Flóttafjölskyldu í viðkvæmri stöðu var vísað úr landi

Fráfarandi formaður ungmennaráðs Barnaheilla skrifar um málefni flóttamanna, og hvernig Ísland kom nýlega fram við ungt fólk á flótta.

Auglýsing

Óléttri móð­ur, Sobo Answar Hasan, föð­ur, Nasr Mohammed Rahim, og 18 mán­aða syni þeirra, Leo, var vísað úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar í gær­morgun með nán­ast engum fyr­ir­vara. Umsókn þeirra um alþjóð­lega vernd á Íslandi var hafnað en þau komu fyrst til lands­ins 20. mars síð­ast­lið­inn eftir að hafa verið synjað um hæli í Þýska­landi.

Í gær­morgun voru þau send út í óviss­una. Þau vita ekk­ert hvað verður um fram­tíð sína, hvort þau fái að dvelja í Þýska­landi eða verði send aftur til Íraks eða Íran, því hjónin koma frá sitt­hvoru land­inu. Þeirra bíður dauða­refs­ing í Íran en þau hafa flúið ofsóknir af hálfu fjöl­skyldu­með­lima og þeim hefur verið hótað líf­láti. Vegna þess að Leo er fæddur á flótta í Evr­ópu, ótt­ast for­eldrar hans það einnig að hann verði grýttur til dauða í Íran þar sem fólk muni segja hann trú­lausan og krist­inn.

Þau flúðu ekki að ástæðu­lausu heima­land sitt og fóru til Þýska­lands. Það sama má segja um komu þeirra til Íslands. Hún var ekki að ástæðu­lausu. Þau voru í leit að betra lífi. Þeim líður vel hér og vilja bara lifa eðli­legu og áhyggju­lausu fjöl­skyldu­lífi. Að senda fjöl­skyld­una úr landi, þar sem þeirra bíður ofbeldi og jafn­vel dauði, er brot á mann­rétt­ind­um.

Auglýsing

Í stjórn­ar­skrá Íslands, barna­vernd­ar­lögum og Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna segir að tryggja skuli börnum allt það sem vel­ferð þeirra krefst og að hags­munir þeirra skuli verða hafðir að leið­ar­ljósi við afgreiðslu allra mála sem þau varða.

Börn eiga rétt á að lifa og þroskast í öruggu umhverfi en það er að mínu mati greini­lega ekki Leo litla fyrir bestu að hafa verið sendur í burtu. Það er einnig brot á lögum að senda fólk þangað þar sem líf þeirra kann að vera í húfi. Það er óheim­ilt ,,...að senda útlend­ing eða rík­is­fangs­lausan ein­stak­ling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að ótt­ast ofsókn­ir,..., er í yfir­vof­andi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð...“ (ný útlend­inga­lög)

Í 3. kafla nýrra útlend­inga­laga seg­ir: 

III. kafli. Máls­með­ferð­ar­reglur í málum um alþjóð­lega vernd.

25. gr, 3. og 4. mgr - Varði mál sam­kvæmt þessum kafla barn skulu hags­munir þess hafðir að leið­ar­ljósi. Barni sem myndað getur eigin skoð­anir skal tryggður réttur til að tjá sig í máli sem það varðar og skal tekið til­lit til skoð­ana þess í sam­ræmi við aldur og þroska, sbr. 2. mgr. 10. gr. Við ákvörðun sem er háð mati stjórn­valds skal huga að öryggi barns, vel­ferð þess og félags­legum þroska og mögu­leika þess til að sam­ein­ast fjöl­skyldu sinni. Varði mál fylgd­ar­laust barn eða annan ein­stak­ling í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu skal reynt að tryggja að starfs­maður með við­eig­andi sér­þekk­ingu og reynslu vinni að mál­in­u.  

42. gr. Grund­vall­ar­reglan um bann við því að vísa fólki brott eða end­ur­senda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.

Ekki er heim­ilt sam­kvæmt lögum þessum að senda útlend­ing eða rík­is­fangs­lausan ein­stak­ling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að ótt­ast ofsókn­ir, sbr. 37. og 38. gr., eða vegna svip­aðra aðstæðna og greinir í flótta­manna­hug­tak­inu er í yfir­vof­andi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð. Sama gildir um þá ein­stak­linga sem eru úti­lok­aðir frá rétt­ar­stöðu flótta­fólks skv. 40. gr. 

Ég og við í ung­menna­ráði Barna­heilla biðlum til íslenskra stjórn­valda og yfir­valda að hafa mann­rétt­indi barna og fólks ávallt í huga þegar ákvarð­anir eru teknar sem varða þau. Við viljum að flótta­fólki sé sýnd sama mannúð og öðr­um. Barn er barn, sama hvaðan það kem­ur, rétt eins og við erum öll mann­eskjur óháð upp­runa, kyni, menn­ingu o.s.frv.

Mann­rétt­indi ber að virða, enda ekki bara ein­hver orð á blaði.

Þessi grein er byggð á eft­ir­far­andi heim­ild­um:

Greinar og við­töl:

htt­p://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2017/11/30/fjol­skyld­an_var_­flutt_­ur_land­i_i_morg­un/

htt­p://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2017/11/19/vilja_veita_­leo_vernd_a_is­landi/

htt­p://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2017/10/20/grat­bidja_um_a­d_fa_a­d_ver­a_her_a­fram/

Laga­bálkar:

https://www.alt­hing­i.is/laga­s/n­una/2016080.html

htt­p://www.­barnasattmali.is/­barnasattmal­inn/­barnasattmal­inn­heild­ar­text­i.html

https://www.alt­hing­i.is/laga­s/n­una/2002080.html

https://www.alt­hing­i.is/laga­s/n­una/1944033.html

Höf­undur er frá­far­andi for­maður ung­menna­ráðs Barna­heilla og þátt­tak­andi í land­skeppni ungra vís­inda­manna, á vegum Háskóla Íslands, og Evr­ópu­keppni ungra vís­inda­manna.

Verk­efni Her­dís­ar, Staða flótta­barna á Íslandi, er rann­sókn­ar­skýrsla sem sýnir að brotið hefur verið á rétt­indum barna sem sækja um alþjóð­lega vernd á Íslandi, setur það skýrt fram hvaða rétt­indi gilda þegar börn sækja um alþjóð­lega vernd, geymir við­töl við sér­fræð­inga í þessum mála­flokki og annan fróð­leik, inn­lendan og erlend­an.

Vegg­spjaldið í við­hengi er afurð verk­efn­is­ins. Á því eru nokkrar reglur Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, settar fram á skýran og ein­faldan hátt, ætl­aðar börn­um, for­eldrum þeirra og þeim sam­tökum sem sjá um þeirra mál­efni, til að hafa í huga.

Réttindi barna á flótta, veggspjald.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar