Skattbyrði venjulegs fólks

Um álögur á launatekjur meðaltekjufólks og miðgildishóps.

Auglýsing

Morg­un­blaðið birti síð­asta sunnu­dag grein eftir Þór­dísi Kol­brúnu Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, þar sem hún vitnar í launa­könnun Hag­stof­unnar og heldur því fram, út frá útreikn­ingum á með­al­laun­um, að skatt­byrði milli­stétt­ar­innar á Íslandi hafi lækkað veru­lega.

Þegar talað er um með­al­tekjur skal fyrst gera sér grein fyrir því að þær eru ekki mæli­kvarði fyrir helm­ing­inn af fólk­inu í land­inu. Með­al­tekjur eru hærri en mið­gild­is­tekj­ur. Mið­gild­is­tekjur eru þær tekjur sem hafa jafnan fjölda beggja megin við sig. Á Íslandi eru þeir sem hafa með­al­tekjur með um 63%-65% launa­manna fyrir neðan sig á þessum árum. 

Einnig er nauð­syn­legt að vita, að þegar launa­könnun Hag­stof­unnar er notuð til að tala um með­al­laun, þá nær hún ein­ungis til fólks sem er í fullu starfi. Það þýðir að í könn­un­inni eru engir náms­menn, ekk­ert fólk á elli­líf­eyri, ekk­ert fólk í hluta­starfi og engir öryrkj­ar. Til sam­an­burðar voru með­al­laun sam­kvæmt launa­könn­un­inni á síð­asta ári 667 þús­und, en með­al­tekjur Íslend­inga sam­kvæmt skatt­fram­tölum fyrir ald­urs­hóp­inn 25-74 ára voru 570 þús­und. 

Auglýsing

Þannig að þegar ráð­herra talar um fólk sem er með með­al­laun sem „milli­stétt­ina“ þá er það nokkuð lang­sótt. Í besta falli er hér um ein­hvers konar efri milli­stétt að ræða. 

Skatt­hlut­fallið hækkar

Síð­asta og ekki sísta athuga­semdin sem hér er gerð við grein Þór­dísar Kol­brún­ar, er að í útreikn­ingum sínum notar hún vísi­tölu neyslu­verðs til að færa launa­tekjur frá árinu 2013 til nútím­ans. Þetta er ein­fald­lega röng reikni­að­ferð, því launa­tekjur eru ekki leið­réttar með til­liti til verð­lags­vísi­tölu, heldur á að nota launa­vísi­tölu. Það er líka röng aðferð að miða við að tekju­mörk skatt­þrepa hefðu fylgt vísi­tölu neyslu­verðs þegar við launa­út­reikn­inga á að nota launa­vísi­tölu.

Þegar við skoðum breyt­ing­una á skatt­kerf­inu síð­ast­liðin 4 ár, frá 2013 til 2016, þá sjáum við nokkuð athygl­is­vert.

Á vef Hag­stof­unnar má finna með­al- og mið­gild­is­laun aftur í tím­ann. Ef við höldum okkur við árin sem ráð­herr­ann ræðir um í sinni grein, þá höfum við eft­ir­far­andi töflu.

Meðal- og miðgildislaun aftur í tímann.Það hlut­fall tekna sem fer í stað­greiðslu skatta er breyti­legt, ekki ein­göngu eftir skatt­pró­sentu heldur einnig með til­liti til per­sónu­af­slátt­ar. Út frá þessu má reikna raun­hlut­fall stað­greiðslu af launa­tekj­um. Síð­ast­liðin fjögur ár hefur þetta hlut­fall þró­ast þannig, að það hefur hækkað jafnt og þétt, bæði af með­al­tekjum og mið­gild­is­tekj­um. Ólíkt því sem fram kemur í grein ráð­herr­ans, þá voru skatt­greiðslur milli­stétt­ar­innar síður en svo lægri en þær voru árið 2013. Ef við færum svo með­al­laun árs­ins í fyrra yfir til árs­ins í ár með launa­vísi­tölu júní­mán­að­ar, þá væri skatt­hlut­fallið 29,3% sem er hærra en það var árið 2013. 

Útreikn­ingar ráð­herra á ætl­uðum gróða almenn­ings upp á hund­ruð þús­unda króna vegna skatt­breyt­inga eru þannig að engu orðn­ir. 

Hvað veld­ur? Hvernig fór ráð­herr­ann að því að reikna með­al­tekju­fólki 655 þús­und krónur í sparnað á ári vegna skatt­breyt­inga, þegar raunin er sú að skattar á vinn­andi fólk hafa bara hækkað í tíð síð­ustu rík­is­stjórna? Eins og áður hefur verið sagt á ekki að leið­rétta laun með vísi­tölu neyslu­verðs heldur launa­vísi­tölu. Einnig skiptir hér miklu máli að hefði per­sónu­af­sláttur fylgt launa­vísi­töl­unni frá lokum síð­ustu vinstri­st­jórnar væri hann 66 þús­und í dag, en ekki 53 þús­und.  Með því að halda aftur af eðli­legri hækkun per­sónu­af­sláttar er seilst æ dýpra í vasa venju­legs launa­fólks á meðan athygl­inni er allri haldið á skatt­pró­sent­unni.

Ef skatt­kerfið frá 2013 væri leið­rétt fyrir launa­vísi­tölu til dags­ins í dag væri ætl­aða milli­stéttin með nokkrum hund­rað­köllum meira í útborguð laun, en ekki minna. Mun­ur­inn er svo enn meiri þegar neðar dregur vegna þess hversu per­sónu­af­slátt­ur­inn eykur vægi sitt þegar laun eru lægri. Skatt­kerfið frá 2013 var þannig sann­gjarn­ara gagn­vart öllum nema þeim allra hæstu tekju­hóp­unum en það skatt­kerfi dags­ins í dag, sem ráð­herra státar sig af í Morg­un­blað­inu.

Barna­bætur að engu orðnar

En skatt­kerfið er ekki bara per­sónu­af­sláttur og skatt­pró­sent­ur.

Hugsum okkur tvær fjöl­skyld­ur, aðra með með­al­tekjur og hina með mið­gild­is­tekj­ur, sem báðar sam­an­standa af for­eldrum og þremur börn­um, þar af tveimur börnum undir 7 ára aldri. Taflan hér að neðan sýnir hvernig þessi hópur hefur misst barna­bæt­urnar sínar á und­an­förnum árum.Barnabætur

Strax árið 2014 hætti fjöl­skyldan með með­al­tekj­urnar að fá barna­bæt­ur. Hjá mið­gild­is­fjöl­skyld­unni eru þær nán­ast að engu orðnar á fjórum árum.

Vaxta­bætur

Það hefur alltaf verið átak fyrir ungt fólk að kaupa sér íbúð, en nú er það orðið nán­ast von­laust. Fyrir þá sem það gera, þá er algeng stærð að fólk kaupi sér fast­eign að verð­mæti sem nemur um fimm­földum árs­laun­um. Ef við skoðum dæmi um hjón sem kaupa sér sína fyrstu fast­eign og eiga 10% í henni, þá hefur þróun á vaxta­bótum fyrir þann hóp verið á þá leið sem sést á töfl­unni hér til hlið­ar.

Vaxtabætur.Hér er átak­an­legt að sjá þró­un­ina. Í tíð síð­ustu tveggja rík­is­stjórna hefur vaxta­bóta- og barna­bóta­kerfið breyst úr almennu vel­ferð­ar­kerfi í ein­hvers konar fátækra­styrk.

Það er því ekki hægt að sjá að milli­stéttin horfi á hag sinn vænkast vegna skatt­breyt­inga af hálfu frá­far­andi rík­is­stjórn­ar, heldur hefur launa­skatt­ur­inn hækkað og þær til­færslur sem til staðar voru til handa þeim sem eiga börn og eru að koma sér upp hús­næði hafa með öllu horf­ið.

Sumt var ein­fald­lega betra í gamla daga.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Heim­ild­ir:

Heima­síða Rík­is­skatt­stjóra

Heima­síða Hag­stof­unnar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar