Metoo

Helga Brekkan segir að það sem við þurfum að gera sé að rétta karlrembum hendur og kippa þeim inn í nútímann.

Auglýsing

Ég hugs­aði að það væri að bera í bakka­full­ann læk­inn að tala um Metoo núna en um leið, af hverju ekki? Höfum við allar ekki þagað nógu lengi?

Þap sem ekki mátti tala um hefur öðl­ast rödd.

Þagg­aðar raddir kvenna sem hafa læð­st ­með fram ­tím­anum sem líður og blómstra nú í faðmi þús­unda. Metoo sprengdi stíflu og frá­sagnir streyma niður for­dóma karl­rembunn­ar.

Auglýsing

Ég skil erf­ið­leika karla ­sem eru vanir því að vera mið­punktur alls, að fylgj­ast nú með Metoo þar sem þeir eru það ekki.

En, sor­rí guys, en þetta heitir fram­farir og það er svo sann­ar­lega kom­inn tími á þær. Þið eruð ösku­bakk­arnir þegar reyk­inga­bann var sett á veit­inga­staði.

Að konur þori að segja frá and­legu og lík­am­legu ofbeldi eru mik­il­væg skref í átt að betra og rétt­lát­ara sam­fé­lagi. Og heil­brigð­ara of kors.

Eitt af mörgu sorg­legu sem kemur í ljós í tengslum við umræð­una, er að sum­ir ungir menn virð­ast ekki hafa aðrar fyr­ir­myndir en hrædda karla og klám­kjafta.

Góðar fyr­ir­myndir og upp­eldi skiptir máli. Að tala saman um um virð­ingu og mörk.

Sem ung­lingur hélt ég að málið væri að leys­ast. Að allir vissu þá að ó­jafn­rétti væri ekki „nú­tíma­legt“ og við því yrði brugð­ist. Því miður var það ekki svo og hafa dætur mínar einnig þurft að þola áreiti þessa ­mark­ar­lausu karla á sínum tutt­ugu plús árum.

Ég ól dætur mínar upp í Stokk­hólmi, í landi sem sam­kvæmt öllum mæl­ing­um, býður upp á mest jafn­rétti. Vorum á sumrin á Ís­landi og ég man þegar stelp­urnar komust á þann aldur að þær færu að taka eftir því sem sló mig eftir langa fjar­veru frá Íslandi. Karl­remban og við­horf til stelpna.

Ég segi ekki að íslenskar karl­rembur séu verri en sænsk­ar. Ég bý í Þýska­landi og eru þýskar karl­rembur jafn slæmar og þær sænsku og íslensku, svo ég tali nú ekki um þær aust­ur­rísku.

Þegar ég heim­sæki tví­bura­systur mína á Ítalíu þá skil ég að allar karl­rembur eru jafn óþol­andi og vont mein sama á hvaða máli þeir tala eða káfa.

Þegar ég fór sextán ára sem skiptinemi til Aust­ur­ríkis var karl­remban mesta menn­ing­ar­sjokk­ið. Að ganga fram hjá ­bygg­ing­ar­svæði og heyra hvernig körlunum á stil­löns­unum fannst í lagi að kalla og lýsa hvað þeir vildu gera. Hvernig kenn­ari tók um rass­inn á mér og spurði hvort ég ætti bara galla­buxur og ekk­ert pils, og margt verra. En það var líka vont þegar kenn­ari í íslenskum mennta­skóla kró­aði mig af. Í gegn­um Metoo bylt­ing­una rifj­ast ýmis­legt upp. Kraftur hug­rakkra kvenna sem stíga fram hefur hjálpað mér eins og öðrum að vinna úr kyn­bundnu ofbeldi sem flestar konur hafa upp­lif­að.

Vin­kona, sem kennir við lista­há­skóla í Sviss, sagði nýlega að þeir einu sem töl­uðu um Metoo þar væru karlar og þá til að kvarta yfir því að þeir „megi“ ekk­ert leng­ur. Að yfir­maður hennar hafi komið þétt aftan að henni og sagt að hún væri alltaf svo sexí þó hún væri bráðum fimm­tug. En, bætti hann við, það mætti hann ekki segja í „Þessu Metoo rugli öllu“.

Þetta ­fórn­ar­lamba­tal karla er svo patetískt að það hálfa væri nóg, en kannski er ástæða til þess að skoða það nánar til þess að gera sér grein fyrir órétt­látu kerfi og því sem sumir menn ótt­ast að þeir séu að missa. Karl­ar ­með völd vegna sam­trygg­ingar við aðra karla en ekki vegna mennt­unar eða hæfi­leika.

Þar stendur kannski hníf­ur­inn í kúnni (eða naut­in­u).

Ótt­inn um að vera afhjúp­aður sem fúskari, vel með­vit­aður um það að margar konur í kringum þig eru mun betur mennt­að­ar, und­ir­bún­ar o.s.frv. En þú, for­rétt­inda­karl­inn hefur rennt þér áfram á re­múlað­i ­flokks­ins, frí­múr­ara eða vottever gegnum lífið í feitum jeppa og nú eru allt í einu konur farnar að „væla“. Tala um sann­leik­ann og segja bara hreint út hvað þú ert mikið for­dóma­fífl. „And­skot­inn hafi það vin­stri­k­ellur á Alþingi að kvarta...eh nei, bíddu eru konur úr öllum flokk­um, ha? Best að hætta á Face­book það eru allir svo vondir við okkur „

Hér í Þýska­landi er Metoo langt frá því að vera hreyf­ing og óhugs­andi að þýskar þing­konur fylgdu í fót­spor þeirra íslensku.

Ég er stolt og hrærð yfir sænskum og íslenskum konum og styrk þeirra.

Það er enn langt í land og karl­remban hnatt­rænt mein, með þjóð­legum sér­kenn­um. Kannski eru íslenskar karl­rembur bara fastar í giljum og gjótum menn­ing­ar­legrar mis­hröð­un­ar. Það sem við þurfum að gera er að rétta þeim hendur og kippa inn í nútím­ann, þar sem er bjart­ara og skemmti­legra að lifa heil sam­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar