Vísindi og verðmæti: Bætum brýr milli atvinnulífs og háskóla

Auglýsing

Ísland er land tæki­færa í sjálf­bærri nýt­ingu hreinnar nátt­úru, t.d. í fram­leiðslu heil­næmra mat­væla, virkra líf­efna og jákvæðri upp­lifun af neyslu íslenskra mat­væla. Hjá Matís er unnið að fjöl­breyttum verk­efnum í mat­væla­iðn­aði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verð­mæta­aukn­ingu og hefur fyr­ir­tækið verið í far­ar­broddi auk­innar verð­mæta­sköp­unar úr sjáv­ar­fangi. Verð­mæti úr hverju veiddu tonni af fiski hafa auk­ist um 145% frá árinu 2003 fram til 2016. Sú aukn­ing gerð­ist ekki af sjálfu sér, heldur með því að tengja saman vís­indi, atvinnu­líf­ið, frum­kvöðla og mennta­sam­fé­lag­ið. Matís hef­ur, í sam­starfi við Háskóla Íslands og aðra háskóla, tengt vís­indi og dag­leg við­fangs­efni fyr­ir­tækja í 23 dokt­ors­verk­efnum og 64 meist­ara­verk­efnum sem liði í stærri rann­sókna­verk­efn­um. 

Sér­fræð­ingar Matís auð­velda hag­nýt­ingu nið­ur­staðna vís­inda­rann­sókna og brúa bil á milli fyr­ir­tækja og háskóla. Það er sama hvernig við lítum á mál­in, lyk­il­at­riði í verð­mæta­sköpun sam­tím­ans og til fram­tíðar er sam­spil vís­inda og praktískra áskor­ana fyr­ir­tækja. Sam­vinnan hefur skilað okkur miklum þjóð­hags­legum ávinn­ingi, hún hefur verið að styrkj­ast og hefur alla burði til að styrkj­ast enn meira.

Fjár­festum í fram­tíð­inni

Fæðu­ör­yggi og betri lýð­heilsa eru með stærstu áskor­unum nútím­ans. Mat­væla­rann­sóknir eru lyk­ill­inn að lausn­inni, en til að takast á við vand­ann þarf fjár­fest­ingu. Það skýtur því skökku við að í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2018 er áætlað að lækka fjár­mögnun mat­væla­rann­sókna (Mat­ís) um 51 milljón frá árinu 2017 til árs­ins 2019, úr 441 milljón í 390 millj­ón­ir.

Auglýsing

Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís.Rekstur Matís hefur gengið vel og skilað sam­fé­lag­inu ríku­legri ávöxt­un. Að frá­dregnum skatt­greiðslum er fjár­mögnun rík­is­ins á mat­væla­rann­sóknum ein­ungis um 80 millj­ónir á ári.  Hún er nauð­syn­leg til móts við fjár­mögnun sam­keppn­is­sjóða og oft á tíðum for­senda. Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til mat­væla­rann­sókna sækir starfs­fólk Matís 2,6 krónur í sér­tekj­ur, mest í erlenda sam­keppn­is­sjóði eins og Horizon 2020, sem skil­uðu Matís 481 milljón á árinu 2016 og íslensku nýsköp­un­ar­sam­fé­lagi enn meiru.

Aðstoð – sam­starf – árangur

Matís aðstoðar við­skipta­vini við að auka verð­mæti, bæta mat­væla­ör­yggi og lýð­heilsu.  Sam­starf er þar lyk­il­orð. Fjöl­mörg öflug fyr­ir­tæki tengd sjáv­ar­út­vegi hafa „komið við hjá Mat­ís”, tekið þátt í rann­sókna- og nýsköp­un­ar­verk­efnum og kafað í þekk­ing­ar­brunn starfs­manna Mat­ís. Þar má nefna Mar­el, Skag­ann 3X, Iceprot­ein, Ker­ecis, Cod­land, Grím kokk, Lýsi og Mar­gildi, sem í dag vinnur að þróun omega-3 olíu úr upp­sjáv­ar­fiski í hús­næði Matís og nýtir þannig nálægð við vís­inda­sam­fé­lagið Mat­ís. Sem dæmi um árang­urs­ríkt sam­starf má nefna að nið­ur­stöður dokt­ors­verk­efna vörðu útflutn­ing á íslenskum salt­fiski þegar til greina kom á árunum 2010-2012 að banna þá vinnslu­að­ferð sem íslenskir salt­fisk­fram­leið­endur nýttu.

Annað dæmi um slíkt sam­starf og sam­tal er frá árinu 2016 þegar íslensk við­skipta­sendi­nefnd heim­sótti Nígeríu undir for­ystu Lilju Alfreðs­dótt­ur, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra. Að hennar sögn komst sam­tal við níger­ísk stjórn­völd um tolla­mál á skrið vegna tæki­færa í tengslum við mennta- og rann­sókna­sam­starf um nýt­ingu auð­linda sjáv­ar, sem Matís og Sjáv­ar­út­vegs­skóli háskóla Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa lagt grunn að. Núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, fylgdi þessu eftir í haust við komu sendi­nefndar þaðan og horfir nú betur með tolla­mál þurrk­aðra afurða í Níger­íu.

HM eða hér­aðs­mót?

Íslend­ingar eru sú þjóð sem nær mestum verð­mætum úr hverju veiddu kílói af þorski. Ástæðan er mark­aðs­drifin virð­is­keðja og rann­sóknir og þróun innan hennar sem auka verð­mæta­sköp­un, en frá 2003 hafa inn­lendir og erlendir rann­sókna­sjóðir fjár­magnað mörg rann­sókna­verk­efni sem eru, auk fjár­fest­inga íslenskra fyr­ir­tækja í útkomu þeirra, grunnur þessa árang­urs.

Tækni­legar umbylt­ingar munu breyta mat­væla­fram­leiðslu um allan heim á næstu árum. Fjár­fest­ing í mat­væla­tengdri nýsköpun í Japan er þre­föld á við Evr­ópu. Suð­ur­-Kórea setur nýt­ingu hafs­ins sem for­gangs­at­riði í nýsköp­un­ar­stefnu og hyggur á stofnun alþjóð­legs háskóla í mál­efnum hafs­ins. Íslend­ingar þurfa að þora að fjár­festa af alvöru og setja mark­mið: Að verða heims­ins fremsta nýsköp­un­ar­land í nýt­ingu auð­linda hafs­ins og stór­auka  verð­mæta­sköpun í íslenskum land­bún­aði.

Sú staða verður aldrei uppi að vís­indi, þróun og nýsköpun kom­ist á ein­hverja enda­stöð. Það felst ein­fald­lega í orð­un­um. Ef íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu hefði talið það „duga“ að kom­ast á EM í Frakk­landi árið 2016, væri það ekki á leið til Rúss­lands árið 2018. Við verðum alltaf að halda áfram; gera betur í dag en í gær, svo hægt verði að gera enn betur á morg­un.

Sveinn er for­stjóri Matís og Sjöfn stjórn­ar­for­mað­ur.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar