Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum

Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.

Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Auglýsing

Skulda­hlut­fall Reykja­nes­bæjar var hæst allra sveit­ar­fé­laga árið 2015, sam­kvæmt nýbirtri skýrslu eft­ir­lits­nefndar með fjár­mál­u­m sveit­ar­fé­laga. Skýrslan gerði sér­stak­lega grein fyrir sam­skipti nefnd­ar­inn­ar við bæj­ar­fé­lagið á síð­ustu árum.

Í gær var árskýrsla eft­ir­lits­nefndar með­ fjár­málum sveit­ar­fé­laga fyrir 2016 birt, en hún til­heyrir Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­in­u. ­Sam­kvæmt henni var rekstr­ar­nið­ur­staða árs­ins 2015 lak­ari en und­an­farin ár. ­Meg­in­skýr­ingin á lak­ari nið­ur­stöðu hafi verið gjald­færsla líf­eyr­is­skuld­bind­inga Reykja­vík­ur­borg­ar.

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að heild­ar­skuldir sveit­ar­fé­lag­ana sem hlut­fall af heild­ar­tekjum námu 171% árið 2015 og gert er ráð fyrir að  þær séu 161% fyrir árið 2016.

Auglýsing

Reykja­nes­bær  tek­inn fyrir

Eft­ir­lits­nefndin hefur sett sér við­mið um 150% skulda­hlut­fall sveit­ar­fé­lag­anna, en fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög eru yfir því hlut­falli. Sér­stak­lega var fjallað um Reykja­nesbæ í því til­liti, en rakin vor­u ­sam­skipti nefnd­ar­innar við bæj­ar­fé­lagið frá árinu 2014.

­Sam­kvæmt nefnd­inni hafði sam­þykkt að­lög­un­ar­á­ætlun þess ekki verið í neinu sam­ræmi við slæma rekstr­ar­nið­ur­stöð­u bæj­ar­fé­lags­ins. Enn frem­ur, þar sem bænum hafði ekki tek­ist að ná sam­komu­lag­i við kröfu­hafa sína lagði nefndin til að skipuð yrði fjár­halds­stjórn fyr­ir­ Reykja­nesbæ í maí í fyrra.

Í fram­haldi af til­lögum eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar óskaði Reykja­nes­bær eftir frek­ari fresti þar sem bæj­ar­stjórnin taldi enn ver­a von um að ná frjálsum samn­ing­um. Nefndin sam­þykkti rök­stuðn­ing bæj­ar­stjórn­ar­innar og gaf bæj­ar­fé­lag­inu frest til 30. sept­em­ber.

Frestur var fram­lengdur og Reykja­nes­bær vann að samn­ingum við kröfu­hafa út árið 2016. Þann 20. Des­em­ber síð­ast­lið­inn greind­i svo bæj­ar­fé­lagið frá því að sátt hafi náðst við kröfu­hafa sína. Þann 18. apríl sam­þykkt­i svo Reykja­nes­bær aðlög­un­ar­á­ætlun sína fyrir árin 2017 til 2022, en sam­kvæmt henni mun skulda­hlut­fall bæj­ar­fé­lags­ins lækka niður í 164% á næstu fimm árum.

 Áætlun um skuldahlutfall Reykjanesbæjar næstu fimm árin. Ljóst er að hlutfallið þurfi að lækka töluvert til að spár gangi eftir.

Í lok skýrsl­unnar voru árs­reikn­ingar sveita­fé­lag­anna ­fyrir 2015 birt­ir, en það kemur fram að skulda­hlut­fall Reykja­nes­bæjar hafi ver­ið 249%. Heild­ar­skuldir bæj­ar­fé­lags­ins væru 43,6 millj­arð­ar, sem jafn­gilti nettó skuldum á hvern íbúa upp á 2,4 millj­ónir króna. Sam­kvæmt aðlög­un­ar­á­ætl­un bæj­ar­fé­lags­ins er búist við því að skuldir bæj­ar­fé­lags­ins muni lækka niður í 39 millj­arða fyrir árið 2017.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent