Innflytjendahagkvæmni

Svafar Helgason segir að þegar rýnt sé í gögn komi skýrt í ljós að innflytjendur styrkja hagkerfi þjóðarinnar.

Auglýsing

Íslend­ingar búa við for­rétt­indi. Í raun má kalla okkur einn mesta for­rétt­inda­hóp ver­ald­ar. Hér á landi er mikil hag­sæld, lít­ill launa­munur kynja, innan við þriggja pró­senta atvinnu­leysi og við erum svo rík í auð­lindum að það er lyg­inni lík­ast. Þegar talað er um for­rétt­indi bein­ist umræðan oftar en ekki að því hvernig jafna skal stöðu þeirra sem hafa og þeirra sem hafa ekki. Þessi umræða fer ekki vel vel ofan í alla.

Stundum er talað um þann hóp sem harð­ast gengur fram í bar­áttu sinni til að jafna öll for­rétt­indi sem „góða fólk­ið“ og „nai­vista“. Það kann að vera að þessi hópur muni þá tíma þegar allt var ekki í eins miklum blóma og finn­ist bara frekar nota­legt að hafa það gott; finn­ist lítil dyggð í því að vilja gefa í burtu for­rétt­indi sín og jafn­vel bara heimska, sem aðeins þau sem eru vön að fá allt gef­ins, geti leyft sér. Svo er það orð­ræðan sem fær fólk til þess að forð­ast að tjá sig um þessi mál svo að það sé útmálað sem skrímsli fyrir að setja sjálfan sig, fjöl­skyldu og þjóð í for­gang – sem er hvorki ný né sjald­gæfur mann­legur eig­in­leiki. Fólk þegir frekar og kýs frekar flokk sem setur sig ekki í stell­ingar til þess að dæma kjós­endur sína. Mig langar samt að skoða inn­flytj­enda­mál þar sem þessi umræða er skoðuð frá öðru sjón­ar­horni.

Oft er þeirri spurn­ingu varpað fram hvers vegna við ættum að hleypa fólki inn í landið þegar við náum ekki að tryggja nægi­lega vel hag sjúk­linga, öryrkja og aldr­aðra. Þessi kvísl­grein­ing er samt sem áður ekki á rökum reist. Það sem sam­fé­lag þarf til þess að halda úti þjón­ustu við nokkurn hóp eru skatt­greið­end­ur. Við vissu­lega sköpum skatt­greið­endur með því að fjölga okkur sjálfum en start­kostn­að­ur­inn við slíkan skatt­greið­anda er gígantískur því fyrstu átján til tutt­ugu árin er eng­inn skatta­hagn­aður af þeim ein­stak­lingi fyrir rík­ið. Full­orð­inn inn­flytj­andi nær því miklu fyrr að verða skatt­borg­ari.

Auglýsing

Eðli­leg spurn­ing í þessi til­liti gæti ver­ið: „Allt í lagi, en það er margt sem stendur í vegi þeirra og hætta er á að þeir ein­angr­ist og nái ekki að blómstra – eru inn­flytj­endur að fara að skila arð­semi í raun og veru?” Svarið við þess­ari eðli­legu spurn­ingu er frekar afger­andi: Já. Inn­flytj­endur færa okkur meiri fjöl­breyti­leika en nokkur annar hópur; það er hell­ingur af tæki­færum í hag­kerf­inu sem aðeins er hægt að spotta með augum þeirra sem koma úr öðrum menn­ing­ar­heimi, þekkja aðra siði og hugs­un­ar­hátt. 

Þá má ekki horfa fram hjá því að oft eru þeir inn­flytj­endur sem hafa vaðið eld og brenni­stein til að breyta aðstæðum sínum besta úrtakið af fólki; fólk sem er megn­ugt að reka fyr­ir­tæki, fólk sem hefur sýnt fram á að það hefur drif­kraft. Í Kvos­inni, sem er eitt dýrasta fasta fast­eigna­svæði lands­ins, er að finna mörg fyr­ir­tæki sem eru rekin af útlend­ing­um, því þetta fólk er afskap­lega sam­keppn­is­hæft.

Úttekt í For­bes frá því í fyrra leiðir í ljós að um fjöru­tíu pró­sent af fyr­ir­tækjum á For­bes 500 list­anum voru stofnuð af inn­flytj­endum eða börnum inn­flytj­enda. 

Það tekur tíma að sjá almenni­lega hagn­að­inn sem hlýst af fjölgun inn­flytj­enda og í raun ættu þjóðir að berj­ast um að fá til sín inn­flytj­endur í stað þess að loka á þá.

Bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn hér á landi er kom­inn á fulla ferð og verk­efnin fleiri en hægt er að anna. Af þeim sökum dregur nú úr þeim vexti sem ætti að vera til stað­ar. Nú er full­komið tæki­færi til upp­bygg­ingar og verð­mæta­sköp­unar sem við getum ekki nýtt til fulls því vinnu­aflið er hrein­lega ekki til stað­ar.

Banda­ríkin hafa hvað lengsta og mesta reynslu í að taka við inn­flytj­endum og er hag­kerfi þeirra gott dæmi hver áhrifa­máttur opinnar inn­flytj­enda­stefnu hefur á arð­semi þjóðar. 

Líkja má inn­flytj­endum við pen­ing sem liggur á göt­unni sem eng­inn vill taka upp vegna þess að fólk trúir því að ein­hver annar væri búinn að því ef pen­ing­ur­inn væri verð­mæt­ur. Það er samt hætta á að inn­flytj­endur skapi útlend­inga­andúð. Fólk forð­ast breyt­ingar og ef það sér sam­fé­lagið breyt­ast of hratt þá hefur það ringlandi áhrif. Þegar umhverfi manns breyt­ist frá því að all­ir þekkja hvorn annan í bænum yfir í sam­suðu ólíkra menn­ing­ar­heima þá er fórnin sú að fólk veit ekki lengur jafn­vel hvar það hefur hvort annað og traustið minnk­ar. 

Af þeim ástæðum þarf inn­streymi að vera með þeim hætti að sam­fé­lagið nái að aðlag­ast breyttum háttum og getið boðið inn­flytj­endur vel­komna, boðið þeim að verða hluti af því sam­fé­lagi sem er fyrir – ef það tekst ekki er hætta á glund­roða og mis­bresti.

Upp úr stend­ur, þegar rýnt er í gögn, að inn­flytj­endur styrkja hag­kerfi þjóð­ar­innar þótt aðrar ástæður kunni að vera fyrir því að við flýtum okkur hægt. 

Höf­undur er í 20. sæti á lista Pírata í Reykja­vík norður og er for­maður hverf­is­ráðs mið­borg­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar