Sínum augum lítur hver silfrið

Ásgrímur Jónasson lítur Íslandssöguna öðrum augum en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Bjarni Bene­dikts­son, rit­aði grein og birti í Frétta­blað­inu mánu­dag­inn 9. októ­ber sem hann kall­aði, „Var allt betra hér áður fyrr?“ 

Þar sem ég lít Ís­lands­sög­una ­senni­lega á nokkuð annan hátt en for­sæt­is­ráð­herra, langar mig til að koma mínum sjón­ar­miðum á fram­færi þannig að les­endur geti borið saman sjón­ar­mið elít­unnar og pöp­uls­ins og velt fram­tíð­inni fyrir sér með sam­an­burði á þessum tveim sjón­ar­mið­u­m. 

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir. Næst þegar við mætum nei­kvæðni og böl­móði um okkar góða land ættum við að spyrj­a. 

Auglýsing

Ef þú gætir valið ein­hvern tíma frá land­námi til að setj­ast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú þá velja. 

Síðan spyr hann: Hvenær var lang­lífi meira, heil­brigð­is­kerfi betra og geta okkar rík­ari til að glíma við sjúk­dóma, halda úti þéttriðn­u vel­ferð­ar­kerf­i og hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Síðan telur hann upp nán­ast allt sem gefur lífi okkar nú á dögum þann ljóma sem það svo sann­ar­lega hef­ur. 

Hann lýkur svo grein sinni á því að svara spurn­ingu sinni um val á jarð­vist­ar­tíma hér á landi, með því að velja nútím­ann. Verum jákvæð og bjart­sýn. 

Ég er líka sam­mála for­sæt­is­ráð­herra. 

Grípum tæki­fær­in. Ég er svo sem einnig sam­mála honum þar, þó með þeim for­merkjum að halda sig við lög og regl­ur. 

Það er mín skoðun að ég hafi lifað besta tíma­bil Ís­lands­sög­unn­ar, for­tíðin var almenn­um Ís­lend­ing­um erfið og að mínu mati stefnir í það að fram­tíðin verði það einnig. 

En for­sæt­is­ráð­herra getur þess ekki , hvað hefur búið okkur þessa góðu tíma. 

Land­nemar Íslands, upp­flosn­aðir smá­kóngar frá Nor­egi litu hýru auga norður til Íslands og bjuggu skip sín til ferða. 

Margir þeirra komu við á bret­landseyjum og rændu þar fólki. Það þurfti jú vinnu­kraft (­þræla), til að byggja upp fram­tíð í nýju, ónumdu land­i. 

Og allar götur fram á nítj­ándu öld var þessi mis­skipt­ing, hús­bændur og hjú, við líð­i. 

Skúli Magn­ús­son land­fó­geti stofn­aði til iðn­aðar í Reykja­vík. Fyrsta skrefið var stig­ið, ­stétta­skipt­ing ­fór að riðl­ast. Svo var það Amer­íka. Íslend­ing­ar, eins og lág­stéttir ann­arra Evr­ópu­ríkja upp­götvöðu Am­er­íku. Þang­að leiti margur efn­is­mað­ur­inn. 

Frakkar og Norð­menn hófu fisk­veiðar við íslands­strend­ur. Þá vantað vinnu­afl. 

Þorp tóku að myndast, vist­ar­bönd stór­bænd­anna héldu ekki leng­ur. 

Frelsið blasti við, Inn­lend stjórn­mál tóku kipp, íslensk atvinnu­st­ar­semi jókst. 

Fisk­veiðar og vinnsla iðn­aður og versl­un. 

En launa­kjör starfs­manna voru lág og auð­velt að halda þeim niðri, þar til verka­lýð­ur­inn fór að mynda sam­tök til að verja lífs­við­ur­væri sitt. 

Alþýðu­sam­band Íslands var stofn­að. Það barð­ist fyrir kjörum almenn­ings og smátt og smátt kom góður árangur þess­arar bar­áttu í ljós. Hann hélst vel fram yfir miðja öld.

Þetta er ástæðan fyrir góðum og batn­andi lífs­skil­yrðum almenn­ings á tutt­ug­ustu öld­inni.

Eftir tíma­bil Guð­mund­ar J. Guð­munds­sonar (Gvendar Jaka) í for­ystu alþýð­unn­ar, fór kraftur ASÍ að dvína. Og nú stefnir aftur í verri tíð. Grúppur auð­manna og sam­steypur s.s. ­Bún­að­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki, húsa­leigu­fyr­ir­tæki, stór­út­gerð og auð­menn virð­ast nú vera að ná þeirri stöðu sem stór­bændur og emb­ætt­is­menn höfðu áður. Erlendir aðilar eru farnir að stinga nef­inu í auð­lindir okk­ar, lax­veiði­ár, virkj­ana­kosti, ferða­manna­staði o.fl. 

Ef ekki verður tekið í taumana gæti almenn­ingur fallið niður á gamla vista­banda­kerfið og þræl­dóm. 

Og Já, það er rétt hjá for­sæt­is­ráð­herra. Við lifum á bestu tím­um Ís­lands­sög­unn­ar ­fyrr og síðar og það er að mestu leyti verka­lýðs­hreyf­ing­unni á fyrri hluta 20. ald­ar­innar að þakka. En, nú virð­ist vera farið að halla undan fæti. Von­andi að við Ís­lend­ing­ar ­sigl­u­m fram hjá þeim hættu­legu boð­um.

Höf­undur er raf­magns­iðn­fræð­ing­ur.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar