Sínum augum lítur hver silfrið

Ásgrímur Jónasson lítur Íslandssöguna öðrum augum en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Bjarni Bene­dikts­son, rit­aði grein og birti í Frétta­blað­inu mánu­dag­inn 9. októ­ber sem hann kall­aði, „Var allt betra hér áður fyrr?“ 

Þar sem ég lít Ís­lands­sög­una ­senni­lega á nokkuð annan hátt en for­sæt­is­ráð­herra, langar mig til að koma mínum sjón­ar­miðum á fram­færi þannig að les­endur geti borið saman sjón­ar­mið elít­unnar og pöp­uls­ins og velt fram­tíð­inni fyrir sér með sam­an­burði á þessum tveim sjón­ar­mið­u­m. 

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir. Næst þegar við mætum nei­kvæðni og böl­móði um okkar góða land ættum við að spyrj­a. 

Auglýsing

Ef þú gætir valið ein­hvern tíma frá land­námi til að setj­ast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú þá velja. 

Síðan spyr hann: Hvenær var lang­lífi meira, heil­brigð­is­kerfi betra og geta okkar rík­ari til að glíma við sjúk­dóma, halda úti þéttriðn­u vel­ferð­ar­kerf­i og hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Síðan telur hann upp nán­ast allt sem gefur lífi okkar nú á dögum þann ljóma sem það svo sann­ar­lega hef­ur. 

Hann lýkur svo grein sinni á því að svara spurn­ingu sinni um val á jarð­vist­ar­tíma hér á landi, með því að velja nútím­ann. Verum jákvæð og bjart­sýn. 

Ég er líka sam­mála for­sæt­is­ráð­herra. 

Grípum tæki­fær­in. Ég er svo sem einnig sam­mála honum þar, þó með þeim for­merkjum að halda sig við lög og regl­ur. 

Það er mín skoðun að ég hafi lifað besta tíma­bil Ís­lands­sög­unn­ar, for­tíðin var almenn­um Ís­lend­ing­um erfið og að mínu mati stefnir í það að fram­tíðin verði það einnig. 

En for­sæt­is­ráð­herra getur þess ekki , hvað hefur búið okkur þessa góðu tíma. 

Land­nemar Íslands, upp­flosn­aðir smá­kóngar frá Nor­egi litu hýru auga norður til Íslands og bjuggu skip sín til ferða. 

Margir þeirra komu við á bret­landseyjum og rændu þar fólki. Það þurfti jú vinnu­kraft (­þræla), til að byggja upp fram­tíð í nýju, ónumdu land­i. 

Og allar götur fram á nítj­ándu öld var þessi mis­skipt­ing, hús­bændur og hjú, við líð­i. 

Skúli Magn­ús­son land­fó­geti stofn­aði til iðn­aðar í Reykja­vík. Fyrsta skrefið var stig­ið, ­stétta­skipt­ing ­fór að riðl­ast. Svo var það Amer­íka. Íslend­ing­ar, eins og lág­stéttir ann­arra Evr­ópu­ríkja upp­götvöðu Am­er­íku. Þang­að leiti margur efn­is­mað­ur­inn. 

Frakkar og Norð­menn hófu fisk­veiðar við íslands­strend­ur. Þá vantað vinnu­afl. 

Þorp tóku að myndast, vist­ar­bönd stór­bænd­anna héldu ekki leng­ur. 

Frelsið blasti við, Inn­lend stjórn­mál tóku kipp, íslensk atvinnu­st­ar­semi jókst. 

Fisk­veiðar og vinnsla iðn­aður og versl­un. 

En launa­kjör starfs­manna voru lág og auð­velt að halda þeim niðri, þar til verka­lýð­ur­inn fór að mynda sam­tök til að verja lífs­við­ur­væri sitt. 

Alþýðu­sam­band Íslands var stofn­að. Það barð­ist fyrir kjörum almenn­ings og smátt og smátt kom góður árangur þess­arar bar­áttu í ljós. Hann hélst vel fram yfir miðja öld.

Þetta er ástæðan fyrir góðum og batn­andi lífs­skil­yrðum almenn­ings á tutt­ug­ustu öld­inni.

Eftir tíma­bil Guð­mund­ar J. Guð­munds­sonar (Gvendar Jaka) í for­ystu alþýð­unn­ar, fór kraftur ASÍ að dvína. Og nú stefnir aftur í verri tíð. Grúppur auð­manna og sam­steypur s.s. ­Bún­að­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki, húsa­leigu­fyr­ir­tæki, stór­út­gerð og auð­menn virð­ast nú vera að ná þeirri stöðu sem stór­bændur og emb­ætt­is­menn höfðu áður. Erlendir aðilar eru farnir að stinga nef­inu í auð­lindir okk­ar, lax­veiði­ár, virkj­ana­kosti, ferða­manna­staði o.fl. 

Ef ekki verður tekið í taumana gæti almenn­ingur fallið niður á gamla vista­banda­kerfið og þræl­dóm. 

Og Já, það er rétt hjá for­sæt­is­ráð­herra. Við lifum á bestu tím­um Ís­lands­sög­unn­ar ­fyrr og síðar og það er að mestu leyti verka­lýðs­hreyf­ing­unni á fyrri hluta 20. ald­ar­innar að þakka. En, nú virð­ist vera farið að halla undan fæti. Von­andi að við Ís­lend­ing­ar ­sigl­u­m fram hjá þeim hættu­legu boð­um.

Höf­undur er raf­magns­iðn­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar