Rússneska byltingin 100 ára

Rósa Magnúsdóttir, sagnfræðingur við Árósaháskóla í Danmörku og sérfræðingur í sögu Sovétríkjanna og kalda stríðsins, skrifar um rússnesku byltinguna sem á 100 ára afmæli í dag.

Auglýsing

Í dag eru liðin 100 ár frá valda­töku bol­sé­vika í Rúss­landi. Hvað sem manni kann að finn­ast um bylt­ing­una eða bol­sé­vika almennt er engum blöðum um það að fletta að rúss­neska bylt­ingin var einn allra mik­il­væg­asti atburður tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar, enda gætti áhrifa hennar langt út fyrir landa­mæri rúss­neska heims­veld­is­ins. Alla öld­ina og fram að hruni Sov­ét­ríkj­anna var haldið veg­lega upp á afmæli bylt­ing­ar­innar ár hvert bæði heima og víða erlend­is. Ísland var þar engin und­an­tekn­ing; bylt­ing­araf­mælið skip­aði stóran sess í félags­lífi íslenskra sós­í­alista og var minnst með marg­vís­legum hætti.   

Hátíða­höldin í Sov­ét­ríkj­unum báru þess alla tíð merki að nauð­syn­legt var að rétt­læta til­vist Sov­ét­ríkj­anna og við­halda útópískum hug­sjónum bol­sé­vika. En eftir því sem tím­inn leið mátti greina áherslu­breyt­ingar í minn­ing­ar­at­höfn­un­um. Í upp­hafi lögðu bol­sé­vikar þunga áherslu á gildi bylt­ing­ar­innar og þaul­skipu­lögð hátíða­höld voru ein leið til þess að skapa „grund­vall­ar­goð­sögn“ hinna nýju Sov­ét­ríkja. Hin opin­bera goð­sögn hvíldi á þeirri stað­hæf­ingu að októ­ber­bylt­ingin hefði verið sjálf­sprott­in: að bol­sé­vikar hefðu nán­ast verið bornir til valda í bylgju fjölda­hreyf­ingar í Rúss­landi. Ekki upp­lifðu þó allir bylt­ing­una á þennan hátt og frá októ­ber 1917 hefur verið deilt um hvort bylt­ingin hafi í raun verið valda­rán bol­sé­vika eða verið gerð í krafti fjölda­hreyf­ing­ar. 

Þátt­taka Rúss­lands í fyrri heims­styrj­öld­inni kost­aði miklar mann­fórnir og eftir bylt­ing­arnar árið 1917 tók við ára­löng blóðug borg­ara­styrj­öld. Hin nýja ráð­stjórn bol­sé­vika lagði því mikla áherslu á að upp­fræða almenna borg­ara um „rétt og við­eig­andi“ við­horf gagn­vart bylt­ing­unni. Þar skiptu þján­ingar óbreyttra borg­ar­anna litlu máli. Mark­miðið var að skapa og við­halda goð­sögn og sam­eig­in­legum minn­ingum um við­burð sem rétt­lætti ein­ræði bol­sé­vika og síðar Sov­ét­ríkin sjálf. Ekki þarf því að koma á óvart að til við­bótar við íburð­ar­mikil hátíða­höld og umfangs­miklar her­sýn­ingar beitti hið unga ríki rit­skoðun og kúgun til að úti­loka við­horf er ekki sam­ræmd­ust grund­vall­ar­goð­sögn­inni um októ­ber­bylt­ing­una.

Auglýsing

Að vissu leyti átti sigur Sov­ét­manna í „föð­ur­lands­stríð­inu mikla“ (eins og síð­ari heims­styrj­öldin er kölluð í Rúss­landi) þátt í að styrkja lög­mæti bylt­ing­ar­inn­ar, enda tengdu yngri kyn­slóðir mest við þann atburð fram eftir allri tutt­ug­ustu öld­inni. Þegar opin­ber hátíða­höld á sig­ur­deg­inum 9. maí hófust í tíð Leoníd Bré­snévs, leið­toga sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins á tíma­bil­inu 1964–1982, fengu þau einnig meira vægi hjá Sov­ét­mönnum en hátíða­höldin vegna októ­ber­bylt­ing­ar­innar höfðu haft. Og þannig hefur það hald­ist frá því að Sov­ét­ríkin liðu undir lok.

Frá árinu 1996 var ekki lengur vísað í „dag hinnar miklu októ­ber­bylt­ing­ar“. Í stað­inn ákvað Boris Jeltsín, þáver­andi for­seti Rúss­lands, að dag­ur­inn yrði end­ur­skírður „dagur ein­ingar og sam­stöð­u“, enda ekki lengur ástæða til að standa vörð um grund­vall­ar­goð­sögn ríkis sem var ekki lengur til. En þó svo að vald­hafar í Rúss­landi hefðu ekki séð ástæðu til að halda áfram upp á bylt­ing­una opin­ber­lega breytti það ekki sögu­legu mik­il­vægi hennar fyrir Rússa. Mörgum finnst þó ein­kenni­legt hversu lít­ill almennur áhugi hefur verið á rúss­nesku bylt­ing­unni í Rúss­landi og hversu auð­velt hefur reynst að afmá eða bæla minn­ingar um marga helstu atburði tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar. 

Eins og áður sagði mið­ast áhugi Rússa á eigin sam­tíma­sögu aðal­lega við „föð­ur­lands­stríðið mikla“ og vald­hafar ýta undir þann áhuga með íburð­ar­miklum hátíða­höldum í maí ár hvert. Svo mik­ill er stuðn­ing­ur­inn við minn­ingu föð­ur­lands­stríðs­ins að 7. nóv­em­ber árið 2015 ákváðu rúss­nesk stjórn­völd að svið­setja á nýjan leik her­sýn­ingu frá árinu 1941, þegar Rauði her­inn mar­sér­aði fram hjá Kreml á leið sinni á víg­stöðv­arn­ar. Þessi við­burð­ur, þar sem bylt­ing­araf­mælið var notað til að halda upp á síð­ari heims­styrj­öld­ina, sýnir vel hversu erfitt það er fyrir núver­andi vald­hafa að halda upp á 7. nóv­em­ber. 

Núver­andi for­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, er þekktur fyrir aðdáun sína á stór­veldi Sov­ét­ríkj­anna, enda taldi hann upp­lausn þeirra „mestu ham­far­ir“ 20. ald­ar. Það sam­ræm­ist þó ekki mark­miðum hans að sýna stuðn­ing sinn við bylt­ingu sem velti sitj­andi vald­höfum úr sessi – og á það jafnt við um mót­mæl­endur á Mai­dan­torgi í Kíev árið 2013 sem og bylt­ing­ar­sinna á Hall­ar­torg­inu í Petr­ógrad árið 1917. Pútin hefur unnið mark­visst að því að sam­eina Rússa og byggja upp sjálfs­mynd þeirra sem þjóð­ar. Frá upp­hafi valda­tíðar sinnar hefur hann þannig lagt áherslu á rúss­nesk gildi og hefur ekki viljað minn­ast umróta­tíma, hvorki atburð­anna árið 1917 né árið 1991, heldur túlka sögu Rúss­lands sem órofa heild.

Til að gera þeirri sögutúlkun skil hef­ur Pútín þurft að finna nýjar leiðir til að standa að sam­eig­in­legum hátíða­höld­um. Í valda­tíð hans hefur verið gripið til þess ráðs að beina athygl­inni frá 7. nóv­em­ber með því að end­ur­vekja 4. nóv­em­ber sem sam­ein­ing­ar­dag þjóð­ar­innar og gera hann að opin­berum hátíð­is­degi. Fram að bylt­ing­unni 1917 hafði verið haldið upp á þennan dag til að minn­ast þess að sama dag árið 1612 tókst að reka pólskt her­setu­lið frá Moskvu­ríki og lauk þar með ólgu og ógn­ar­stjórn þessa tíma­bils í sögu Rúss­lands. Alveg eins og bylt­ing­araf­mælið var til þess fallið að sam­eina Sov­ét­menn í tryggð við hið nýja ríki og mark­mið þess duld­ist engum þau skila­boð sem fólust í því árið 2005 að sam­eina Rússa um minn­ing­una um frelsi frá erlendum áhrif­um, enda hef­ur Pútín ekki farið leynt með mark­mið sitt um „óháð og sterkt“ Rúss­land. 

Ekki voru þó allir sáttir við þessa við­leitni Pútíns að færa athygl­ina frá 7. nóv­em­ber. Þannig hefur Komm­ún­ista­flokkur Rúss­lands haldið áfram að halda dag­inn hátíð­legan víðs vegar um land­ið. Komm­ún­ista­flokk­ur­inn minn­ist einnig 100 ára afmæl­is­ins með viku­langri dag­skrá og við­burð­um. Sömu sögu er að segja um Rétt­trún­að­ar­kirkj­una, sem hefur haldið á lofti minn­ingu bylt­ing­ar­inn­ar, en vita­skuld á allt öðrum for­sendum en Komm­ún­ista­flokk­ur­inn, enda mark­aði rúss­neska bylt­ingin upp­haf ofsókna komm­ún­ista gegn full­trúum kirkj­unn­ar.   

Á tíma­bili leit út fyrir að Pútín myndi standa að opin­berri minn­ing­ar­at­höfn í til­efna atburð­anna árið 1917, en ekk­ert hefur orðið af því. Í nýlegri ræðu á rúss­neska þing­inu not­aði Pútín bylt­ing­araf­mælið til að ítreka orð­ræðu sína um mik­il­vægi sátta og sam­stöðu í rúss­nesku sam­fé­lagi. Ekki eru þó allir sáttir við það hvern­ig Pútín ýtir undir þjóð­ern­is­sjálfs­mynd Rússa með því að stýra því hvernig almenn­ingur upp­lifir og túlkar sög­una. Í ár er Mik­hail Zygar, þekktur rúss­neskur ­blaða­mað­ur­ og gagn­rýn­andi Pút­ins einna mest áber­andi full­trúi þeirra sem vilja tefla fram annarri sögu­skoð­un. (Þess má geta að Zygar kom hingað til Íslands á ráð­stefnu árið 2016 til að fjalla um stjórn­ar­farið í Rúss­landi á tím­um Pútíns). Hann ákvað að koma sög­unni um bylt­ing­una árið 1917 áleiðis til almenn­ings með því að opna vef­síðu ásamt hópi sagn­fræð­inga, blaða­manna og hönn­uða sem ber heitið „1917: Svobodnaja istor­ija. Þar er sagan rakin dag­lega með vísun í atburði og raddir frá árinu 1917. Les­and­inn sér þannig tíma­línu sem minnir á sam­fé­lags­miðla (hægt er að finna verk­efnið bæði á ensku og rúss­nesku á öllum helstu sam­fé­lags­miðl­um) og er sér­stök áhersla lögð á að sýna myndir ásamt textum úr dag­bókum og bréfum fólks af öllum sam­fé­lags­stig­um.

Þessi end­ur­gerð sög­unnar höfðar ekki aðeins til nýrra kyn­slóða; hún vekur einnig athygli á því að árið 1917 voru margs konar straumar í Rúss­landi, ekki aðeins í stjórn­mál­unum heldur líka í listum og sam­fé­lags­málum almennt. Verk­efni Zygars er sjálf­stætt fram­tak og hefur hlotið verð­skuld­aða athygli í Rúss­landi og utan þess, enda mjög vel að því stað­ið. Hóp­ur­inn kom einnig að gerð viða­mik­illar sýn­ingar í Tretja­kov-gall­er­í­inu í Moskvu sem nú stendur yfir. Með því að beita nútíma­legum aðferðum við miðlun sög­unnar hef­ur Zygar tek­ist að beina sjónum að þess­ari flóknu sögu bæði heima við og út um allan heim. Hund­rað ára afmælis bylt­ing­ar­innar hefur einnig verið minnst við háskóla, söfn og stofn­anir í Rúss­landi og utan þess. Út hafa komið ótal nýjar bækur og greinar um rúss­nesku bylt­ing­una á fjöl­mörgum tungu­málum og sjón­varps­stöðvar sýna heim­ilda­myndir um dramat­íska sögu bylt­ing­ar­innar og Rúss­lands á 20. öld. Minn­ingu bylt­ing­ar­innar og sögu­legu mik­il­vægi hennar er þannig haldið á lofti í fræða­sam­fé­lag­inu sem og fjöl­miðl­um. 

Margir skýra þögn Pútíns um bylt­ing­araf­mælið svo að hann sé með hug­ann við for­seta­kosn­ing­arnar sem fara fram í Rúss­landi á næsta ári. Til að styrkja stöðu sína skipti mestu máli að koma á fram­færi ímynd „stöð­ug­leika og sam­stöðu“ meðal rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar, en ekki minn­ast umdeildra atburða. Mót­mælin gegn honum í Rúss­landi síð­ustu helgi og vikur sýna þó að ein­hver hluti Rússa er honum ekki hlið­holl­ur. Og aug­ljóst er að Pútín, eða hinn „nýi keis­ari Rússa“ eins og breska viku­rit­ið The Economist kall­aði hann í nýlegri umfjöll­un, sér sér engan hag í því að minn­ast eða vekja opin­ber­lega athygli á valda­töku fámenns hóps fyrir hund­rað árum.

Höf­undur er dós­ent í sagn­fræði við Árósa­há­skóla í Dan­mörku. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar