Ísland sem aldrei varð

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson vill að Íslendingar sigrist á sérhagsmunum í kosningunum 28. október og komi á nýju Íslandi.

Auglýsing

Gamla Ísland

Fyrr í mán­uð­inum hélt íslensk þjóð upp á 9 ára afmæli neyð­ar­laga banka­hruns­ins með ferskum fréttum af vafasömum við­skiptum for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í aðdrag­anda Hruns­ins.

Hrunið var auð­vitað meira en bara banka­hrun. Inn­herj­a­við­skipti, klíku­skap­ur, eft­ir­lits­leysi, gríð­ar­leg mis­skipt­ing og græðgi, sam­ansúrrað með póli­tík nýfrjáls­hyggj­unnar reynd­ist svo eitr­aður kok­teill að hið gamla Ísland fór á hlið­ina, hrundi undan eigin spill­ingu og mis­tök­um. 

Við­brögð almenn­ings voru fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar þar sem þess var kraf­ist að gert væri upp við for­tíð­ina og betra sam­fé­lag reist á rústum banka­kerf­is­ins; nýtt Ísland.

Auglýsing

Stjórnin sem þá tók við gerði á kjör­tíma­bili sínu atlögu að breyt­ingum á nokkrum af kerfum gamla Íslands, svo sem stjórn­ar­skránni og kvóta­kerf­inu, en mætti strax harðri and­stöðu sér­hags­muna­afla sem stóðu vörð um óbreytt ástand.

Vinstri stjórnin varð­aði leið­ina til breyt­inga með setn­ingu siða­reglna, útgáfu rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is, vann að setn­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár og inn­leidd­i veiði­gjöld stór­út­gerða.

En ekki tókst að full­gera breyt­ing­una vegna mál­þófs og mót­mæla málsvara gamla Íslands og fyrr en varði voru sömu flokkar og höfðu setið nær óslitið að völdum frá Lýð­veld­is­stofnun kom­ist aftur til valda í krafti feg­urra en falskra lof­orða.

9 árum eftir hrun lifir hið gamla Ísland því enn góðu lífi. Við búum enn við úrelta bráða­birgða stjórn­ar­skrá, risa­hagnað stór­út­gerða sem rennur í vasa fárra útvaldra kvóta­kónga, og ekki líður það ár þar sem sið­ferð­is­brestir og spill­ing skekur íslensk stjórn­mál.

Sem betur fer glittir í von um raun­veru­legar breyt­ing­ar. Þriðja rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins á 10 árum er nú sprung­in, fallin á sið­ferð­is­prófi, og flokk­ur­inn virð­ist óstjórn­tækur vegna spill­ing­ar. Arf­leið Hruns­ins og Bús­á­halda­bylt­ing­ar­innar er þrátt fyrir allt sú, að íslensk stjórn­völd kom­ast ekki lengur upp með hvað sem er.

Nýja Ísland

Í kosn­ing­unum á morgun gefst okkur tæki­færi til að skilja við okkur gamla Ísland og koma hér á rétt­lát­ara og betra sam­fé­lagi; hinu nýja Íslandi. 

Ísland efna­hags­legs rétt­læt­is, þar sem 50% auðs­ins í land­inu hvílir ekki hjá aðeins 5% fólks­ins, heldur þar sem skatt­kerfið er nýtt til að leiða hina ofur­ríku til sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar. Þar sem þjóðin nýtur meira en 2% af þeim virð­is­auka sem mynd­ast við nýt­ingu fiski­stofna og með álvinnslu. Þar sem skatt­byrð­i er létt á lág- og milli­tekju­fólk. 

Ísland félags­legs rétt­læt­is, þar sem raun­veru­lega er for­gangs­raðað í þágu mennta- og vel­ferð­ar­kerf­is­ins en því ekki bara getið í kosn­inga­lof­orð­um. 

Ísland rétt­lát­ara stjórn­kerf­is, með nýja stjórn­ar­skrá, minna sam­kurli við­skipta og stjórn­mála, meira gegn­sæi og minni leynd­ar­hyggju.Sigrumst á sér­hags­munum í kosn­ing­unum 28. októ­ber og komum á nýju Íslandi.Höf­undur er for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar