Andstaðan við verðtrygginguna jók hagnað banka

Auglýsing

Er líður að kosn­ingum er tínt til það sem talið er að virki til að afla atkvæða, og kannski ekki síst nú, þegar margir flokkar róa líf­róður fyrir til­veru sinni á þingi. Und­an­farin ár hefur verð­trygg­ingin verið vin­sælt skot­mark og er enn, þótt hækk­andi hús­næð­is­verð hafi gert að verkum að fólk á meira hlut­falls­lega í íbúðum sínum en það átti fyrir hrun og það þótt það sé með verð­tryggð lán. Verð­trygg­ing­unni hefur verið kennt um ýmis­legt og margt, ef ekki flest af því, á hún ekki skil­ið. Það er kannski ekki stór­mál í sjálfu sér, nema hvað þessi umræða hefur kostað íslenska lán­tak­endur mikið fé og aukið nokkuð gróða bank­anna.

Hvað varðar meintar ávirð­ingar verð­trygg­ing­ar­inn­ar, þá er vin­sæl­ast er að kenna henni um hve margir fóru mjög illa í hrun­inu. Sem er vafa­samt, vandi fólks staf­aði af fast­eigna­bólu sem sprakk og afleið­ing­arnar urðu þær sömu í Madríd, Dublin og í Reykja­vík. Ekki var nein verð­trygg­ing í þeim tveimur fyrr­nefndu. Víða í Evr­ópu féll fast­eigna­verð um 50%, hér féll það um nær 30% í krónum talið, en krónan rýrn­aði svo að nið­ur­staðan varð sú sama. Ef krónan hefði ekki rýrnað hefði lækk­unin verið meiri í krónum talið. Nið­ur­staðan var sú að í Madríd, Dublin og Reykja­vík lenti fólk í vanda þar sem það sat uppi með allt að 20-30% yfir­veð­sett hús­næði.

Þá er algengt við­kvæði að verð­trygg­ingin valdi því að lán­veit­and­inn taki enga áhættu, hún lendi öll á lán­tak­and­an­um. Það er líka rangt, verð­trygg­ingin fjar­lægir aðeins einn áhættu­þátt lán­veit­anda, þátt sem bankar í nágranna­löndum búa ekki við, sem er óstöð­ug­leiki vegna örmyntar og mögu­leik­ans á óða­verð­bólgu. Lán­veit­endur á Íslandi búa nokkurn veg­inn við sömu áhættu og lán­veit­endur í nágranna­lönd­un­um.

Auglýsing

Fjand­skap­ur­inn við verð­trygg­ing­una skap­aði markað fyrir óverð­tryggð fast­eigna­lán eftir hrun sem bank­arnir voru fljótir að bregð­ast við. Fjöldi Íslend­inga fór að taka óverð­tryggð lán til íbúða­kaupa á breyti­legum vöxt­um, en föstum til nokk­urra ára. Fyrst eftir hrun voru þau til­tölu­lega hag­stæð, svona til að koma fólki á bragð­ið, en síðan tóku þau að hækka. Árið 2013 voru þau komin upp í 7-8%. Þetta þýðir að fólk sem tók lán á þessum tíma hefur verið að borga í kringum 6% raun­vexti síðan þá. Algengir raun­vextir á verð­tryggðum lánum á sama tíma hafa verið rúm­lega 4%. Hér erum við að tala um pró­sentu­stig – pró­sentu­hækk­unin á hagn­aði bank­ans er mun meiri, hagn­aður hans frá 4% upp í 6% raun­vexti er 50% hækk­un.

Setjum upp dæmi um tvo ein­stak­linga sem tóku 25 milljón króna lán árið 2013, annar óverð­tryggt og hinn verð­tryggt. Sá sem tók verð­tryggða lánið ákveður að borga jafn mikið inn á sitt og sá sem er að greiða af óverð­tryggðu láni, þ.e. hann borgar inn á höf­uð­stól­inn umfram það sem bank­inn krefur hann um. Þeir greiða því nákvæm­lega jafn mikið inn á lán­in, en fjórum árum síðar skuldar sá sem tók verð­tryggða lánið um tveimur millj­ónum minna en sá sem tók það óverð­tryggða.

Það er dálítið kald­hæðn­is­legt að þeir sem hafa hrópað hæst gegn verð­trygg­ing­unni und­an­farin ár í nafni almenn­ings í land­inu og mót­mælt græðgi bank­anna, hafi með því skapað stemn­ingu fyrir óverð­tryggðum lánum sem hafa gert bönkum lands­ins kleift að stór­auka hagnað sinn á kostnað þessa sama almenn­ings.

Til að gæta allrar sann­girni, þá sá eng­inn fyrir þá atburða­rás sem hefur haldið verð­bólg­unni niðri und­an­farin ár og stuðl­aði að þessum raun­vaxta­mun. Hvert á fætur öðru; lækkun elds­neyt­is­verðs, styrk­ing krón­unnar með auknum fjölda ferða­manna, koma Costco til Íslands – allt hefur þetta lagt sitt af mörkum og unnið á móti hækk­andi fast­eigna­verði og launum í vísi­töl­unni. En almennt séð þýðir meiri áhætta hærri vextir og óverð­tryggð lán eru meiri áhætta fyrir lán­veit­end­ur. Til lengri tíma munu þau alltaf verða dýr­ari kost­ur.

Öll þessi umræða um verð­trygg­ing­una, kosti eða galla, er hins vegar absúrd í stóra sam­heng­inu, bolla­legg­ingar um veltu­vörn og stöð­ug­leika á smá­bát úti á alþjóð­legum haf­sjó á meðan eig­endur mun stærri báta hafa lagt þeim og komið sér þægi­lega fyrir á stórum far­þega­skip­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti íslensku, stundar meist­ara­nám í heim­speki og er Pírati.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar