Skapandi framtíð þarf öflugt menntakerfi

Nichole Leigh Mosty segir að við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.

Auglýsing

Þegar fjár­mála­á­ætlun var kynnt í vor, voru við­brögð mín við mennt­un­ar­kafl­anum sorg. Ég spurði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hvort ekki væri við hæfi að votta samúð vegna hans. Við önd­uðum bæði djúpt og vorum sam­mála um að fjár­magnið til skóla­kerf­is­ins var ekki nægj­an­lega mik­ið. 

Þegar við í Bjartri fram­tíð gerðum sam­komu­lag um rík­is­stjórn og sömdum um mennta­málin lögðum við ríka áherslu á menntun og menn­ingu. Ég var ánægð að sjá að í öllum flokkum sem að rík­is­stjórn­ar­sátt­mál­anum komu var lögð áhersla á inn­spýt­ingu í mennta­kerf­ið. Ég trúði því að allir flokkar myndu tryggja að það yrði sett í for­gang og fram­kvæmt. 

Fjár­mála­á­ætl­unin sem kom fram í vor end­ur­spegl­aði ekki þann vilja sem rík­is­stjórn­ar­sátt­mál­inn gaf fyr­ir­heit um. Þar voru vissu­lega aðrar aðgerðir sem við höfðum sam­mælst um að væru mik­il­vægar líka en ég taldi veru­lega vanta upp á fjár­mögnun þeirra samt. Sem nýr þing­maður átt­aði ég mig ekki á því þá að í stað þess að þegja við áfallið hefði ég átt að tjá mig un von­brigðin varð­andi fjár­mögnun mennta­mál­anna.   

Auglýsing

Þegar ég kom heim úr sum­ar­leyfi var ég ákveðin í að beita mér fyrir því að þrýsta á stefnu okkar í Bjartri fram­tíð og reyna að beita mér fyrir því að mennta­málin yrðu betur fjár­mögn­uð. Ég átti fund með ráð­herra um hug­myndir sem ég hafði um þau lof­orð okkar í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Okkar fundur var stuttur og svar hans á þann veg að ekki væru til pen­ingar til að gera það sem við höfðum sam­mælst um. 

Í dag hef ég ný tæki­færi sem full­trúi Bjartrar fram­tíðar í fram­boði. Við vitum fyrir hvað við stöndum þegar kemur að menntun og tökum upp þráð­inn að nýju við að tryggja það sem ekki birt­ist í fjár­mála­á­ætlun og fjár­lög­um. Okkar mennta­stefna snýst nefni­lega um skap­andi fram­tíð. 

Í stutti máli hér er nokkra punktur úr stefnu Bjartri fram­tíð um mennta­mál.

Við viljum að fjár­mögnun og tekju­skipt­ing ríkis og sveit­ar­fé­laga verði end­ur­skoð­uð, ekki síst varð­andi leik- og grunn­skóla. Ríkið leggi sveit­ar­fé­lög­unum til nýja eða aukna tekju­stofna til að standa undir lög­bundnum skyldum sínum og síauknum verk­efnum á öllum skóla­stig­um.

Björt fram­tíð vill styrkja rekstur fram­halds­skóla lands­ins og grípa til aðgerða strax enda hlut­fall útgjalda rík­is­ins til fram­halds­skóla­stigs­ins undri með­al­tali OECD ríkj­anna. Við viljum búa til kerfi sem lagar sig að nem­endum frekar en að nem­endur þurfi að að laga sig að kerf­inu.  Nauð­syn­legt er að ­fjölga ­nem­endum sem taka þann val­kost að skrá sig í verk­námi. Til þess þurfa stjórn­völd að ráð­ast í metn­að­ar­fulla stefnu­mótun á upp­bygg­ingu iðn­náms, end­ur­nýjun á tækja­kosti í iðn­mennta­skólum og kynn­ingu á nám­inu.

Fjár­fram­lög á hvern háskóla­nema á Íslandi eru líka lægri en að með­al­tali í OECD-­ríkj­unum og mun lægri en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Íslenskir háskólar hafa verið veru­lega van­fjár­magn­aðir og munu ekki stand­ast sam­keppni um starfs­fólk, nem­endur og getu til að afla styrkja með þessu áfram­haldi. Háskól­inn verða að njóta meira sjálf­stæðis til þess að aðlag­ast breyttum tímum og til­einka sér nýsköpun af ýmsu tagi, í kennslu­háttum og rann­sókn­um. Við viljum að fjár­veit­ingar til háskóla end­ur­spegli nem­enda­fjölda og aukið fé sé sátt í sam­keppn­is­sjóði á sviði rann­sókna og tækni­þró­un­ar. 

Björt fram­tíð leggur mikla áherslu á að hús­næð­is­mál Lista­há­skóla Íslands verði leyst til fram­búðar  eins fljót og unnt er, þar sem hann er án vafa hjartað í fram­þróun upp­bygg­ingar skap­andi greina. 

Björt fram­tíð telur mik­il­vægt að efla kenn­ara­menntun til að bregð­ast við fækkun kenn­ara og minnk­andi aðsókn í kenn­ara­nám fyrir leik­skóla og grunn- og fram­halds­skóla.

Við viljum einnig að gert verði átak í að hvetja karla til að stunda kenn­ara­nám og að mik­il­vægt er að stuðla að breyttu við­horfi í sam­fé­lag­inu gagn­vart kennslu­starfi.

End­ur­skoða þarf starf­semi LÍN. Flækju­stig í umsókn­ar- og afgreiðslu­ferli er farið að hafa hamlandi áhrif á þjón­ustu þess og end­ur­vekja þarf grunn­hugsun LÍN sem er að styðja við bak ein­stak­linga.  Við viljum blandað kerfi náms­styrkja og náms­lána. Ódýr lán ættu að standa öllum til boða og náms­styrkir ættu að nýt­ast sem hvatn­ing til góðs árang­urs og til að jafna félags­lega stöðu stúd­enta.

Skap­andi fram­tíð felst meðal ann­ars í því að efla lista­kennslu á öllum skóla­stig­um, standa vörð um höf­und­ar­rétt­inn, lækka skatta á menn­ing­ar­starf­semi, þar á meðal á bæk­ur, stór­auka fjár­veit­ingar til skap­andi greina á öllum sviðum um allt land og efla menn­ing­ar­sam­starf okkar við aðrar þjóð­ir. Einu gildir hvor mæli­stikan er not­uð, efna­hags­leg eða menn­ing­ar­leg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköp­un­ar­gleð­ina og -kraft­inn sem býr í þjóð­inni og búa þannig til fjöl­breytt­ara, skemmti­legra, mann­eskju­legra og auð­ugra sam­fé­lag.

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíðar og skipar odd­vita­sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar