Er upplýst umræða eins og fíllinn í postulínsbúðinni?

Hans Guttormur Þormar segir að staðsetning nýs spítala sé löngu ljós. Nú þurfum við sem þjóðfélag að ræða málefnin á vitrænum grunni en ekki með upphrópunum, staðreyndavillum og tilfinningalegri móðursýki yfir staðreyndum sem ekkert er að marka.

Auglýsing

Bull, lygi, blekk­ingar og hag­ræð­ing á sann­leik­anum eru orðin sem mest eru notuð í dag til að hrekja eitt­hvað sem við­kom­andi er ekki sam­mála.  Nán­ast aldrei er vísað í frum­heim­ildir og fáir nenna að hafa fyrir því að leita uppi frum­heim­ild­irn­ar.  Það virð­ist sem það sé lang­best fyrir alla að halda til streitu ein­hverjum stað­reyndum og pikka upp þau rök sem henta þeim til­finn­ingum sem við­kom­andi hefur fyrir þessu eða hinu máli.  Þannig virð­ist hver stjórn­mála­hreyf­ingin á fætur annarri falla í þessa gryfju aftur og aft­ur.  Þær gefa í leið­inni til kynna að innan þess­arar hreyf­ingar sé ekki mikil von til þess að verð­andi þing­menn vinni vinn­una sína inni á Alþingi, þar sem mestu skiptir að geta tekið utan gögn máls­ins, sett sig inn í og krufið þau til mergj­ar.  Það er einmitt sá hæfi­leiki sem mestu skipti fyrir stjórn­mála­menn sem virki­lega vilja vinna sam­fé­lag­inu gagn en ekki bara kom­ast til valda.

Hér er lítið dæmi frá síð­ast­liðnum fimmtu­degi þar sem fámennur hópur manna hélt fram hlutum um bygg­ingu betri spít­ala á betri stað sem stand­ast enga skoð­un.  Fáir frá stjórn­mála­flokk­unum virð­ast hafa haft fyrir því að kynna sér þessi mál til hlít­ar.  Sumir end­ur­tóku hluta rang­færsln­anna og létu sem þeir hefðu kynnt sér mál­ið.  Senni­lega er því um að kenna að þeir eru vanir því að eng­inn geri athuga­semdir við léleg vinnu­brögð þeirra.

Í lok þess­arar greinar er til­vísun í frum­gögn vegna þess­ara mála þar sem það á við.  Það sem þarf að spyrja um í fram­haldi af þess­ari grein er ekki hvar spít­ali eigi að vera, heldur hvernig standi á því að menn taki sig til og setji svona hluti fram alger­lega án þess að þurfa nokkru sinni að bera ábyrgð á afleið­ingum gjörða sinna.  Einnig hvernig standi á því að sumir stjórn­mála­flokkar láti blekkj­ast og taki gögn svona hóps sem sann­leik og end­ur­birti þau orð­rétt, jafn­vel sem kosn­inga­á­róð­ur, án þess að nokkur innan flokks­ins hafi haft fyrir því að kynna sér gögnin nán­ar.  Þetta á jafn­vel við um flokka sem gefa sig sér­stak­lega út fyrir upp­lýsta umræðu.

Auglýsing

Árið 2015 birtu sam­tökin sem kalla sig betri spít­ala á betri stað sam­an­tekt um kosti þess að byggja ekki við Hring­braut og lögðu jafn­framt fram kostn­að­ar­út­reikn­inga sem sýndu sparnað upp á um 100 millj­arða á 20 ára tímbili (1A) við að byggja á besta stað.  Síðar eftir athuga­semdir frá KPMG lögðu þeir fram aðra kostn­að­ar­á­ætlun sem var engu skárri (1B). Eftir það sendu þeir síðan nýrri fjár­laga­nefnd enn eina sam­an­tekt­ina byggt á gömlu kostn­að­ar­á­ætl­un­inni (2).  Og síð­ast­lið­inn fimmtu­dag not­uðu þeir svo tölur úr fyrstu kostn­að­ar­á­ætl­un­inni aft­ur.

Eft­ir­far­andi eru full­yrð­ingar frá sam­tök­un­um.  Þriggja tíma google yf­ir­lega eitt kvöldið auk nokk­urra fyr­ir­spurna í tölvu­pósti nægði til að átta sig á því að nán­ast allt sem komið hefur frá þessum hóp er rangt.  Hér að neðan er ein­ungis tæpt á hluta þess­ara full­yrð­inga. 

Ath.  Rétt stað­reynd er unnin upp úr frum­heim­ildum (sjá neðst) og merkt  í „Rétt dálk­in­um“.  Ef ártal er fyrir framan full­yrð­ing­una er það vegna þess að við­kom­andi full­yrð­ing á við það ár.

Tafla 1

Tafla 2

Tafla 3

Tafla 4

Vegna ofan­greindra full­yrð­inga þess­ara sam­taka hefur þurft að leggja í tug­millj­óna kostn­að, t.d. eft­ir­far­andi:

  1. Kostn­aður við nýtt mat skipu­lags­stofn­unar á áætl­uðum bygg­ing­ar­tíma nýs spít­ala
  2. Kostn­aður við nýtt kostn­að­ar­mat KPMG
  3. Kostn­aður við tíma ráð­herra og aðstoð­ar­manna þeirra
  4. Kostn­aður við fundi fjár­laga­nefndar
  5. Kostn­aður við fundi stjórn­mála­flokka og tíma­eyðslu ein­stak­linga sem að þeim umræðum komu
  6. Kostn­aður við tíma sveita­stjórna­manna
  7. Kostn­aður vegna við­tala í útvarpi og sjón­varpi
  8. Kostn­aður starfs­manna nýs spít­ala við að svara end­ur­tekið þessum áróðri

Að mínum dómi er nán­ast ekki að marka eitt ein­asta atriði sem komið hefur frá þessum hópi.  Ég hef hér að ofan vísað í frum­heim­ildir máli mínu til stuðn­ings. Ég hvet les­endur til að kafa sjálfa ofan í málin í stað þess að trúa því sem aðrir (þar á meðal ég ) segi ykk­ur.  Þannig og ein­göngu þannig getum við komið almenni­legu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi á lagg­irnar á ísland­i.  

Spurn­ingin eftir lestur þess­arar greinar á ekki að vera stað­setn­ing spít­al­ans, hún er löngu ljós, heldur hvernig getum við sem þjóð­fé­lag farið að ræða mál­efnin á vit­rænum grunni en ekki með upp­hróp­un­um, stað­reynda­villum og ­til­finn­inga­legri ­móð­ur­sýki yfir stað­reyndum sem ekk­ert er að marka.

Við verð­andi þing­menn get ég ekki sagt annað en: „farið nú að vinna vinn­una sem þið eigið að vinna, þannig og ein­göngu þannig getið þið farið að ávinna ykkur aftur traust þjóð­ar­inn­ar“, „traustið fæst ekki keypt með ömur­legum slag­orðum eða lof­orða­flaumi rétt fyrir hverjar kosn­ing­ar“.

Höf­undur er líf­fræð­ing­ur, vís­inda- og upp­finn­inga­mað­ur.



  1. A)htt­p://www.mbl.is/media/70/9070.pdf

Bhttps://dri­ve.­google.com/file/d/0B6H4wZqyQeY3N0t­FR1­Bo­az­BrMzA/view

  1. htt­p://www.mbl.is/­medi­a/13/10113.pdf
  2. htt­p://www.vis­ir.is/­sect­ion/­MEDI­A98&fileid=CLP49528
  3. htt­p://www.nau.rn.dk/~/­medi­a/­Kampagner/NAU/Luft­foto/Over­sigts­billed%20­med%20flyttet%20Helipa­d.ashx    Aal­borg
  4. htt­p://www.­godtsy­gehus­bygger­i.dk/­Byggeprojekt­er­ne/~/­medi­a/Hospitals/RG/Eta­pe%201%20%20%203.ashx    Vest, Gödstrup
  5. htt­p://www.dn­u.rm.dk/­byggeriet/prasenta­tioner/tegn­inger-og-illu­strationer/   Aar­hus
  6. htt­p://www.­godtsy­gehus­bygger­i.dk/­Byggeprojekt­er­ne/~/­medi­a/Hospitals/U­SK/Fugleper­spekti­v%20%202%20skal­er.ashx  Köge
  7. https://www.reg­ion­h.dk/Sund­hed/Hospital­er/Hospitals­byggerier/Pu­bl­is­hingI­ma­ges/Her­lev_mod­el_370x185.png   Her­lev
  8. https://www.her­lev.dk/er­hverv/p­d­f/vvm/vvm-redegor­el­se-heh
  9. https://www.face­book.com/betriland­spitali­abetrista­d/photos/rpp.660039650795485/907268702739244/?­type=3&thea­ter
  10. htt­p://www.tv2lorry.dk/­arti­kel/super­sy­gehus-i-hill­er­oed-bliver-m­indre-super
  11. https://www.uhcw.nhs.uk/cli­ent­fi­les/Fi­le/Annu­al%20Reports%20and%20Qu­ality%20Accounts/2002-03%20Annu­al%20Report.pdf
  12. https://www.thesun.co.uk/­news/1692893/hospital-hit-wit­h-380m-bill-af­ter-its-revealed-build­er­s-had-failed-to-fire-proof-it/
  13. https://www.vel­ferdarra­du­neyt­i.is/­medi­a/fretta­teng­t2015/Land­spitali-ryn­i-K­PM­G-20150831.pdf

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar