Skattbyrði venjulegs fólks

Um álögur á launatekjur meðaltekjufólks og miðgildishóps.

Auglýsing

Morg­un­blaðið birti síð­asta sunnu­dag grein eftir Þór­dísi Kol­brúnu Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, þar sem hún vitnar í launa­könnun Hag­stof­unnar og heldur því fram, út frá útreikn­ingum á með­al­laun­um, að skatt­byrði milli­stétt­ar­innar á Íslandi hafi lækkað veru­lega.

Þegar talað er um með­al­tekjur skal fyrst gera sér grein fyrir því að þær eru ekki mæli­kvarði fyrir helm­ing­inn af fólk­inu í land­inu. Með­al­tekjur eru hærri en mið­gild­is­tekj­ur. Mið­gild­is­tekjur eru þær tekjur sem hafa jafnan fjölda beggja megin við sig. Á Íslandi eru þeir sem hafa með­al­tekjur með um 63%-65% launa­manna fyrir neðan sig á þessum árum. 

Einnig er nauð­syn­legt að vita, að þegar launa­könnun Hag­stof­unnar er notuð til að tala um með­al­laun, þá nær hún ein­ungis til fólks sem er í fullu starfi. Það þýðir að í könn­un­inni eru engir náms­menn, ekk­ert fólk á elli­líf­eyri, ekk­ert fólk í hluta­starfi og engir öryrkj­ar. Til sam­an­burðar voru með­al­laun sam­kvæmt launa­könn­un­inni á síð­asta ári 667 þús­und, en með­al­tekjur Íslend­inga sam­kvæmt skatt­fram­tölum fyrir ald­urs­hóp­inn 25-74 ára voru 570 þús­und. 

Auglýsing

Þannig að þegar ráð­herra talar um fólk sem er með með­al­laun sem „milli­stétt­ina“ þá er það nokkuð lang­sótt. Í besta falli er hér um ein­hvers konar efri milli­stétt að ræða. 

Skatt­hlut­fallið hækkar

Síð­asta og ekki sísta athuga­semdin sem hér er gerð við grein Þór­dísar Kol­brún­ar, er að í útreikn­ingum sínum notar hún vísi­tölu neyslu­verðs til að færa launa­tekjur frá árinu 2013 til nútím­ans. Þetta er ein­fald­lega röng reikni­að­ferð, því launa­tekjur eru ekki leið­réttar með til­liti til verð­lags­vísi­tölu, heldur á að nota launa­vísi­tölu. Það er líka röng aðferð að miða við að tekju­mörk skatt­þrepa hefðu fylgt vísi­tölu neyslu­verðs þegar við launa­út­reikn­inga á að nota launa­vísi­tölu.

Þegar við skoðum breyt­ing­una á skatt­kerf­inu síð­ast­liðin 4 ár, frá 2013 til 2016, þá sjáum við nokkuð athygl­is­vert.

Á vef Hag­stof­unnar má finna með­al- og mið­gild­is­laun aftur í tím­ann. Ef við höldum okkur við árin sem ráð­herr­ann ræðir um í sinni grein, þá höfum við eft­ir­far­andi töflu.

Meðal- og miðgildislaun aftur í tímann.Það hlut­fall tekna sem fer í stað­greiðslu skatta er breyti­legt, ekki ein­göngu eftir skatt­pró­sentu heldur einnig með til­liti til per­sónu­af­slátt­ar. Út frá þessu má reikna raun­hlut­fall stað­greiðslu af launa­tekj­um. Síð­ast­liðin fjögur ár hefur þetta hlut­fall þró­ast þannig, að það hefur hækkað jafnt og þétt, bæði af með­al­tekjum og mið­gild­is­tekj­um. Ólíkt því sem fram kemur í grein ráð­herr­ans, þá voru skatt­greiðslur milli­stétt­ar­innar síður en svo lægri en þær voru árið 2013. Ef við færum svo með­al­laun árs­ins í fyrra yfir til árs­ins í ár með launa­vísi­tölu júní­mán­að­ar, þá væri skatt­hlut­fallið 29,3% sem er hærra en það var árið 2013. 

Útreikn­ingar ráð­herra á ætl­uðum gróða almenn­ings upp á hund­ruð þús­unda króna vegna skatt­breyt­inga eru þannig að engu orðn­ir. 

Hvað veld­ur? Hvernig fór ráð­herr­ann að því að reikna með­al­tekju­fólki 655 þús­und krónur í sparnað á ári vegna skatt­breyt­inga, þegar raunin er sú að skattar á vinn­andi fólk hafa bara hækkað í tíð síð­ustu rík­is­stjórna? Eins og áður hefur verið sagt á ekki að leið­rétta laun með vísi­tölu neyslu­verðs heldur launa­vísi­tölu. Einnig skiptir hér miklu máli að hefði per­sónu­af­sláttur fylgt launa­vísi­töl­unni frá lokum síð­ustu vinstri­st­jórnar væri hann 66 þús­und í dag, en ekki 53 þús­und.  Með því að halda aftur af eðli­legri hækkun per­sónu­af­sláttar er seilst æ dýpra í vasa venju­legs launa­fólks á meðan athygl­inni er allri haldið á skatt­pró­sent­unni.

Ef skatt­kerfið frá 2013 væri leið­rétt fyrir launa­vísi­tölu til dags­ins í dag væri ætl­aða milli­stéttin með nokkrum hund­rað­köllum meira í útborguð laun, en ekki minna. Mun­ur­inn er svo enn meiri þegar neðar dregur vegna þess hversu per­sónu­af­slátt­ur­inn eykur vægi sitt þegar laun eru lægri. Skatt­kerfið frá 2013 var þannig sann­gjarn­ara gagn­vart öllum nema þeim allra hæstu tekju­hóp­unum en það skatt­kerfi dags­ins í dag, sem ráð­herra státar sig af í Morg­un­blað­inu.

Barna­bætur að engu orðnar

En skatt­kerfið er ekki bara per­sónu­af­sláttur og skatt­pró­sent­ur.

Hugsum okkur tvær fjöl­skyld­ur, aðra með með­al­tekjur og hina með mið­gild­is­tekj­ur, sem báðar sam­an­standa af for­eldrum og þremur börn­um, þar af tveimur börnum undir 7 ára aldri. Taflan hér að neðan sýnir hvernig þessi hópur hefur misst barna­bæt­urnar sínar á und­an­förnum árum.Barnabætur

Strax árið 2014 hætti fjöl­skyldan með með­al­tekj­urnar að fá barna­bæt­ur. Hjá mið­gild­is­fjöl­skyld­unni eru þær nán­ast að engu orðnar á fjórum árum.

Vaxta­bætur

Það hefur alltaf verið átak fyrir ungt fólk að kaupa sér íbúð, en nú er það orðið nán­ast von­laust. Fyrir þá sem það gera, þá er algeng stærð að fólk kaupi sér fast­eign að verð­mæti sem nemur um fimm­földum árs­laun­um. Ef við skoðum dæmi um hjón sem kaupa sér sína fyrstu fast­eign og eiga 10% í henni, þá hefur þróun á vaxta­bótum fyrir þann hóp verið á þá leið sem sést á töfl­unni hér til hlið­ar.

Vaxtabætur.Hér er átak­an­legt að sjá þró­un­ina. Í tíð síð­ustu tveggja rík­is­stjórna hefur vaxta­bóta- og barna­bóta­kerfið breyst úr almennu vel­ferð­ar­kerfi í ein­hvers konar fátækra­styrk.

Það er því ekki hægt að sjá að milli­stéttin horfi á hag sinn vænkast vegna skatt­breyt­inga af hálfu frá­far­andi rík­is­stjórn­ar, heldur hefur launa­skatt­ur­inn hækkað og þær til­færslur sem til staðar voru til handa þeim sem eiga börn og eru að koma sér upp hús­næði hafa með öllu horf­ið.

Sumt var ein­fald­lega betra í gamla daga.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Heim­ild­ir:

Heima­síða Rík­is­skatt­stjóra

Heima­síða Hag­stof­unnar

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar