Nýr veruleiki á vinnumarkaði

Auglýsing

Íslenska hag­kerfið lýtur lög­málum mark­að­ar­ins og við­skipti með vinnu­afl eru þar engin und­an­tekn­ing. Atvinnu­rek­endur eru þar í hlut­verki kaup­anda en launa­fólk í hlut­verki selj­enda og mark­aðs­öflin – fram­boð og eft­ir­spurn – ráða ferð­inni í stórum drátt­um. Vissu­lega er vinnu­mark­að­ur­inn þó miklu flókn­ari en þessi ein­fald­aða mynd gefur til kynna og hann tekur stöð­ugum breyt­ingum eins og rætt verður nánar í þess­ari grein.

Tímar hnatt­væð­ingar og hrað­fara tækni­breyt­inga

Hnatt­væð­ing og tækni­breyt­ingar eru nátengd fyr­ir­bæri og gætu ekki án hins ver­ið. Tækni­þróun í fjar­skiptum og sam­göngum er for­senda hnatt­væð­ingar sem meðal ann­ars birt­ist í breyttum fram­leiðslu­háttum og sem lýsir sér í því að neyslu­varn­ingur er gjarnan fram­leiddur í löndum þar sem launa­kostn­aður og annar til­kostn­aður er til muna lægri en þar sem varn­ing­ur­inn er seldur og not­aður og minni kröfur gerðar um vinnu- og umhverf­is­vernd. Hnatt­væð­ingin birt­ist á margan hátt og hefur marg­þætt áhrif, sum til hins betra en önnur mjög til hins verra.

Hnatt­væð­ingin er neyslu­hvetj­andi og ein­kenn­ist af miklum flutn­ingum á hrá­efni og vörum milli heims­hluta. Hvor­ugt er hollt umhverf­inu. Enn fremur getur hnatt­væð­ing orðið til þess að rýra kjör launa­fólks og stuðla að ýmiss konar mis­neyt­ingu, svo sem launa­stuldi og man­sali.

Auglýsing

Alþjóð­leg fjár­mála­staf­semi er einnig hluti hnatt­væð­ing­ar­innar og í skjóli hennar geta und­an­skot og svik­sam­legt athæfi þrif­ist eins og dæmin sanna. Mis­skipt­ing blasir við hvar­vetna í heim­in­um, fer vax­andi með fram­gangi kap­ít­al­ism­ans og mark­aðs­hyggj­unnar og ber hvor­ugu gott vitni.

Örar tækni­breyt­ingar valda hröðum breyt­ingum á vinnu­mark­aði. Sjálf­virkni eykst og störf sem áður þurfti mik­inn mann­afla til að sinna eru nú unnin af vél­um. Þessi þróun er að sjálf­sögðu jafn­gömul iðn­bylt­ing­unni og kemur ekki á óvart en mik­ill hraði er á breyt­ing­unum um þessar mundir og meiri en oft áður.

Vinnu­mark­aðs­breyt­ingar og ber­skjald­aðir hópar

Þensla hefur ríkt á vinnu­mark­aði hér­lendis á und­an­förnum árum. Atvinnu­leysis hefur ekki gætt að neinu ráði en fjöldi fram­leiðslu­starfa hefur horfið til ann­arra landa eða eru unnin af vélum í stað fólks og vél­arnar hafa einnig útrýmt mörgum þjón­ustu­störfum sem áður þóttu trygg, svo sem í banka­geir­an­um.

Tengsl ein­stak­ling­anna við vinnu­mark­að­inn hafa breyst í mörgum til­vikum og hið þrí­þætta skipu­lag sem ein­kennir nor­rænan vinnu­markað þar sem sam­tök atvinnu­rek­enda og launa­fólks og rík­is­valdið ráða kjara­málum til lykta í sam­ein­ingu stendur veik­ara nú en oft áður gagn­vart und­ir­boð­um.

Hluti launa­fólks á Vest­ur­löndum hefur reynst ber­skjald­aður gagn­vart þeim vinnu­mark­aðs­breyt­ingum sem átt hafa sér stað og þessa gætir einnig hér á landi. Fólk missir störf sem það hafði gengt og á í sumum til­vikum ekki kost á öðrum eða þá aðeins tíma­bundnum störf­um. Hin ber­skjöld­uðu eru langt frá því eins­leitur hóp­ur; þar er fólk á öllum aldri og með ólíkan bak­grunn, menntun og starfs­reynslu. Fólk sem býr við lítið starfs­ör­yggi og ótryggar tekj­ur, hefur gjarnan litla trú á sam­fé­lagi sínu og getur hneigst til fylgni við ein­faldar og jafn­vel öfga­kenndar hug­myndir í von um að bæta hag sinn sem sjaldn­ast gengur þó eft­ir. Eru kosn­inga­lof­orð núver­andi for­seta Banda­ríkj­anna um að end­ur­reisa vinnu­markað þar í þeirri mynd sem hann var um miðja síð­ustu öld þegar verk­smiðju­störf voru mörg og hag­vöxtur ör stundum tekin sem dæmi um skrum sem ætlað er að höfða til þessa hóps.

Hvað með vel­ferð og verka­lýðs­fé­lög?

Engar leiðir sem farnar hafa verið hingað til hafa reynst hald­betri eða árang­urs­rík­ari til að bæta kjör almenn­ings heldur en vel­ferð­ar­sam­fé­lagið og kjara­bar­átta öfl­ugra verka­lýðs­fé­laga. Styrk staða kjara­samn­inga sem gerðir eru af aðilum vinnu­mark­að­ar­ins er afger­andi fyrir kjör og stöðu launa­fólks. Hvorki vel­ferð­ar­hug­sjónin né verka­lýðs­fé­lögin eru úrelt né aðferðir þeirra hald­lausar til að takast á við áskor­anir sam­tím­ans. Þvert á móti er ástæða til að styrkja og efla þessa þætti í íslensku sam­fé­lagi gegn háska­legum fylgi­fiskum hnatt­væð­ingar og mark­aðs­skipu­lags á borð við mansal, mis­notkun á vinnu­afli og félags­leg und­ir­boð. Og það er auð­vitað ávallt verk­efni vel­ferð­ar- og verka­lýðs­sinna að stuðla að því að fólk hljóti þannig laun fyrir vinnu sína að þau dugi til sóma­sam­legrar fram­færslu og að almenn­ingur njóti allra kosta vel­ferð­ar­innar án til­lits til búsetu. Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð vinnur að því. Gerum bet­ur.

Höf­undur er alþing­is­mað­ur, og skipar 2. sætið á lista VG í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar