Forystufé er fyrir sauði

Halldór Logi Sigurðarson, frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi, skrifar um stjórnmál og forystu.

Auglýsing

Ef yfir­mað­ur­inn minn kæmi inn hvern dag og segði „Tra­lala, ég er leið­tog­inn þinn og í dag er ég full­kom­lega stöðug! Ég er svo stöðug, for­ing­inn þinn er í algjöru and­legu jafn­vægi“ myndi ég prísa mig sælan fyrir núver­andi skot­vopna­lög­gjöf og svo tala við trún­að­ar­mann.  Ef for­eldrar mínir hringdu dag­lega bara til að segja „Þú ert frjáls“ og skella á myndi ég leita eftir mynda­vélum í íbúð­inni og gúgla ­nálg­un­ar­bann.

Frá hruni hefur ýmist Sjálf­stæð­is­flokknum eða Fram­sókn­ar­flokknum verið lýst sem áfeng­is­sjúkum feðrum, ofbeld­is­fullum eða þvíum­líkt á veggj­um fés­bók­ar-kver­úlanta. Missmekk­legar lík­ingar geta farið fyrir brjóstið á fólki sem lifa hefur þurft þannig aðstæð­ur. En hug­myndin um fjór­flokk­inn sem for­eldri hefur aldrei verið sann­ari enda lík­ist þessi kosn­inga­bar­átta meira erf­iðri rimmu um umgengn­is­rétt heldur en ein­hverju póli­tísku.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ekk­ert kann­ast við að neitt hafi nokkurn tím­ann verið að. Þau meira að segja lofa ferð í Legol­and þegar þetta er búið, nei var það ekki þar seinast? Ferð sem síðar kom í ljós að var „fjöl­skyldur ómögu­leik­i“.

Auglýsing

Á meðan segj­ast Vinstri Græn hafa reynt allt til að hjálpa börn­unum en verið bjarg­ar­laus, jafn­vel þessi fjögur ár sem þau höfðu fullt for­ræði.

En hvort svo sem ekk­ert var að eða boð­inn er faðmur verndar er mik­il­væg­ast fyrir alla að klæð­ast sínu fín­asta og skæl­brosa framan í allt og alla á meðan dóm­ar­inn er enn að störf­um.

Þetta er ugg­væn­lega ljóð­rænt.

Katrín svífur yfir umræð­unni göf­ugar en nokkur val­kyrja. Hennar er nátt­úr­an. Hlýr faðmur sem lofar að hlúa að öll­um. Hún er umhyggju­sama móð­ur­gyðj­an Gaia; Þórs­móðir og andi hinnar heilögu þrenn­ing­ar.

Bjarni kemur inn með ægis­hjálm feðra­veld­is­ins; hann er fjár­sterka fyr­ir­vinnan og óbilandi fest­an. Aftan úr tíma­móð­unni stend­ur Krónos með ver­ald­lega afls­muni og vílar sér ekki fyrir að éta hvað svo sem sprettur undan honum eða öðrum, ógni það ríki hans yfir goð­un­um. Í hinni heilögu þrenn­ingu er pabba­strák­ur­inn orð­inn fað­ir­inn.

Frelsi til jafn­að­ar. Stöð­ug­leiki í lýð­ræði. Leið­togar fyrir for­yst­u. Amen.

Þegar ég var í ung­linga­deild fékk ég í jóla­gjöf frá frænd­fólki mínu „Bók­ina um Che“. Þetta var yfir­grips­mikil ævi­saga Che Guevara. Hún hafði mikil áhrif á mig, sér­stak­lega þegar kom að tál­sýn­inni sem er hetju­dýrk­un. Eftir lest­ur­inn lof­aði ég sjálfum mér að fylgja aldrei neinum sem krafð­ist þess að vera leið­togi fyrst og síðan gefa af ávöxtum frels­is.

Því af öllu því fólki sem ég hef litið á sem leið­toga, hvort sem það er í póli­tík, starfi, námi eða hvers­dags­leika, hefur eng­inn komið upp að mér og til­kynnt mér stöðu­gild­ið. Allt það fólk sem ég leit upp til lagði fyrir mig vegi og gildi og bað ekki um neitt í stað­inn.

Og í hvert sinn sem ein­hver hefur spurt mig „Viltu sam­þykkja X sem leið­toga lífs þíns?“ hef ég svarað „Sorrý, þakka áhug­ann en ég er þegar með dom­in­at­rix útí Vest­ur­bæ.“

Mér mis­líkar þegar reynt er að heilla mig með per­sónu­töfr­um, ver­ald­legum stöðu­táknum eða not­aðir eru pen­ingar og völd til að lumbra á heil­anum mínum með mark­aðs­rann­sök­uðum áróðri. Glys, hvort sem það eru gullúr, kökur eða háfleyg orð, er ekki notað til að sann­færa neinn heldur ginna athygli. Þetta eru reyk­sprengjur á hug­ann.

Því miður gerir fólk sér oft ekki grein fyrir afleið­ingum þess að fylgja þannig for­ystufé fyrr en í sjálf­heldu er kom­ið.

Mig langar að enda þetta á því hvað rollur eru ynd­is­leg­ar. Þær eru skemmti­lega kjána­legar og helst til góðar með sig, en líka ótrú­lega harðar af sér og aðlag­ast hratt. Svona eins og við Íslend­ing­ar.

En það er grund­vallar munur á þessum sam­býl­is­teg­und­um. Kindur geta ekki gert að því að fylgja hrútnum sem stangar fast­ast. Þær hafa engar hug­myndir um hrúta­veld­i, hjarð­ræði eða pen­ing­ana sem kaupa heil­síðu jarm í Frétta­blað­inu.

Sauð­kindin er kannski lukku­dýr lands­ins, en Íslend­ingar eru menn, ekki kind­ur.

„Hið mest óvið­eig­andi starf nokk­urs manns, jafn­vel dýr­linga (sem þó voru yfir­leitt hik­andi til að taka því), er að ráðskast með aðra menn. Ekki einn af milljón er hæfur til þess, og síst af öllu þeir sem fal­ast eftir tæki­fær­in­u.“

-J.R.R. Tolkien

Höf­undur er stuðn­ings­full­trúi og í 6. sæti á lista Pírata í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar