Allir tapa á krónu á móti krónu skerðingu

Fjölnir Sæmundsson segir að sú augljósa staðreynd blasir við okkur öllum, sem viljum sjá og heyra, að með því að gefa sem allra flestum tækifæri á vinnumarkaði mun það skila sér margfalt til baka.

Auglýsing

Við sem búum á Íslandi erum mörg hver með ein­hvers­konar fötlun í fartesk­inu, ýmist mikla eða smáa eða þekkjum ein­hvern sem búa við þá skerð­ingu sem fötlun felur í sér. Sum erum við þung­lynd eða með aðra geð­sjúk­dóma, með gigt, syk­ur­sjúk, les­blind, löm­uð, ofvirk, á ein­hverfu­róf­in­u, spastísk, heyrn­ar­skert eða sjón­skert. Ef allt það fólk sem býr við ein­hvers konar skerð­ingar vegna fötl­unar sinnar væri tekið af vinnu­mark­aði yrðu þar ansi fáir eft­ir.

Sem betur fer eru flest okk­ar, þrátt fyrir þessar fatl­anir eða frá­vik, fær um að starfa á vinnu­mark­aði og vinnu­mark­að­ur­inn gerir ráð fyrir þátt­töku okk­ar. Engu að síður er hluti okkar með skerta starfs­getu og getur aðeins tekið tak­mark­aðan þátt í atvinnu­líf­inu.

Fyrir þann hóp getur lífið á vinnu­mark­aði verið erfitt og ósann­gjarnt. Skerð­ingar í örorku­bóta­kerf­inu halda mörgum vinnu­færum mann­eskjum utan vinnu­mark­að­ar.

Auglýsing

Skerð­ingar í kerf­inu eins og hin svo­kall­aða og marg­um­rædda krónu á móti krónu skerð­ing og afnám heim­il­is­upp­bótar við ákveðnar tekj­ur, leiðir til þess að fólk sem er vel vinnu­fært að hluta og vill gjarnan vinna, sér hag sínum og fjöl­skylda sinna betur borgið með því að fara ekki út á vinnu­mark­að­inn. Ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks með skerta starfs­orku geta hrein­lega lækkað ef það þiggur vinnu í sam­ræmi við starfs­getu sína. Það er út í hött að ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­il­is­ins lækki við það að fólk sæki sér vinnu sem það vill sækja og ræður við og með þess­ari krónu á móti krónu skerð­ingu stuðlar kerfið að því að ein­stak­lingar og fjöl­skyldur ein­angr­ist og lendi í fátækt­ar­gildru.

Auð­vitað á ekki að þurfa að rök­ræða þá stað­reynd að það hefur slæm áhrif á heilsu fólks með vinnu­þrek að sitja heima og rann­sóknir sýna að það leiðir í mörgum til­fellum til enn frek­ari veik­inda og van­heilsu. 

Ágætt dæmi um það hvernig kerfið getur virkað er saga vinar míns sem er á örorku­bótum og eftir skelfi­lega langa bið fékk hann úthlut­aðri félags­legri íbúð. Hann fékk þá snilld­ar­hug­mynd að fara að bera út blöð á morgn­ana. Blað­burð­ur­inn hafði mjög góð áhrif og þol hans og þrek jókst, lundin létt­ist og hann fann auk­inn til­gang í lífi sínu með því að vakna á morgn­ana og fara út úr húsi til vinnu. Auk þessa sá hann fram á að ráð­stöf­un­ar­tekj­ur hans myndu aukast eitt­hvað smá­vegis sem væri nú aldeilis búbót. En nei, frum­kvæði vinar míns þýddi ein­fald­lega að tekju­við­mið hans fyrir félags­legt hús­næði færð­ist að efri mörkum og hann ótt­að­ist að sér yrði sagt upp leig­unni, þrátt fyrir að nær hver ein­asta króna skert­ist sem hann fékk fyrir blað­burð­inn. Auð­vitað hætti mað­ur­inn að mæta í vinn­una, hann sá engan til­gang með því leng­ur.

Sú aug­ljósa stað­reynd blasir við okkur öll­um, sem viljum sjá og heyra, að með því að gefa sem allra flestum tæki­færi á vinnu­mark­aði mun það skila sér marg­falt til baka. Ég er ekki að finna upp hjólið hér, ótal­margar rann­sóknir sýna okkur þessa stað­reynd svart á hvítu. 

Það er krist­al­stært í mínum huga að breyt­ing á skerð­ingu örorku­bóta er nauð­syn­leg því hún er mann­úð­leg, skyn­sam­leg og kemur í veg fyrir að fólk lendi í fátækt­ar­gildrum sem því miður eru allt of algengar í okkar ann­ars ágæta sam­fé­lagi. 

Til við­bótar þessum orðum vil ég benda á að það er veru­legur skortur á hluta­störfum á Íslandi því það eru hluta­störfin sem fólk með skerta starfs­orku getur nýtt sér. En aðeins þegar skerð­ing örorku­líf­eyris verður afnumin og krónu á móti krónu fyr­ir­bærið verður lagt af fyrir fullt og allt. Það er ein­fald­lega engin sann­girni í öðrum val­kosti.

Við getum gert bet­ur.

Höf­undur er lög­reglu­full­trúi og skipar 4. sæti á fram­boðs­lista VG í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat
Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar