Reykjanesbær varð af milljörðum – sá gjörningur skal leiðréttur

„Nú er kom­inn tími til þess að Suð­ur­nesja­menn standi saman og krefj­ist sann­girni af hálfu ríks­ins,“ skrifar Jóhann Friðrik Friðriksson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Auglýsing

Við brott­hvarf varn­ar­liðs­ins tók þró­un­ar­fé­lagið Kadeco við um 2000 eignum á varn­ar­svæð­inu á Mið­nes­heiði. Þáver­andi yfir­völd ákváðu að ekki væri for­svar­an­legt á þeim tíma að greidd væru opin­ber gjöld af eign­unum s.s. fast­eigna­gjöld þar sem eign­irnar voru fæstar í notk­un. Færa má veik rök fyrir því að þetta fyr­ir­komu­lag hafi verið við­haft en umhugs­un­ar­vert í ljósi stöð­unnar á svæð­inu á þeim tíma. Mis­jafn­lega gekk að koma svæð­inu aftur í notkun en Kadeco hefur nú lokið við sölu 94% eign­anna. Ljóst þykir að kostn­aður Reykja­nes­bæjar við að yfir­taka Ásbrú­ar­svæðið er langt umfram þær tekjur sem sveit­ar­fé­lagið hefurhaft af svæð­inu, svo ekki sé minnst á þann gríð­ar­lega fjár­hags­lega skaða sem lokun varn­ar­stöðv­ar­innar hafði í för með sér fyrir Suð­ur­nes­in. Því mun Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn beita sér strax fyrir leið­rétt­ingu á hluta þeirra gjalda sem um ræðir og í kjöl­farið skoða hvernig styrkja megi stoðir svæð­is­ins í heild.

Var­lega áætlað hefur bæj­ar­fé­lagið orðið af um 100-220 millj­ónum á ári í formi gjalda, und­an­farin tíu ár, og þann halla þarf að leið­rétta strax. Reykja­nes­bær þarfnauð­syn­lega á þessum tekjum að halda til þess að efla grunn­þjón­ustu s.s. skóla, leik­skóla í gatna­gerð. Oft er þörf, en nú er nauð­syn. Þá spyrja menn, er for­svar­an­legt að ríkið aðstoði bæj­ar­fé­lagið á þennan hátt? Stutta svarið er JÁ. Nið­ur­fell­ing á nær öllum gjöldum af eignum á meðan þjón­usta er lög­bundin er ósann­gjörn í eðli sínu. Aðgerðir eru því bæði sjálf­sagðar og nauð­syn­legar í þessu til­viki til þess að ríkið geti sinnt hlut­verki sínu og brugð­ist við þegar á bját­ar. Tökum dæmi. Rík­is­styrkir til fram­kvæmda er tengj­ast Bakka á Húsa­vík nema rúm­lega einum og hálfum millj­arði króna en á meðan eru tekjur rík­is­sjóðs af sölu eign­anna á vall­ar­svæð­inu tíu sinnum hærri upp­hæð og hreinn hagn­aður 10 millj­arðar króna. Ekk­ert af því fé hefur runnið til svæð­is­ins þrátt fyrir þá stöðu sem uppi er og hefur verið öllum ljós um langt skeið. Reykja­nes­bær, sem er skuldug­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins mun skulda 37 millj­arða króna í árs­lok 2017 nái samn­ingar við kröfu­hafa fram að ganga. Nið­ur­skurður til þjón­ustu hefur verið mik­ill und­an­farin ár og útsvar í botni svo hægt sé að halda grunn­þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins gang­andi. Raunar hefur staða Reykja­nes­bæjar verið svo slæm að ástæða þótti til þess að gera sér­stak­lega grein fyrir stöð­unni í skýrslu inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um fjár­mál sveit­ar­fé­laga. Staðan hefur gert það að verkum að fram­kvæmdir sveit­ar­fé­lags­ins hafa sjaldn­ast verið minni á meðan þörfin á und­an­förnum árum, sökum mestu íbúa­fjölg­unar á land­inu, hefur aldrei verið meiri.

Taldi aðstoð óþarfa

Ofan á slæma stöðu til langs tíma kemur svo grafal­var­leg staða Kís­il­vers­ins sem er án efa for­dæma­laus í sögu stór­iðju á Íslandi, ef ekki í allri Evr­ópu. Mögu­legur tekju­missir sveit­ar­fé­lags­ins af því ævin­týri er því veru­leg­ur. Í ljósi þess­arar stöðu lagði Silja Dögg Gunn­ars­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins fram fyr­ir­spurn til fjár­mála­ráð­herra þar sem hún spyr hvort hann ætli sér að leggja sam­fé­lag­inu á Suð­ur­nesjum lið í ljósi stöð­unn­ar. Ekki stóð á svari frá ráð­herra sem ein­fald­lega taldi ekki þörf á því. Nokkrum mán­uðum seinna var sami ráð­herra mætt­ur, öllum að óvörum, þar sem hann færði Blá­skóg­ar­byggð eignir rík­is­ins sem áður voru nýttar undir starf­semi háskóla. Ekki þótti ráð­herra slíkur samn­ingur neitt til­töku­mál enda stórt högg að missa háskól­ann á Laug­ar­vatni (11). Í því máli var ég fylli­lega sam­mála ráð­herra og von­ast til þess að samn­ing­ur­inn verði heima­mönnum til heilla.

Auglýsing

En nú er mælir­inn full­ur. Nú er kom­inn tími til þess að Suð­ur­nesja­menn standi saman og krefj­ist sann­girni af hálfu ríks­ins. Það er til skammar að fjár­fram­lög til heil­brigð­is­mála á Suð­ur­nesjum séu lægst per íbúa, það er til skammar að fjár­fram­lögtil Fjöl­brauta­skóla Suð­ur­nesja séu mun lægri en til sam­bæri­legra skóla og það er til skammar að ríkið ætli sér að hagn­ast á þeim óförum sem brott­hvarf hers­ins hafði á sínum tíma þar sem 600 störf töp­uð­ust. Fram­sókn ætlar að sjá til þess að gjörn­ing­ur­inn verði leið­rétt­ur. Við þetta verður ekki unað. Getum við ekki öll verið sam­mála um það?

Höf­undur skipar fjórða sætið á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar