Grafið undan fjölmiðlum – og lýðræði

Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að samradda kór sem ráðist að fjölmiðlum grafi undan trausti á þeim. Kórinn, sem innihaldi m.a. ráðamenn, ásaki þá um að ganga annarlegra erinda, um að vera í pólitík, sniðgangi, fordæmi og hóti til að hræða fjölmiðlafólk.

AuglýsingÉg var að klára við hljóð­bók. Það væri síður en svo í frá­sögur fær­andi, nema vegna þess að ýmis­legt í henni vakti mig til umhugs­un­ar, tal­aði til mín í íslenskum sam­tíma. Bókin hefur þó ekk­ert með Ísland að gera, hennar sögu­heimur er allt ann­ar. Um er að ræða bók eftir Al FrankenGiant of the Senate, en í henni fer hann yfir það hvað varð til þess að hann, sem hafði gert garð­inn frægan í Sat­ur­day Night Live, hætti uppi­standi, hand­rita­skrif­um, fram­komu í sjón­varpi og bíó­mynd­um, og sótt­ist eftir því að verða Öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur Minnesota. Hin skemmti­leg­asta bók, enda skemmti­legur mað­ur, en í lok hennar fór hann yfir stöð­una í umræð­unni þar vestra, í því síð­sann­leiks­sam­fé­lagi sem hefur mynd­ast þar síð­ustu árin.

Um það leyti sem ég lauk við bók­ina bár­ust mér fregnir af því að sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefði sett lög­bann á umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vík Media upp úr gögnum innan úr Glitni heitn­um, sem miðl­arnir voru með undir hönd­um. Sýslu­maður mætti inn á rit­stjórn og gáfu nokk­urra mín­útna frest til and­mæla áður en lög­banni var skellt á. Og á sirka hálf­tíma var tján­ing­ar­frelsi þess­ara tveggja fjöl­miðla tak­markað – afnumið þegar að þessu til­tekna efni kom.

Auglýsing

Ég vann lengi í fjöl­miðl­um, það er raunar það starf sem ég hef lengst starfað við á minni starfsævi. Á þeim tíma upp­lifði ég ýmis­legt, bæði per­sónu­lega og í kringum mig. Fjöl­miðla­sam­fé­lagið á Íslandi er lítið og fólk í stétt­inni fylgist vel með því sem er að ger­ast. Ég þurfti oft og tíðum að bera hönd fyrir höfuð mér vegna þess sem ég upp­lifði sem til­hæfu­lausar árás­ir.

Ég hef upp­lifað það að vera kall­aður Baug­spenni, Baugs­dind­ill. Fyrr­ver­andi ráð­herra kall­aði dálk sem ég skrif­aði reglu­lega í Húskar­la­horn­ið, þar sem þar birt­ust skrif húskarla Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar. Ég hef líka upp­lifað það að gagn­rýna umræddan Jón Ásgeir og lenda í rit­deilu við hann, vegna þeirrar gagn­rýni.

Ég hef upp­lifað það að þing­menn skrif­uðu um skrif mín og rang­túlk­uðu. Ég hef upp­lifað það að þing­menn hafa veifað Frétta­blað­inu í pontu Alþingis og gagn­rýnt for­síðu­frétt­ina, sem ég skrif­aði. Ég hef upp­lifað það að valda­mik­ill stjórn­mála­maður sagði mér á göngum þing­húss­ins að ég bland­aði mínum per­sónu­legu skoð­unum í frétta­skrif mín. Tók fyrir að hann væri að rugla frétta­skrifum saman við leið­ara mína og annað rit­stjórn­ar­efni og sagð­ist eiga stabba af fréttum eftir mig sem sönn­uðu mál hans. Vildi þó ekki setj­ast með mér yfir þann stabba, þó ég hafi boðið það.

Ekk­ert af því sem ég upp­lifði kemst þó í hálf­kvisti við það sem ég hef horft upp á fyrrum kollega mína í blaða­manna­stétt­inn­i ­upp­lifa und­an­farin ár. Þeir mega sitja undir opin­berum ásök­unum þing­manna og ráð­herra um að ganga ann­ar­legra erinda. Heilu fjöl­miðl­arn­ir, Kjarn­inn og Stundin til dæm­is, eru dæmdir óalandi og óferj­andi og ýjað að ann­ar­legum hvöt­um. Frétta­stofa Rúv er sögð ómark­tæk og í póli­tík, án þess að nokkrar sann­anir fylgi enda eru þær ekki til. Stjórn­mála­menn snið­ganga fjöl­miðla. For­dæma þá. Hóta þeim máls­sókn, sem er bein leið til að hafa áhrif á fjöl­miðla­fólk. Gera það hrætt.

Á sama tíma fer hópur fólks eins og eldur um sinu inter­nets­ins með sömu ásak­an­ir. Tekur undir ásak­anir leið­tog­anna. Segir frétta­stofu Rúv hóp komm­ún­ista í ein­elt­is­her­ferð. Stundin sé drasl. Kjarn­inn snep­ill. Þessi fjöl­mið­ill í þess­ari her­ferð­inni, hinn í hinni. Umfram allt eitt­hvað óeðli­legt á seyði, ekki fólk að vinna vinn­una sína sam­visku­sam­lega.

Þessi söngur hefur víð­tæk­ari áhrif en að vera árásir á ein­staka fjöl­miðla. Samradda kór­inn gerir það nefni­lega að verkum að þetta grefur undan fjöl­miðlum almennt, undan trausti á þeim. Og það er grafal­var­legt mál. 

Og sam­hliða því að mark­visst er grafið undan trausti á fjöl­miðl­um, fjölgar nafn­lausum grein­um, athuga­semd­um, mynd­bönd­um, gröf­um. Áróðri. Heilu síð­urnar setja fram áróður sinn undir nafn­leysi og fólk dreifir, sumt vit­andi hvaðan er sprott­ið, annað í hugs­un­ar­leysi. Það er orðið erfitt að sjá hvaðan hlut­irnir koma, hvar þeir eiga upp­runa sinn. Öllu er deilt á net­inu og fyrir allt of mörgum er þetta allt jafn gilt. Frétt sem blaða­mað­ur Mbl.is, Vís­is, Frétta­blaðs­ins, Rúv, Stund­ar­inn­ar, Stöðvar 2, Kjarn­ans, svo dæmi séu tek­in, hafa eytt tíma í að vinna, skoða heim­ildir og gögn, tala við fólk (oft bara til að fá bak­grunn) og vinna úr gögnum – að gera það sem góðir blaða­menn gera – slíkar fréttir verða í hugum fólks jafn­gildar og nafn­laus skrif kosn­inga­á­róð­urs­síðu með grafi sem sýnir að þessi eða hinn flokk­ur­inn jafn­ist á við afláts­sölu­menn eða land­níð­inga. Öllu ægir sam­an. Ekk­ert er öðru rétt­ara.

Ég man eftir því að hafa rætt við félaga mína á Frétta­blað­inu á sínum tíma að það væri að fær­ast í auk­ana að stjórn­mála­menn létu gögn ekki lengur hafa áhrif á sig. Maður gat verið að ræða við þing­mann um nýja skýrslu Seðla­bank­ans og við­kom­andi sagði hana ein­fald­lega ranga, að skýrsla Hag­stof­unnar um hitt eða þetta væri vit­laus. Ekki að þessar úttektir væru ekki nógu víð­feðm­ar, það hefði átt að skoða fleira með, að nið­ur­stöð­una mætti túlka á marga vegu. Nei, þetta væri bara rangt. Og ég man að ég velti því fyrir mér hvort afnám Þjóð­hags­stofn­unar á sínum tíma hefði gert það að verkum að það vant­aði mið­læga grein­ing­ar­að­il­ann sem við öll ­treyst­um. Fram­boðið á skýrslum og úttekt­um, ýmist frá fyr­ir­tækj­un­um, sam­tökum eða stofn­un­um, varð sífellt meira. En alltaf var bara hægt að segja að þetta væri rangt. Ekki man ég eftir slíku um skýrslur Þjóð­hags­stofn­un­ar, án þess að ég ætli að gera þær skýrslur að óskeik­ulu guðs orði.

Þetta hefur bara auk­ist. Það þykir ekk­ert til­töku­mál lengur að afneita gögn­um, stað­reyndum jafn­vel. Þing­menn og ráð­herrar geta logið til­tölu­lega óáreitt­ir. Standi árvak­urt fjöl­miðla­fólk þá að lyg­inni, segja þeir ýmist eitt­hvað snið­ugt, að þeim hafi nú verið sagt þetta, biðj­ast afsök­unar EN (setjið inn við­eig­andi ummæli stjórn­mála­manns sem ákveður að snúa vörn í sókn) eða neita því ein­fald­lega að það sem þeir segi sé rangt. Og tala þess á milli um nauð­syn þess að auka traust almenn­ings á Alþingi.

Bjarni Bene­dikts­son svarar ekki end­ur­teknum fyr­ir­spurnum Stund­ar­inn­ar, dögum eða vikum sam­an, en seg­ist síðan alltaf hafa verið til­bú­inn til að ræða sín mál við fjöl­miðla. Og tekst að halda and­lit­inu á með­an. Þegar ég var blaða­maður tókum við upp þá reglu að ef stjórn­mála­maður var ekki búinn að svara þegar aug­ljóst átti að vera að við­kom­andi vissi að væri verið að reyna að ná í hann, sögðum við við­kom­andi hafa neitað að svara. Ekki að náðst hafi í, heldur neitað að svara. Ég er ekki viss um að það mundi skipta miklu máli í dag, nú þykir bara allt í lagi að svara ekki fjöl­miðl­um, að velja fjöl­miðl­ana sjálf­ur.

Þá komum við aftur að lög­bann­inu. Ég þekki ekki lög­fræð­ina á bak við ákvörðun sýslu­manns um lög­bann, hef bara hlustað á virta lög­fræð­inga draga hana og fram­kvæmd­ina í efa. Ég held hins vegar að sú stað­reynd að lög­bannið hafi komið fram þegar það kom fram segi mikið um það sam­fé­lag sem fjöl­miðlar lands­ins mega búa við. Það þykir bara eðli­legt að fara fram á að gengið verði á rétt þeirra til tján­ing­ar­frels­is, með jafn grófum hætti og um ræð­ir.

Því við skulum ekki fara í neinar graf­götur með það; umrætt lög­bann er gróf aðför að lýð­ræð­is­legri umræðu í land­inu.

Það sem ég hef farið yfir hér á hunda­vaði segir mér hins vegar að beiðnin um lög­banni spretti af sama meiði og hefur því miður orðið æ gild­ari og fyr­ir­ferða­meiri. Nefni­lega því að sann­leik­ur­inn sé afstæð­ur. Að leitin að sann­leik­anum hljóti að vera af ann­ar­legum hvöt­um. Að stað­reyndir séu val­kvæð­ar.

Stjórn­mála­menn láta ekki ná í sig, rengja stað­reynd­ir, neita raun­veru­leik­an­um, segja fréttir falsk­ar. Nafn­lausir aðilar bera fram rang­færslur í árásum á þá sem þeir skil­greina sem póli­tíska and­stæð­inga sína. ­Fjöl­miðla­fólk situr undir ámæli um að ljúga (því það er það sem ásökun um falskar fréttir er í raun; ásökun um lygar) og starfa af ann­ar­legum hvöt­um. Fjöl­miðlar fá á sig lög­bann fyrir að sinna lýð­ræð­is­legu hlut­verki sínu sem aðhald á stjórn­mál­in. Minnir þetta á eitt­hvað? Kleppur er víða, sagði skáld­ið, og banda­rískt post-truth um­hverfi er víða.

Al Franken lauk bók sinni á bjart­sýnum nót­um. Þrátt fyrir allt ætl­aði hann að trúa því að með sann­leik­ann að vopni væri hægt að ná til fólks, blekk­ingin og ruglið gætu ekki haldið til lengd­ar. Mig langar að vera eins bjart­sýnn og hann, því trúin á hið góða i mann­inum er einn af horn­steinum minnar sjálfs­mynd­ar. En stundum er það erfitt, stundum efast maður um að bjart­sýnin sé verð­skuld­uð. Þá er bara að hrista það af sér og berj­ast áfram fyrir opnu og lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi, sama hve vald­höfum kann að finn­ast það óþægi­legt.

Fjöl­miðla­fólki sem berst áfram í þessu umhverfi, fær yfir sig skít og skömm, lifir oftar en ekki á lús­ar­laun­um, því færi ég mínar þakkir og óskir um að það gef­ist ekki upp í bar­átt­unni.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar