Látið lífeyrissjóðina okkar í friði

Þorsteinn Víglundsson, fráfarandi velferðarráðherra og þingmaður Viðreisnar, skrifar um lífeyrismál.

Auglýsing

Íslenska líf­eyr­is­kerfið er í fremstu röð í alþjóð­legum sam­an­burði. Hvort sem horft er til þátta á borð við nægj­an­leika líf­eyr­is­sparn­að­ar, eigna líf­eyr­is­sjóða sem hlut­falls af lands­fram­leiðslu eða kostn­aðar við rekstur kerf­is­ins. Kerfið byggir á þeirri ein­földu hugsun að hækk­andi með­al­aldri þjóð­ar­innar verði aldrei mætt með öðrum hætti en að hver kyn­slóð beri ábyrgð á eigin líf­eyri í gegnum söfn­un­ar­kerfi. Gegn­um­streym­is­kerfi, líkt og ein­kennir líf­eyr­is­kerfi flestra Evr­ópu­ríkja í dag, lendir óhjá­kvæmi­lega í vand­ræðum eftir því sem þjóðir eld­ast og fækkar á vinnu­mark­aði í hlut­falli við elli­líf­eyr­is­þega. Sé tekið mið af mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar má ætla þeim sem eru starf­andi á vinnu­mark­aði í hlut­falli við elli­líf­eyr­is­þega muni fækka úr 6 á móti 1 í dag í 3 á móti einum á næstu 4 ára­tug­um.

Hvernig stendur þá á því að ýmsir stjórn­mála­flokkar og raunar einnig nokkrir for­ystu­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafi allt á hornum sér þegar kemur að íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um? Í það minnsta þrír flokkar af þeim átta sem eiga full­trúa á þingi í dag hafa það á stefnu­skrá sinni að grípa inn í líf­eyr­is­kerfið með einum hætti eða öðrum og jafn­vel snúa frá söfn­un­ar­kerfi yfir í gegn­um­streym­is­kerfi að hluta, þvert á það sem flestar nágranna­þjóða okkar eru að gera.

Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá að það stendur ekki steinn yfir steini í rök­semda­færslum þess­ara flokka. Það eru einkum þrjú atriði sem gagn­rýnd eru og ég ætla að fjalla í stuttu máli um hvert þeirra.

Auglýsing

1. Líf­eyr­is­sjóða­kerfið er of dýrt í rekstri.

2. 3,5% ávöxt­un­ar­krafa líf­eyr­is­sjóða heldur uppi háum vöxtum hér á landi.

3. Líf­eyr­is­sjóða­kerfið er of stórt og því ætti að skatt­leggja inn­greiðslur í kerfið og/eða breyta því í gegn­um­streym­is­kerfi að hluta.

Rekstr­ar­kostn­aður líf­eyr­is­sjóða hér á landi er með því lægsta sem ger­ist

Reksturinn er hagkvæmur í alþjóðlegum samanburði.OECD heldur utan um marg­vís­lega og fróð­lega töl­fræði þegar kemur að líf­eyr­is­sjóð­um. Þar er meðal ann­ars hægt að sjá rekstr­ar­kostnað sem hlut­fall af heild­ar­eignum sjóða. Eins og sjá má á með­fylgj­andi mynd erum við hér í fremstu röð, þrátt fyrir að vera með eitt minnsta líf­eyr­is­kerfi heims. Sú þrá­láta stað­hæf­ing að líf­eyr­is­kerfið hér sé dýrt í rekstri fær því ekki stað­ist. Kerfið er vissu­lega mjög stórt á íslenskan mæli­kvarða og sam­an­lagður rekstr­ar­kostn­aður þess því „hár“ í krónum talið en sem hlut­fall af eignum er kerfið með því hag­kvæm­asta sem þekk­ist. 

Íslenska kerfið er svo dæmi sé tekið nokkuð sam­bæri­legt að stærð miðað við heild­ar­eignir og það norska og rekstr­ar­kostn­aður þess­ara tveggja er svip­aður sem hlut­fall af eign­um. Líf­eyr­is­kerfi Portú­gal, Aust­ur­rík­is, Pól­lands og Belgía eru einnig sam­bæri­leg að stærð en rekstr­ar­kosn­aður þeirra er í öllum til­vikum hærri. Gagn­rýni á rekstr­ar­kostnað líf­eyr­is­sjóða á því ekki við rök að styðj­ast.

For­ystu­menn verka­lýðs­fé­laga, sem eiga að þekkja vel til líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins í gegnum störf sín, eiga líka að vita bet­ur. Það er alvar­legt þegar slíkir for­ystu­menn eru, annað hvort gegn betri vit­und eða af hreinni van­þekk­ingu, að grafa undan trausti til líf­eyr­is­kerf­is­ins með mál­flutn­ingi sem þess­um.

Raun­á­vöxt­un­ar­krafa myndar ekki vaxta­gólf

Því er gjarnan haldið fram að 3,5% raun­á­vöxt­un­ar­krafa líf­eyr­is­sjóð­anna myndi ein­hvers konar vaxta­gólf, þ.e. að ávöxt­un­ar­krafa líf­eyr­is­sjóð­anna við­haldi háu vaxta­stigi hér á landi. Sú full­yrð­ing stenst heldur enga skoð­un. 

Raunávöxtun lífeyrissjóðanna íslensku, er í meðallagi, en þó betri en í mörgum löndum sem við berum okkur saman við.Fyrir það fyrsta verður að hafa hér í huga að 3,5% raun­á­vöxt­un­ar­við­miðið er notað til að reikna upp þau rétt­indi sem sjóð­fé­lagar eiga í líf­eyr­is­sjóð­um. Gengið er út frá því að sjóð­irnir skili til lengri tíma litið 3,5% raun­á­vöxtun og líf­eyr­is­rétt­indi þeirra sem þegar hafa hafið töku líf­eyris sem og þeirra sem enn eru á vinnu­mark­aði byggja á þeirri álykt­un. Ef þetta við­mið væri lækkað þyrfti að öðru óbreyttu að skerða veru­lega líf­eyr­is­rétt­indi í núver­andi kerfi. Það er hins vegar fátt sem bendir til ann­ars en að sjóð­irnir standi undir þess­ari kröfu til lengri tíma. Með­al­raun­á­vöxtun íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins und­an­gengin 5 ár er t.d. 5,2%.

Í öðru lagi eru ekki bein tengsl milli vaxta­stigs ríkis og ávöxt­unar líf­eyr­is­sjóða með blandað eigna­safn. Lægri vextir þýða að öðru óbreyttu hærri ávöxtun hluta­bréfa og öfugt. Þetta sést í sjálfu sér ágæt­lega á með­fylgj­andi mynd sem sýnir raun­á­vöxtun líf­eyr­is­sjóða und­an­farin fimm ár í löndum OECD. Af mynd­inni að dæma verður ekki séð að nein sér­stök fylgni sé milli vaxta­stigs og ávöxt­unar líf­eyr­is­sjóða. Þau ríki sem raða sér fyrir ofan okkur í þess­ari töflu eru til að mynda öll með umtals­vert lægri vexti af hús­næð­is­lánum en tíðkast hér á landi.

Raun­vextir hafa þar að auki lækkað um 2-3% hér á landi á und­an­förnum röskum tveimur ára­tugum án þess að það hafi haft áhrif á lang­tíma­á­vöxtun líf­eyr­is­sjóða svo séð verði. Ávöxtun líf­eyr­is­sjóða ræðst af eigna­sam­setn­ingu og þar skiptir miklu máli að eigna­söfn séu vel áhættu­dreifð, bæði hvað varðar eigna­flokka eins og hluta­bréf og skulda­bréf, en ekki síður hvað varðar land­fræði­lega áhættu.

Er líf­eyr­is­sjóða­kerfið of stórt?

Þessi skoðun hefur verið áber­andi á und­an­förnum miss­er­um. Hefur verið bent á að hlut­deild líf­eyr­is­sjóð­anna í inn­lendu hag­kerfi kynni að verða óhóf­lega mikil og í því sam­hengi bent á vax­andi hlut­deild sjóð­anna á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði. Það var vissu­lega áhyggju­efni á meðan við bjuggum enn við gjald­eyr­is­höft hversu lítið líf­eyr­is­sjóðir gátu fjár­fest erlend­is. Sú staða hefur hins vegar breyst með afnámi gjald­eyr­is­hafta og ekki verður séð an nað en að líf­eyr­is­sjóðir hafi aukið erlendar fjár­fest­ingar sínar að und­an­förnu. Í frjálsu fjár­magns­flæði munu sjóð­irnir geta haldið áfram að byggja upp erlent eigna­safn sitt. Það er líka skyn­sam­leg stefna til lengri tíma enda ekki gott að sjóð­irnir eigi allt sitt undir jafn sveiflu­kenndu hag­kerfi og því íslenska.

Ísland er með eitt allra stærsta lífeyriskerfið, sé horft til eigna miðað við landsframleiðslu.Eignir íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins eru nú um 150% af lands­fram­leiðslu. Fjöl­mörg ríki OECD reka líf­eyr­is­kerfi af svip­aðri hlut­falls­legri stærð eða meira. Vegið með­al­tal OECD ríkj­anna er um 125% en í Dan­mörku, Hollandi og Kanada eru heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða heldur meiri en hér á landi sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu. 

Stærð kerf­is­ins sýnir fyrst og fremst að íslenska líf­eyr­is­kerfið hefur vaxið og dafnað og hefur alla burði til að takast á við líf­eyr­is­skuld­bind­ingar sínar gagn­vart þeim kyn­slóðum sem nú eru á vinnu­mark­aði. Það er það sem skiptir mestu máli. Í nýlegri skýrslu OECD um nægj­an­leika líf­eyr­is­sparn­aðar hér á landi kemur m.a. fram að sam­an­lögð rétt­indi frá líf­eyr­is­sjóðum og almanna­trygg­ingum tryggi mið­gildi tekna um 94% af með­al­ævi­tekjum sín­um. Sé sér­eign­ar­sparn­aði bætt við fer þetta hlut­fall í 103%. 

Til sam­an­burðar þá tryggir norska líf­eyr­is­kerfið (al­manna­trygg­ingar + söfn­un­ar­rétt­indi) líf­eyr­is­þegum 70% af með­al­ævi­tekjum. Norska líf­eyr­is­kerfið byggir fyrst og fremst á gegn­um­streym­is­kerfi en aukin áhersla hefur verið á upp­bygg­ingu söfn­un­ar­sjóða á und­an­förnum árum. Eitt ein­kenna norska kerf­is­ins eru umtals­vert lak­ari líf­eyr­is­rétt­indi yngra fólks en þeirra sem eldri eru. Þannig geta ein­stak­lingar fæddir 1953 vænst þess að ná um 80% af með­al­ævi­tekjum í líf­eyri á sama tíma og þeir sem fæddir eru 1975 munu fá rétt lið­lega 60%. Þessu er öfugt farið hér þar sem yngri kyn­slóð­irnar munu hafa betri líf­eyr­is­rétt­indi en þær eldri eftir því sem söfn­un­ar­líf­eyr­is­kerfið nær fullum þroska.

Mis­vitrir stjórn­mála­menn eyði­leggi ekki skyn­sam­legt og vel rekið líf­eyr­is­kerfi

Það sem ein­kennir íslenska líf­eyr­is­kerfið er fram­sýni þeirra sem það mót­uðu. Það er óvenju­legt í Evr­ópu að til staðar sé jafn þroskað söfn­un­ar­líf­eyr­is­kerfi hjá jafn ungri þjóð og okk­ar. Fyrir vikið er öldrun þjóð­ar­innar ekki sér­stök byrði á vel­ferð­ar­kerf­ið. Þvert á móti munu eldri borg­arar fram­tíð­ar­innar ekki síður verða skatt­greið­endur en þeir sem eru á vinnu­mark­aði. Þetta skiptir miklu máli, enda vitað mál að kostn­aður við heil­brigð­is­kerfið okkar mun aukast í réttu hlut­falli við hækk­andi með­al­aldur þjóð­ar­inn­ar.

Það leiðir hug­ann að annarri hug­mynd sem skýtur reglu­lega upp koll­in­um, en það er að skatt­leggja inn­borg­anir í líf­eyr­is­sjóð í stað þess að skattur sé greiddur af útborg­un­um. Ein helsta rök­semda­færsla þessa er að þetta muni að öðru óbreyttu minnka líf­eyr­is­sjóð­ina. Sú breyt­ing á skatt­byrði kyn­slóð­anna sem þessu myndi fylgja er hins vegar grafal­var­leg. Stað­reyndin er sú að við skatt­lagn­ingu útborg­ana, líkt og kerfið er byggt upp í dag, munu eldri borg­arar fram­tíð­ar­innar standa straum af kostn­aði vel­ferð­ar­kerf­is­ins við öldrun þjóð­ar­inn­ar. Verði þessu fyr­ir­komu­lagi breytt og inn­greiðslur skatt­lagðar í stað­inn þýðir það á manna­máli að þær kyn­slóðir sem nú eru á miðjum aldri eða eldri muni njóta góðs af en fram­tíð­ar­kyn­slóðir munu fá reikn­ing­inn í formi hærri skatt­byrði en ella. Til­lögur þessa efnis snú­ast því í raun ekki um neitt annað en að ræna börnin okk­ar.

Það er grafal­var­legt að stjórn­mála­menn sem vilja láta taka sig alvar­lega skuli setja fram hug­myndir sem þess­ar. Í það minnsta Mið­flokkur og Flokkur fólks­ins hafa það á stefnu­skrá sinni að breyta skatt­lagn­ingu líf­eyr­is­greiðslna og seil­ast þannig með kruml­urnar í líf­eyr­is­sparnað lands­manna til að geta aukið útgjöld rík­is­sjóðs í dag. Slíkir til­burðir end­ur­spegla annað tveggja, algert þekk­ing­ar­leysi á eðli líf­eyr­is­kerf­is­ins eða full­komið ábyrgð­ar­leysi gagn­vart því.

Líf­eyr­is­kerfið okkar er eitt hið öfl­ug­asta í Evr­ópu. Við eigum að vera stolt af því og verja þá fram­sýni sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins sýndu með stjórn­völdum á sínum tíma við mótun þess og upp­bygg­ingu. Við eigum að verja það með öllum til­tækum ráðum fyrir til­burðum skamm­sýnna stjórn­mála­manna sem vilja fjár­magna bólgin útgjalda­lof­orð með því að skatt­leggja fram­tíð­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar