatt­stjóri hafi hunsað allar ábend­ingar um rang­hæfi Sam­taka aldr­aðra, hvort sem hann hefur kosið að skrá félags­skap­inn sem bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag, hvað þá undir svo rang­snúnu hlut­verki að félagið muni starfa að leigu íbúð­ar­hús­næð­is, líkt og skrán­ing und­an­farin tvö ár hefur borið með sér, eða sem félag á borð við átt­haga­fé­lög, rótarý­klúbba eða trú­fé­lög er starfi án fjár­hags­legs til­gangs, líkt og skrán­ingin ára­tugum saman á undan bar með sér.

Það gildir einu. Sam­tök aldr­aðra eru og hafa ávallt verið rang­lega skráð, í trássi við öll lög, ekki síð­ur en eigin sam­þykkt­ir, réttar og rang­ar, og eiga sér því í raun­inni engan til­veru­rétt að lög­um, þ.e.a.s. sem skipu­lags­bundið félag, heldur ein­ungis ein­stak­ling­arnir sem að rekstri félags­skap­ar­ins hafa stað­ið. Ábyrgð þeirra er eigi lít­il, að ekki sé meira sagt, og þó hégómi sam­an­borið við ábyrgð hins opin­bera – ráðu­neyta og ráð­herra, rík­is­skatt­stjóra og þó ekki síst sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.Kennitala „Byggingarsamvinnufélagsins Samtök aldraðra“ vísar til ársins 1977 en stofngögn eru frá 20. nóv. 2015. Einu samþykktir á skrá eru í rauninni frá árinu 2006 þrátt fyrir dagsetninguna 20.11.2015. Aukatilkynning frá 2016 fjallar um breytta stjórn.

Um afsal eign­ar­réttar – og ábyrgð sýslu­manns

Lög banna mönnum ekki að afsala sér eign­ar­rétti, að hluta til eða að öllu leyti, eða að stofna félög um slíkt afsal. Eðli­lega er bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lögum þó ekki stætt á að setja rík­ari kvaðir um slíkt afsal en lög­gjaf­inn sjálfur hefur mælt fyrir um, að öðrum kosti hlyti öll lög­gjöf að vera vita til­gangs­laus. Lög um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög heim­ila heldur ekki slíkt afsal félags­manna sinna nema að mjög tak­mörk­uðu leyti, sbr. 6. grein lag­anna, og þá ein­ungis til fimm ára frá því lóð­ar­út­hlutun fór fram. 

Sam­kvæmt grein­inni nær tak­mörkun eign­ar­rétt­ar­ins ein­ungis til ákvörð­unar um sölu­verð íbúð­ar innan til­skyldra fimm ára frá lóð­ar­út­hlutun – að skuli ekki vera hærra en upp­haf­legt kostn­að­ar­verð hennar að við­bættri verð­hækkun sam­kvæmt bygg­ing­ar­vísi­tölu, að teknu til­liti til fyrn­ingar sam­kvæmt mati dóm­kvaddra manna, jafn­framt því að sala skal lúta for­kaups­rétti bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags á fimm ára tíma­bil­inu. En neyti félag eigi for­kaups­réttar er eig­anda heim­ilt að selja hverjum þeim sem félags­stjórn hefur sam­þykkt sem félaga – og að fimm árum liðnum frá lóð­ar­út­hlutun hverjum sem er, án afskipta félags, eðli máls og lög­unum sam­kvæmt.

Aug­ljós­lega eru lög um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög – sem önnur lög – sett til að tak­marka gjörðir manna og leggja mönnum sam­fé­lags­legar lín­ur. Eða til hvers væru lög ann­ars, ef réttur manna, hvað þá rétt­lausra félaga­sam­taka, til að toga lögin og teygja að vild, væri jafn­vel tak­marka­laus?

Menn geta því ekki innan vébanda bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags komið sér saman um neins kon­ar sam­þykktir er ganga gegn lögum um slík sam­vinnu­fé­lög né gegn öðrum lög­um, hvað þá gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár, hvorki um eign­ar­rétt né annan rétt, og gildir einu þótt ráðu­neyti hafi horft fram hjá lögum og rétti og stað­fest slíkar sam­þykkt­ir.

Á hitt ber að líta að hverjum og einum er í sjálfs vald sett að setja kvaðir á eign sína, svo fremi að kvöð brjóti ekki gegn lögum að breyttu breyt­anda og að kvöð sé þing­lýst lög­form­lega og af aðila er hafi til þess fullt og óvé­fengj­an­legt umboð og rétt­hæfi.

Þannig hefur það almennt verið tal­inn óum­deil­an­legur réttur hinna ýmsu félaga­sam­taka, er byggt hafa íbúðir fyrir aldr­aða á und­an­förnum ára­tug­um, að leggja á kvaðir um lág­marks­aldur eig­enda, t.d. 55, 60 eða 63 ár, að sjálf­sögðu svo fremi að hafi verið lög­legir selj­endur og með fullt, laga­legt rétt­hæfi.

Laga­legur réttur slíkra félaga­sam­taka til að leggja þing­lýstar kvaðir á eignir um for­kaups­rétt eða útleigu­rétt eða kvaðir um aðild eig­anda að félaga­sam­tök­un­um, og þar með að við­kom­andi sé bund­inn af sam­þykktum félags­skap­ar­ins um aldur og ævi, hlýtur á hinn bóg­inn að vera afar umdeil­an­leg­ur, væg­ast sagt, nema að því marki sem rúmist innan hins áskilda fimm ára tíma­bils frá lóð­ar­út­hlutun sam­kv. lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög – a.m.k. sé félag af slíku tagi. En væri félag af öðru tagi, hvað þá umlukið laga­legri þoku líkt og sam­tökin sem hér eru um rædd, hlyti það að verða að færa sönnur á lög­form­legan rétt sinn til íhlut­un­ar. Hvorug leiðin er Sam­tökum aldr­aðra fær, enda getur ekk­ert félag verið hvort tveggja í senn – bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag og ekki slíkt félag.

Hvað þá heldur að nokk­urt félag hafi laga­legan rétt til að krefja eig­endur íbúða í heilu fjöl­býl­is­hús­unum um félags­gjöld árum og jafn­vel ára­tugum saman þótt félag sé löngu hætt afskipt­um að nýbygg­ingum fyrir aldr­aða, svo sem nokkur dæmi eru um á meðal hinna ýmsu félaga eldri borg­ara, sem nota á hinn bóg­inn félags­gjöld íbúð­ar­eig­enda fyrst og fremst eða ein­göngu til að kosta almenna félags­starf­semi – þ.á.m. dans­skemmt­an, söngvök­ur, far­ar­stjórn fyrir göng­um, tungu­mála­kennslu eða tölvu­kennslu – alls burt­séð frá því hvort hinir kvaða­bundnu félags­menn hafi áhuga á eða hafi óskað eftir að fá að taka þátt í félags­starf­sem­inni, enda slík starf­semi aug­ljós­lega alls óvið­kom­andi almennum eign­ar­rétti manna að íbúð. Slík félags­gjöld eru þó smá­munir sem fæstir kippa sér upp við en öllu alvar­legra mál þeg­ar félaga­sam­tök krefj­ast jafn­framt 1% af end­ur­sölu­verði eign­ar, mörg hund­ruð þús­unda króna af eign hverju sinni sem íbúð er end­ur­seld, líkt og þegar Sam­tök aldr­aðra eiga í hlut, þvert gegn lögum um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög, sem heim­ila slíka gjald­töku ein­ungis af nýbygg­ing­um, í eitt skipti fyrir öll.

Sam­kvæmt fram­greindu verður með engu móti séð að bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lögum sé stætt á að setja rík­ari kvaðir um eign­ar­rétt en lög­gjaf­inn sjálfur hefur mælt fyrir um, hvort sem er um for­kaups­rétt eða annan íhlut­un­ar­rétt. Engu að síður hefur sýslu­mað­ur­inn á höðu­borg­ar­svæð­inu ítrekað hafnað að aflýsa kvöðum á íbúðum í hans umdæmi, sem reistar hafa verið fyrir til­stuðlan Sam­taka aldr­aðra í skjóli laga um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög, þrátt fyrir að meira en fimm ár væru liðin frá lóð­ar­út­hlut­un.

Og gildir einu þótt sýslu­manni hafi þrá­fald­lega verið bent á laga­legt van­hæfi Sam­taka aldr­aðra og hvernig þver­brotið hafa lög um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög – hvað þá heldur að það hafi nokk­urn tím­ann verið slíkt félag að lögum – og það þrátt fyrir að sýslu­maður sjálfur sé fyrrum for­maður Félags fast­eigna­sala og ætti að minnsta kosti sem slíkum að vera full­kunn­ugt um hverjum sé heim­ilt að stunda fast­eigna­miðl­un, kunni hann lög­in, og þá hver við­ur­lög eru við því að leppa slíka heim­ild­ar­lausa starf­semi.

Um rétt­hæfi sam­vinnu­fé­lags – og hvenær beri að slíta slíku félagi

62. grein laga um sam­vinnu­fé­lög fjallar um hvenær slíku félagi skuli slíta og með hvaða hætti slit­um skuli vera háttað ef stjórn félags bregst ekki við. A-hluti grein­ar­innar fjallar í sex liðum um þau atriði sem leiða til slita félags. Skil­yrði sam­kv. liðum nr. 2, 4 og 6 koma hér til álita og ætti stjórn hvers félags raunar að sjálf­gefnu að óska eftir slitum þess sam­kvæmt lög­un­um, að skil­yrð­unum upp­fyllt­um:

Sam­kv. lið nr. 2 skal m.a. slíta sam­vinnu­fé­lagi ef það full­nægir ekki ákvæðum laga um sam­vinnu­fé­lög. Sam­kv. lið nr. 4 skal slíta sam­vinnu­fé­lagi ef það van­rækir að senda sam­vinnu­fé­laga­skrá til­kynn­ing­ar sem því er skylt sam­kvæmt ákvæðum sömu laga.

Sam­kv. lið nr. 6 skal slíta sam­vinnu­fé­lagi ef end­ur­skoð­aðir og sam­þykktir árs­reikn­ingar hafa ekki ver­ið sendir árs­reikn­inga­skrá fyrir þrjú síð­ustu reikn­ings­ár, sbr. ákvæði laga um árs­reikn­inga, um skil á árs­reikn­ing­um.

B-hluti 62. greinar fjallar á hinn bóg­inn um með hvaða hætti slitum skuli vera háttað ef stjórn félags bein­línis van­rækir að óska eftir slitum þess. Skal hér­aðs­dóm­ari þá taka félagið til skipta að kröfu ráð­herra eða félags­að­ila.

Með ákvæð­inu um mögu­lega aðkomu ráð­herra að slita­skiptum eru lögin aug­ljós­lega að vísa til og und­ir­strika eft­ir­lits­vald hins opin­bera, líkt og ákvæði í lögum um hluta­fé­lög og einka­hluta­fé­lög heim­ila ráð­herra nokkuð sam­svar­andi afskipti þegar svo ber und­ir. Áhrifa­vald ein­stakra félags­manna í sam­vinnu­fé­lögum er þó almennt og mun veik­ara en ein­stakra hlut­hafa í hluta­fé­lög­um, a.m.k. þeirra sem geta beitt sér í krafti hluta­fjár­eign­ar, og því enn frek­ari ástæða til að ráð­herra hafi svo sterkt íhlut­un­ar­vald um mál­efni sam­vinnu­fé­laga fari þau ekki að lög­um.

Eðli máls sam­kvæmt eru félags­menn Sam­taka aldr­aðra komnir yfir miðjan aldur og margir á efri ár og eru þeir því fremur ólík­legir til að standa í stappi við hér­aðs­dóm­ara, hvað þá við félags­stjórn, sem hefur ekki hikað við að hóta hverjum þeim brott­rekstri úr sam­tök­unum sem henni ekki þókn­ast.

Það er þá því frek­ari ástæða til að ráð­herra beiti laga­heim­ild sinni til að verja sam­fé­lagið ólögum og geri þá kröfu til hér­aðs­dóm­ara að taki hið ólög­lega Bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag Sam­taka aldr­aðra til skipta.

Sam­tök aldr­aðra standa í raun á milli tveggja elda, ef svo má segja – milli tveggja ráðu­neyta, vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins, sem hefur haft í hendi sér ára­tugum saman að stað­festa ólög­legar sam­þykkt­ir sam­tak­anna sem bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lags eða að fara að lögum og bein­línis synja þeim stað­fest­ing­ar, og atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins, eða með réttu ráð­herra atvinnu­mála, sem hefur vald til að krefj­ast þess af hér­aðs­dóm­ara að bregð­ist við marg­hátt­aðri van­rækslu félags­stjórn­ar um ára­tuga­skeið og taki hið ólög­lega sam­vinnu­fé­lag til skipta, enda fer atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið með skrán­ingu fyr­ir­tækja og félaga og mál­efni fyr­ir­tækja­skrár og árs­reikn­inga­skrár sam­kv. for­seta­úr­skurði um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna milli ráðu­neyta í Stjórn­ar­ráði Íslands, sbr. lög nr. 1/2017, 2. gr. 4. tölu­lið, máls­greinar i og joð.

Sam­kvæmt því sem hér hefur verið rakið má ljóst vera að ein­stak­ling­arn­ir, sem að rekstri Sam­taka aldr­aðra hafa stað­ið, bera höf­uð­á­byrgð. Það er raunar ráð­gáta hvað stjórn­ar­mönnum félags­skap­ar­ins hefur gengið til. Varla fégirni en kannski trúgirni, svo blind trú á mark­mið, að í engu hafi verið skeytt um laga­legan grund­völl, enda skyldi til­gang­ur­inn helga með­al­ið. Ábyrgð þeirra er engu að síð­ur gríð­ar­leg, og nær reyndar til þús­unda ólög­legra gjörn­inga á und­an­förnum ára­tug­um, og er þó hégómi sam­an­borið við ábyrgð hins opin­bera – ráðu­neyta og ráð­herra, rík­is­skatt­stjóra og þó ekki síst sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem og dóm­stóla, sem hafa látið undir höfuð leggj­ast að kanna rétt­hæfi sam­tak­anna.

Höf­undur er áhuga­maður um rétt­mæta stjórn­sýslu.

Helstu heim­ildir og ítar­efni:

Vefur rík­is­skatt­stjóra: Stofnun félaga í atvinnu­rekstri / Félaga­sam­tök og önnur félög

Vefur Hag­stofu Íslands: ÍSAT2008 – Íslensk atvinnu­greina­flokkun – Hag­stofa Íslands 2009

Vefur Alþing­is: Lög um bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög, nr. 153/1998 með síð­ari tíma breyt­ingum

Vefur Alþing­is: Lög um sam­vinnu­fé­lög, nr. 22/1991 með síð­ari tíma breyt­ingum

Vefur Alþing­is: Almenn hegn­ing­ar­lög, nr. 19/1940 með síð­ari tíma breyt­ingum

Vefur Alþing­is: Lög um með­ferð einka­mála, nr 91/1991 með síð­ari tíma breyt­ingum

Vefur Sam­taka aldr­aðra: htt­p://www.aldra­d­ir.is/

40 ára afmæl­is­rit Sam­taka aldr­aðra / Frétta­bréf 2013: 1. tbl. 28. árg. apríl 2013

Vef­safn Lands­bóka­safns – Háskóla­bóka­safns: Fast­eigna­aug­lýs­ingar Sam­taka aldr­aðra 2008-2016

Vef­safn Lands­bóka­safns – Háskóla­bóka­safns: Fast­eigna­aug­lýs­ingar Sam­taka aldr­aðra 2016-2017

Rík­is­skatt­stjóri: Öll fyr­ir­liggj­andi gögn í sam­vinnu­fé­laga­skrá RSK um Sam­tök aldr­aðra í júní 2017



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar