Velgengni Vinstri grænna

Þorvaldur Örn Árnason segist vonast eftir því að íslenska þjóðin sjái til þess að hún fái frábæra stjórn eftir kosningar.

Auglýsing

Sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum er Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð nú stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn. Meiri­hluti þjóð­ar­innar vill sjá þá hreyf­ingu leiða nýja rík­is­stjórn. Katrín Jak­obs­dóttir hefur áunnið sér fádæma traust og stað­ist gylli­boð um að fara í rík­is­stjórn með flokkum sem stefna í aðra átt. Staðið fast á stefnu­málum síns flokks, þess vegna verið leið­andi í stjórn­ar­and­stöðu allan sinn for­manns­tíma. Nú gæti það breyst.

Þjóðin treyst­ir Vinstri græn­um þegar á bját­ar. Sumt í stefnu VG getur verið óþægi­legt fyrir ein­hverja - rétt eins og það getur verið sárt að gang­ast undir lækn­is­að­gerð – en þó þess virði að leggja á sig í von um bata. Til dæmis mun rík­asti hluti þjóð­ar­innar fá minna í sinn hlut ef fylgt verður stefnu Vinstri grænna og ein­hverjir fram­kvæmdaglaðir fá ekki að virkja og byggja allt sem þá langar til. Eins víst að draumar sumra um að verða auð­ugir og valda­miklir án þess að hafa mikið fyrir því muni ekki ræt­ast. 

En öryggi og vel­gengni þorra þjóð­ar­innar eykst ef Vinstri­hreyf­ingin fær að ráða för. Það er aug­ljóst nú þegar við höfum búið við tvær hægri­st­jórnir í röð sem hvorug hefur haldið út kjör­tíma­bil, þrátt fyrir tal um festu og trausta stjórn. Tvær stjórnir sem hafa leyft fátækt og von­leysi að grafa um sig í góð­æri án þess að reisa rönd við. Stjórnir sem taka sér löng frí og nenna naum­ast að stjórna – og telja lík­lega best að aðhaf­ast sem minnst til að þeir ríku og freku geti farið sínu fram.

Auglýsing

Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð er ung, fyllir bráðum tvo ára­tugi. Voru fyrsta ára­tug­inn mjög virk í stjórn­ar­and­stöðu, hörku­dug­leg, mjög áber­andi á Alþingi þrátt fyrir  fáa þing­menn, héldu ótal fundi og nám­skeið og settu fram nýja stefnu í nokkrum mála­flokkum sem þótti frá­leit í byrjun en næsta sjálf­sögð nú. 

Flokk­ur­inn setti strax á fyrstu árum fram allt aðra atvinnu­stefnu. Að inn­kalla fisk­veiði­kvót­ann og úthluta á annan hátt með jafn­ræði og byggða­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi. Setti nátt­úru- og umhverf­is­vernd á odd­inn og barð­ist ötul­lega gegn sívax­andi nátt­úru­eyði­egg­ingu. Barð­ist af festu fyrir frið­sam­legri sam­búð þjóða – að Íslend­ingar beittu áhrifum sínum á alþjóða­vett­vangi í þágu frið­ar. Mót­mæltu inn­rás í Írak og Afganistan og fleiri óþokka­brögðum stór­veld­anna. Voru – og eru – eini flokk­ur­inn sem þorir að krefj­ast þess að Ísland gangi úr vest­ræna hern­að­ar­banda­lag­inu NATO og gangi ekki í Evr­ópu­banda­lag­ið, heldur marki sér ábyrga og sjálf­stæða stefnu.

Vinstri­hreyf­ingin er fem­inískur flokk­ur. Hefur frá upp­hafi barist fyrir kven­frelsi - fyrir því að efla vald kvenna á kostnað úrelts feðra­veld­is. Hefur alla tíð barist fyrir jöfn­uði og að hagur þeirra sem minnst hafa og veikast standa verði bætt­ur. Hefur viljað skatt­leggja ofur­gróða og girða fyrir skattsvik, m.a. það þegar erlendir stór­iðjuf­urstar flytja úr landi gróða sem hér skap­ast fyrir til­verkan íslensks vinnu­afls og íslenskra nátt­úru­gæða. Leggja áherslu á annað en meng­andi stór­iðju. Þessi stefnu­mál voru talin frá­leit í byrjun en æ fleiri átta sig nú á að þau eru það sem koma skal. 

Vinstri græn voru í rík­is­stjórn eitt kjör­dæma­bil. Langstærsta verk­efnið var að koma Íslandi aftur á lapp­irnar eftir hrun sem var afleið­ing villtr­ar, óheftrar frjáls­hyggju­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins með stuðn­ingi Fram­sóknar og Krata. Björg­unin tók­st, svo eftir var tek­ið, vel­ferð­ar­kerfið varið og hags­munir þeirra verst stöddu. Allt var á ferð upp á við þegar hægri­st­jórnir tóku við. Sumt af þessu hefði mátt gera bet­ur, eftir á að hyggja, og mik­ill skaði að hægriöfl­unum tókst að stöðva úrbætur í fisk­veiði­stjórn­un og sam­þykkt nýrrar stjórn­ar­skrár. Kjör­tíma­bilið ent­ist ekki til að koma nema fáum stefnu­mál­um VG í far­veg, t.d. misstu allt of margir hús­næðið og áætlun um að gera ungu fólki kleift að eign­ast þak yfir höf­uðið eða leigja á sann­gjörnum kjörum náði ekki fram, enda land­ið stór­skuldugt og undir járn­hæl Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Þrá­hyggja Sam­fylk­ing­ar­innar um að troða Íslandi í Evr­ópu­banda­lagið eitr­aði rík­is­stjórn­ar­sam­starfið og það reyndi rosa­lega á þing­menn og ráð­herra VG. Katrín var mennta­mála­ráð­herra vinstri stjórn­ar­innar og tókst hávaðalaust, þrátt fyrir ömur­legar aðstæð­ur, að efla mennta­kerf­ið, m.a. með mennt­un­ar­til­boðum fyrir atvinnu­lausa.

Það er ánægju­legt að sjá í skoð­ana­könn­unum að meiri­hluti þjóð­ar­innar treystir nú á Vinstri­hreyf­ing­una – grænt fram­boð. Kann­an­irn­ar ­gefa vís­bend­ingar – og von – en úrslit kosn­ing­anna gilda. Vinstri­hreyf­ingin hefur úr litlum fjár­munum að spila til að kynna sín stefnu­mál, en félags- og stuðn­ings­menn gera allt sem þeir geta til að kosn­ing­arnar verði á sama veg og kann­an­irn­ar. Spenn­andi tím­i fram und­an! Von­andi sér þjóðin til þess að allt fari vel og við fáum frá­bæra stjórn eftir kosn­ing­ar.

Höf­undur er líf­fræð­ingur og eft­ir­launa­mað­ur, í stjórn VG á Suð­ur­nesj­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar