Hvað á að gera við arðgreiðslurnar?

Freistnivandi gæti orðið töluverður hjá komandi ríkisstjórn. Vonandi verður hugsað um komandi kynslóðir.

Auglýsing

Gengið verður til kosn­inga á laug­ar­dag­inn og óhætt að segja að þessi mán­að­ar­langa kosn­inga­bar­átta hafi ein­kennst af lof­orða­flaumi sem fæstir ná lík­lega að fylgja eft­ir.

Ég hef þá trú að upp úr köss­unum komi stjórn­ar­kreppa. Í ljósi þess hvernig stjórn­málin hafa verið und­an­far­ið, í hálf­gerðu upp­lausn­ar­á­standi, þá gæti utan­þings­stjórn komið til greina, en lík­leg­ast þykir manni að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, fái góðan mögu­leika á því að mynda rík­is­stjórn. 

En það eru ennþá þrír daga til stefnu og fylgið getur skol­ast ræki­lega til á þeim tíma.

Auglýsing

Staðan á Alþingi hefur ekki verið til að auð­velda lífið fyrir Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, svo mikið er víst, og staðan við stjórn­ar­myndun núna, gæti jafn­vel verið enn snún­ari en hún var í fyrra.

Eitt af stóru mál­unum í kosn­inga­bar­átt­unni hefur verið ný sýn á fjár­mála­kerfið og rík­is­rekst­ur­inn í leið­inni, þar sem horft er til þess mikla eigin fjár sem er í end­ur­reistu bönk­un­um. 

Sam­kvæmt minn­is­blaði Banka­sýslu rík­is­ins þá er talið að svig­rúmið til að greiða arð úr bönk­unum til rík­is­ins, án þess að raska stoðum bank­anna, sé um 120 millj­arðar króna, miðað við eign­ar­hlut­föllin sem til­heyra rík­in­u. 

Íslenska ríkið á ríf­lega 70 pró­sent hlut af eigin fé Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka, og því miklir hags­munir í húfi fyrir skatt­greið­end­ur.

Sam­an­lögð hlut­deild rík­is­ins í eigin fé end­ur­reistu bank­anna nemur 456,4 millj­örðum króna, miðað við stöð­una eins og hún var um síð­ustu ára­mót. Lands­bank­inn er 98 pró­sent í eigu rík­is­ins, Íslands­banki 100 pró­sent og Arion banki 13 pró­sent.

Því miður ótt­ast maður að vin­sæld­ar­brölt taki völdin hjá stjórn­mála­mönnum og þeir fari að hugsa hvernig best sé að eyða pen­ing­unum sem koma úr opin­berum fyr­ir­tækjum á næstu árum í formi arð­greiðslna. 

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í vik­unni þá er umfang verð­mæta hins opin­bera í tíu stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins með nokkrum ólík­ind­um. Af 1.260,8 millj­arða sam­an­lögðu eigin fé fyr­ir­tækj­anna þá til­heyra ríf­lega 790 millj­arðar hinu opin­bera, og 666,2 millj­arðar rík­inu beint. Reykja­vík­ur­borg á 95 pró­sent hlut í Orku­veitu Reykja­víkur en mikið eigið fé hefur byggst þar upp á und­an­förnum árum og nam það 128 millj­örðum um síð­ustu ára­mót.

Útlit er fyrir það að arð­greiðslur til rík­is­ins úr banka­kerf­inu og frá Lands­virkjun muni skipta tugum millj­arða á næstu árum. Eigið fé Lands­virkj­unar nam ríf­lega 205 millj­örðum um síð­ustu ára­mót, en fjár­hagur fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið að styrkj­ast jafnt og þétt á síð­ustu árum.

Ný rík­is­stjórn mun vafa­lítið standa frammi fyrir freistni­vanda um hvað sé best að gera við þessa pen­inga. 

Stærsti part­ur­inn mætti fara beint í greiðslu til kom­andi kyn­slóða með því að greiða niður skuld­ir, en ein­hver hluti gæti einnig farið í tíma­bærar inn­viða­fjár­fest­ingar í mennta-, heil­brigð­is-, lög­gæslu-, og sam­göngu­mál­um. Þær þola ekki mikla bið, sé mið tekið af upp­lýs­ingum sem komið hafa fram um það frá okkar fær­ustu sér­fræð­ing­um. Und­ir­fjár­magn­aðir inn­viðir eru alvar­legt mál fyrir hag­kerfið og við þeirri stöðu þarf að bregð­ast.

Sé mið tekið af stöð­unni eins og hún er núna þá gætu komið til rík­is­ins 30 til 40 millj­arðar árlega í formi arð­greiðslna á næstu árum. Full ástæða er til þess að fara vel með það fjár­magn, og er hug­myndin um stöð­ug­leika­sjóð mik­il­væg og góð í því sam­heng­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari