Skapandi framtíð þarf öflugt menntakerfi

Nichole Leigh Mosty segir að við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.

Auglýsing

Þegar fjár­mála­á­ætlun var kynnt í vor, voru við­brögð mín við mennt­un­ar­kafl­anum sorg. Ég spurði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hvort ekki væri við hæfi að votta samúð vegna hans. Við önd­uðum bæði djúpt og vorum sam­mála um að fjár­magnið til skóla­kerf­is­ins var ekki nægj­an­lega mik­ið. 

Þegar við í Bjartri fram­tíð gerðum sam­komu­lag um rík­is­stjórn og sömdum um mennta­málin lögðum við ríka áherslu á menntun og menn­ingu. Ég var ánægð að sjá að í öllum flokkum sem að rík­is­stjórn­ar­sátt­mál­anum komu var lögð áhersla á inn­spýt­ingu í mennta­kerf­ið. Ég trúði því að allir flokkar myndu tryggja að það yrði sett í for­gang og fram­kvæmt. 

Fjár­mála­á­ætl­unin sem kom fram í vor end­ur­spegl­aði ekki þann vilja sem rík­is­stjórn­ar­sátt­mál­inn gaf fyr­ir­heit um. Þar voru vissu­lega aðrar aðgerðir sem við höfðum sam­mælst um að væru mik­il­vægar líka en ég taldi veru­lega vanta upp á fjár­mögnun þeirra samt. Sem nýr þing­maður átt­aði ég mig ekki á því þá að í stað þess að þegja við áfallið hefði ég átt að tjá mig un von­brigðin varð­andi fjár­mögnun mennta­mál­anna.   

Auglýsing

Þegar ég kom heim úr sum­ar­leyfi var ég ákveðin í að beita mér fyrir því að þrýsta á stefnu okkar í Bjartri fram­tíð og reyna að beita mér fyrir því að mennta­málin yrðu betur fjár­mögn­uð. Ég átti fund með ráð­herra um hug­myndir sem ég hafði um þau lof­orð okkar í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Okkar fundur var stuttur og svar hans á þann veg að ekki væru til pen­ingar til að gera það sem við höfðum sam­mælst um. 

Í dag hef ég ný tæki­færi sem full­trúi Bjartrar fram­tíðar í fram­boði. Við vitum fyrir hvað við stöndum þegar kemur að menntun og tökum upp þráð­inn að nýju við að tryggja það sem ekki birt­ist í fjár­mála­á­ætlun og fjár­lög­um. Okkar mennta­stefna snýst nefni­lega um skap­andi fram­tíð. 

Í stutti máli hér er nokkra punktur úr stefnu Bjartri fram­tíð um mennta­mál.

Við viljum að fjár­mögnun og tekju­skipt­ing ríkis og sveit­ar­fé­laga verði end­ur­skoð­uð, ekki síst varð­andi leik- og grunn­skóla. Ríkið leggi sveit­ar­fé­lög­unum til nýja eða aukna tekju­stofna til að standa undir lög­bundnum skyldum sínum og síauknum verk­efnum á öllum skóla­stig­um.

Björt fram­tíð vill styrkja rekstur fram­halds­skóla lands­ins og grípa til aðgerða strax enda hlut­fall útgjalda rík­is­ins til fram­halds­skóla­stigs­ins undri með­al­tali OECD ríkj­anna. Við viljum búa til kerfi sem lagar sig að nem­endum frekar en að nem­endur þurfi að að laga sig að kerf­inu.  Nauð­syn­legt er að ­fjölga ­nem­endum sem taka þann val­kost að skrá sig í verk­námi. Til þess þurfa stjórn­völd að ráð­ast í metn­að­ar­fulla stefnu­mótun á upp­bygg­ingu iðn­náms, end­ur­nýjun á tækja­kosti í iðn­mennta­skólum og kynn­ingu á nám­inu.

Fjár­fram­lög á hvern háskóla­nema á Íslandi eru líka lægri en að með­al­tali í OECD-­ríkj­unum og mun lægri en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Íslenskir háskólar hafa verið veru­lega van­fjár­magn­aðir og munu ekki stand­ast sam­keppni um starfs­fólk, nem­endur og getu til að afla styrkja með þessu áfram­haldi. Háskól­inn verða að njóta meira sjálf­stæðis til þess að aðlag­ast breyttum tímum og til­einka sér nýsköpun af ýmsu tagi, í kennslu­háttum og rann­sókn­um. Við viljum að fjár­veit­ingar til háskóla end­ur­spegli nem­enda­fjölda og aukið fé sé sátt í sam­keppn­is­sjóði á sviði rann­sókna og tækni­þró­un­ar. 

Björt fram­tíð leggur mikla áherslu á að hús­næð­is­mál Lista­há­skóla Íslands verði leyst til fram­búðar  eins fljót og unnt er, þar sem hann er án vafa hjartað í fram­þróun upp­bygg­ingar skap­andi greina. 

Björt fram­tíð telur mik­il­vægt að efla kenn­ara­menntun til að bregð­ast við fækkun kenn­ara og minnk­andi aðsókn í kenn­ara­nám fyrir leik­skóla og grunn- og fram­halds­skóla.

Við viljum einnig að gert verði átak í að hvetja karla til að stunda kenn­ara­nám og að mik­il­vægt er að stuðla að breyttu við­horfi í sam­fé­lag­inu gagn­vart kennslu­starfi.

End­ur­skoða þarf starf­semi LÍN. Flækju­stig í umsókn­ar- og afgreiðslu­ferli er farið að hafa hamlandi áhrif á þjón­ustu þess og end­ur­vekja þarf grunn­hugsun LÍN sem er að styðja við bak ein­stak­linga.  Við viljum blandað kerfi náms­styrkja og náms­lána. Ódýr lán ættu að standa öllum til boða og náms­styrkir ættu að nýt­ast sem hvatn­ing til góðs árang­urs og til að jafna félags­lega stöðu stúd­enta.

Skap­andi fram­tíð felst meðal ann­ars í því að efla lista­kennslu á öllum skóla­stig­um, standa vörð um höf­und­ar­rétt­inn, lækka skatta á menn­ing­ar­starf­semi, þar á meðal á bæk­ur, stór­auka fjár­veit­ingar til skap­andi greina á öllum sviðum um allt land og efla menn­ing­ar­sam­starf okkar við aðrar þjóð­ir. Einu gildir hvor mæli­stikan er not­uð, efna­hags­leg eða menn­ing­ar­leg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköp­un­ar­gleð­ina og -kraft­inn sem býr í þjóð­inni og búa þannig til fjöl­breytt­ara, skemmti­legra, mann­eskju­legra og auð­ugra sam­fé­lag.

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíðar og skipar odd­vita­sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar