Hvað á að gera við arðgreiðslurnar?

Freistnivandi gæti orðið töluverður hjá komandi ríkisstjórn. Vonandi verður hugsað um komandi kynslóðir.

Auglýsing

Gengið verður til kosn­inga á laug­ar­dag­inn og óhætt að segja að þessi mán­að­ar­langa kosn­inga­bar­átta hafi ein­kennst af lof­orða­flaumi sem fæstir ná lík­lega að fylgja eft­ir.

Ég hef þá trú að upp úr köss­unum komi stjórn­ar­kreppa. Í ljósi þess hvernig stjórn­málin hafa verið und­an­far­ið, í hálf­gerðu upp­lausn­ar­á­standi, þá gæti utan­þings­stjórn komið til greina, en lík­leg­ast þykir manni að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, fái góðan mögu­leika á því að mynda rík­is­stjórn. 

En það eru ennþá þrír daga til stefnu og fylgið getur skol­ast ræki­lega til á þeim tíma.

Auglýsing

Staðan á Alþingi hefur ekki verið til að auð­velda lífið fyrir Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, svo mikið er víst, og staðan við stjórn­ar­myndun núna, gæti jafn­vel verið enn snún­ari en hún var í fyrra.

Eitt af stóru mál­unum í kosn­inga­bar­átt­unni hefur verið ný sýn á fjár­mála­kerfið og rík­is­rekst­ur­inn í leið­inni, þar sem horft er til þess mikla eigin fjár sem er í end­ur­reistu bönk­un­um. 

Sam­kvæmt minn­is­blaði Banka­sýslu rík­is­ins þá er talið að svig­rúmið til að greiða arð úr bönk­unum til rík­is­ins, án þess að raska stoðum bank­anna, sé um 120 millj­arðar króna, miðað við eign­ar­hlut­föllin sem til­heyra rík­in­u. 

Íslenska ríkið á ríf­lega 70 pró­sent hlut af eigin fé Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka, og því miklir hags­munir í húfi fyrir skatt­greið­end­ur.

Sam­an­lögð hlut­deild rík­is­ins í eigin fé end­ur­reistu bank­anna nemur 456,4 millj­örðum króna, miðað við stöð­una eins og hún var um síð­ustu ára­mót. Lands­bank­inn er 98 pró­sent í eigu rík­is­ins, Íslands­banki 100 pró­sent og Arion banki 13 pró­sent.

Því miður ótt­ast maður að vin­sæld­ar­brölt taki völdin hjá stjórn­mála­mönnum og þeir fari að hugsa hvernig best sé að eyða pen­ing­unum sem koma úr opin­berum fyr­ir­tækjum á næstu árum í formi arð­greiðslna. 

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í vik­unni þá er umfang verð­mæta hins opin­bera í tíu stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins með nokkrum ólík­ind­um. Af 1.260,8 millj­arða sam­an­lögðu eigin fé fyr­ir­tækj­anna þá til­heyra ríf­lega 790 millj­arðar hinu opin­bera, og 666,2 millj­arðar rík­inu beint. Reykja­vík­ur­borg á 95 pró­sent hlut í Orku­veitu Reykja­víkur en mikið eigið fé hefur byggst þar upp á und­an­förnum árum og nam það 128 millj­örðum um síð­ustu ára­mót.

Útlit er fyrir það að arð­greiðslur til rík­is­ins úr banka­kerf­inu og frá Lands­virkjun muni skipta tugum millj­arða á næstu árum. Eigið fé Lands­virkj­unar nam ríf­lega 205 millj­örðum um síð­ustu ára­mót, en fjár­hagur fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið að styrkj­ast jafnt og þétt á síð­ustu árum.

Ný rík­is­stjórn mun vafa­lítið standa frammi fyrir freistni­vanda um hvað sé best að gera við þessa pen­inga. 

Stærsti part­ur­inn mætti fara beint í greiðslu til kom­andi kyn­slóða með því að greiða niður skuld­ir, en ein­hver hluti gæti einnig farið í tíma­bærar inn­viða­fjár­fest­ingar í mennta-, heil­brigð­is-, lög­gæslu-, og sam­göngu­mál­um. Þær þola ekki mikla bið, sé mið tekið af upp­lýs­ingum sem komið hafa fram um það frá okkar fær­ustu sér­fræð­ing­um. Und­ir­fjár­magn­aðir inn­viðir eru alvar­legt mál fyrir hag­kerfið og við þeirri stöðu þarf að bregð­ast.

Sé mið tekið af stöð­unni eins og hún er núna þá gætu komið til rík­is­ins 30 til 40 millj­arðar árlega í formi arð­greiðslna á næstu árum. Full ástæða er til þess að fara vel með það fjár­magn, og er hug­myndin um stöð­ug­leika­sjóð mik­il­væg og góð í því sam­heng­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari