Í landi hinnar flöktandi krónu

Eva H. Baldursdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, skrifar um stefnu flokksins í gjaldmiðlamálum.

Auglýsing

Ójafn­vægi og geng­is­fell­ing­ar. Kreppa og verð­bólgu­skot. Öfgar og for­sendu­brest­ir. Allt er þetta kunn­ug­legur hluti af raun­veru­leika okk­ar. Og öll vötn renna til íslensku krón­unn­ar. En áfram skal Ísland þrjóskast við að halda úti minnsta sjálf­stæða gjald­miðli heims. Okkar eigin fljót­andi örmiðli, kork­tappa í ólgu­sjó alþjóða­fjár­mála­kerf­is­ins. Með til­heyr­andi sveifl­um, sem við munum áfram búa við að óbreyttu.

Töpum á óbreyttu ástandi

Sumir mæra þetta ástand. Það er svo frá­bært að vera sjálf­stæð og búa við þetta umhverfi, alltaf hægt að fella krón­una! „Það er gott að búa við óstöð­ug­leika“, sagði eng­inn, aldrei. Sam­búð við krón­una er eins og að búa með virkum alkó­hólista. Jú, það getur alveg verið stund­ar­gaman þegar partíið er að ná hámarki og allir í fjör­inu, en það er ekki eins gaman í þynn­kunni þegar takast þarf á við afleið­ing­ar. Og allt okkar efna­hags­um­hverfi líður fyrir ástand­ið. Krónan hefur áhrif á afkomu fyr­ir­tækja, atvinnu­vegir sem byggja á gjald­eyr­is­tekjum búa við óvissu og vextir á öllum lánum okkar t.d. hús­næð­is­lánum eru hærri og sveiflu­kennd­ari vegna áhætt­unn­ar.

Hver hin eina rétta lausn er erfitt að segja. Í líf­inu er það þannig að sú lausn er vand­fundin og oft­ast þarf að gera mála­miðl­un, en þegar hug­vitið er nýtt far­sæl­lega má alltaf finna lausn. Í mínum huga er ljóst að ekki er annað en tapað á því að halda krónu­til­raun­inni áfram. Það hefur sagan sýnt og sýnir enn. Það er vont fyrir íslenskan almenn­ing og atvinnu­líf að búa við ástand þar sem ekki er hægt að gera skyn­sam­legar áætl­anir og líta til fram­tíðar með nokk­urri vissu. Þó lífið sé aldrei í kyrr­stöðu og taki örum breyt­ingum á það bara að vera frek­ari hvatn­ing til að ná fram stjórn á því sem hægt er að stjórna.

Auglýsing

Fíll­inn í stof­unni

Gjald­miðla­málin eru bleiki fíl­inn í stof­unni. Saga íslensku krón­unnar er eins og ört hjarta­línu­rit. Langvar­andi efna­hags­legur stöð­ug­leiki verður aldrei með gjald­miðil í þess­ari stöðu. Í landi allsnægta auð­linda er hin flökt­andi króna eitt aðal­vanda­mál­ið, hún er örlaga­valdur og Þrándur í Götu þess að Íslend­ingar nái þeim lífs­gæðum sem mögu­leg eru. Enda höfum við alla burði til að vera eitt besta land í heimi, félags­lega og efna­hags­lega. Mark­mið okkar á ekki að vera rjúk­andi upp­gangur með djúpum koll­steypum inn á milli, heldur jöfn, þétt og sjálf­bær kjara­bót fyrir alla. Til þess þurfum við stöðugan gjald­miðil og ábyrga efna­hags­stjórn, bæði betra. Síg­andi lukka er jú best.

Við í Sam­fylk­ing­unni höfum lengi talað fyrir upp­töku evru með inn­göngu í ESB. Við erum hins vegar opin fyrir því að skoða aðrar lausnir með opnum huga og hefja sam­tal um lausn­ina með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi. Þetta er eitt stærsta neyt­enda­mál sam­tím­ans. Og á næsta kjör­tíma­bili er von­andi hægt að stíga skref að lausn.

Höf­undur situr í 3. sæti á fram­boðs­lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík norð­ur.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar