Facebook er skrímsli

Samfélagsmiðlarnir eru orðnir að mikilvægu vopni í stríði nútímans, þar sem barist er um að almenningsálitið.

Auglýsing

Þessa dagana fara fram yfirheyrslur í bandaríska þinginu vegna rannsóknar þingnefndar á afskiptum rússneskra yfirvalda af kosningunum í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári.

Margt hefur komið fram í þessari rannsókn sem er áhugavert, en undanfarna daga hefur kastljósið beinst að tæknifyrirtækjunum, einkum Facebook, Google og Twitter.

Það atriði sem helst stendur upp úr, er að nú þykir það alveg óumdeilt - ólíkt því sem tæknifyrirtækin sögðu opinberlega skömmu eftir kosningarnar - að auglýsingar og efni, að miklu leyti með dellu og öfgakenndum áróðri, var skipulega dreift til fólks í gegnum samfélagsmiðla af rússneskum aðilum. Samtals náðu auglýsingar og keypt efni til að minnsta kosti 156 milljóna manna í Bandaríkjunum.

Auglýsing

Sláandi upplýsingar

Sérstaklega eru upplýsingar um þetta sláandi gagnvart Facebook, sem er langáhrifamesti vefur heimsins. Hann tengir saman 1,8 milljarða manna, og heldur utan um nútímaleg samskipti fólks. 

Sagan að baki þessari uppbyggingu er örstutt, einungis um 10 ára. Áhrifin dýpka sífellt eftir því sem umfang Facebook í lífi okkar verður meira. 

Í gær voru meðal annars birtar upplýsingar sem sýndu hvernig rússneskir aðilar hefðu birt yfir þrjú þúsund auglýsingar og gervivefsíður, í aðdraganda kosnginganna í fyrra, sem síðan birtu skilaboð sín gagnvart markhópum í Bandaríkjunum.

Auglýsingarnar voru misjafnar eftir því um hvaða svæði var að ræða. Um þaulskipulagðar aðgerðir virðist hafa verið að ræða, gagngert til að ala á illdeilum og pólaríserandi umræðum um umdeild mál.

Þegar á heildina er litið þá virðast auglýsingarnar hafa verið miðaðar að því að ýta undir stuðning við Donald J. Trump og orðræðu hans.

Ein þeirra sem hefur talað um þessa þróun - og hætturnar fyrir lýðræðislega umræðu og framgang kosninga - er Dianne Feinstein, öldungardeildarþingmaður úr Kaliforníu. Í þinginu í gær lét hún forsvarsmenn tæknifyrirtækjanna heyra það, og sagði þá ekki með öllu gera sér grein fyrir hættunum sem þessi fyrirtæki hefðu boðið heim. 

Hún sagðist líta svo á að það þyrfti mun sterkara regluverk og eftirlit heldur nú væri fyrir hendi, og einnig aðgerðir af hálfu tæknifyrirtækjanna sem kæmu í veg misnotkun. „Við erum ekki að fara neitt, herrar mínir. Og þetta er stórt og mikið vandamál,“ sagði hún eftir að hafa gagnrýnt forsvarsmenn tæknifyrirtækjanna fyrir að hafa ekki komið fram með nægilega góð svör við því, hvernig mætti koma í veg fyrir að nethernaður væri stundaður, eins og reyndin hefði verið í aðdraganda kosninganna í fyrra.

Mikilvæg umræða

Þessi umræða, sem nú á sér stað í Bandaríkjunum og vítt og breitt um heiminn, er afar mikilvæg. Margt bendir til þess að grundvallarlagabreytingar þurfi að eiga sér stað til að takmarka áhrif samfélagsmiðlanna og koma í veg fyrir að mikil áhrif þeirra séu misnotuð af hagsmunaðilum, stórfyrirtækjum, óvinveittum ríkjum eða pólitískum andstæðingum í kosningum.

Það þarf að skoða þessi mál vel, hér á landi eins og annars staðar. Facebook er að mörgu leyti orðið að skrímsli, þar sem erfitt er að gera sér grein fyrir því hvað snýr upp og hvað niður, og í mörgum tilvikum er það della og rugl sem verður ofan í umræðum.

Misnotkun á þessu gangverki nútímasamskipta er orðin að vopni í baráttunni um almenningsálitið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari