Allir tapa á krónu á móti krónu skerðingu

Fjölnir Sæmundsson segir að sú augljósa staðreynd blasir við okkur öllum, sem viljum sjá og heyra, að með því að gefa sem allra flestum tækifæri á vinnumarkaði mun það skila sér margfalt til baka.

Auglýsing

Við sem búum á Íslandi erum mörg hver með ein­hvers­konar fötlun í fartesk­inu, ýmist mikla eða smáa eða þekkjum ein­hvern sem búa við þá skerð­ingu sem fötlun felur í sér. Sum erum við þung­lynd eða með aðra geð­sjúk­dóma, með gigt, syk­ur­sjúk, les­blind, löm­uð, ofvirk, á ein­hverfu­róf­in­u, spastísk, heyrn­ar­skert eða sjón­skert. Ef allt það fólk sem býr við ein­hvers konar skerð­ingar vegna fötl­unar sinnar væri tekið af vinnu­mark­aði yrðu þar ansi fáir eft­ir.

Sem betur fer eru flest okk­ar, þrátt fyrir þessar fatl­anir eða frá­vik, fær um að starfa á vinnu­mark­aði og vinnu­mark­að­ur­inn gerir ráð fyrir þátt­töku okk­ar. Engu að síður er hluti okkar með skerta starfs­getu og getur aðeins tekið tak­mark­aðan þátt í atvinnu­líf­inu.

Fyrir þann hóp getur lífið á vinnu­mark­aði verið erfitt og ósann­gjarnt. Skerð­ingar í örorku­bóta­kerf­inu halda mörgum vinnu­færum mann­eskjum utan vinnu­mark­að­ar.

Auglýsing

Skerð­ingar í kerf­inu eins og hin svo­kall­aða og marg­um­rædda krónu á móti krónu skerð­ing og afnám heim­il­is­upp­bótar við ákveðnar tekj­ur, leiðir til þess að fólk sem er vel vinnu­fært að hluta og vill gjarnan vinna, sér hag sínum og fjöl­skylda sinna betur borgið með því að fara ekki út á vinnu­mark­að­inn. Ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks með skerta starfs­orku geta hrein­lega lækkað ef það þiggur vinnu í sam­ræmi við starfs­getu sína. Það er út í hött að ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­il­is­ins lækki við það að fólk sæki sér vinnu sem það vill sækja og ræður við og með þess­ari krónu á móti krónu skerð­ingu stuðlar kerfið að því að ein­stak­lingar og fjöl­skyldur ein­angr­ist og lendi í fátækt­ar­gildru.

Auð­vitað á ekki að þurfa að rök­ræða þá stað­reynd að það hefur slæm áhrif á heilsu fólks með vinnu­þrek að sitja heima og rann­sóknir sýna að það leiðir í mörgum til­fellum til enn frek­ari veik­inda og van­heilsu. 

Ágætt dæmi um það hvernig kerfið getur virkað er saga vinar míns sem er á örorku­bótum og eftir skelfi­lega langa bið fékk hann úthlut­aðri félags­legri íbúð. Hann fékk þá snilld­ar­hug­mynd að fara að bera út blöð á morgn­ana. Blað­burð­ur­inn hafði mjög góð áhrif og þol hans og þrek jókst, lundin létt­ist og hann fann auk­inn til­gang í lífi sínu með því að vakna á morgn­ana og fara út úr húsi til vinnu. Auk þessa sá hann fram á að ráð­stöf­un­ar­tekj­ur hans myndu aukast eitt­hvað smá­vegis sem væri nú aldeilis búbót. En nei, frum­kvæði vinar míns þýddi ein­fald­lega að tekju­við­mið hans fyrir félags­legt hús­næði færð­ist að efri mörkum og hann ótt­að­ist að sér yrði sagt upp leig­unni, þrátt fyrir að nær hver ein­asta króna skert­ist sem hann fékk fyrir blað­burð­inn. Auð­vitað hætti mað­ur­inn að mæta í vinn­una, hann sá engan til­gang með því leng­ur.

Sú aug­ljósa stað­reynd blasir við okkur öll­um, sem viljum sjá og heyra, að með því að gefa sem allra flestum tæki­færi á vinnu­mark­aði mun það skila sér marg­falt til baka. Ég er ekki að finna upp hjólið hér, ótal­margar rann­sóknir sýna okkur þessa stað­reynd svart á hvítu. 

Það er krist­al­stært í mínum huga að breyt­ing á skerð­ingu örorku­bóta er nauð­syn­leg því hún er mann­úð­leg, skyn­sam­leg og kemur í veg fyrir að fólk lendi í fátækt­ar­gildrum sem því miður eru allt of algengar í okkar ann­ars ágæta sam­fé­lagi. 

Til við­bótar þessum orðum vil ég benda á að það er veru­legur skortur á hluta­störfum á Íslandi því það eru hluta­störfin sem fólk með skerta starfs­orku getur nýtt sér. En aðeins þegar skerð­ing örorku­líf­eyris verður afnumin og krónu á móti krónu fyr­ir­bærið verður lagt af fyrir fullt og allt. Það er ein­fald­lega engin sann­girni í öðrum val­kosti.

Við getum gert bet­ur.

Höf­undur er lög­reglu­full­trúi og skipar 4. sæti á fram­boðs­lista VG í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar