Ísland sem aldrei varð

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson vill að Íslendingar sigrist á sérhagsmunum í kosningunum 28. október og komi á nýju Íslandi.

Auglýsing

Gamla Ísland

Fyrr í mán­uð­inum hélt íslensk þjóð upp á 9 ára afmæli neyð­ar­laga banka­hruns­ins með ferskum fréttum af vafasömum við­skiptum for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í aðdrag­anda Hruns­ins.

Hrunið var auð­vitað meira en bara banka­hrun. Inn­herj­a­við­skipti, klíku­skap­ur, eft­ir­lits­leysi, gríð­ar­leg mis­skipt­ing og græðgi, sam­ansúrrað með póli­tík nýfrjáls­hyggj­unnar reynd­ist svo eitr­aður kok­teill að hið gamla Ísland fór á hlið­ina, hrundi undan eigin spill­ingu og mis­tök­um. 

Við­brögð almenn­ings voru fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar þar sem þess var kraf­ist að gert væri upp við for­tíð­ina og betra sam­fé­lag reist á rústum banka­kerf­is­ins; nýtt Ísland.

Auglýsing

Stjórnin sem þá tók við gerði á kjör­tíma­bili sínu atlögu að breyt­ingum á nokkrum af kerfum gamla Íslands, svo sem stjórn­ar­skránni og kvóta­kerf­inu, en mætti strax harðri and­stöðu sér­hags­muna­afla sem stóðu vörð um óbreytt ástand.

Vinstri stjórnin varð­aði leið­ina til breyt­inga með setn­ingu siða­reglna, útgáfu rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is, vann að setn­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár og inn­leidd­i veiði­gjöld stór­út­gerða.

En ekki tókst að full­gera breyt­ing­una vegna mál­þófs og mót­mæla málsvara gamla Íslands og fyrr en varði voru sömu flokkar og höfðu setið nær óslitið að völdum frá Lýð­veld­is­stofnun kom­ist aftur til valda í krafti feg­urra en falskra lof­orða.

9 árum eftir hrun lifir hið gamla Ísland því enn góðu lífi. Við búum enn við úrelta bráða­birgða stjórn­ar­skrá, risa­hagnað stór­út­gerða sem rennur í vasa fárra útvaldra kvóta­kónga, og ekki líður það ár þar sem sið­ferð­is­brestir og spill­ing skekur íslensk stjórn­mál.

Sem betur fer glittir í von um raun­veru­legar breyt­ing­ar. Þriðja rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins á 10 árum er nú sprung­in, fallin á sið­ferð­is­prófi, og flokk­ur­inn virð­ist óstjórn­tækur vegna spill­ing­ar. Arf­leið Hruns­ins og Bús­á­halda­bylt­ing­ar­innar er þrátt fyrir allt sú, að íslensk stjórn­völd kom­ast ekki lengur upp með hvað sem er.

Nýja Ísland

Í kosn­ing­unum á morgun gefst okkur tæki­færi til að skilja við okkur gamla Ísland og koma hér á rétt­lát­ara og betra sam­fé­lagi; hinu nýja Íslandi. 

Ísland efna­hags­legs rétt­læt­is, þar sem 50% auðs­ins í land­inu hvílir ekki hjá aðeins 5% fólks­ins, heldur þar sem skatt­kerfið er nýtt til að leiða hina ofur­ríku til sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar. Þar sem þjóðin nýtur meira en 2% af þeim virð­is­auka sem mynd­ast við nýt­ingu fiski­stofna og með álvinnslu. Þar sem skatt­byrð­i er létt á lág- og milli­tekju­fólk. 

Ísland félags­legs rétt­læt­is, þar sem raun­veru­lega er for­gangs­raðað í þágu mennta- og vel­ferð­ar­kerf­is­ins en því ekki bara getið í kosn­inga­lof­orð­um. 

Ísland rétt­lát­ara stjórn­kerf­is, með nýja stjórn­ar­skrá, minna sam­kurli við­skipta og stjórn­mála, meira gegn­sæi og minni leynd­ar­hyggju.Sigrumst á sér­hags­munum í kosn­ing­unum 28. októ­ber og komum á nýju Íslandi.Höf­undur er for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
RÚV leiðréttir fullyrðingu í frétt um Samherja
Fréttastofa RÚV hefur leiðrétt fullyrðingu Samherja, en útgerðarfélagið kvartaði formlega yfir fréttaflutningnum með því að senda bréf á stjórnarmenn RÚV.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Dómnefnd telur Ásu Ólafsdóttur hæfasta í starf dómara
Dómnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Athugasemd frá Samtökum iðnaðarins
Kjarninn 17. febrúar 2020
Magnús Jónsson
Loðnan og loðin svör
Kjarninn 17. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji hótar RÚV málshöfðun og segist ekki hafa verið sakfelldur fyrir mútugreiðslur
Samherji vill afsökunarbeiðni og leiðréttingu frá RÚV og segist ekki hafa verið dæmt né ákært fyrir mútugreiðslur né hafi starfsmenn þess stöðu sakbornings. Fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur frá Samherja í Namibíu.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Trúarbrögð að vera á móti sæstreng
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að sæstrengur sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Engin ný ákvörðun hafi verið tekin en hún bendir þó á að forsendur geti breyst og fráleitt að útiloka um alla framtíð að þetta gæti orðið skynsamlegt.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Takmörk fyrir því hvað hægt er að verja“
Formaður VR veltir fyrir sér stöðu álversins í Straumsvík en hann hefur miklar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar og vel launuðum störfum sem hún skapar.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Tengdar útgerðir fá tæp sex ár til að koma sér undir kvótaþak
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir kvótaþak.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar