Ísland sem aldrei varð

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson vill að Íslendingar sigrist á sérhagsmunum í kosningunum 28. október og komi á nýju Íslandi.

Auglýsing

Gamla Ísland

Fyrr í mán­uð­inum hélt íslensk þjóð upp á 9 ára afmæli neyð­ar­laga banka­hruns­ins með ferskum fréttum af vafasömum við­skiptum for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í aðdrag­anda Hruns­ins.

Hrunið var auð­vitað meira en bara banka­hrun. Inn­herj­a­við­skipti, klíku­skap­ur, eft­ir­lits­leysi, gríð­ar­leg mis­skipt­ing og græðgi, sam­ansúrrað með póli­tík nýfrjáls­hyggj­unnar reynd­ist svo eitr­aður kok­teill að hið gamla Ísland fór á hlið­ina, hrundi undan eigin spill­ingu og mis­tök­um. 

Við­brögð almenn­ings voru fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar þar sem þess var kraf­ist að gert væri upp við for­tíð­ina og betra sam­fé­lag reist á rústum banka­kerf­is­ins; nýtt Ísland.

Auglýsing

Stjórnin sem þá tók við gerði á kjör­tíma­bili sínu atlögu að breyt­ingum á nokkrum af kerfum gamla Íslands, svo sem stjórn­ar­skránni og kvóta­kerf­inu, en mætti strax harðri and­stöðu sér­hags­muna­afla sem stóðu vörð um óbreytt ástand.

Vinstri stjórnin varð­aði leið­ina til breyt­inga með setn­ingu siða­reglna, útgáfu rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is, vann að setn­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár og inn­leidd­i veiði­gjöld stór­út­gerða.

En ekki tókst að full­gera breyt­ing­una vegna mál­þófs og mót­mæla málsvara gamla Íslands og fyrr en varði voru sömu flokkar og höfðu setið nær óslitið að völdum frá Lýð­veld­is­stofnun kom­ist aftur til valda í krafti feg­urra en falskra lof­orða.

9 árum eftir hrun lifir hið gamla Ísland því enn góðu lífi. Við búum enn við úrelta bráða­birgða stjórn­ar­skrá, risa­hagnað stór­út­gerða sem rennur í vasa fárra útvaldra kvóta­kónga, og ekki líður það ár þar sem sið­ferð­is­brestir og spill­ing skekur íslensk stjórn­mál.

Sem betur fer glittir í von um raun­veru­legar breyt­ing­ar. Þriðja rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins á 10 árum er nú sprung­in, fallin á sið­ferð­is­prófi, og flokk­ur­inn virð­ist óstjórn­tækur vegna spill­ing­ar. Arf­leið Hruns­ins og Bús­á­halda­bylt­ing­ar­innar er þrátt fyrir allt sú, að íslensk stjórn­völd kom­ast ekki lengur upp með hvað sem er.

Nýja Ísland

Í kosn­ing­unum á morgun gefst okkur tæki­færi til að skilja við okkur gamla Ísland og koma hér á rétt­lát­ara og betra sam­fé­lagi; hinu nýja Íslandi. 

Ísland efna­hags­legs rétt­læt­is, þar sem 50% auðs­ins í land­inu hvílir ekki hjá aðeins 5% fólks­ins, heldur þar sem skatt­kerfið er nýtt til að leiða hina ofur­ríku til sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar. Þar sem þjóðin nýtur meira en 2% af þeim virð­is­auka sem mynd­ast við nýt­ingu fiski­stofna og með álvinnslu. Þar sem skatt­byrð­i er létt á lág- og milli­tekju­fólk. 

Ísland félags­legs rétt­læt­is, þar sem raun­veru­lega er for­gangs­raðað í þágu mennta- og vel­ferð­ar­kerf­is­ins en því ekki bara getið í kosn­inga­lof­orð­um. 

Ísland rétt­lát­ara stjórn­kerf­is, með nýja stjórn­ar­skrá, minna sam­kurli við­skipta og stjórn­mála, meira gegn­sæi og minni leynd­ar­hyggju.Sigrumst á sér­hags­munum í kosn­ing­unum 28. októ­ber og komum á nýju Íslandi.Höf­undur er for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslensk heimili henda samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju
Samkvæmt rannsókn Umhverfisstofnunar er mikið um matarsóun hér á landi en einstaklingur á Íslandi sóar að meðaltali um 90 kg af mat árlega.
Kjarninn 2. apríl 2020
„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“
Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs.
Kjarninn 2. apríl 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar