Vísindi og verðmæti: Bætum brýr milli atvinnulífs og háskóla

Auglýsing

Ísland er land tæki­færa í sjálf­bærri nýt­ingu hreinnar nátt­úru, t.d. í fram­leiðslu heil­næmra mat­væla, virkra líf­efna og jákvæðri upp­lifun af neyslu íslenskra mat­væla. Hjá Matís er unnið að fjöl­breyttum verk­efnum í mat­væla­iðn­aði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verð­mæta­aukn­ingu og hefur fyr­ir­tækið verið í far­ar­broddi auk­innar verð­mæta­sköp­unar úr sjáv­ar­fangi. Verð­mæti úr hverju veiddu tonni af fiski hafa auk­ist um 145% frá árinu 2003 fram til 2016. Sú aukn­ing gerð­ist ekki af sjálfu sér, heldur með því að tengja saman vís­indi, atvinnu­líf­ið, frum­kvöðla og mennta­sam­fé­lag­ið. Matís hef­ur, í sam­starfi við Háskóla Íslands og aðra háskóla, tengt vís­indi og dag­leg við­fangs­efni fyr­ir­tækja í 23 dokt­ors­verk­efnum og 64 meist­ara­verk­efnum sem liði í stærri rann­sókna­verk­efn­um. 

Sér­fræð­ingar Matís auð­velda hag­nýt­ingu nið­ur­staðna vís­inda­rann­sókna og brúa bil á milli fyr­ir­tækja og háskóla. Það er sama hvernig við lítum á mál­in, lyk­il­at­riði í verð­mæta­sköpun sam­tím­ans og til fram­tíðar er sam­spil vís­inda og praktískra áskor­ana fyr­ir­tækja. Sam­vinnan hefur skilað okkur miklum þjóð­hags­legum ávinn­ingi, hún hefur verið að styrkj­ast og hefur alla burði til að styrkj­ast enn meira.

Fjár­festum í fram­tíð­inni

Fæðu­ör­yggi og betri lýð­heilsa eru með stærstu áskor­unum nútím­ans. Mat­væla­rann­sóknir eru lyk­ill­inn að lausn­inni, en til að takast á við vand­ann þarf fjár­fest­ingu. Það skýtur því skökku við að í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2018 er áætlað að lækka fjár­mögnun mat­væla­rann­sókna (Mat­ís) um 51 milljón frá árinu 2017 til árs­ins 2019, úr 441 milljón í 390 millj­ón­ir.

Auglýsing

Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís.Rekstur Matís hefur gengið vel og skilað sam­fé­lag­inu ríku­legri ávöxt­un. Að frá­dregnum skatt­greiðslum er fjár­mögnun rík­is­ins á mat­væla­rann­sóknum ein­ungis um 80 millj­ónir á ári.  Hún er nauð­syn­leg til móts við fjár­mögnun sam­keppn­is­sjóða og oft á tíðum for­senda. Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til mat­væla­rann­sókna sækir starfs­fólk Matís 2,6 krónur í sér­tekj­ur, mest í erlenda sam­keppn­is­sjóði eins og Horizon 2020, sem skil­uðu Matís 481 milljón á árinu 2016 og íslensku nýsköp­un­ar­sam­fé­lagi enn meiru.

Aðstoð – sam­starf – árangur

Matís aðstoðar við­skipta­vini við að auka verð­mæti, bæta mat­væla­ör­yggi og lýð­heilsu.  Sam­starf er þar lyk­il­orð. Fjöl­mörg öflug fyr­ir­tæki tengd sjáv­ar­út­vegi hafa „komið við hjá Mat­ís”, tekið þátt í rann­sókna- og nýsköp­un­ar­verk­efnum og kafað í þekk­ing­ar­brunn starfs­manna Mat­ís. Þar má nefna Mar­el, Skag­ann 3X, Iceprot­ein, Ker­ecis, Cod­land, Grím kokk, Lýsi og Mar­gildi, sem í dag vinnur að þróun omega-3 olíu úr upp­sjáv­ar­fiski í hús­næði Matís og nýtir þannig nálægð við vís­inda­sam­fé­lagið Mat­ís. Sem dæmi um árang­urs­ríkt sam­starf má nefna að nið­ur­stöður dokt­ors­verk­efna vörðu útflutn­ing á íslenskum salt­fiski þegar til greina kom á árunum 2010-2012 að banna þá vinnslu­að­ferð sem íslenskir salt­fisk­fram­leið­endur nýttu.

Annað dæmi um slíkt sam­starf og sam­tal er frá árinu 2016 þegar íslensk við­skipta­sendi­nefnd heim­sótti Nígeríu undir for­ystu Lilju Alfreðs­dótt­ur, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra. Að hennar sögn komst sam­tal við níger­ísk stjórn­völd um tolla­mál á skrið vegna tæki­færa í tengslum við mennta- og rann­sókna­sam­starf um nýt­ingu auð­linda sjáv­ar, sem Matís og Sjáv­ar­út­vegs­skóli háskóla Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa lagt grunn að. Núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, fylgdi þessu eftir í haust við komu sendi­nefndar þaðan og horfir nú betur með tolla­mál þurrk­aðra afurða í Níger­íu.

HM eða hér­aðs­mót?

Íslend­ingar eru sú þjóð sem nær mestum verð­mætum úr hverju veiddu kílói af þorski. Ástæðan er mark­aðs­drifin virð­is­keðja og rann­sóknir og þróun innan hennar sem auka verð­mæta­sköp­un, en frá 2003 hafa inn­lendir og erlendir rann­sókna­sjóðir fjár­magnað mörg rann­sókna­verk­efni sem eru, auk fjár­fest­inga íslenskra fyr­ir­tækja í útkomu þeirra, grunnur þessa árang­urs.

Tækni­legar umbylt­ingar munu breyta mat­væla­fram­leiðslu um allan heim á næstu árum. Fjár­fest­ing í mat­væla­tengdri nýsköpun í Japan er þre­föld á við Evr­ópu. Suð­ur­-Kórea setur nýt­ingu hafs­ins sem for­gangs­at­riði í nýsköp­un­ar­stefnu og hyggur á stofnun alþjóð­legs háskóla í mál­efnum hafs­ins. Íslend­ingar þurfa að þora að fjár­festa af alvöru og setja mark­mið: Að verða heims­ins fremsta nýsköp­un­ar­land í nýt­ingu auð­linda hafs­ins og stór­auka  verð­mæta­sköpun í íslenskum land­bún­aði.

Sú staða verður aldrei uppi að vís­indi, þróun og nýsköpun kom­ist á ein­hverja enda­stöð. Það felst ein­fald­lega í orð­un­um. Ef íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu hefði talið það „duga“ að kom­ast á EM í Frakk­landi árið 2016, væri það ekki á leið til Rúss­lands árið 2018. Við verðum alltaf að halda áfram; gera betur í dag en í gær, svo hægt verði að gera enn betur á morg­un.

Sveinn er for­stjóri Matís og Sjöfn stjórn­ar­for­mað­ur.

Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar