Fæðuöryggisþrá hins þjáða borgara

Auður Jónsdóttir segir frá því að Costco sé víst besti staðurinn fyrir nýfráskilið fólk, ræðir stjórnmálaruglið og atriðið sem var líkara sænsku útgáfunni af Office en raunveruleikanum.

Auglýsing

Costco er besti stað­ur­inn fyrir nýfrá­skilið fólk að vera, í svo­leiðis sitúa­sjón eru stór­mark­aðir miklu skemmti­legri en lista­söfn, blessuð vertu, ég er búinn að skilja svo oft, sagði lags­maður móður minnar en hún hefur skilið við þrjá sam­býl­is­menn og af því að þau skildu svo vel hvað það væri að skilja, þá buðu þau mér nýfrá­skil­inni ásamt syni mínum í sunnu­dags­bíltúr í Costco.

Maður gleymir öllum prí­vat problemum meðan maður sjoppar, bætti lags­mað­ur­inn við þegar hann park­er­aði bíln­um, maður sjoppar alveg æðis­gengið svona nýskil­inn.

Í haus­lausu landi

Ég ýlfraði í aft­ur­sæt­inu með tauga­kerfið útþanið eftir síð­asta nýskil­in-nú-skalt­u-trítuð upp­á­tæki vanda­manna en æsku­vin­kona mín, ver­andi lög­fræði­mó­gúll, hafði þessa sömu helgi viljað gera vel við ein­stæðu móð­ur­ina og keypt ofan í mig kokk­teila stans­laust í sjö klukku­stundir á Hótel 101 Reykja­vík. Ég hef ekki þjáðst svona af timb­ur­mönnum síðan níu­tíu og eitt­hvað, við höfðum drukkið ófá glösin af mjög svo örvandi kaffi­kokkeilum með þeim afleið­ingum að fyrir rest minntum við á mann­inn í Tra­in­spott­ing sem hvarf ofan í kló­sett­ið.

Auglýsing

Mér var skapi næst að lög­sækja hana fyrir þessa líka aðför að mann­orði mínu (í krafti auð­magns) en þorði því ekki af því að hún er svo útsmog­inn lög­fræð­ing­ur.

Við höfðum svallað þetta meðan Róm brann og nú sat ég þarna í bílnum í haus­lausu landi án rík­is­stjórn­ar, sjálf haus­laus, nýskil­in, son­ur­inn búinn að eyða öllum kontöktum úr sím­anum mínum og veðrið úti óeðli­lega hlýtt miðað við árs­tíma. Ég hef ekki fundið til svona mik­ils van­máttar síðan ég var með son minn nýfæddan á brjósti að horfa á söfnun fyrir svelt­andi börn á BBC og hringdi snökt­andi í fjár­mála­stjóra For­lags­ins til að biðja hann um að gefa eins og and­virði einnar met­sölu­bókar í söfn­un­ina. Sem hann gerði glaður (djó­k).

Allt fólkið í Costco

Lags­maður móður minnar var á spari­skónum og hafði því ákveðið að geyma nauð­syn­leg bens­ín­kaup þangað til við rynnum í hlaðið á Costco. Í nokkra mín­útur var því útlit fyrir að við yrðum bens­ín­laus úti í veg­ar­kanti. Allt var þetta farið að minna ískyggi­lega á raun­sæja kvik­mynd með gam­an­sömu ívafi á Sund­ance-­kvik­mynda­há­tíð­inni.

Það var þó ekki fyrr en við vorum komin inn í Costco og mamma mín búin að rífa af mér fötu með ólífum með þeim orðum að ein­hleyp kona hefði ekk­ert að gera við svona stóra skammta að ég fyllt­ist knýj­andi þörf til að leggj­ast í gólfið og hjúfra mig upp að næsta frysti. Bara frjósa þar og horfa á fólkið sem tróðst hvert um annað með risa­stórar inn­kaupa­kerrur en samt eitt­hvað svo brjóst­um­kenn­an­legt í þessu rík­is­stjórn­ar­lausa landi.

Mér varð hugsað til pistils eftir breska konu, Caitlin Mor­an, sem hafði velt fyrir sér hvernig ólíkir hópar í sam­fé­lag­inu upp­lifðu það gjarnan mis­jafnt þegar skipt væri um rík­is­stjórn, meðan efri milli­stéttin upp­lifði helst átök um hug­mynda­fræði og smá nún­ing gætu áherslur nýrrar rík­is­stjórnar sett minnstu smá­at­riði í hvers­deg­inum úr jafn­vægi hjá við­kvæm­ari hóp­um. Óvissan um það sem koma skal verður svo mikil og reynir á. Segir sig sjálft, já, vissu­lega, en fékk mig samt til að finna til (tauga­þan­inn­ar) sam­úðar með öllu þessu alls­konar fólki í Costco.

Ham­farir eða fram­farir

Um dag­inn sat önnur vin­kona mín á svöl­unum hjá mér þegar við heyrðum óminn af mót­mælum á Aust­ur­velli. Ég get þetta ekki leng­ur, sagði vin­kona mín, þó að mað­ur­inn hennar væri einmitt staddur þar í þessum töl­uðu orð­um.

Hvað? spurði ég.

Allt þetta stjórn­málarugl, sagði hún, ann­áluð rekstr­ar­mann­eskja, og bætti háðsk við: Væri ágætt að vita hvort maður tapi pen­ing­unum sínum næstu árin í meiri skatt­heimtu eða öðru hruni. Af hverju er ekki hægt að hafa bara smá kommon sens, af hverju þarf þetta að vera svona óstöðugt?

Vin­kona mín er ein af öllu þessu alls­konar fólki, þó að hún hafi ekki verið í Costco um dag­inn, fólki sem maður hittir nú dag­lega og finnur til óör­ygg­is, svart­sýni og jafn­vel ótta um sig og sína í póli­tísku umbrota­á­standi. Við erum öll þetta fólk að ein­hverju leyti, alla­vega mörg.

Kannski kemur eitt­hvað gott út úr þessu, sagði ég, minnug kín­verska mál­tækis – eða er það kín­verskt skrif­tákn sem segir þetta – að ham­farir séu fram­farir (þó ákveðnar und­an­tekn­ingar á því).

Hún horfði hugsi á mig og sagði: Kannski.

Sænska útgáfan af The Office

Ég starði á fólkið í Costco hamstra vörur í risa­pakkn­ingum eins og eng­inn væri morg­un­dag­ur­inn og velti fyrir mér hvort póli­tískt upp­lausn­ar­á­stand gæti mögu­lega valdið kaup­fíkn eða þá jafn­vel auknum hag­vexti. Löng­unin til að faðma fryst­inn gerð­ist æ kröft­ugri.

Veru­leik­inn var orð­inn svo skrýt­inn. Það virt­ist svo stutt síðan ég sat heima hjá mér, þá í Berlín, og horfði á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son í þýsku frétt­unum í síend­ur­teknu og óhemju vand­ræða­legu mynd­skeiði sem minnti helst á The Office en reynd­ist vera úr sænskum frétta­skýr­inga­þætti. Þá hélt maður að stundin væri eins konar hápunktur und­ar­legs tíma­skeiðs sem hófst með hrun­inu 2008. En nei, grein­lega ekki.

Ég lagð­ist ofan í fryst­inn og fann lang­þráða værð fær­ast yfir mig – kannski ekki alveg, en í hug­an­um.

Fæðu­ör­ygg­is­þrá

Svo var það í síð­ustu viku að tveir vinir mínir kíktu í kaffi, annar nýkom­inn frá Þýska­landi, hinn frá Frakk­landi. Ég sagði þeim frá Costco-­ferð­inni og þess­ari skyndi­legu löngun að leggj­ast í gólfið þar og bara ... vera.

Þetta er alþekkt fyr­ir­bæri, sagði þá þessi sem var nýkom­inn frá Par­ís. Alla­vega hef ég lesið um þetta, fólk gerir þetta í Frakk­landi.

Er það virki­lega? spurði ég hissa.

Það finnur öryggi í stór­mörk­uðum og vill helst ekki yfir­gefa þá, sagði hann, nokkuð viss í sinni sök.

Já, þetta er bara lógískt, sagði sá þýsk-­ís­lenski. Þú hefur fundið til fæðu­ör­ygg­is.

Um leið og hann sagði þetta mundi ég eftir grein eftir Kristrúnu Heim­is­dóttur sem birtist, að mig minn­ir, hér í Kjarn­anum fyrir ein­hverjum árum en við að lesa hana hafði í fyrst runnið almenni­lega upp fyrir mér hversu tæpt íslenskt sam­fé­lag stóð á haust­dögum 2008. Kannski er ég með áfallastreitu, kannski erum við öll ennþá með áfallastreitu, þrátt fyrir allt og allt, minnug þess hvernig hefði getað farið ...

Við megum ekki við meiru.

Við þráum fæðu­ör­yggi.

Ann­ars neyð­umst við til að borða ban­ana­skjölin hans Sig­mund­ar.

Á skjön við allt

Ég held, meira að segja, að Michel Hou­ellebecq hafi ort ljóð um nið­ur­brot í stór­mark­aði, sagði þýsk-­ís­lenski vinur minn og gerði sér lítið fyr­ir, fann ljóð­ið, þýddi það og sendi mér til að birta hér í þessum pistli.

Og hér er þetta ljóð sem mér finnst lýsa ... alla­vega ein­hverju ástandi.  Fyrst hras­aði ég í fryst­in­um.

Ég fór að gráta og fann fyrir svo­lít­illi hræðslu.

Ein­hver tuð­aði að ég væri að eyði­leggja stemn­ing­una.

Til að þykj­ast vera eðli­legur gekk ég áfram.

Fín­pússað úthverfa­fólkið með mis­kunn­ar­laust augna­ráð

lædd­ist í kringum Miner­al-vatn­ið.

Dempað hljóð eins og í sirkus, eins og feimn­is­leg orgía

reis af hill­un­um. Göngu­lag mitt reikult.

Ég brotn­aði saman við osta­borð­ið.

Þar voru tvær gamlar konur sem héldu á sard­ín­um.

Sú fyrri sneri sér við og seg­ir: Þetta er frekar sorg­legt, maður á hans aldri.

Þá sá ég fæt­ur, var­kára og stóra.

Starfs­maður mark­að­ar­ins greip til aðgerða.

Fólk virt­ist furða sig á nýju skónum mín­um.

Að síð­ustu fann ég mig á skjön við allt.Pistill­inn birt­ist fyrst í Mann­lífi 12. októ­ber 2017.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit