Vísindi og verðmæti: Bætum brýr milli atvinnulífs og háskóla

Auglýsing

Ísland er land tæki­færa í sjálf­bærri nýt­ingu hreinnar nátt­úru, t.d. í fram­leiðslu heil­næmra mat­væla, virkra líf­efna og jákvæðri upp­lifun af neyslu íslenskra mat­væla. Hjá Matís er unnið að fjöl­breyttum verk­efnum í mat­væla­iðn­aði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verð­mæta­aukn­ingu og hefur fyr­ir­tækið verið í far­ar­broddi auk­innar verð­mæta­sköp­unar úr sjáv­ar­fangi. Verð­mæti úr hverju veiddu tonni af fiski hafa auk­ist um 145% frá árinu 2003 fram til 2016. Sú aukn­ing gerð­ist ekki af sjálfu sér, heldur með því að tengja saman vís­indi, atvinnu­líf­ið, frum­kvöðla og mennta­sam­fé­lag­ið. Matís hef­ur, í sam­starfi við Háskóla Íslands og aðra háskóla, tengt vís­indi og dag­leg við­fangs­efni fyr­ir­tækja í 23 dokt­ors­verk­efnum og 64 meist­ara­verk­efnum sem liði í stærri rann­sókna­verk­efn­um. 

Sér­fræð­ingar Matís auð­velda hag­nýt­ingu nið­ur­staðna vís­inda­rann­sókna og brúa bil á milli fyr­ir­tækja og háskóla. Það er sama hvernig við lítum á mál­in, lyk­il­at­riði í verð­mæta­sköpun sam­tím­ans og til fram­tíðar er sam­spil vís­inda og praktískra áskor­ana fyr­ir­tækja. Sam­vinnan hefur skilað okkur miklum þjóð­hags­legum ávinn­ingi, hún hefur verið að styrkj­ast og hefur alla burði til að styrkj­ast enn meira.

Fjár­festum í fram­tíð­inni

Fæðu­ör­yggi og betri lýð­heilsa eru með stærstu áskor­unum nútím­ans. Mat­væla­rann­sóknir eru lyk­ill­inn að lausn­inni, en til að takast á við vand­ann þarf fjár­fest­ingu. Það skýtur því skökku við að í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2018 er áætlað að lækka fjár­mögnun mat­væla­rann­sókna (Mat­ís) um 51 milljón frá árinu 2017 til árs­ins 2019, úr 441 milljón í 390 millj­ón­ir.

Auglýsing

Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarformaður Matís.Rekstur Matís hefur gengið vel og skilað sam­fé­lag­inu ríku­legri ávöxt­un. Að frá­dregnum skatt­greiðslum er fjár­mögnun rík­is­ins á mat­væla­rann­sóknum ein­ungis um 80 millj­ónir á ári.  Hún er nauð­syn­leg til móts við fjár­mögnun sam­keppn­is­sjóða og oft á tíðum for­senda. Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til mat­væla­rann­sókna sækir starfs­fólk Matís 2,6 krónur í sér­tekj­ur, mest í erlenda sam­keppn­is­sjóði eins og Horizon 2020, sem skil­uðu Matís 481 milljón á árinu 2016 og íslensku nýsköp­un­ar­sam­fé­lagi enn meiru.

Aðstoð – sam­starf – árangur

Matís aðstoðar við­skipta­vini við að auka verð­mæti, bæta mat­væla­ör­yggi og lýð­heilsu.  Sam­starf er þar lyk­il­orð. Fjöl­mörg öflug fyr­ir­tæki tengd sjáv­ar­út­vegi hafa „komið við hjá Mat­ís”, tekið þátt í rann­sókna- og nýsköp­un­ar­verk­efnum og kafað í þekk­ing­ar­brunn starfs­manna Mat­ís. Þar má nefna Mar­el, Skag­ann 3X, Iceprot­ein, Ker­ecis, Cod­land, Grím kokk, Lýsi og Mar­gildi, sem í dag vinnur að þróun omega-3 olíu úr upp­sjáv­ar­fiski í hús­næði Matís og nýtir þannig nálægð við vís­inda­sam­fé­lagið Mat­ís. Sem dæmi um árang­urs­ríkt sam­starf má nefna að nið­ur­stöður dokt­ors­verk­efna vörðu útflutn­ing á íslenskum salt­fiski þegar til greina kom á árunum 2010-2012 að banna þá vinnslu­að­ferð sem íslenskir salt­fisk­fram­leið­endur nýttu.

Annað dæmi um slíkt sam­starf og sam­tal er frá árinu 2016 þegar íslensk við­skipta­sendi­nefnd heim­sótti Nígeríu undir for­ystu Lilju Alfreðs­dótt­ur, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra. Að hennar sögn komst sam­tal við níger­ísk stjórn­völd um tolla­mál á skrið vegna tæki­færa í tengslum við mennta- og rann­sókna­sam­starf um nýt­ingu auð­linda sjáv­ar, sem Matís og Sjáv­ar­út­vegs­skóli háskóla Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa lagt grunn að. Núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, fylgdi þessu eftir í haust við komu sendi­nefndar þaðan og horfir nú betur með tolla­mál þurrk­aðra afurða í Níger­íu.

HM eða hér­aðs­mót?

Íslend­ingar eru sú þjóð sem nær mestum verð­mætum úr hverju veiddu kílói af þorski. Ástæðan er mark­aðs­drifin virð­is­keðja og rann­sóknir og þróun innan hennar sem auka verð­mæta­sköp­un, en frá 2003 hafa inn­lendir og erlendir rann­sókna­sjóðir fjár­magnað mörg rann­sókna­verk­efni sem eru, auk fjár­fest­inga íslenskra fyr­ir­tækja í útkomu þeirra, grunnur þessa árang­urs.

Tækni­legar umbylt­ingar munu breyta mat­væla­fram­leiðslu um allan heim á næstu árum. Fjár­fest­ing í mat­væla­tengdri nýsköpun í Japan er þre­föld á við Evr­ópu. Suð­ur­-Kórea setur nýt­ingu hafs­ins sem for­gangs­at­riði í nýsköp­un­ar­stefnu og hyggur á stofnun alþjóð­legs háskóla í mál­efnum hafs­ins. Íslend­ingar þurfa að þora að fjár­festa af alvöru og setja mark­mið: Að verða heims­ins fremsta nýsköp­un­ar­land í nýt­ingu auð­linda hafs­ins og stór­auka  verð­mæta­sköpun í íslenskum land­bún­aði.

Sú staða verður aldrei uppi að vís­indi, þróun og nýsköpun kom­ist á ein­hverja enda­stöð. Það felst ein­fald­lega í orð­un­um. Ef íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu hefði talið það „duga“ að kom­ast á EM í Frakk­landi árið 2016, væri það ekki á leið til Rúss­lands árið 2018. Við verðum alltaf að halda áfram; gera betur í dag en í gær, svo hægt verði að gera enn betur á morg­un.

Sveinn er for­stjóri Matís og Sjöfn stjórn­ar­for­mað­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar