Margra alda stökk íslenskrar tónlistar þökk sé flóttamönnum

Árni Snævarr skrifar um hversu mikið við Íslendingar eigum flóttamönnum og innflytjendum að þakka.

Auglýsing

Þegar Sam­ein­uðu þjóð­irnar leit­uðu að sam­starfs­að­ilum í her­ferð sem nefnd er „Sam­an” (Together) til stuðn­ings flótta­mönnum og far­and­fólki, má segja að það hafi legið í augum uppi að sækja á mið tón­list­ar­inn­ar.  Færa má rök fyrir því að íslensk tón­list eigi  flótta­mönnum og inn­flytj­endum stóra skuld að gjalda, sem og afkom­endum þeirra, allt frá Róbert Abra­ham Ottós­syni til Vla­dimir Ask­hen­azy og  Emilíönu Torr­ini til John Grant.

For­svars­menn Iceland Airwa­ves tóku strax vel í þetta og bentu á að á meðal helstu flytj­enda á hátíð­inni sem nú stendur yfir, væri fjöld­inn allur af lista­mönnum sem fylltu þennan flokk.

Auglýsing

En hvers vegna eigum við útlend­ingum svo mikið að þakka að hér ríkir blóm­legt tón­list­ar­líf hvort heldur sem er í sígildri eða alþýðu­tón­list, að ekki sé minnst á kóra og tón­list­ar­skóla?

Heim­ildir eru til fyrir því að fyrsti bisk­upinn á Hólum hafi sótt hingað frá meg­in­land­inu Rik­ini nokk­urn  sem hafi verið “glöggur í tón­list”.

Lítið er þó vitað um tón­list á Íslandi fram að siða­skiptum en upp úr því er ­messu­söngs­bók­in ­sem oft­ast er nefnd Grall­ar­inn tekin sam­an.  Þótt kirkjan hafi litið niður á söng og dansa utan helgi­halds­ins var alþýðu­tón­list til, og eigum við Bjarna Þor­steins­syni í lok 19. aldar, að þakka þekk­ingu okkar á henni og Þursa­flokknum að hafa miðlað henni á plötum sín­um.

En erlendum ferða­mönnum sem skrif­uðu ferða­bækur um Ísland á átj­ándu og nítj­ándu, varð flestum tíð­rætt um hversu vondir söng­menn Íslend­ingar voru, bæði falskir og ósam­stíga. Vakn­ing verður í lok 19.aldar og strax eftir fyrra stríð reyna Íslend­ingar að fá hingað erlent tón­list­ar­fólk, en það er fyrst og fremst í aðdrag­anda síð­ari heims­styrj­ald­ar­innar sem flótta­menn undan ofsóknum nas­ista fjöl­menna hing­að.

 „Þeir tón­list­ar­menn sem komu til Íslands í aðdrag­anda heims­styrj­ald­ar­innar síð­ari -- til dæmis Róbert Abra­ham, Vict­or Urbancic og Heinz Edel­stein, svo nokkrir séu nefnd­ir -- voru hámennt­aðir heims­borg­arar sem ekki voru lengur vel­komnir í heima­landi sín­u,” bendir Árni Heimir Ing­ólfs­son, tón­list­ar­fræðngur, á.

Óðinn Mel­sted, sagn­fræð­ingur gaf í fyrra út bók­ina Með nótur í fartesk­inu, um erlenda tón­list­ar­menn á Íslandi 1930-1960.  Þar er fjallað um erlenda áhrifa­valda í íslenskri tón­list svo sem Þjóð­verj­ana Róbert Abra­ham Ott­ós­son, Heinz Edel­stein, Rut Stef­aníu Her­manns, Albert Klahn, og Annie Leifs; Aust­ur­rík­is­menn­ina Carl BillichAnnie Chaloupek, Franz Mixa, Paul Pamplicher og Vict­or Urbancic, og Týrol­bú­ann Sig­urð Dem­etz.  Þá voru fjöl­margir Danir hér mis­lengi við hljóð­færa­leik og kennslu svo sem Poul Bern­burg.

Vla­dimir Ash­kenzy kom svo hingað frá­ Sov­ét­ríkj­un­um og blés lífi í S­in­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands, sem alltaf hefur sótt styrk og krafta til útlendra hljóð­færa­leik­ara – að ekki sé minnst á hlut hans í stofnun Lista­há­tíðar í Reykja­vík.

 „Störf erlendu tón­list­ar­mann­anna urðu til þess að hraða upp­bygg­ingu íslensks tón­list­ar­lífs,” segir Óðinn Mel­sted í bók sinn­i.  „Þannig tóku Íslend­ingar margra alda stökk í tón­list­ar­sög­unni – sam­an­borið við önnur lönd – með því að flytja inn erlend áhrif með hjálp erlends mann­afla.”

Árni Heimir Ing­ólfs­son tekur í sama streng:

 „Þetta varð ein mest­a ­gæfa tón­list­ar­lífs á Íslandi frá upp­hafi vega. Þekk­ing og hæfi­leikar þess­ara snjöllu tón­list­ar­manna báru hér­ ­á­vöxt og eiga ríku­legan þátt í þeirri blóm­legu tón­list sem hér er nú iðk­uð, ­sama hvort er í tón­list­ar­skól­um, leik­hús­tón­list eða Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands. Þessir menn fleyttu Íslandi fram um ára­tugi í tón­list­inni og skuld okkar við þá verður í raun aldrei full­greidd.” 

Fjöl­margir út­lend­ingar hafa á sama hátt auðgað íslenska popptón­list, og er banda­ríski tón­list­ar­mað­ur­inn John Grant, þekkt­astur í dag, en hann hefur búið hér á landi í nokkur ár.

Á meðal tón­list­ar­manna á Iceland Airwa­ves sem auðgað hafa lista­líf ann­ara landa er ætt­lands­ins eru Micahel Kiwanyuka, sonur flótta­manna frá ofríki Idi Amin í Úganda. Lido Pimi­enta, rekur ættir sínar til Indíána og Afr­íku­búa í Kól­umbíu en starfar í Kanada og Káryyn, er af sýr­lensk-­ar­mensku bergi brotin og býr í Banda­ríkj­un­um, að ógleymdri okkar hálf­ítölsku Emilíönu Torr­ini.

Sam­an, her­ferð Sam­ein­uðu þjóð­anna til stuðn­ings flótta­mönnum og far­and­fólki hófst á leið­toga­fundi sam­tak­anna haustið 2016. Fræð­ast má nánar um hana hér. Höf­und­ur starfar sem upp­lýs­inga­full­trúi hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum í Brus­sel, 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar