Flóttafjölskyldu í viðkvæmri stöðu var vísað úr landi

Fráfarandi formaður ungmennaráðs Barnaheilla skrifar um málefni flóttamanna, og hvernig Ísland kom nýlega fram við ungt fólk á flótta.

Auglýsing

Óléttri móð­ur, Sobo Answar Hasan, föð­ur, Nasr Mohammed Rahim, og 18 mán­aða syni þeirra, Leo, var vísað úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar í gær­morgun með nán­ast engum fyr­ir­vara. Umsókn þeirra um alþjóð­lega vernd á Íslandi var hafnað en þau komu fyrst til lands­ins 20. mars síð­ast­lið­inn eftir að hafa verið synjað um hæli í Þýska­landi.

Í gær­morgun voru þau send út í óviss­una. Þau vita ekk­ert hvað verður um fram­tíð sína, hvort þau fái að dvelja í Þýska­landi eða verði send aftur til Íraks eða Íran, því hjónin koma frá sitt­hvoru land­inu. Þeirra bíður dauða­refs­ing í Íran en þau hafa flúið ofsóknir af hálfu fjöl­skyldu­með­lima og þeim hefur verið hótað líf­láti. Vegna þess að Leo er fæddur á flótta í Evr­ópu, ótt­ast for­eldrar hans það einnig að hann verði grýttur til dauða í Íran þar sem fólk muni segja hann trú­lausan og krist­inn.

Þau flúðu ekki að ástæðu­lausu heima­land sitt og fóru til Þýska­lands. Það sama má segja um komu þeirra til Íslands. Hún var ekki að ástæðu­lausu. Þau voru í leit að betra lífi. Þeim líður vel hér og vilja bara lifa eðli­legu og áhyggju­lausu fjöl­skyldu­lífi. Að senda fjöl­skyld­una úr landi, þar sem þeirra bíður ofbeldi og jafn­vel dauði, er brot á mann­rétt­ind­um.

Auglýsing

Í stjórn­ar­skrá Íslands, barna­vernd­ar­lögum og Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna segir að tryggja skuli börnum allt það sem vel­ferð þeirra krefst og að hags­munir þeirra skuli verða hafðir að leið­ar­ljósi við afgreiðslu allra mála sem þau varða.

Börn eiga rétt á að lifa og þroskast í öruggu umhverfi en það er að mínu mati greini­lega ekki Leo litla fyrir bestu að hafa verið sendur í burtu. Það er einnig brot á lögum að senda fólk þangað þar sem líf þeirra kann að vera í húfi. Það er óheim­ilt ,,...að senda útlend­ing eða rík­is­fangs­lausan ein­stak­ling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að ótt­ast ofsókn­ir,..., er í yfir­vof­andi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð...“ (ný útlend­inga­lög)

Í 3. kafla nýrra útlend­inga­laga seg­ir: 

III. kafli. Máls­með­ferð­ar­reglur í málum um alþjóð­lega vernd.

25. gr, 3. og 4. mgr - Varði mál sam­kvæmt þessum kafla barn skulu hags­munir þess hafðir að leið­ar­ljósi. Barni sem myndað getur eigin skoð­anir skal tryggður réttur til að tjá sig í máli sem það varðar og skal tekið til­lit til skoð­ana þess í sam­ræmi við aldur og þroska, sbr. 2. mgr. 10. gr. Við ákvörðun sem er háð mati stjórn­valds skal huga að öryggi barns, vel­ferð þess og félags­legum þroska og mögu­leika þess til að sam­ein­ast fjöl­skyldu sinni. Varði mál fylgd­ar­laust barn eða annan ein­stak­ling í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu skal reynt að tryggja að starfs­maður með við­eig­andi sér­þekk­ingu og reynslu vinni að mál­in­u.  

42. gr. Grund­vall­ar­reglan um bann við því að vísa fólki brott eða end­ur­senda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.

Ekki er heim­ilt sam­kvæmt lögum þessum að senda útlend­ing eða rík­is­fangs­lausan ein­stak­ling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að ótt­ast ofsókn­ir, sbr. 37. og 38. gr., eða vegna svip­aðra aðstæðna og greinir í flótta­manna­hug­tak­inu er í yfir­vof­andi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð. Sama gildir um þá ein­stak­linga sem eru úti­lok­aðir frá rétt­ar­stöðu flótta­fólks skv. 40. gr. 

Ég og við í ung­menna­ráði Barna­heilla biðlum til íslenskra stjórn­valda og yfir­valda að hafa mann­rétt­indi barna og fólks ávallt í huga þegar ákvarð­anir eru teknar sem varða þau. Við viljum að flótta­fólki sé sýnd sama mannúð og öðr­um. Barn er barn, sama hvaðan það kem­ur, rétt eins og við erum öll mann­eskjur óháð upp­runa, kyni, menn­ingu o.s.frv.

Mann­rétt­indi ber að virða, enda ekki bara ein­hver orð á blaði.

Þessi grein er byggð á eft­ir­far­andi heim­ild­um:

Greinar og við­töl:

htt­p://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2017/11/30/fjol­skyld­an_var_­flutt_­ur_land­i_i_morg­un/

htt­p://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2017/11/19/vilja_veita_­leo_vernd_a_is­landi/

htt­p://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2017/10/20/grat­bidja_um_a­d_fa_a­d_ver­a_her_a­fram/

Laga­bálkar:

https://www.alt­hing­i.is/laga­s/n­una/2016080.html

htt­p://www.­barnasattmali.is/­barnasattmal­inn/­barnasattmal­inn­heild­ar­text­i.html

https://www.alt­hing­i.is/laga­s/n­una/2002080.html

https://www.alt­hing­i.is/laga­s/n­una/1944033.html

Höf­undur er frá­far­andi for­maður ung­menna­ráðs Barna­heilla og þátt­tak­andi í land­skeppni ungra vís­inda­manna, á vegum Háskóla Íslands, og Evr­ópu­keppni ungra vís­inda­manna.

Verk­efni Her­dís­ar, Staða flótta­barna á Íslandi, er rann­sókn­ar­skýrsla sem sýnir að brotið hefur verið á rétt­indum barna sem sækja um alþjóð­lega vernd á Íslandi, setur það skýrt fram hvaða rétt­indi gilda þegar börn sækja um alþjóð­lega vernd, geymir við­töl við sér­fræð­inga í þessum mála­flokki og annan fróð­leik, inn­lendan og erlend­an.

Vegg­spjaldið í við­hengi er afurð verk­efn­is­ins. Á því eru nokkrar reglur Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, settar fram á skýran og ein­faldan hátt, ætl­aðar börn­um, for­eldrum þeirra og þeim sam­tökum sem sjá um þeirra mál­efni, til að hafa í huga.

Réttindi barna á flótta, veggspjald.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar