Hvað á að gera við arðgreiðslurnar?

Freistnivandi gæti orðið töluverður hjá komandi ríkisstjórn. Vonandi verður hugsað um komandi kynslóðir.

Auglýsing

Gengið verður til kosn­inga á laug­ar­dag­inn og óhætt að segja að þessi mán­að­ar­langa kosn­inga­bar­átta hafi ein­kennst af lof­orða­flaumi sem fæstir ná lík­lega að fylgja eft­ir.

Ég hef þá trú að upp úr köss­unum komi stjórn­ar­kreppa. Í ljósi þess hvernig stjórn­málin hafa verið und­an­far­ið, í hálf­gerðu upp­lausn­ar­á­standi, þá gæti utan­þings­stjórn komið til greina, en lík­leg­ast þykir manni að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, fái góðan mögu­leika á því að mynda rík­is­stjórn. 

En það eru ennþá þrír daga til stefnu og fylgið getur skol­ast ræki­lega til á þeim tíma.

Auglýsing

Staðan á Alþingi hefur ekki verið til að auð­velda lífið fyrir Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, svo mikið er víst, og staðan við stjórn­ar­myndun núna, gæti jafn­vel verið enn snún­ari en hún var í fyrra.

Eitt af stóru mál­unum í kosn­inga­bar­átt­unni hefur verið ný sýn á fjár­mála­kerfið og rík­is­rekst­ur­inn í leið­inni, þar sem horft er til þess mikla eigin fjár sem er í end­ur­reistu bönk­un­um. 

Sam­kvæmt minn­is­blaði Banka­sýslu rík­is­ins þá er talið að svig­rúmið til að greiða arð úr bönk­unum til rík­is­ins, án þess að raska stoðum bank­anna, sé um 120 millj­arðar króna, miðað við eign­ar­hlut­föllin sem til­heyra rík­in­u. 

Íslenska ríkið á ríf­lega 70 pró­sent hlut af eigin fé Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka, og því miklir hags­munir í húfi fyrir skatt­greið­end­ur.

Sam­an­lögð hlut­deild rík­is­ins í eigin fé end­ur­reistu bank­anna nemur 456,4 millj­örðum króna, miðað við stöð­una eins og hún var um síð­ustu ára­mót. Lands­bank­inn er 98 pró­sent í eigu rík­is­ins, Íslands­banki 100 pró­sent og Arion banki 13 pró­sent.

Því miður ótt­ast maður að vin­sæld­ar­brölt taki völdin hjá stjórn­mála­mönnum og þeir fari að hugsa hvernig best sé að eyða pen­ing­unum sem koma úr opin­berum fyr­ir­tækjum á næstu árum í formi arð­greiðslna. 

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í vik­unni þá er umfang verð­mæta hins opin­bera í tíu stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins með nokkrum ólík­ind­um. Af 1.260,8 millj­arða sam­an­lögðu eigin fé fyr­ir­tækj­anna þá til­heyra ríf­lega 790 millj­arðar hinu opin­bera, og 666,2 millj­arðar rík­inu beint. Reykja­vík­ur­borg á 95 pró­sent hlut í Orku­veitu Reykja­víkur en mikið eigið fé hefur byggst þar upp á und­an­förnum árum og nam það 128 millj­örðum um síð­ustu ára­mót.

Útlit er fyrir það að arð­greiðslur til rík­is­ins úr banka­kerf­inu og frá Lands­virkjun muni skipta tugum millj­arða á næstu árum. Eigið fé Lands­virkj­unar nam ríf­lega 205 millj­örðum um síð­ustu ára­mót, en fjár­hagur fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið að styrkj­ast jafnt og þétt á síð­ustu árum.

Ný rík­is­stjórn mun vafa­lítið standa frammi fyrir freistni­vanda um hvað sé best að gera við þessa pen­inga. 

Stærsti part­ur­inn mætti fara beint í greiðslu til kom­andi kyn­slóða með því að greiða niður skuld­ir, en ein­hver hluti gæti einnig farið í tíma­bærar inn­viða­fjár­fest­ingar í mennta-, heil­brigð­is-, lög­gæslu-, og sam­göngu­mál­um. Þær þola ekki mikla bið, sé mið tekið af upp­lýs­ingum sem komið hafa fram um það frá okkar fær­ustu sér­fræð­ing­um. Und­ir­fjár­magn­aðir inn­viðir eru alvar­legt mál fyrir hag­kerfið og við þeirri stöðu þarf að bregð­ast.

Sé mið tekið af stöð­unni eins og hún er núna þá gætu komið til rík­is­ins 30 til 40 millj­arðar árlega í formi arð­greiðslna á næstu árum. Full ástæða er til þess að fara vel með það fjár­magn, og er hug­myndin um stöð­ug­leika­sjóð mik­il­væg og góð í því sam­heng­i. 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari