Björt framtíð er með þetta!

Oddvitar Bjartrar framtíðar skrifa um stefnu flokksins, hvað hann hafi gert frá því að hann náði inn á þing og það að flokkurinn gefi aldrei afslátt af gildum sínum.

Oddvitar Bjartrar framtíðar 21.10.2017
Auglýsing

Björt fram­tíð hefur átt full­trúa á Alþingi síðan vorið 2013. Í rúm­lega fjögur ár. 2013-2016 voru þing­menn flokks­ins sex. Síðan í jan­úar 2017 hafa þeir verið fjór­ir, þ.a. tveir ráð­herr­ar. 

Á þessum stutta tíma hafa þing­menn flokks­ins verið afar ötulir við vinn­una sína, svo ekki sé meira sagt. Þau taka ákaf­lega virkan þátt í þing- og nefnda­störf­um, mæta betur en flestir á fundi og skila góðu dags­verki. Oft­ast fer hins vegar ekki mikið fyrir þeim. Þau hlusta meira en þau tala. Þau standa ekki í ræðu­stól Alþingis og öskra sig hása í þeirri von að rata í kvöld­frétt­irn­ar. Þau taka hags­muni almenn­ings alltaf fram yfir eigin hags­muni eða hags­muni flokks­ins. Þau vita að þau eru þjónar umbjóð­enda sinna, kjós­enda, og nálg­ast verk­efni sín af hóg­værð, auð­mýkt og virð­ingu. Þing­menn Bjartrar fram­tíðar ákváðu að hætta sam­starfi sínu innan rík­is­stjórnar Íslands nýverið vegna trún­að­ar­brests, leynd­ar­hyggju og hylm­ing­ar. Vegna þess að sam­starfs­flokkur þar leit svo á að fara mætti með upp­lýs­ingar og völd eins og best þjón­aði flokknum eða for­ingja hans. Björt fram­tíð gefur aldrei afslátt af gildum sínum. Full­trúar flokks­ins stóðu því upp og gengu út og gáfu þar með eftir verk­efni sem við brennum fyrir og hefðum viljað ljúka. 59 aðrir þing­menn höfðu þá tæki­færi til að mynda nýja rík­is­stjórn. Það tókst ekki. Það segir meira um sam­starfs­flokk­inn en Bjarta fram­tíð. 

Hvað höfum við gert á þessum árum í þing­inu? 

Auglýsing

Við eigum met hvað varðar með­flutn­ing á frum­vörpum og þings­á­lykt­un­ar­til­lög­um. Hvað þýðir það? Við látum mál­efna­lega nálgun ráða því hvort við styðjum mál en ekki flokkapóli­tík. Okkur er alveg sama hvaðan góðar hug­myndir koma. Við töl­uðum að vísu ekki jafn­mikið og Píratar og Vinstri græn á síð­asta kjör­tíma­bili. En við hlust­uðum þeim mun bet­ur. 

Hvar slær hjarta okk­ar?

Í mann­rétt­inda­málum höfum við lagt fram 15 frum­vörp og þings­á­lykt­un­ar­til­lögur og lagt fram 19 fyr­ir­spurn­ir. Má þar nefna bann við staf­rænu kyn­ferð­is­of­beldi, bann við mis­mun­un, mál sem varðar jafnt búsetu­form barna sem búa á tveimur heim­il­um, not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð, skrán­ingu um umgengn­is­for­eldra, afnám laga um manna­nöfn og aukna fræðslu til að auka lýð­ræðis­vit­und barna og ung­menna. Við höfum rætt um end­ur­skoðun á reglu­gerðum sem eru úr sér gengnar og barist fyrir mann­eskju­legri kerf­um. Kerfum sem sum hver virð­ast helst þjóna sjálfum sér. Öðrum sem eru löngu úr sér geng­in. 

Við höfum lagt okkar af mörkum við að bæta vinnu­brögð Alþingis og stjórn­sýsl­unnar allrar og höfum lagt fram 7 frum­vörp og þings­á­lykt­un­ar­til­lögur sem lúta að betri vinnu­brögðum og meiri sátt og rætt þau mál svo klukku­stundum skipt­ir. Frá hruni er búið að skrifa um 200 skýrslur um hvað fór úrskeiðis og hvað er rétt að gera. Margar góð­ar. Stefnu­mörkun er fyrir hendi og mikil rýni­vinna búin. Enn hafa þing­menn, full­trúar þjóð­ar­innar þó ekki náð að stilla saman strengi. Við höfum hins vegar lagt til og haft frum­kvæði að málum sem lúta að gagn­sæi, að hags­muna­skrán­ingu þing­manna og siða­reglum fyrir alþing­is­menn, að bættri ásýnd þings­ins, að skúffufé ráð­herra, að við­brögðum stjórn­valda við skatta­skjólum um skýr­ingar for­sæt­is­ráð­herra á aflands­fé­lagi, um rann­sókn­ar­nefnd­ir, um vinnu­brögð í nefndum þings­ins, um fram­göngu ein­stakra þing­manna við emb­ætt­is­menn og þannig mætti lengi telja. Við höfum virki­lega verið með hug­ann við það að auka fag­mennsku, sam­starf og það að reyna að bæta þing­ið. Við höfum vandað okkur í öllu sam­starfi innan þings og utan. Þau vinnu­brögð hafa reyndar ekki vakið mikla athygli út á við. Vin­sældir þing­manna virð­ast stundum hanga saman við fjölda desi­bila sem rata úr barka þeirra. 

Björt fram­tíð er græn fram­tíð. Við höfum lagt okkar af mörkum til umræðu um nátt­úru­vernd og umhverf­is­mál á Alþingi. Rætt um plast­úr­gang, vist­væna vottun mat­væla, um vist­væn öku­tæki, umhverf­is­væna orku­gjafa í íslenskra skipa­flot­an­um, hval­veið­ar, Dreka­svæð­ið, aðgerðir gegn mat­ar­só­un, búvöru­samn­inga, hvernig draga megi úr notkun á skað­legum efnum í neyslu­vörum, um Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið, lofts­lags­mál, Mývatn, um súrnun sjávar á norð­ur­slóð­um, um sjálf­bærni og líf­tíma jarð­gufu­virkj­ana, hæf­is­skil­yrði leið­sögu­manna og styrk­ingu hjól­reiða á Íslandi svo eitt­hvað sé nefnt. Okkur er ekk­ert óvið­kom­andi þegar kemur að nátt­úru­vernd, lofts­lags­málum og að vinna gegn hvers konar sóun. 

Björt fram­tíð vill meiri stöð­ug­leika. Ein besta leiðin til þess er upp­taka ann­ars gjald­mið­ils. Við höfum lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um mótun stefnu í gjald­mið­ils­mál­um. Af hverju? Af því kostn­að­ur­inn við að halda í íslensku krón­una gagn­ast bara örfáum sem græða á því á kostnað venju­legs launa­fólks. Það er tómt mál að tala um nið­ur­fell­ingu verð­trygg­ing­ar. Hún er bara ein­kenni á und­ir­liggj­andi ástandi. Við þurfum að ráð­ast á rót vand­ans. Við teljum að nær­tæk­ast sé að horfa til Evr­unnar en viljum þverpóli­tíska sátt um stefnu­mótun í gjald­mið­ils­mál­um. Þá verða þessi mál loks­ins skoðuð af heilum hug og dregnar fram í dags­ljósið upp­lýs­ing­ar, grein­ingar og skýr­ingar sem gagn­ast hinum venju­lega launa­manni og kjós­anda til að mynda sér skoðun og taka afstöðu til máls­ins. Eins og við gerðum í stjórn­ar­skrár­mál­inu. Höldum þjóð­fund um gjald­mið­il­inn. 

Telja mætti upp alls konar önnur mál sem varða lýð­heilsu, menn­ingu, ein­földun kerfa, rétt­læti, umbætur á ýmsum svið­um, for­varn­ir, alþjóða­mál, fjöl­breytni á öllum sviðum og umfram allt aukið jafn­rétti, mann­rétt­indi, meiri sátt og minna vesen. 

Okkar fólk í heil­brigð­is­ráðu­neyti og umhverf­is­ráðu­neyti hefur heldur ekki setið auðum hönd­um.

Í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu hefur frá fyrsta degi verið unnið að heil­brigð­is­stefnu undir stjórn Ótt­ars Proppé. Stefna í heil­brigð­is­málum er mik­il­vægt plagg sem leggur línur um hvernig nýta skal um fjórð­ung af skatt­pen­ing­unum fyrir heil­brigði þjóð­ar­inn­ar, gott starfs­um­hverfi fyrir heil­brigð­is­starfs­menn og skil­virkt kerfi þar sem skýrt er hver veitir hvaða þjón­ustu. Þegar þessar línur eru skýrar skap­ast tæki­færi til að veita enn betri þjón­ustu og tryggja enn betri nýt­ingu fjár­muna. Sér­stök áhersla hefur verið lögð á þjón­ustu við aldr­aða, bæði með auk­inni þjón­ustu heim og nú með nýrri áætlun um fjölgun hjúkr­un­ar­rýma. Heilsu­gæslan hefur verið efld með þjón­ustu fleiri fag­hópa, bættu aðgengi að upp­lýs­ingum um heil­brigð­is­mál og geð­heil­brigð­is­þjón­usta á vett­vagni heilsu­gæslu verið styrkt veru­lega. Unnið hefur verið að auk­inni skil­virkni í kerf­inu, meiri sam­vinnu og búnir til sam­eig­in­legir ferlar til að nýta betur mannauð og fjár­muni. Lögð hefur verið áhersla á að vanda und­ir­bún­ing að end­ur­skoðun samn­inga Sjúkra­trygg­inga Íslands. Fjár­magn hefur verið tryggt til að efla mönnun á heil­brigð­is­stofn­un­um. Verk­lag og vinna við lyfjainn­kaup hefur verið bætt í sam­starfi við nágranna­löndin til að stuðla að góðu aðgengi að lyfjum og hag­kvæm­ari nýt­ingu fjár­muna. Unnið hefur verið ötul­lega að fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu til að auka aðgengi að þjón­ustu, ekki síst til þeirra sem búa á lands­byggð­inni og afskekkt­ari svæð­um. Síð­ast en ekki síst hafa stofn­anir verið styrkt­ar, sam­vinna þeirra aukin og fjár­hags­legur grund­völlur tryggður fyrir nýjan Land­spít­ala og nýtt sjúkra­hótel á Land­spít­ala­lóð­inni.

Í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu hefur Björt Ólafs­dóttir látið mjög til sín taka. Drög að aðgerð­ar­á­ætlun í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 voru í vinnslu, í sam­starfi við fimm ann­arra ráð­herra. Í nýbirtri sam­an­tekt, gefin út af henni er sett fram sviðs­mynd um hvernig við getum dregið úr losun um milljón tonn CO2 fyrir 2030, en það er einmitt við­miðið sem við þurfum að ná til að stand­ast skuld­bind­ingar okkar innan Par­ís­ar­samn­ings­ins. Björt hefur einnig lagt til breyt­ingu á bygg­ing­ar­reglu­gerð sem kveður á um að allar nýbygg­ingar hafi tengi fyrir raf­bíla.  Björt hefur líka unnið hratt að nátt­úru­vernd­ar­málum síð­ustu mán­uð­ina. Hún hefur unnið ötul­lega að auk­inni vernd mið­há­lend­is­ins og fjölgað frið­lýstum svæðum lands­ins. Hún frið­aði Jök­ulsár­lón og nágrenni (Fell), hún stækk­aði friðland Þjórs­ár­vera fjór­falt með frið­lýs­ingu fyrir skemmstu og stofnun Þjóð­garðs­stofn­unar er í und­ir­bún­ingi.  Björt hefur lagt sér­staka áherslu á að tími meng­andi stór­iðju sé lið­inn og ekki í boði að stjórn­völd veiti fleiri íviln­anir til slíkra verk­efna. United Sil­icon er nær­tæk­asta dæmið um af hverju svo er. Hún hefur líka lagt áherslu á að land­bún­að­ar­kerfið sé úrelt. Við eigum að hætta að styrkja fram­leiðslu og styðja þess í stað fjöl­breytta nýsköpun til sveita. Bændur geti þannig fram­leitt eins mikið og þeir kæri sig um en greiðslur frá rík­inu taki ekki mið af magn­inu, eins og nú er. Gamla fram­leiðslu­hvatn­ingin er einmitt það sem hefur búið til kjöt- og smjör­fjöll í áranna rás auk þess sem taka þarf til­lit til ástands lands og forð­ast ofbeit á við­kvæmum land­svæð­um. 

Með öðrum orð­um. 

Við höfum verið mjög dug­leg en höfum ekki haft hátt um það. Við erum óhrædd við að bretta upp ermar og láta verkin tala. Við hikum ekki við að taka óþægi­legar ákvarð­an­ir. Við látum almenn­ing og nátt­úr­una alltaf njóta vafans. Við viljum búa til betra sam­fé­lag, sann­gjarn­ara, mann­eskju­legri kerfi og umfram allt ástunda heið­ar­leg stjórn­mál þar sem allt er uppi á borðum og þar sem allar okkar gjörðir þola dags­ljós­ið. Við hikum ekki við að byggja brýr milli hægri og vinstri, fram­tíðin liggur á miðj­unni.

Nú bjóðum við fram úrval fólks í öllum kjör­dæmum sem á þann sam­eig­in­lega draum að til verði betra sam­fé­lag fyrir okkur öll. Af sex odd­vitum eru fjórar konur og í fram­varð­ar­sveit­inn­i eru tvær konur á móti hverjum karli. Við erum jafn­rétt­is- og breyt­ing­ar­afl og sýnum það í verki. 

Höf­undar eru odd­vitar Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar