Að búa til húsnæðisbólu

Ævar Rafn Hafþórsson segir að ef fleiri slást um sömu íbúðina þá munu þessir aðilar yfirbjóða íbúðina þar til hæsta verð fæst. Við þurfum frekar að einbeita okkur að framboðshliðinni en fjármögnunarhliðinni því þar verðum við að finna lausnirnar.

Auglýsing

Nú nálg­ast kosn­ing­arnar og lof­orðin streyma inn frá flokk­unum í stórum stíl.  Ástandið á hús­næð­is­mark­aði er mörgum hug­leikið og eru flokkar farnir að sýna á spil­in. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur talað fyrir hinni svoköll­uðu Sviss­nesku leið. Sú leið snýst um að leyfa yngra fólk­inu að taka líf­eyr­inn út­ ­fyrir fram. Við skulum hafa það í huga að vanda­málið er á fram­boðs­hlið­inni enda er gríð­ar­legur skortur á íbúð­um. Hús­næð­is­bólur eiga það sam­eig­in­legt að aukið aðgengi að fjár­magni blæs upp hús­næð­is­verð. Við sáum besta dæmið í Banda­ríkj­unum hér á árunum fyrir hrun. Mæli með að fólk horfi á Inside Job og The Big Short en þar er þessu ástandi líst á skil­merki­legan hátt. 

En aftur til Íslands. Tíma­setn­ing í hag­fræði er mjög mik­il­væg. Það skiptir máli hvenær vextir hækka og lækka, hvenær pen­inga­magn eykst í umferð og hvenær aðgengi að fjár­magni er auk­ið. Mér finnst það mjög vara­samt að leyfa yngra fólk­inu að taka líf­eyr­inn út­ ­fyrir fram við þessar aðstæð­ur, eða þegar skort­ur­inn er þetta mik­ill á mark­aði. Aukið aðgengi að fjár­magni hækkar verð á hús­næð­is­mark­aði eins og dæmin sanna en við núver­andi aðstæður er enn vara­sam­ara að leyfa ­fyrir fram greiddan líf­eyri. Af hverju? Jú, það mynd­ast hætta á bólu­myndun og megum við ekki við því í núver­andi ástandi. Yngra fólk mun ekki fá þá ávöxtun á sinn líf­eyr­is­sparnað á þessu tíma­bili heldur er það að treysta á hækkun íbúða­verðs. Það er vafa­samt þegar skort­ur­inn er svona gríð­ar­lega mik­ill. Eins og allar bólur í hag­kerf­inu þá springa þær að lok­um. Þegar meira jafn­vægi kemst á íbúða­markað sem við skulum vona að verði á náinni fram­tíð, er nefni­lega hætta á að verð lækki ef aðgengi að auknu fjár­magni í dag blæs upp verð­ið. Þetta þýðir að fleira fólk getur barist um sömu íbúð­irnar sem eru allt of fáar í dag. 

Þegar jafn­vægi kemst á markað gæti nefni­lega eigið fé íbúð­ar­eig­enda lækkað með lækk­andi verði eigna. Einnig verður að hafa í huga að lækk­andi verð er ekki eina hættan gagn­vart eig­in­fjár­hlut­fall­inu. Verð­bólgu­skot sem við Íslend­ingar þekkjum mjög vel getur einnig étið upp eig­in­fjár­hlut­fallið á íbúð­inni á svip­stund­u. Sum sé, að treysta á hækk­andi eig­in­fjár­hlut­fall til þess að mæta tap­aðri ávöxtun á líf­eyr­is­sparn­aði er bara alls ekki í hendi við núver­andi aðstæð­ur. Ef jafn­vægi væri á hús­næð­is­mark­aði þá væri þessi hætta ekki nándar eins mik­il.

Auglýsing

Fram­boðs­hliðin

Eins og ég hef enda­laust verið að töngl­ast á þá er vanda­málið á fram­boðs­hlið­inni. Ég reikn­aði út að fram­leiðnin á bygg­inga­mark­aði árið 2014 var tölu­vert lak­ari en í Nor­egi. Þess vegna gengur upp­bygg­ingin ekki nógu hratt fyrir sig eins og oft hefur komið fram í frétt­um. Mikil starfs­manna­velta á erlendu vinnu­afli er síst til þess að auka fram­leiðni þannig að vanda­málið er marg­þætt við núver­andi aðstæð­ur. Hvað er þá til ráða? Þegar við Píratar höfum verið að funda um hús­næð­is­mark­að­inn erum við nær ein­göngu að ein­beita okkur að fram­boðs­hlið­inni og hvað þarf til svo að upp­bygg­ingin verði hrað­ar­i. 

Ég veit af eigin raun að of hröð upp­bygg­ing getur haft slæm áhrif á frá­gang og þá sér­stak­lega með til­liti til raka­skemmda þannig að því sé haldið til haga. En af hverju erum við ekki að ein­beita okkur að eins­leit­ari og ein­fald­ari íbúða­bygg­ing­um? Við höfum gert það áður eins og með bygg­ingar í Bakka­hverf­inu og svo í Efra Breið­holti. Eins­leitar og fjölda­fram­leiddar íbúðir er það sem við þurfum í dag. Þá er ég að tala um frá­gang með til­liti til staðl­aðra glugga­stærða, ein­fald­ari frá­gang á raf­magni og pípu­lögnum og gróf­ari frá­gang á veggjum og loftum svo eitt­hvað sé nefnt. Við þurfum að slaka á útlits­kröfum og hafa frá­gang ein­fald­ari sem eyk­ur­ ­bygg­ing­ar­hraða. 

Ég hef ekki heyrt að Íslend­ingar kvarti mikið undan útliti íbúða á Norð­ur­lönd­unum þegar þeir flytj­ast búferlum þangað frá Íslandi. Ef við förum ekki að velta þessum kostum fyrir okkur þá mun upp­bygg­ingin taka langan tíma með miklum fórn­ar­kostn­aði. Við viljum ekki missa unga fólkið úr landi því unga fólkið þarf að taka við kefl­inu. Speki­leki er mjög slæmur fyrir lítið og ein­hæft hag­kerfi sem þarf í fram­tíð­inni að treysta á hug­vit og  nýsköp­un.

En það þýðir lítið að tala enda­laust um hlut­ina. Það þarf að fara hugsa í lausnum og fram­kvæma. Þetta er ástand sem mun vara í nokkurn tíma og því er tím­inn ekki með okkur í liði.  Við verðum að fara var­lega hvað varðar aukið aðgengi að fjár­magni þegar svona mik­ill skortur er á mark­aði því það mun bara blása upp verð sem gæti svo seinna meir fall­ið. Ef fleiri slást um sömu íbúð­ina þá munu þessir aðilar yfir­bjóða íbúð­ina þar til hæsta verð fæst. Ein­beitum okkur að fram­boðs­hlið­inni því þar verðum við að finna lausn­irn­ar.

Höf­undur er fjár­mála­hag­fræð­ingur og iðn­að­ar­mað­ur og skipar 13. sæti á lista Pírata í Reykja­vík Suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar