Allir tapa á krónu á móti krónu skerðingu

Fjölnir Sæmundsson segir að sú augljósa staðreynd blasir við okkur öllum, sem viljum sjá og heyra, að með því að gefa sem allra flestum tækifæri á vinnumarkaði mun það skila sér margfalt til baka.

Auglýsing

Við sem búum á Íslandi erum mörg hver með ein­hvers­konar fötlun í fartesk­inu, ýmist mikla eða smáa eða þekkjum ein­hvern sem búa við þá skerð­ingu sem fötlun felur í sér. Sum erum við þung­lynd eða með aðra geð­sjúk­dóma, með gigt, syk­ur­sjúk, les­blind, löm­uð, ofvirk, á ein­hverfu­róf­in­u, spastísk, heyrn­ar­skert eða sjón­skert. Ef allt það fólk sem býr við ein­hvers konar skerð­ingar vegna fötl­unar sinnar væri tekið af vinnu­mark­aði yrðu þar ansi fáir eft­ir.

Sem betur fer eru flest okk­ar, þrátt fyrir þessar fatl­anir eða frá­vik, fær um að starfa á vinnu­mark­aði og vinnu­mark­að­ur­inn gerir ráð fyrir þátt­töku okk­ar. Engu að síður er hluti okkar með skerta starfs­getu og getur aðeins tekið tak­mark­aðan þátt í atvinnu­líf­inu.

Fyrir þann hóp getur lífið á vinnu­mark­aði verið erfitt og ósann­gjarnt. Skerð­ingar í örorku­bóta­kerf­inu halda mörgum vinnu­færum mann­eskjum utan vinnu­mark­að­ar.

Auglýsing

Skerð­ingar í kerf­inu eins og hin svo­kall­aða og marg­um­rædda krónu á móti krónu skerð­ing og afnám heim­il­is­upp­bótar við ákveðnar tekj­ur, leiðir til þess að fólk sem er vel vinnu­fært að hluta og vill gjarnan vinna, sér hag sínum og fjöl­skylda sinna betur borgið með því að fara ekki út á vinnu­mark­að­inn. Ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks með skerta starfs­orku geta hrein­lega lækkað ef það þiggur vinnu í sam­ræmi við starfs­getu sína. Það er út í hött að ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­il­is­ins lækki við það að fólk sæki sér vinnu sem það vill sækja og ræður við og með þess­ari krónu á móti krónu skerð­ingu stuðlar kerfið að því að ein­stak­lingar og fjöl­skyldur ein­angr­ist og lendi í fátækt­ar­gildru.

Auð­vitað á ekki að þurfa að rök­ræða þá stað­reynd að það hefur slæm áhrif á heilsu fólks með vinnu­þrek að sitja heima og rann­sóknir sýna að það leiðir í mörgum til­fellum til enn frek­ari veik­inda og van­heilsu. 

Ágætt dæmi um það hvernig kerfið getur virkað er saga vinar míns sem er á örorku­bótum og eftir skelfi­lega langa bið fékk hann úthlut­aðri félags­legri íbúð. Hann fékk þá snilld­ar­hug­mynd að fara að bera út blöð á morgn­ana. Blað­burð­ur­inn hafði mjög góð áhrif og þol hans og þrek jókst, lundin létt­ist og hann fann auk­inn til­gang í lífi sínu með því að vakna á morgn­ana og fara út úr húsi til vinnu. Auk þessa sá hann fram á að ráð­stöf­un­ar­tekj­ur hans myndu aukast eitt­hvað smá­vegis sem væri nú aldeilis búbót. En nei, frum­kvæði vinar míns þýddi ein­fald­lega að tekju­við­mið hans fyrir félags­legt hús­næði færð­ist að efri mörkum og hann ótt­að­ist að sér yrði sagt upp leig­unni, þrátt fyrir að nær hver ein­asta króna skert­ist sem hann fékk fyrir blað­burð­inn. Auð­vitað hætti mað­ur­inn að mæta í vinn­una, hann sá engan til­gang með því leng­ur.

Sú aug­ljósa stað­reynd blasir við okkur öll­um, sem viljum sjá og heyra, að með því að gefa sem allra flestum tæki­færi á vinnu­mark­aði mun það skila sér marg­falt til baka. Ég er ekki að finna upp hjólið hér, ótal­margar rann­sóknir sýna okkur þessa stað­reynd svart á hvítu. 

Það er krist­al­stært í mínum huga að breyt­ing á skerð­ingu örorku­bóta er nauð­syn­leg því hún er mann­úð­leg, skyn­sam­leg og kemur í veg fyrir að fólk lendi í fátækt­ar­gildrum sem því miður eru allt of algengar í okkar ann­ars ágæta sam­fé­lagi. 

Til við­bótar þessum orðum vil ég benda á að það er veru­legur skortur á hluta­störfum á Íslandi því það eru hluta­störfin sem fólk með skerta starfs­orku getur nýtt sér. En aðeins þegar skerð­ing örorku­líf­eyris verður afnumin og krónu á móti krónu fyr­ir­bærið verður lagt af fyrir fullt og allt. Það er ein­fald­lega engin sann­girni í öðrum val­kosti.

Við getum gert bet­ur.

Höf­undur er lög­reglu­full­trúi og skipar 4. sæti á fram­boðs­lista VG í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar