Hvað á að gera við arðgreiðslurnar?

Freistnivandi gæti orðið töluverður hjá komandi ríkisstjórn. Vonandi verður hugsað um komandi kynslóðir.

Auglýsing

Gengið verður til kosn­inga á laug­ar­dag­inn og óhætt að segja að þessi mán­að­ar­langa kosn­inga­bar­átta hafi ein­kennst af lof­orða­flaumi sem fæstir ná lík­lega að fylgja eft­ir.

Ég hef þá trú að upp úr köss­unum komi stjórn­ar­kreppa. Í ljósi þess hvernig stjórn­málin hafa verið und­an­far­ið, í hálf­gerðu upp­lausn­ar­á­standi, þá gæti utan­þings­stjórn komið til greina, en lík­leg­ast þykir manni að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, fái góðan mögu­leika á því að mynda rík­is­stjórn. 

En það eru ennþá þrír daga til stefnu og fylgið getur skol­ast ræki­lega til á þeim tíma.

Auglýsing

Staðan á Alþingi hefur ekki verið til að auð­velda lífið fyrir Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, svo mikið er víst, og staðan við stjórn­ar­myndun núna, gæti jafn­vel verið enn snún­ari en hún var í fyrra.

Eitt af stóru mál­unum í kosn­inga­bar­átt­unni hefur verið ný sýn á fjár­mála­kerfið og rík­is­rekst­ur­inn í leið­inni, þar sem horft er til þess mikla eigin fjár sem er í end­ur­reistu bönk­un­um. 

Sam­kvæmt minn­is­blaði Banka­sýslu rík­is­ins þá er talið að svig­rúmið til að greiða arð úr bönk­unum til rík­is­ins, án þess að raska stoðum bank­anna, sé um 120 millj­arðar króna, miðað við eign­ar­hlut­föllin sem til­heyra rík­in­u. 

Íslenska ríkið á ríf­lega 70 pró­sent hlut af eigin fé Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka, og því miklir hags­munir í húfi fyrir skatt­greið­end­ur.

Sam­an­lögð hlut­deild rík­is­ins í eigin fé end­ur­reistu bank­anna nemur 456,4 millj­örðum króna, miðað við stöð­una eins og hún var um síð­ustu ára­mót. Lands­bank­inn er 98 pró­sent í eigu rík­is­ins, Íslands­banki 100 pró­sent og Arion banki 13 pró­sent.

Því miður ótt­ast maður að vin­sæld­ar­brölt taki völdin hjá stjórn­mála­mönnum og þeir fari að hugsa hvernig best sé að eyða pen­ing­unum sem koma úr opin­berum fyr­ir­tækjum á næstu árum í formi arð­greiðslna. 

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í vik­unni þá er umfang verð­mæta hins opin­bera í tíu stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins með nokkrum ólík­ind­um. Af 1.260,8 millj­arða sam­an­lögðu eigin fé fyr­ir­tækj­anna þá til­heyra ríf­lega 790 millj­arðar hinu opin­bera, og 666,2 millj­arðar rík­inu beint. Reykja­vík­ur­borg á 95 pró­sent hlut í Orku­veitu Reykja­víkur en mikið eigið fé hefur byggst þar upp á und­an­förnum árum og nam það 128 millj­örðum um síð­ustu ára­mót.

Útlit er fyrir það að arð­greiðslur til rík­is­ins úr banka­kerf­inu og frá Lands­virkjun muni skipta tugum millj­arða á næstu árum. Eigið fé Lands­virkj­unar nam ríf­lega 205 millj­örðum um síð­ustu ára­mót, en fjár­hagur fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið að styrkj­ast jafnt og þétt á síð­ustu árum.

Ný rík­is­stjórn mun vafa­lítið standa frammi fyrir freistni­vanda um hvað sé best að gera við þessa pen­inga. 

Stærsti part­ur­inn mætti fara beint í greiðslu til kom­andi kyn­slóða með því að greiða niður skuld­ir, en ein­hver hluti gæti einnig farið í tíma­bærar inn­viða­fjár­fest­ingar í mennta-, heil­brigð­is-, lög­gæslu-, og sam­göngu­mál­um. Þær þola ekki mikla bið, sé mið tekið af upp­lýs­ingum sem komið hafa fram um það frá okkar fær­ustu sér­fræð­ing­um. Und­ir­fjár­magn­aðir inn­viðir eru alvar­legt mál fyrir hag­kerfið og við þeirri stöðu þarf að bregð­ast.

Sé mið tekið af stöð­unni eins og hún er núna þá gætu komið til rík­is­ins 30 til 40 millj­arðar árlega í formi arð­greiðslna á næstu árum. Full ástæða er til þess að fara vel með það fjár­magn, og er hug­myndin um stöð­ug­leika­sjóð mik­il­væg og góð í því sam­heng­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari