Trúboð í skólum – í boði skólayfirvalda

Skólayfirvöld neyða foreldra til þess að opinbera lífsskoðun sína þrátt fyrir tilmæli Menntamálaráðuneytis þar um.

Auglýsing

Á aðventu er boðið upp á margt og ýmis­legt. Flest af því er jákvæð upp­lif­un. Tón­leik­ar, góður mat­ur, sam­veru­stundir með fólki sem maður sér ekki oft osfrv. En síðan er líka boðið upp á nei­kvæða upp­lifun og það sem meira er -  í boði skóla­yf­ir­valda.

Á hverju ári und­an­far­inn 15-20 ár eða svo hafa deilur um trú­boð í skólum blossað upp á aðventu. Í mörgum leik- og grunn­skólum (hér eftir skól­ar) er farið með börn í kirkju, þau taka þátt í helgi­leik og sum staðar er trú­fé­lögum gef­inn kostur að mæta í skóla með grímu­laust trú­boð. Allt í boði skóla­yf­ir­valda.

En við svo var ekki búið enda­laust. Reykja­vík­ur­borg ruddi braut­ina og setti sér reglur um sam­skipti skóla og trú­fé­laga árið 2012. Þar var m.a. tekið fyrir dreif­ingu trú­ar­rita s.s. Nýja testa­ment­is Gíd­eon­fé­lags­ins. Því miður var því haldið opnu að mögu­leiki væri á að fara með börn í kirkju­heim­sóknir á aðventu.

Auglýsing

For­eldrar spyrna við fótum

Síðan þá hefur gagn­rýni for­eldra á kirkju­heim­sóknir auk­ist og hefur hún leitt til að sumir skólar hafa lagt af slíkar heim­sókn­ir. En til eru skólar sem enn streit­ast við. En um hvað snýst mál­ið? Af hverju eru árvissar deilur í skól­anum á aðventu?

For­eldr­ar, eins og aðrir í sam­fé­lag­inu, hafa mjög mis­mun­andi lífs­skoð­an­ir. Sumir eru kristn­ir, aðrir múslimar, stór hópur er trú­laus en lang­sam­lega flestir vilja ráða upp­eldi eigin barna. Sam­fé­lagið er marg­breyti­legt en skóla­yf­ir­völd virð­ast ekki vera með það á hreinu.

Fræðsla eða trú­boð – réttur for­eldra

Kjarni þess­arar deilu er tví­þætt­ur. Í fyrsta lagi hvort trú­boð sé ásætt­an­legt í opin­berum skólum og í öðru lagi réttur for­eldra til að ala upp barn sitt.

Fyrri hlut­inn ætti að vera nokkuð skýr. Hlut­verk presta er að boða trú. Sið­mennt hefur í gegnum árin fengið sögur for­eldra sem lýsa því sem fram fer. Það eru helgi­leikir, biðja bænir eða syngja sálma. Slíkt á ekki heima í opin­berum skól­um.

Því er haldið fram að trú­boð sé ekki hættu­legt. Af því fer tvennum sög­um. Frá hinsegin fólki hefur okkur borist frá­sagnir af því að það sé skað­legt og þó ein­hverjum finnst svo ekki vera og telja að trú­boð geri öllum gott þá eru það engin rök í mál­inu.

Mann­rétt­inda­sátt­máli Evr­ópu kveður á um rétt for­eldris til upp­eldis barns síns. Þar segir í 2. gr. samn­ings­við­auka nr. 1:

Engum manni skal synjað um rétt til mennt­un­ar. Hið opin­bera skal í öllum ráð­stöf­unum sín­um, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt for­eldra til þess að tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í sam­ræmi við trú­ar- og lífs­skoð­anir þeirra.

Að krefja for­eldra um trú­ar- eða lífs­skoðun þeirra

Mennta­mála­ráðu­neytið sendi frá sér til­mæli árið 2013 og er þessi klausa þ.á.m.:

„Eftir fremsta megni skal forð­ast að nem­endur og for­eldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa gera grein fyrir lífs­skoð­unum sín­um.“

Margar sögur for­eldra sem Sið­mennt hefur borist bera með sér ótta þeirra við að stöðugt að þurfa að gefa upp lífs­skoðun sína.

Ef barnið fer ekki í ferm­ing­ar­fræðslu kirkj­unnar og for­eldrið for­vitn­ast um hvers vegna skóla­starf sé lamað vegna ferm­ing­ar­ferða­lags á skóla­tíma. Þá er ­for­eldrið að gefa upp lífs­skoðun sína.

Ef for­eldrið and­mælir kirkju­heim­sókn­um, dreif­ingu trú­ar­rita eða öðru trú­boði kirkj­unnar – þá er það að opin­bera lífs­skoðun sína.

Ef for­eldri and­æfir helgi­leik í skól­anum þá er það um leið að gefa upp lífs­skoðun sína.

Hvernig eru við­brögð skóla­yf­ir­valda? Jú börnum for­eldra sem hafa aðra lífs­skoðun geta farið á bóka­safnið eða gert eitt­hvað ann­að, nú eða verið heima.

Sögur úr raun­veru­leik­anum

Hér eru nokkur brot úr frá­sögnum for­eldra sem Sið­mennt barst á síð­asta ári. Þau end­ur­spegla mis­réttið og þann ótta sem for­eldrar bera í brjósti þegar þau velta fyrir sér hvort þau eiga að stíga fram og and­æfa. Öll auð­kenni skóla eru tekin út.

 . . . dag­inn ??. des­em­ber taka starfs­menn . . . .kirkju á móti börnum . . . skóla.

Nem­endur lesa jóla­guð­spjallið og flytja ljóð. Allir nem­endur skól­ans fara á sama tíma til kirkju. For­eldr­ar, sem ekki vilja að börn þeirra fari í heim­sókn í kirkj­una eru vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa sam­band við umsjón­ar­kenn­ara. Börn, sem ekki fara í kirkju verða í umsjón kenn­ara á meðan á kirkju­ferð stend­ur. For­eldrar eru því til­neyddir að hafa sér­stak­lega sam­band og eiga þá hættu á því að börn þeirra upp­lifi sig útundan.“
 Reykja­vík

„Í . . . .skóla í Garðabæ er börnum boðið upp á kirkju­ferð í des­em­ber, eða að vera á bóka­safn­inu á meðan hinir fara í kirkju. Okkur for­eldrum þykir ekki boð­legt að óska eftir því að okkar barn sé látið "sitja eft­ir" á bóka­safn­inu á meðan önnur börn fara í "skemmti­lega" kirkju­ferð. Í fyrra hug­leiddum við að óska eftir því að okkar barn færi ekki í kirkju, við ákváðum þó að gera það ekki, svo barnið væri ekki í þeirri stöðu að "mega" ekki fara með öðrum börnum í vett­vangs­ferð.“ Garða­bær

„Nú er sonur minn 5 ára að fara í kirkju­heim­sókn með leik­skól­anum sínum í vik­unni og ég var að kom­ast að því í dag að hann á að taka þátt í helgi­leik. Ég el hann ekki upp í krist­inni trú (engri trú reynd­ar) og segi honum að  jólin séu haldin hátíð­leg til að fagna þess að það sé farið að birta aft­ur.“ Ótil­greint bæj­ar­fé­lag

En þannig er nú mál með vexti að dóttir mín mun leika engil í helgi­leik . . . skóla sem hald­inn verður í . . . kirkju á morg­un. Allar æfingar hafa verið 100% sam­tvinn­aðar skóla­starf­inu og því með öllu ómögu­legt fyrir okkur að taka hana út úr því án þess að stilla henni upp sem "trú­lausri" aftur og aftur og aftur fyrir fram­an bekkja­fé­lag­ana - ja eða þá að hafa hana í mán­að­ar­löngu jóla­fríi - þannig að við tókum ein­fald­lega þann "kost­inn" að stein­þegja um hvað okkur fannst vera mikið brotið á okkur með þessu. Því ef kirkju­ferðir í des­em­ber eru óþægi­leg­ar, þá er það að neyða börnin til að sjá sjálf um að flytja trú­boðið gjör­sam­lega útí hött!“ Reykja­vík

 „Góðan dag.

Ég á dóttur í 4. bekk . . . skóla. Einn dag­inn sótti ég hana í skól­ann og þá var hún með plagg frá . . . kirkju sem var aug­lýs­ing frá KFUM og KFUK. Þar fara þau í eft­ir­far­and­i: 

15. sept­em­ber Partý­leikir og veit­ingar

. . . .“ Ótil­greint bæj­ar­fé­lag

„Í leik­skól­anum . . .  í . . .  kemur maður að nafni . . .  og er með söng­stund. Hann kemur í alla leik­skóla bæj­ar­ins einu sinni í viku eftur minni bestu vit­und. Eitt­hvað hef ég heyrt um það að hann teng­ist kirkju bæj­ar­ins en veit það ekki fyrir víst. Þar eru börnin látin syngja kristi­lega söngva eins og hver skap­aði blómin og hver skap­aði mig og þig ( veit ekki nafn lags­ins) svo um jólin eru þau latin taka þátt í að syngja um aðventu­kertin (við kveikjum einu kerti á). 

Mér finnst ekk­ert að því að börnin kynn­ist jóla­hefðum en að þau séu latin syngja um það hver skap­aði hitt og þetta þar sem svarið er drottin guð finnst mér alveg ótrú­legt þar sem þetta eru allt börn undir 5 ara aldri.“
 Höf­uð­borg­ar­svæðið

 „Góðan dag, mig lang­aði að for­vitn­ast hvort þið bjóðið upp á ein­hvers konar fræðslu / kynn­ingar fyrir börn? Ég bý í . . .  og var að kom­ast að því að skól­inn býð­ur uppá viku­legar kirkju­heim­sóknir fyrir börn sem voru að byrja í 1.bekk. Þar sem börnum finnst leið­in­legt að vera skil­in útundan, fer barnið mitt með hópnum en mig lang­aði að athuga hvort hægt væri að heim­sækja ykkur líka til að jafna út þessa skekkju í fyrstu fræðslu þeirra um trú.“ Höf­uð­borg­ar­svæðið

 „Í . . . skóla á . . .  hefur sunnu­daga­skóli þjóð­kirkj­unnar verið starf­ræktur tvo daga í viku og yngstu börn­unum smalað í hann, nema þeim sem eiga ekki að fara í hann - þau sitja eft­ir. 

Í . . . skól­anum á . . . kemur prest­ur­inn í heim­sókn á haustin til að tala við ferm­ing­ar­börn­in. Þetta er ekki til­kynnt til for­eldra/­for­sjárað­ila og mjög ósmekk­legt í alla stað­i.“ 
Af lands­byggð­inni

Hættum trú­boði í opin­berum skólum

Ef hér á landi væri trú­ræði þá er skilj­an­legt að trú­boð sé hluti náms­skrár. En svo er sem betur fer ekki. Öll börn gang­ast undir skóla­skyldu og hafa því ekki val. Opin­berir skólar eiga því að haga sínu starfi þannig að aðgreina ekki börn eftir lífs­skoð­unum for­eldra þeirra. Það er brot á mann­rétt­ind­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sið­mennt­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar