Stjórnarkreppa í kortunum – Meiri samvinna er nauðsyn

Stjórnmálin snúast stundum um að gefa eftir, og finna sáttagrundvöll, í stað þess að stilla pólitískum andstæðingum upp við vegg.

Auglýsing

Ísland er örríki, eitt það minnsta í ver­öld­inni sem heldur úti eigin mynt­kerfi og sjálf­stæðri pen­inga­stefnu (Að­eins er Seychells eyjar eru minni, með 95 þús­und ein­stak­linga). Vinnu­mark­að­ur­inn telur um 200 þús­und ein­stak­linga.

Það er rétt tæp­lega einn tíundi af vinnu­mark­aðnum á Seatt­le-­svæð­inu, þar sem ég bý.

Ég fór á dög­unum í heim­sókn á rit­stjórn Seattle Times, rót­gró­ins fjöl­mið­ils­ins hér á svæð­inu, sem hefur á sér gott orð fyrir vönduð efn­is­tök.

Tog­streita atvinnu­lífs og stjórn­mála

Framundan eru kosn­ingar á svæð­inu og er helsta spennan í kringum borg­ar­stjóra­kosn­ing­ar. Vöxt­ur­inn á Seatt­le-­svæð­inu hefur verið ævin­týra­legur og ekki sér fyrir end­ann á honum næstu 10 til 15 árin, sam­kvæmt grein­ingum borg­ar­yf­ir­valda.

Ástæð­urnar eru marg­þættar en tengj­ast hröðum vexti í hug­bún­að­ar­geir­anum (Amazon, Microsoft, frum­kvöðla­fjár­fest­ing­ar, Clou­d-­þjón­ustu­marg­feld­is­á­hrif), almennum vax­andi umsvifum í rót­grónum atvinnu­geirum svæð­is­ins (stór og vax­andi flutn­inga­starf­semi, stærsta her­stöð Vest­ur­strand­ar­inn­ar, Boeing) og síðan nátt­úru­legri fólks­fjölgun og ört vax­andi kaup­mætt­i. 

Eitt af því sem blaða­menn Seattle Times sögðu mér að væri erf­ið­ast fyrir borg­ar­yf­ir­völd þessi miss­er­in, er að vinna vel með fyr­ir­tækj­unum og að „halda öllum góð­u­m“. Þetta væri ekki beint hægri eða vinstri póli­tík - ekki spurn­ing um íviln­anir eða eitt­hvað slíkt - heldur meira spurn­ing um að byggja upp traust og góð sam­skipt­i. 

Vaxta­verkir

Vöxtur Amazon hefur reynt mikið á svæð­ið, en fyr­ir­tækið hefur verið að ráða um tvö til þrjú þús­und starfs­menn í mán­uði á svæð­inu að und­an­förnu. Höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru orðnar of litlar - þó að við fyrstu sýn virð­ist það nú óraun­veru­legt - og þá er bankað á dyrnar hjá borg­ar­ar­yf­ir­völd­um. 

For­stjór­inn og stofn­and­inn Jeff Bezos, segir borg­ar­yf­ir­völd í Seattle of svifa­sein. Allt í einu birt­ist síðan til­kynn­ing frá fyr­ir­tæk­inu um að Amazon ætl­aði sér að byggja aðrar höf­uð­stöðv­ar, og bauð öllum borgum Banda­ríkj­anna að koma fram með til­lög­ur. Atl­anta er nú talin lík­leg­ust, en Seattle borg hefur ekki gefið upp von um að ná samn­ingum við fyr­ir­tækið fyrir höf­uð­stöðvar númer tvö.

Þetta atriði er nefnt hér til sög­unn­ar, í sam­hengi við stöðu mála í íslenskum stjórn­mál­um, og hvernig úrlausn­ar­efni geta stundum verið þverpóli­tísk.

Auglýsing

Eins og oft virð­ast vænt­ingar vinstri flokk­anna nú teknar að skrúfast upp, en ég hef enga trú á því að það verði auð­sótt að mynda stjórn til vinstri eftir kosn­ing­ar. Það verður mikil hreyf­ing á fylg­inu fram að kosn­ingum og vafa­lítið kemur stjórn­ar­kreppa upp úr köss­unum eins og í fyrra.

Þetta er mikið áhyggju­mál fyrir almenn­ing í okkar litla sam­fé­lagi, því alveg sama hverjar skoð­anir fólks eru þá skiptir máli að sam­vinnu­grund­völl­ur­inn á milli stjórn­mála­flokka liggi fyrst og síð­ast eftir almanna­hags­muna­lín­unn­i. 

Í atvinnu­lífi lands­ins eru ólíkar skoð­anir eins og í elítu­hópum stjórn­mála­flokk­anna. Stjórn­mála­flokkar geta ekki búið sér til óvini í hag­kerf­inu, hvort sem það er í smá­sölu, sjáv­ar­út­vegi, fjár­mál­um, mennta­stofn­un­um, land­bún­aði, eða ein­hverjum öðrum geir­um. Stundum eru málin þannig vaxin - eins og í til­felli tog­streitu Amazon og Seattle borgar - að það þarf að leggj­ast vel yfir málin og finna góðar lausnir sem gagn­ast hag­kerf­inu vel, í góðu sam­starfi. Í lausnum fá kannski ekki allir allt sem þeir vilja, en þær eru ákveðin nið­ur­staða á hollum og góðum rök­ræð­um.

Ekki spurn­ing um hægri eða vinstri

Það er stundum erfitt að sjá hvað er til hægri og vinstri, eins og und­an­far­inn ára­tugur í íslenskum stjórn­málum ber með sér. Neyð­ar­lög og fjár­magns­höft - fram­kvæmd af öllum heims­ins þunga rík­is­valds­ins - björg­uðu land­inu frá altjóni, og síðan þá hefur ríkið haldið áfram á svip­aðri braut og nýtt sér þessar aðgerðir til að eign­ast fjár­mála­kerfið að nán­ast öllu leyti og end­ur­skipu­leggja atvinnu­lífið með stór­felldum skulda­af­skrift­um.

Þetta er hið besta mál, en eng­inn skal reyna að halda því fram að þetta teng­ist hægri stjórn­málum með ein­hverjum hætti. Þarna er rík­is­valdið mið­punkt­ur­inn í björg­un­ar­starf­inu og stjórn­mála­menn úr öllum flokkum eftir hrun­ið, geta verið stoltir af þessu starfi.

En þeir geta ekki verið stoltir af þeirri stöðu sem virð­ist komin upp í stjórn­mál­un­um. Mikil tog­streita, skortur á sam­starfsvilja og virð­ingu fyrir ólíkum sjón­ar­miðum og hags­mun­um. Öll þessi atriði eru þau sem helst ein­kenna stjórn­málin þessa dag­ana, og þetta er stjórn­mála­mönn­unum sjálfum að kenna. Þeim hefur mis­tek­ist að nýta góðar ákvarð­anir í end­ur­reisn­ar­starfi efna­hags­mála til að byggja upp traust og mann­leg sam­skipti í stjórn­mál­un­um.

Von­andi kemur rík­ari sam­starfsvilji hjá stjórn­mála­mönnum - þvert á flokka - upp úr köss­unum en sést í kort­unum þessi miss­er­in. Það er ekki boð­legt að hafa stöð­una eins og hún er núna. Svo ein­falt er það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari