Auglýsing

Í dag barst Kjarn­anum bréf frá Ólafi Eiríks­syni, lög­manni hjá LOGOS lög­manns­stofu, fyrir hönd Glitnis HoldCo, eign­ar­halds­fé­lags utan um eft­ir­stand­andi eignir Glitnis banka. Í bréf­inu er því haldið fram að óheim­ilt sé að birta gögn eða upp­lýs­ingar úr gögnum sem Kjarn­inn byggði á í frétta­skýr­ingu sem birt var í gær, með fyr­ir­sögn­inni „Að vera eða vera ekki inn­herj­i“. Ólafur segir í bréf­inu að umbjóð­andi hans telji birt­ingu frétta­skýr­ing­ar­innar vera ólög­mæta og brjóta í bága við þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans kemur fram að hún sé unnin upp úr skýrslu KPMG, skýrslu Ernst & Young, skýrslum frá Kroll og sam­an­tekt frá LEX. Allt eru þetta aðilar sem unnu fyrir skila­nefnd Glitnis við að rann­saka fjár­magns­flutn­inga og við­skipti innan hans í kringum banka­hrun­ið.

Í bréfi lög­manns­ins er bent á að fyrir liggi lög­bann, sem sett var á umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vík Media upp úr gögnum frá Glitni í síð­asta mán­uði, við birt­ingu gagna og upp­lýs­inga er byggja á gögnum sem bundin eru trún­aði.

Í ljósi ofan­greinds fer LOGOS, fyrir hönd Glitnis HoldCo, fram á við Kjarn­ann að hann veiti „ Í fyrsta lagi upp­lýs­ingar um hvort frek­ari birt­ing úr umræddum gögnum sé fyr­ir­hug­uð. Hér átt við allar fréttir sem byggja á upp­lýs­ingum og/eða gögnum frá Glitni eða úr kerfum þess.[...]Í öðru lagi er þess farið á leit við Kjarn­ann að ef frek­ari birt­ing úr fram­an­greindum gögnum er fyr­ir­huguð að umbjóð­anda okk­ar, Glitni, verði til­kynnt fyrir fram með tveggja sól­ar­hringa fyr­ir­vara að slík birt­ing standi til.“

Í nið­ur­lagi bréfs­ins segir að Glitnir HoldCo áskilji sér rétt til að grípa til allra lög­mæta aðgerða vegna birt­ingar Kjarn­ans á umræddum trún­að­ar­upp­lýs­ing­um.

Almenn­ingur á að fá að vita

Í umræddri frétta­skýr­ingu, sem byggir sann­ar­lega á gögnum innan úr Glitni sem kyrfi­lega eru merkt trún­að­ar­mál, er m.a. greint frá því í fyrsta skipti að hópur stjórn­enda og starfs­manna Glitn­is, sem hafði vit­neskju um það að stjórn­ar­for­maður hans var að fara á fund Seðla­bank­ans 25. sept­em­ber 2008 til að óska eftir fyr­ir­greiðslu þar sem Glitnir átti ekki fyrir gjald­daga láns sem var fram und­an, hefðu selt eignir sínar í pen­inga­mark­aðs­sjóðnum Sjóði 9 dag­anna 24-26. sept­em­ber 2008.

Þar er líka greint frá því að félög tengd Baugs­fjöl­skyld­unni, sem var ráð­andi eig­andi í Glitni, hefði inn­leyst sam­tals 766 millj­ónir króna úr sjóðnum 25-26. sept­em­ber. Í gögn­unum kemur fram að Jón Ásgeir Jóhann­es­son, höfuð þeirrar fjöl­skyldu, hafi verið beinn þátt­tak­andi í öllu ferl­inu í kringum ofan­greindan fund með Seðla­bank­an­um.

Á þessu tíma­bili lá ekk­ert fyrir um að Glitnir væri að falla. Banka­stjóri bank­ans kom þvert á móti tví­vegis fram í fjöl­miðl­um, dag­anna 21. og 22. sept­em­ber 2008 og sagði að bank­inn væri traust­ur. Á sama tíma var hann reyndar að láta milli­færa hund­ruð millj­ónir króna, sem hann hafði tekið út úr Glitni, inn á banka­reikn­ing í Bret­landi.

Þeir aðilar sem fram­kvæmdu ofan­greinda fjár­magns­flutn­inga, og björg­uðu þar með eigin fjár­munum frá því að rýrna, Og þeir bjuggu yfir upp­lýs­ingum sem almenn­ingur hafði sann­ar­lega ekki á þessum tíma.

Auglýsing
Fjölmargir Íslend­ing­ar, sem unnu ekki í banka né áttu slík­an, en áttu í sama sjóði töp­uðu pen­ing­um. Þeir höfðu ekki sömu upp­lýs­ingar og stjórn­end­urn­ir, starfs­menn­irnir og eig­end­urnir sem færðu sína pen­inga í öruggt skjól.

Líkt og flestir vita var síðan til­kynnt um þjóð­nýt­ingu Glitnis 29. sept­em­ber, neyð­ar­lög sett þann 6. októ­ber og Glitnir var síðan tek­inn yfir af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu 7. októ­ber 2008.

Fjar­stæðu­kenndar kröfur sem verður að for­dæma

Þessar upp­lýs­ing­ar, sem nú eru opin­berar í fyrsta sinn vegna þess að fjöl­miðlar hafa kom­ist yfir trún­að­ar­gögn frá Glitni, eiga sann­ar­lega erindi við almenn­ing. Þær eru mik­il­vægar til að sýna á þann aðstöðumun sem var til staðar þegar banka­hrunið reið yfir. Hvernig sumir gátu, stöðu sinnar vegna, gert ráð­staf­anir sem aðrir höfðu engar for­sendur til að gera.

Það er skoðun Kjarn­ans, eftir að hafa ráð­fært sig við lög­menn, að þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki eigi ekki við um fjöl­miðla. Blaða­menn geti því ekki brotið banka­leynd.

Þess utan er mik­il­væg­ara að almenn­ingur fái að vita um atburði sem skipta hann máli en að leynd yfir athæfum manna sem bjuggu yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum sé virt.

Þær kröfur sem settar eru fram í bréfi lög­manna Glitnis til Kjarn­ans, um að fjöl­mið­ill upp­lýsi einka­hluta­fé­lag utan um eignir gjald­þrota banka fyr­ir­fram um hvaða fréttir hann ætli mögu­lega að segja, eru algjör­lega fjar­stæðu­kennd­ar. Og Kjarn­inn mun að sjálf­sögðu ekki verða við þeim undir neinum kring­um­stæð­um. Upp­lýs­ingar um hvort, og þá hvaða, við­bót­ar­fréttir eða frétta­skýr­ingar verði skrif­aðar upp úr þeim gögnum tengdum Glitni sem Kjarn­inn hefur undir höndum eru, og verða áfram, ein­ungis á vit­orði rit­stjórnar Kjarn­ans. Þetta eru rit­skoð­un­ar­til­burðir sem eiga ekk­ert erindi í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Glitnir er með þessu að reyna að taka sér rit­stjórn­vald yfir frjálsum og óháðum fjöl­miðli. Þessum til­burðum ber að hafna og for­dæma harð­lega.

Nið­ur­lag bréfs­ins, þar sem frek­ari aðgerðum er hótað ef ekki verði orðið við kröfum Glitn­is, er enn eitt dæmið um þögg­un­ar­til­burði í tengslum við þetta mál. Nú þegar hefur félag­inu tek­ist að fá lög­bann á aðra fjöl­miðla sem fjallað hafa um gögnin og komið í veg fyrir að þeir gætu gert það í aðdrag­anda kosn­inga. Slíkar hót­anir hafa engin áhrif á Kjarn­ann. Trún­aður hans er við les­end­ur, ekki gjald­þrota banka, fyrr­ver­andi starfs­menn hans, eig­endur eða við­skipta­menn.

Það sem er að eiga sér stað hér er gríð­ar­lega alvar­legt mál, algjör­lega óháð því hvert and­lag frétt­anna sem fluttar hafa verið er. Hér á sér stað aðför að lýð­ræð­is­legri umræðu.

Kjarn­inn mun, nú sem fyrr,  standa fast í lapp­irnar gagn­vart þeirri aðför.

Hægt er að styrkja Kjarn­ann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari