Að hugsa um stjórnvöld eins og fyrirtæki

Heiðar Högni Guðnason vill að Hagræðingarverðlaun íslenskrar stjórnsýslu verði tekin upp. Þau eiga að virka þannig að hver stofnun sem sýnt hafi dug í verki og náð að lækka kostnað með nýrri aðferð, tækni eða þess háttar, fái slík verðlaun.

Auglýsing

Um dag­inn var félagi minn að pæla í því hvers vegna frjáls­hyggju­fólk væri ekki dug­legra að refsa stjórn­mála­flokkum á sama hátt og það gerir á opnum mark­aði. Skiptir ekki öllu. Alla vega, það er þessi pæl­ing: „Póli­tík eins og fyr­ir­tæki.“ Að hugsa um stjórn­völd, ríkið og stofn­anir á sama hátt og fyr­ir­tæki. Þetta virkar stund­um. En stundum gengur pæl­ingin ekki upp. 

Afsakið fyrir fram en þetta verður smá lang­loka. Verður frekar þurrt í byrjun en verður gott í lok­in. Svona eins og frönsk pylsa.

Alla vega, Fyr­ir­tæki geta verið flókin en þau geta líka verið ein­föld. Að hugsa um þau. Ekki að reka þau. Það er hægt að hugsa um þau á ein­faldan hátt. Mark­mið fyr­ir­tækja er að skapa verð­mæti. Búa til pen­ing. Fyr­ir­tæki í rekstri geta það annað hvort með því að auka tekjur eða minnka kostn­að. Þegar fyr­ir­tæki minnkar kostnað telst það hafa aukið fram­leiðni sína. Gott og vel.

Auglýsing

Flestir sem rekið hafa fyr­ir­tæki – og margir aðrir líka – vita hversu mik­il­vægt það er að hafa rétta fólkið innan þess. Eitt af því sem rétta fólkið getur gert innan fyr­ir­tæk­is­ins er að finna sniðugar leiðir til að minnka kostn­að. Með öðrum orð­um: að auka fram­leiðni fyr­ir­tæk­is­ins. Fólk innan fyr­ir­tækja hefur í gegnum tíð­ina fundið ótal­margar aðferðir til að minnka kostn­að. Allt frá því að búa til flóknar hug­bún­að­ar­lausnir yfir í að skipta um sal­ern­is­papp­ír. Sem sagt fólk hefur verið að finna sniðugar leiðir til að minnka kostnað innan fyr­ir­tækja og mun halda áfram að gera það tölu­vert inn í fram­tíð­ina.

Þegar fólk innan fyr­ir­tækja tekst að finna sniðuga leið innan fyr­ir­tækja til að lækka kostn­að, þá hagn­ast fyr­ir­tækið á því og á beinan og óbeinan hátt vænkast hagur starfs­manns­ins sam­hliða því. Þetta er að sjálf­sögðu ekk­ert algilt lög­mál og það er örugg­lega hægt að telja til ein­hverjar und­an­tekn­ing­ar; en þetta er að mestu leyti satt. Og það dug­ar. Sem sagt: Þegar starfs­mann­inum tekst að minnka kostnað innan fyr­ir­tæk­is­ins þá græðir hann sjálfur á því.

Inn kemur rík­is­starfs­mað­ur­inn. Úúúúúúú… Nú ætlum við að hugsa um ríkið eins og fyr­ir­tæki. Við getum hugsað íslenska ríkið sem móð­ur­fé­lagið og ein­stakar stofn­anir eins og dótt­ur­fé­lög. Þegar ég segi ein­stakar stofn­anir þá á ég við hluti eins vega­gerð­ina, spít­al­ann, háskól­ann, umhverf­is­stofn­un, fjár­mála­ráðu­neyt­ið o.s.frvO.s.frv.

Hér vand­ast mál­ið. Hver stofnun er nefni­lega ekki rekin á sama hátt og fyr­ir­tæki. Þau fá pen­ing­ana sína ekki frá við­skipta­vinum heldur fá þau með fjár­lög­um. Eins og áðan, þá er þetta ekki algilt lög­mál. Sumar stofn­anir fara ein­hvers­konar bland­aða leið. Þar sem þau fá bæði fé frá rík­inu (okkur skatt­greið­end­um) og „kúnn­un­um“. Við skulum ekk­ert vera að flækja þetta neitt mikið en gera okkur grein fyrir því að mestu leyti fá stofn­anir pen­ing­ana sína úr fjár­lög­um. Að mestu leyti. Og að mestu leyti dug­ar.

Það er nefni­lega þannig með fjár­lög að stofn­anir þurfa að keppa um athygli. Öll hag­ræð­ing gengur til móð­ur­fé­lags­ins (rík­is­ins) og það er ekk­ert víst að stofn­unun njóti góðs af hag­ræð­ing­unni. Það er nefni­lega þannig að ef eitt­hvert rík­is­fyr­ir­tækið lækkar kostn­að, þá þýðir það ekk­ert endi­lega að það njóti góðs af því líkt og hefð­bundin fyr­ir­tæki heldur getur það bein­línis þýtt það að það fái minna úr fjár­lögum á næsta ári. Ef það heldur áfram að minnka kostnað þá minnka umsvif þess og vald. 

Það vill eng­inn (fá­ir?) missa völd. Við mann­fólkið erum valda­sjúk. Það er rík­is­starf­mann­inum ekki í hag að minnka kostn­að. Þess þá held­ur. Það mætti alveg færa rök fyrir því að það væri honum frekar í hag að auka kostnað í sumum kring­um­stæð­um. Þetta er ástæðan fyrir því að stofn­anir minnka sjald­an. Þetta er ein ástæðan fyrir því að sumar stofn­anir þurfa sífellt meira og meira fjár­magn. Man ein­hver eftir því að for­stöðu­maður ein­hverjar stofn­anar hafi sagt eitt­hvað á þessa leið? „Nei, veistu við erum algjör­lega ósam­mála fjár­lög­unum í ár. Við teljum að okkar stofnun hafi fengið allt of miklu úthlut­að.“ Já, nei?

Allt í lagi.

Hér er vanda­mál­ið: „Það er rík­is­starfs­mönnum oft ekki í hag að draga úr kostn­að­i“.

Hér er ein lausn: „Rík­is­starfs­menn ættu að vera verð­laun­aðir fjár­hags­lega eftir að hafa komið með skap­andi lausnir til að draga úr kostn­að­i.“

Þetta virkar kannski í einka­geir­anum en er tölu­vert flókn­ara í fram­kvæmd. Aða­l­ega út af því að það getur verið erfitt að mæla en líka út af fullt af öðrum ástæðum sem ég læt liggja milli hluta því að ég er með betri lausn á vanda­mál­inu.

Trommu­slátt takk fyr­ir…

Ég kynni til leiks: Hag­ræð­ing­ar­verð­laun íslenskrar stjórn­sýslu!

Þau virka þannig að hvert fyr­ir­tæki, afsakið stofn­un, til­nefnir þá starfs­menn sem sýnt hafa dug í verki og náð að lækka kostnað með nýrri aðferð, tækni eða þess hátt­ar. Við getum litið á þetta sem Nóbels­verð­laun íslenskra rík­is­starfs­manna.

Þau sem til­nefnd eru er síðan boðið til Bessa­staða, þar sem For­seti Íslands heldur tölu og þakkar þeim fyrir fram­takið og býður þeim til als­herjar veislu. For­seta­frú skenkir svo vínið ofan í lið­ið. Ekk­ert merlot sull. Góða stöffið. Bubbi Morthens tekur síðan lag­ið. Ekk­ert af nýja efn­inu. Bara gamla slag­ara. Til­nefn­ing­arnir (er það orð?) fá svo að taka selfí með öllum í lands­lið­inu og fá ársmiða á völl­inn og þurfa aldrei að standa í röð. Ásdís Rán flýgur síðan með liðið í Bisk­ups­tungur þar sem Kári Stef­áns­son tekur á móti þeim, knúsar og gefur ham­borg­ara. For­sæt­is­ráð­herra veitir þeim síðan nýja orðu. Arn­ar­orð­una, sem er bæði stærri og fín­ari en fálka­orð­an. Loks tekur öll rík­is­stjórnin og aðstoð­ar­menn hennar vík­inga­klappið og fólk er toll­erað ef það svo kýs.

Mögu­leik­inn á því að fá klapp á bakið er alltaf betri en að fá spark í sköfl­ung­inn.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur, frum­kvöð­ull og fað­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar