Viðskiptafræði í stað þunglyndislyfja

Viðar Freyr Guðmundsson veltir fyrir sér tengslum menntunar og þunglyndis í aðsendri grein.

Auglýsing

Staðreynd:

Á Íslandi eru allt að tvisvar sinnum meiri líkur á þunglyndi meðal einstaklinga sem ekki hafa lokið menntun eftir grunnskóla heldur en meðal þeirra sem hafa lokið háskólaprófi.

Fólk sem er langskólagengið er ólíklegra til að þjást af þunglyndi.

Auglýsing


Hið augljósa:

Einhverjir kynnu að segja að þeir sem ljúka framhaldsnámi séu einmitt frekar þeir sem eru með sterkar taugar. Þessar tölur séu að einhverju leyti vegna þess. Það er rökrétt ályktun. Það er engin spurning um að þeim sem hefur almennt vegnað betur í lífinu fram að þeim punkti, sem kemur að því að velja sér framhaldsmenntun, eru mun líklegri til að halda áfram að vegna vel í lífinu. En munurinn á milli þessara hópa er langtum meiri hér en annars staðar í OECD. Ég tel að þetta sé eitthvað sem mætti taka til skoðunar. 

Kenning:

Hér ríkir viðhorfsvandi til menntunarstöðu og skortur á úrræðum fyrir þá sem kjósa aðra leið í lífinu en bóknám.

Gagnrýni: 

Þessar tölur sýna að aukin framhaldsmenntun minnki líkur á þunglyndi.

Svar: 

Ef það er rétt, þá ætti það lögmál að gilda á sama hátt um Svía og margar aðrar þjóðir þar sem munurinn er minni á tíðni þunglyndis milli menntunarstiga. Er ekki líklegra að „náttúrulegur“ munur á milli þessara hópa sé vegna þess að menn voru þunglyndir fyrir og áttu þess vegna erfiðara með að ljúka námi? Það sé þunglyndið sem hefur áhrif á námsárangur, en ekki öfugt? 

Ef kenningin um að nám komi í veg fyrir þunglyndi á að standast, þá er greinilega mikill munur á námi á Íslandi miðað við t.d. Svíþjóð hvað þetta varðar. Við eigum líka enn eftir að sjá geðlækna skrifa upp á viðskiptafræði til að lækna þunglynda. Ég vek einnig athygli á að þunglyndi meðal háskólamenntaðra er svipað hér og í mörgum samanburðarlöndum. Þunglyndið meðal hinna er frávikið.

Ályktun:

Ef það má tala um „náttúrulegan“ mun á tíðni þunglyndis milli menntunarstiga, þá er munurinn þar á milli hér á Íslandi „ónáttúrulega“ hár. Að líkindum margfalt meiri en hann gæti best verið.

Orsakir:

Ég held að við getum útilokað tilgátuna að námsstig sé orsakavaldur. Þá sé ég á borðinu þrjá mögulega aðra orsakavalda:

1. Menntakerfið styður illa við þá sem lenda í andlegum erfiðleikum eða þurfa meiri félagslega aðstoð til að ljúka námi. Þannig að lítill hluti þess hóps lýkur námi.

2. Hugsanlegt er að vegna ríkrar kröfu frá samfélaginu um æðri menntun þá valdi það vandamálum hjá þeim sem ekki ljúka námi. Það sé í raun orsök þunglyndis hjá mörgum að verða undir í samfélagi sem gerir mikla kröfu um menntun. Menn sjá að tækifærin til að öðlast gott líf hafa að miklu leyti runnið úr höndunum á þeim. Ef til vill af ástæðum sem voru óviðráðanlegar til að byrja með.


3. Hugsanlega eru einfaldlega mun betri námsleiðir og úrræði fyrir aðra en þá sem vilja klára háskólanám í hinum löndunum.

Ég tel að blanda af þessum þremur þáttum útskýri muninn milli landanna.

Hver er þín skoðun?


Höfundur er félagsmálafrömuður

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar