Atvinnuviðtalið

Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að sitt markmið hafi verið að hafa áhrif á bætt vinnubrögð á Alþingi og leggja áherslu á að þingmenn störfuðu af heilindum við það að setja lög og reglur til að fá bestu niðurstöðu fyrir almenning.

Auglýsing

Fyrir ári síðan sagði mér fyrrum alþing­is­kona að ég væri mætt í atvinnu­við­tal hjá þjóð­inni. Nú þegar ég er aftur komin á þann stað velti ég fyrir mér hvernig best er að und­ir­búa sig undir það. Sem leik­skóla­stjóri tók ég oft á móti fólki í atvinnu­við­töl þar sem við fórum yfir styrk­leika og veik­leika, reynslu og þekk­ingu og hvaða fram­tíð­ar­sýn umsækj­endur höfðu um starf­ið.

Því miður hefur kosn­inga­bar­áttan hingað til, minna snú­ist um þessi atriði en meira um leik­endur og ger­end­ur. Mig langar hins vegar meira að svara spurn­ingum um það sem almenn­ingur kallar eft­ir. Heið­ar­leg vinnu­brögð og fram­lagið til starfs­ins á Alþingi.

Ég mætti til leiks í lok síð­asta árs, stút­full af áhuga og metn­aði til að standa mig vel og vissi að mik­il­væg­asta verk­efnið var að vera heið­ar­leg. Alveg sama hvað ég tæki mér fyrir hend­ur. Mér var fal­inn sá heiður að taka við for­mennsku í vel­ferð­ar­nefnd, vara­for­mennsku í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd og sem fjórði vara­for­seti þings­ins. Ég mætti á 96 af 97 ­nefnd­ar­fund­um auk fjöl­margra ann­arra sem tals­maður barna á Alþingi og í þró­un­ar­sam­vinnu­nefnd. Ég hef haft mikla ánægju af því að bæta við mig þekk­ingu um sam­fé­lagið og kerfin sem þjóna því á hverjum degi. Ég lagði mig fram um að eiga sam­töl og afla þekk­ingar hjá frjálsum félaga­sam­tökum og rík­is­stofn­unum til að skilja sem best kerfin og þau lög og reglur sem lög­gjaf­inn set­ur. Af þeim sam­tölum lærði ég mjög margt um það hvað betur má fara í sam­fé­lag­inu. Ég við­ur­kenni líka að hafa lært að ég hafði stundum rangt fyrir mér. Ég hef því leyft mér að skipta um skoðun eftir að hafa hlustað á þá sem þekk­ingu hafa á þeim málum sem komu til umræðu. Slík þekk­ing er mik­il­vægt vega­nesti sem ég tel nauð­syn­legt að hafa að leið­ar­ljósi við vinnslu mála. 

Auglýsing

Ég lærði líka að sjálf hef ég ýmsa styrk­leika og veik­leika. Margt af því hefur nýst mér í starf­inu og ég hef líka lært að yfir­stíga veik­leika sem voru mér til trafala. Það er ekki alltaf styrk­leiki að brenna af ástríðu fyrir því sem maður tekur sér fyrir hend­ur. Sér­stak­lega ekki í póli­tík. Það kann að hljóma skringi­lega en í mínu til­felli hefur sú ástríða leitt til þess að ég hef fellt tár og misst stjórn á til­finn­ingum mínum í ræðu­stól á Alþingi. Ég hef líka gerst sek um að láta fjöl­skyldu og vini gjalda fyrir það að ég hef lagt ofurá­herslu á að vinna vinn­una mína og gera það vel. Þannig er hins vegar bara starf alþing­is­manna. 

Ég tel að hags­munir þeirra sem mál­efnin varða eigi alltaf að ráða för. Ég hef hins vegar fundið fyrir því að flokkspóli­tík og flokkslínur hafa gjarnan verið teknar fram fyrir þá hags­muni. Ein­hverjir kunna að telja það veik­leika í mínu fari að hafa ekki talað meira um flokk­inn minn en þannig erum við nú bara gerð í Bjartri fram­tíð. Við berjum okkur ekki á brjóst og tölum um flokk­inn því hags­munir heild­ar­innar eru okkur ein­fald­lega ofar í huga en okkar eigin flokk­ur. Við tölum því oftar um jafn­ræði, mann­rétt­indi, hag­nýt­ingu á almannafé og mann­eskju­legra sam­fé­lag en Bjarta fram­tíð. 

Mitt mark­mið var að hafa áhrif á bætt vinnu­brögð á Alþingi og leggja áherslu á að þing­menn störf­uðu af heil­indum við það að setja lög og reglur til að fá bestu nið­ur­stöðu fyrir almenn­ing. Við það verk­efni þurfum við ekki öll að vera sam­mála en við þurfum að bera virð­ingu hvert fyrir öðru og vinna saman að því verk­efni. Í Bjartri fram­tíð lítum við á starf okkar stjórn­mála­manna sem þjón­andi hlut­verk og að það sé okkar meg­in­verk­efni að hlusta á kjós­endur okkar og vinna með það sem við heyr­um. Það er því mitt mark­mið að halda áfram að vinna í þeim anda í þeim til­gangi að skapa sam­fé­lag fyrir alls kon­ar. Sam­fé­lag þar sem allir fá tæki­færi til að njóta lífs­ins og lifa með reisn á sínum for­send­um. Björt fram­tíð var stofnuð til þess.

Ég tel Bjarta fram­tíð eiga mik­il­vægt erindi í stjórn­mál þar sem ákall sam­fé­lags­ins slær í takt við það sem við höfum að bjóða. Við höfum sýnt það í verki að við erum til­búin til að taka erf­iðar ákvarð­an­ir, axla ábyrgð við stjórn og vinnslu mik­il­vægra mála, leita lausna þegar aðrir hafa ekki haft getu til að sýna sveigj­an­leika og síð­ast en ekki síst að standa í lapp­irnar þó það kost­aði okkur eft­ir­gjöf valda til að halda í heið­ar­leg gildi og prinsipp. Þau voru ekki og verða aldrei til sölu fyrir valda­stóla þegar ekki er hægt að treysta sam­starfs­að­ilum til að vera ærlegir í sam­starf­inu. 

Hvað mig varðar er ég til­búin til að halda áfram að vinna að bættum almanna­hag með gagn­sæi, jafn­ræði og heið­ar­leika að leið­ar­ljósi og mun hér eft­ir, sem hingað til, leggja mitt af mörkum við að bæta vinnu­brögð í þing­inu.

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar