Sínum augum lítur hver silfrið

Ásgrímur Jónasson lítur Íslandssöguna öðrum augum en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Bjarni Bene­dikts­son, rit­aði grein og birti í Frétta­blað­inu mánu­dag­inn 9. októ­ber sem hann kall­aði, „Var allt betra hér áður fyrr?“ 

Þar sem ég lít Ís­lands­sög­una ­senni­lega á nokkuð annan hátt en for­sæt­is­ráð­herra, langar mig til að koma mínum sjón­ar­miðum á fram­færi þannig að les­endur geti borið saman sjón­ar­mið elít­unnar og pöp­uls­ins og velt fram­tíð­inni fyrir sér með sam­an­burði á þessum tveim sjón­ar­mið­u­m. 

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir. Næst þegar við mætum nei­kvæðni og böl­móði um okkar góða land ættum við að spyrj­a. 

Auglýsing

Ef þú gætir valið ein­hvern tíma frá land­námi til að setj­ast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú þá velja. 

Síðan spyr hann: Hvenær var lang­lífi meira, heil­brigð­is­kerfi betra og geta okkar rík­ari til að glíma við sjúk­dóma, halda úti þéttriðn­u vel­ferð­ar­kerf­i og hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Síðan telur hann upp nán­ast allt sem gefur lífi okkar nú á dögum þann ljóma sem það svo sann­ar­lega hef­ur. 

Hann lýkur svo grein sinni á því að svara spurn­ingu sinni um val á jarð­vist­ar­tíma hér á landi, með því að velja nútím­ann. Verum jákvæð og bjart­sýn. 

Ég er líka sam­mála for­sæt­is­ráð­herra. 

Grípum tæki­fær­in. Ég er svo sem einnig sam­mála honum þar, þó með þeim for­merkjum að halda sig við lög og regl­ur. 

Það er mín skoðun að ég hafi lifað besta tíma­bil Ís­lands­sög­unn­ar, for­tíðin var almenn­um Ís­lend­ing­um erfið og að mínu mati stefnir í það að fram­tíðin verði það einnig. 

En for­sæt­is­ráð­herra getur þess ekki , hvað hefur búið okkur þessa góðu tíma. 

Land­nemar Íslands, upp­flosn­aðir smá­kóngar frá Nor­egi litu hýru auga norður til Íslands og bjuggu skip sín til ferða. 

Margir þeirra komu við á bret­landseyjum og rændu þar fólki. Það þurfti jú vinnu­kraft (­þræla), til að byggja upp fram­tíð í nýju, ónumdu land­i. 

Og allar götur fram á nítj­ándu öld var þessi mis­skipt­ing, hús­bændur og hjú, við líð­i. 

Skúli Magn­ús­son land­fó­geti stofn­aði til iðn­aðar í Reykja­vík. Fyrsta skrefið var stig­ið, ­stétta­skipt­ing ­fór að riðl­ast. Svo var það Amer­íka. Íslend­ing­ar, eins og lág­stéttir ann­arra Evr­ópu­ríkja upp­götvöðu Am­er­íku. Þang­að leiti margur efn­is­mað­ur­inn. 

Frakkar og Norð­menn hófu fisk­veiðar við íslands­strend­ur. Þá vantað vinnu­afl. 

Þorp tóku að myndast, vist­ar­bönd stór­bænd­anna héldu ekki leng­ur. 

Frelsið blasti við, Inn­lend stjórn­mál tóku kipp, íslensk atvinnu­st­ar­semi jókst. 

Fisk­veiðar og vinnsla iðn­aður og versl­un. 

En launa­kjör starfs­manna voru lág og auð­velt að halda þeim niðri, þar til verka­lýð­ur­inn fór að mynda sam­tök til að verja lífs­við­ur­væri sitt. 

Alþýðu­sam­band Íslands var stofn­að. Það barð­ist fyrir kjörum almenn­ings og smátt og smátt kom góður árangur þess­arar bar­áttu í ljós. Hann hélst vel fram yfir miðja öld.

Þetta er ástæðan fyrir góðum og batn­andi lífs­skil­yrðum almenn­ings á tutt­ug­ustu öld­inni.

Eftir tíma­bil Guð­mund­ar J. Guð­munds­sonar (Gvendar Jaka) í for­ystu alþýð­unn­ar, fór kraftur ASÍ að dvína. Og nú stefnir aftur í verri tíð. Grúppur auð­manna og sam­steypur s.s. ­Bún­að­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki, húsa­leigu­fyr­ir­tæki, stór­út­gerð og auð­menn virð­ast nú vera að ná þeirri stöðu sem stór­bændur og emb­ætt­is­menn höfðu áður. Erlendir aðilar eru farnir að stinga nef­inu í auð­lindir okk­ar, lax­veiði­ár, virkj­ana­kosti, ferða­manna­staði o.fl. 

Ef ekki verður tekið í taumana gæti almenn­ingur fallið niður á gamla vista­banda­kerfið og þræl­dóm. 

Og Já, það er rétt hjá for­sæt­is­ráð­herra. Við lifum á bestu tím­um Ís­lands­sög­unn­ar ­fyrr og síðar og það er að mestu leyti verka­lýðs­hreyf­ing­unni á fyrri hluta 20. ald­ar­innar að þakka. En, nú virð­ist vera farið að halla undan fæti. Von­andi að við Ís­lend­ing­ar ­sigl­u­m fram hjá þeim hættu­legu boð­um.

Höf­undur er raf­magns­iðn­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar