Hversu hátt glamra þínar silfurskeiðar?

Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir segir að það að styðja silfurskeið geri ekki þeirra hagsmuni að þínum. Það sem þurfi til breytinga sé samstaða stjórnar og borgara um jöfnuð.

Auglýsing
„Mitt atkvæði hefur ekk­ert væg­i.“„Þetta er allt sama vit­leys­an.“„Þjóðin mun hvort eð er kjósa yfir sig það sama aft­ur.“Þið kann­ist við þetta. Sann­leik­ur­inn er hins veg­ar, að miðað við kjör­sókn síð­ustu kosn­inga voru bara u.þ.b. 3000 atkvæði greidd per þing­sæti í boði. Það þýðir til dæm­is, að ef með­limir "Beauty Tips!" hóps­ins á Face­book tækju sig saman gætu þeir haft áhrif á 11 af þeim 63 þing­sætum sem eru í boði.

 „Góða syst­ir“  gæti stýrt 17 þing­sæt­um.

„Brask og brall“ gæti svo tekið hreinan meiri­hluta með 36 þing­sæt­um.

AuglýsingÞað er að sjálf­sögðu margt annað sem spilar inn í, svo sem kjör­dæmi, lág­marks­þrösk­uldar og ann­að. En við þurfum ekki að fara út í þau smá­at­riði hér, þú þarft bara að vita hvað atkvæðið þitt skiptir miklu máli. Það skiptir líka máli hvert atkvæðið þitt fer. Það þarf að fara til flokks sem er fullur af fólki sem vill að þú hafir meiri pen­ing, meira frelsi, meiri þjón­ustu, meiri upp­lýs­ingar og fleiri val­mögu­leika!

Jöfn­uður er mik­il­vægastur - ekki stöðnun

Fæstir á Íslandi fæð­ast með silf­ur­skeið í munni. Við eigum stór­kost­lega sögu af jöfn­uði, stétta­skipt­ing var varla til fyrir hrun. Nú stöndum við frammi fyrir því, að ekki bara erum við farin að skipt­ast í stétt­ir, heldur er meiri­hluti þjóð­ar­innar sem áður hét milli­stétt­in, orð­inn að lág­milli­stétt.Ekki láta plata þig þegar sá sem gengur um með fullan kjaft silf­ur­skeiða, glamr­andi úr græðgi, segir að þú megir kannski fá eina sem dettur í gólf­ið.Ekki láta segja þér að efna­hag­ur­inn sé góður þegar þú getur ekki greitt eina leigu­greiðslu með laun­unum þín­um.Ekki láta segja þér að breyt­ingar séu slæmar og við þurfum stöð­ug­leika. Við höfum leitað af okkur allan grun af stöð­ug­leik­an­um, og finnum ein­ungis stöðn­un. Það eina sem við þurfum er sam­staða. Sam­staða stjórnar og borg­ara um jöfn­uð.

Þú færð engar silf­ur­skeiðar með því að þykj­ast

Að styðja silf­ur­skeið gerir þeirra hags­muni ekki að þín­um, og færir þér engar silf­ur­skeið­ar, þú ert ekki að plata neinn. Þetta er bara eins og að fylla á tank­inn hjá vini þínum áður en þið farið á rúnt­inn, því hann á flott­ari bíl. En vin­ur­inn beilar aftur og aft­ur, stingur af í hring­ferð með tank­inn sem þú borg­aðir fyr­ir. Eftir situr þú blankur og bens­ín­laus.Við erum ekki í flott­heita­keppni þegar við kjós­um. Við erum ein­fald­lega að segja: „Gjörðu svo vel, hér eru tæp­lega 40% af laun­unum mínum næstu fjögur árin, not­aðu þennan pen­ing minn til að gera lífið mitt betra.“Hvernig getur sá sem fær alltaf aðra til að fylla á tank­inn hjá sér, skilið hvað það er að vera bens­ín­laus?Ekki svara þegar hann hringir og biður þig um annan bens­íntank til að finna smá stöð­ug­leika í keyrsl­unni, áður en þið farið loks­ins á rúnt­inn. Þú lærðir af mis­tök­un­um, þú veist að þið eruð ekki á leið­inni á rúnt­inn, og veist að þetta er ekki hollur vin­skap­ur.Sem betur fer eru Píratar reiðu­búnir til að leyfa þér að ráða ferð­inni á rúnt­inum (beint lýð­ræð­i), passa að þú villist ekki (gagn­sæi, rök­studd­ar á­kvarð­ana­tök­ur), og vilja ekk­ert annað en að halda tank­inum þínum fullum (rétt­lát dreif­ing þjóð­ararðs, frelsi, frið­helgi, mann­rétt­ind­i).Þessi sam­staða er fram­tíð okkar Pírata.Höf­undur er arki­tekt, hunda­mamma og Pírati.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar