Skepnur af öðru tagi

Baldur Blöndal segir tvö lið í samfélaginu, sem séu álíka hneyksluð á hvoru öðru. Þeir sem kjósa íhaldið hætta aldrei að vera hissa á því að hinir láti völd í hendurnar á skattsugum og hinir hætta aldrei að vera hissa á þeim sem kjósi yfir sig íhaldið.

Auglýsing

Stjórn­mál eru heill­andi í fjar­lægð en fnyk­ur­inn verður fljótt yfir­gnæf­andi ef maður hættir sér nær. Mín fyrstu kynni voru þegar ég mætti í heim­sókn til föð­ur­systur minnar með síma­hulstur prýtt Coca-Cola merk­inu. Þetta féll ekki vel í kramið á þeim bæ og var ég, 15 ára, húð­skammaður og rétti­lega sak­aður um að greiða úr eigin vasa fyrir að bera aug­lýs­ingu þeirra sem úthelltu Gvatemala­blóð­inu. Eftir það jós pabbi úr visku­brunni sínum eitt­hvað af þeirri stétt­ar­vit­und sem afi minn hafði hellt í hans. Ég var kom­inn í mitt lið. Sumir velja sitt lið en mér var beint í þetta. Ég byrj­aði að kynna mér sögu þessa ágæta ­mál­stað­ar­ og var til­bú­inn að horfa á sam­fé­lagið með þessum vinkli. Ég fór í MH og kaus vinstri­s­inn­aðan flokk í þing­kosn­ingum 2016, degi eftir að ég varð sjálf­ráða. 

Eftir að hafa íhugað að ger­ast harð­ur aktí­visti og flokks­maður fór ég að efast um þetta allt sam­an. Hvernig getur það verið að Bjarna Bene­dikts­syni og flokks­fé­lögum hans sé svo inni­lega illa við þá sem minna mega sín? Allt sem ég las þeim við­kom­andi virt­ist fjalla um aðgerðir sem sneru að því að tak­marka aðgengi hinna ýmsu hópa að þjón­ustum sam­fé­lags­ins. Getur í alvöru verið að í Sjálf­stæð­is­flokknum þrí­fist svona rosa­legt sið­rof? Það var eitt­hvað off við þetta allt sam­an. 

Bjarni og hans fjöl­skylda eru í valda­stöðu. Þau hafa verið og verða áfram virkir þáttakak­endur í við­skipta­líf­inu. Bjarni hefði auð­veld­lega getað haldið sig við stjórn­ar­for­manns­stöðu í N1 með rúm­lega þægi­leg laun og lifað á því, langt frá kast­ljósi þjóð­ar­innarEitt­hvað hlýtur að skýra hvers vegna við­skipta­manni í þess­ari stétt hugn­ast starf þar sem hann situr fundi fram á nætur með fólki sem er ósam­mála honum og til­tölu­lega stórum hluta þjóð­ar­innar er í þokka­bót illa við hann. 

Auglýsing

Hann hlýtur þá að vera að gera þetta því hann er svo mik­ill hug­sjóna­mað­ur. Stefnu­skrá fram­boðs­ins virð­ist gefa það í skyn. Hann og hans fjöl­skylda eru svo þakk­lát fyrir þann stuðn­ing sem hinn frjálsi og opni mark­aður hefur veitt þeim að hann sér sig knú­inn til að við­halda þeim mark­aði opnum og góð­um. Þess vegna setur hann and­lit sitt á strætóskilti. Þess vegna talar hann til mín og biður mig, plís, um að leyfa honum að sjá um við­haldið á valda­stiga sam­fé­lags­ins. Hann gerir það svo börn rík­is­starfs­manna á með­al­laun­um, eins og ég, eigi kost á því að byggja upp stór­veldi eins og hann.

Ég held að valda­stöður og stjórn­mál séu ekki heima­völlur hug­sjóna­fólks. Marx var ekki í póli­tík, Key­nesFried­man og Rand voru heldur aldrei í fram­boði. En Machi­a­velli hafði hins vegar áhuga á því. Voru þá Lenín og Reagan kannski sannir hug­sjóna­menn? Í ljósi sög­unnar virð­ist áhugi þeirra á per­sónu­legri hags­muna­vörslu hafa verið álíka mik­ill ef ekki meiri en áhugi þeirra á félags­hyggju eða mark­aðs­hyggju.

Ég sé Bjarna Bene­dikts­son ekki sem mik­inn hug­sjóna­mann. Bjarni er í sínu liði sem honum var bent á af sinni fjöl­skyldu rétt eins og ég. Launatékk­inn er án efa vel þeg­inn en ég held að flestir með banka­reikn­inga á borð við Bjarna myndu segja sig frá þessu eftir eitt hneyksli á borð við Panama­skjölin eða það er varð­aði hylm­ingu upp­lýs­inga í máli upp­reistar æru sak­felldra barn­a­níð­inga. Þrátt fyrir það sækj­ast Bjarni og fleiri stöðugt eftir þess­ari vinnu. Ég tel þessa vinnu­ást sér­stak­lega ein­kenni­lega fyrir aðila sem er furðu­lega gleym­inn þegar millj­ónir eru ann­ars veg­ar. Póli­tík virkar varla svona, það getur ekki verið að Bjarni sé að elt­ast við laun eða svölun hug­mynda­fræði­legs þorsta.  Bjarni er ekki hug­sjóna­mað­ur, hann er að vernda hags­muni. Þessi skoðun er flestum kunn­ug.

En hvað þá með vinstri­flokka? Þeir eru sjaldnar í hneykslum og virð­ast oft­ast bera mjög sann­gjarna mál­staði fyrir brjósti. Samt sem áður kemst ég líka í snert­ingu við inni­lega van­þóknun í garð þeirra. Margir halda því fram að vinstri­flokkar séu and­snúnir hag­vexti og vilji helst arð­ræna alla þá sem hafa unnið sér inn ein­hvern eyri. Það er ekki gott, hingað til hefur styrk­ing krón­unn­ar, aðstæður á vinnu­mark­aði og hag­vöxt­ur­inn komið sér vel í mínum útlanda­ferðum og inn­kaup­um. Svo eru vinstri­flokkar kenndir við aum­ingja­væð­ingu, sólundun á skatt­pen­ing­um, stuðn­ing við stór­iðju (þrátt fyrir stefnu­mál sem tala gegn henn­i), og almennt reynslu- og getu­leysi. Þetta eru ásak­anir sem ég heyri á förnum vegi, í sund­laugum Garða­bæj­ar, á fés­bók­ar­veggjum fræði­manna, gufu­böðum Sel­tjarn­ar­ness og kommenta­kerfum. Fólk sem heldur slíku fram virð­ist hneykslað á því að stór hluti þjóð­ar­innar kjósi full­trúa sem hafa ekki hunds­vit á því hvernig stjórn­sýsla gengur fyrir sig. Ákveð­inn pró­fessor hefur brugðið á það ráð að líkja þing­konu við geim­veru, ásak­anir þess efnis að hennar flokkur hafi enga stefnu, nenni ekki að mæta á þing­fundi og hélt því fram að vinstri stjórn með téðum flokki myndi strax binda enda á góð­ær­ið. Sami pró­fessor er fyrstur á vett­vang að for­dæma illsku og hatur fjöl­miðla sem gagn­rýna Bjarna og talar um „ofsa­fengnar árásir vinstri­manna“ á hann.

Eftir þessar vanga­veltur sá ég tvö lið í sam­fé­lag­inu, bæði tvö álíka hneyksluð á hvort öðru. Vina­hópur for­eldra minna hættir ekki að vera hissa á því að fólk kjósi yfir sig íhaldið og svo virð­ast leik­menn í hinu lið­inu álíka gátt­aðir á þeim sem dettur í hug að láta völd í hendur þess­ara skattsugna. Er skipt­ing sam­fé­lags­ins raun­veru­lega svona? Tveir hópar fólks sem líta á hvort annað sem hálf­vita? Svo horfi ég til Banda­ríkj­anna og sé nákvæm­lega það sama. Sama með Brexit, Frakk­land og Enska bolt­ann. Sem polli sá ég Manchester United-­menn á sama hátt og ég sá Sjálf­stæð­is­menn seinna. Ein­hverjir topp­kallar sem hafa völdin en vita ekki hvað þeir eru vondir og vit­laus­ir. Þetta er kenni­setn­inga­kenndur hugs­un­ar­háttur og mér finnst erfitt að sjá hann sem per­sónu­bund­inn þegar ég heyri um fleiri nýnas­ista en frjáls­hyggju­fólk í skól­anum mín­um.

Stjórn­mál snú­ast um völd. Enda­laus dæmi má finna um fólk sem svífst einskis til að fá þau. Lygar, skoð­ana­kúg­un, hylm­ing á upp­lýs­ingum og morð eru dæmi um aðgerðir sem valda­gráð­ugt fólk hefur gripið til. Þetta þrífst auð­vitað í sam­tím­anum eins og aðgerð­ir Pútíns í vef­hern­aði sýna þar sem hæfustu hakk­arar Rúss­lands eru ráðnir í að ýta undir djúp­stæðan klofn­ing og grafa undan trausti í vest­rænum lýð­ræð­is­ríkj­um. Nú verð ég aftur ringlað­ur­, af hverju nenn­ir Pútín að standa í því stór­kost­lega ves­eni að gera Rúss­land að stór­veldi? Hann gæti orðið hálf­gerð­ur ólig­arki núna, keypt fót­boltalið og notið ávaxta spill­ingar í róleg­heitum eftir 17 ára for­seta­tíð. Í stað­inn er hann að standa í alls­konar ves­eni að stýra umfjöllun um sig, reyna að grafa undan lýð­ræði á vest­ur­löndum og passa að Norð­ur­-Kórea haldi áfram að kaupa olíu af Rúss­um. Góð póli­tík virð­ist ekki sam­svara góð­mennsku, því mið­ur. Þessu hefur verið haldið fram í tæp­lega 500 ár. Stjórn­völd í Norður Kóreu halda þegnum sínum í fjötrum hung­urs, það virk­ar. Að tala gegn því að veita fólki sem flýr borg­ara­styrj­öld hæli virkar líka. Þá er alltaf ein­hver til­bú­inn að taka það á sig.

En Ísland er ekki þannig. Bjarni, Sig­mund­ur, Logi, Þor­gerð­ur, Sig­urð­ur, Helgi og Katrín eru varla þannig. Ég þekki fullt af fólki sem þekkir þau og segir að þetta sé fín­asta fólk. Þau eru samt óneit­an­lega í sama geira og valda­fólk úti í heimi þó það sé á öðrum skala. Þau hafa völd og virð­ast sum hver gera hvað sem þau geta til að halda þeim um leið og þau fá nasa­þef­inn. Bjarni og fleiri hafa alla­vega leyft sér ýmis­legt í þeim hneyksl­is­málum sem komið hafa upp á síð­ustu árum. En myndu þau hin ekki gera það sama ef þau fyndu þef­inn? Eru þau skepnur af öðru tagi?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar