Að hugsa um stjórnvöld eins og fyrirtæki

Heiðar Högni Guðnason vill að Hagræðingarverðlaun íslenskrar stjórnsýslu verði tekin upp. Þau eiga að virka þannig að hver stofnun sem sýnt hafi dug í verki og náð að lækka kostnað með nýrri aðferð, tækni eða þess háttar, fái slík verðlaun.

Auglýsing

Um dag­inn var félagi minn að pæla í því hvers vegna frjáls­hyggju­fólk væri ekki dug­legra að refsa stjórn­mála­flokkum á sama hátt og það gerir á opnum mark­aði. Skiptir ekki öllu. Alla vega, það er þessi pæl­ing: „Póli­tík eins og fyr­ir­tæki.“ Að hugsa um stjórn­völd, ríkið og stofn­anir á sama hátt og fyr­ir­tæki. Þetta virkar stund­um. En stundum gengur pæl­ingin ekki upp. 

Afsakið fyrir fram en þetta verður smá lang­loka. Verður frekar þurrt í byrjun en verður gott í lok­in. Svona eins og frönsk pylsa.

Alla vega, Fyr­ir­tæki geta verið flókin en þau geta líka verið ein­föld. Að hugsa um þau. Ekki að reka þau. Það er hægt að hugsa um þau á ein­faldan hátt. Mark­mið fyr­ir­tækja er að skapa verð­mæti. Búa til pen­ing. Fyr­ir­tæki í rekstri geta það annað hvort með því að auka tekjur eða minnka kostn­að. Þegar fyr­ir­tæki minnkar kostnað telst það hafa aukið fram­leiðni sína. Gott og vel.

Auglýsing

Flestir sem rekið hafa fyr­ir­tæki – og margir aðrir líka – vita hversu mik­il­vægt það er að hafa rétta fólkið innan þess. Eitt af því sem rétta fólkið getur gert innan fyr­ir­tæk­is­ins er að finna sniðugar leiðir til að minnka kostn­að. Með öðrum orð­um: að auka fram­leiðni fyr­ir­tæk­is­ins. Fólk innan fyr­ir­tækja hefur í gegnum tíð­ina fundið ótal­margar aðferðir til að minnka kostn­að. Allt frá því að búa til flóknar hug­bún­að­ar­lausnir yfir í að skipta um sal­ern­is­papp­ír. Sem sagt fólk hefur verið að finna sniðugar leiðir til að minnka kostnað innan fyr­ir­tækja og mun halda áfram að gera það tölu­vert inn í fram­tíð­ina.

Þegar fólk innan fyr­ir­tækja tekst að finna sniðuga leið innan fyr­ir­tækja til að lækka kostn­að, þá hagn­ast fyr­ir­tækið á því og á beinan og óbeinan hátt vænkast hagur starfs­manns­ins sam­hliða því. Þetta er að sjálf­sögðu ekk­ert algilt lög­mál og það er örugg­lega hægt að telja til ein­hverjar und­an­tekn­ing­ar; en þetta er að mestu leyti satt. Og það dug­ar. Sem sagt: Þegar starfs­mann­inum tekst að minnka kostnað innan fyr­ir­tæk­is­ins þá græðir hann sjálfur á því.

Inn kemur rík­is­starfs­mað­ur­inn. Úúúúúúú… Nú ætlum við að hugsa um ríkið eins og fyr­ir­tæki. Við getum hugsað íslenska ríkið sem móð­ur­fé­lagið og ein­stakar stofn­anir eins og dótt­ur­fé­lög. Þegar ég segi ein­stakar stofn­anir þá á ég við hluti eins vega­gerð­ina, spít­al­ann, háskól­ann, umhverf­is­stofn­un, fjár­mála­ráðu­neyt­ið o.s.frvO.s.frv.

Hér vand­ast mál­ið. Hver stofnun er nefni­lega ekki rekin á sama hátt og fyr­ir­tæki. Þau fá pen­ing­ana sína ekki frá við­skipta­vinum heldur fá þau með fjár­lög­um. Eins og áðan, þá er þetta ekki algilt lög­mál. Sumar stofn­anir fara ein­hvers­konar bland­aða leið. Þar sem þau fá bæði fé frá rík­inu (okkur skatt­greið­end­um) og „kúnn­un­um“. Við skulum ekk­ert vera að flækja þetta neitt mikið en gera okkur grein fyrir því að mestu leyti fá stofn­anir pen­ing­ana sína úr fjár­lög­um. Að mestu leyti. Og að mestu leyti dug­ar.

Það er nefni­lega þannig með fjár­lög að stofn­anir þurfa að keppa um athygli. Öll hag­ræð­ing gengur til móð­ur­fé­lags­ins (rík­is­ins) og það er ekk­ert víst að stofn­unun njóti góðs af hag­ræð­ing­unni. Það er nefni­lega þannig að ef eitt­hvert rík­is­fyr­ir­tækið lækkar kostn­að, þá þýðir það ekk­ert endi­lega að það njóti góðs af því líkt og hefð­bundin fyr­ir­tæki heldur getur það bein­línis þýtt það að það fái minna úr fjár­lögum á næsta ári. Ef það heldur áfram að minnka kostnað þá minnka umsvif þess og vald. 

Það vill eng­inn (fá­ir?) missa völd. Við mann­fólkið erum valda­sjúk. Það er rík­is­starf­mann­inum ekki í hag að minnka kostn­að. Þess þá held­ur. Það mætti alveg færa rök fyrir því að það væri honum frekar í hag að auka kostnað í sumum kring­um­stæð­um. Þetta er ástæðan fyrir því að stofn­anir minnka sjald­an. Þetta er ein ástæðan fyrir því að sumar stofn­anir þurfa sífellt meira og meira fjár­magn. Man ein­hver eftir því að for­stöðu­maður ein­hverjar stofn­anar hafi sagt eitt­hvað á þessa leið? „Nei, veistu við erum algjör­lega ósam­mála fjár­lög­unum í ár. Við teljum að okkar stofnun hafi fengið allt of miklu úthlut­að.“ Já, nei?

Allt í lagi.

Hér er vanda­mál­ið: „Það er rík­is­starfs­mönnum oft ekki í hag að draga úr kostn­að­i“.

Hér er ein lausn: „Rík­is­starfs­menn ættu að vera verð­laun­aðir fjár­hags­lega eftir að hafa komið með skap­andi lausnir til að draga úr kostn­að­i.“

Þetta virkar kannski í einka­geir­anum en er tölu­vert flókn­ara í fram­kvæmd. Aða­l­ega út af því að það getur verið erfitt að mæla en líka út af fullt af öðrum ástæðum sem ég læt liggja milli hluta því að ég er með betri lausn á vanda­mál­inu.

Trommu­slátt takk fyr­ir…

Ég kynni til leiks: Hag­ræð­ing­ar­verð­laun íslenskrar stjórn­sýslu!

Þau virka þannig að hvert fyr­ir­tæki, afsakið stofn­un, til­nefnir þá starfs­menn sem sýnt hafa dug í verki og náð að lækka kostnað með nýrri aðferð, tækni eða þess hátt­ar. Við getum litið á þetta sem Nóbels­verð­laun íslenskra rík­is­starfs­manna.

Þau sem til­nefnd eru er síðan boðið til Bessa­staða, þar sem For­seti Íslands heldur tölu og þakkar þeim fyrir fram­takið og býður þeim til als­herjar veislu. For­seta­frú skenkir svo vínið ofan í lið­ið. Ekk­ert merlot sull. Góða stöffið. Bubbi Morthens tekur síðan lag­ið. Ekk­ert af nýja efn­inu. Bara gamla slag­ara. Til­nefn­ing­arnir (er það orð?) fá svo að taka selfí með öllum í lands­lið­inu og fá ársmiða á völl­inn og þurfa aldrei að standa í röð. Ásdís Rán flýgur síðan með liðið í Bisk­ups­tungur þar sem Kári Stef­áns­son tekur á móti þeim, knúsar og gefur ham­borg­ara. For­sæt­is­ráð­herra veitir þeim síðan nýja orðu. Arn­ar­orð­una, sem er bæði stærri og fín­ari en fálka­orð­an. Loks tekur öll rík­is­stjórnin og aðstoð­ar­menn hennar vík­inga­klappið og fólk er toll­erað ef það svo kýs.

Mögu­leik­inn á því að fá klapp á bakið er alltaf betri en að fá spark í sköfl­ung­inn.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur, frum­kvöð­ull og fað­ir.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar