Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot

Fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Hann greinir sjálfur frá þessu í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu og kallar ásakanirnar „hreinan uppspuna“.

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins, utan­rík­is­ráð­herra og sendi­herra, hefur verið ákærður fyrir kyn­ferð­is­brot. Frá þessu greinir hann sjálfur í aðsendri grein sem Jón Bald­vin birtir í Morg­un­blað­inu í dag

Þar segir að lög­maður hans hafi tjáð honum að kæra hafi borist frá aðstoð­ar­sak­sókn­ara þar sem sak­ar­efnið sé meint kyn­ferð­is­brot sem átt hafi sér stað í júní 2018. „Nánar til­tekið á sak­ar­efnið að vera að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ við­kom­andi. Þetta á að hafa gerst í aug­sýn gest­gjafans, konu minn­ar, og ann­arra gesta,“ skrifar Jón Bald­vin. Hann segir ásak­anir kon­unnar vera hreinan upp­spuna og að trú­verðug vitni hafi vottað það við rann­sókn máls­ins, sem hafi staðið yfir í bráðum tvö ár. „Það er von að spurt sé: Á hvaða leið er ákæru­vald­ið?,“ skrifar Jón Bald­vin. 

Konur stigu fram

Fjöldi ásak­ana á hendur Jóni Bald­vini um kyn­ferð­is­brot voru lagðar fram snemma árs 2019. Hann hefur ætið neitað þeim öll­um. Ein slík ásök­un, um kyn­ferð­is­lega áreitni, kom frá Car­men Jóhanns­dóttur sem lýsti sam­skiptum sínum við Jón Bald­vin í við­tali við Stund­ina. Car­men sagði að atvikið hafi átti sér stað á Spáni í júní 2018, að loknum leik Íslands og Argent­ínu á HM í knatt­spyrnu, á heim­ili hans og Bryn­dísar Schram, eig­in­konu hans. „Þegar ég stóð upp á einum tíma­punkti og fór að skenkja í glös­in, þá bara gerði kall­inn sér lítið fyrir og byrj­aði að strjúka á mér rass­inn.“ 

Auglýsing
Í við­talið í Silfr­inu á RÚV í byrjun febr­úar 2019 sagði Jón Bald­vin að móðir Car­menar hefði hrópað upp þessa ásökun við mat­ar­borðið en sjón­ar­vott­ur, kona að nafni Hug­rún, sagði að þetta hafi ekki gerst. Jón Bald­vin telur að heim­sókn mæðgn­anna til hans og Bryn­dísar í hús þeirra á Spáni hafi verið svið­sett og til þess gerð að koma höggi á hann og að mæðgurnar séu tengdar Aldísi dóttur hans, sem hefur einnig sett fram alvar­legar ásak­anir á hendur föður sín­um.

Car­men kærði Jón Bald­vin til lög­reglu í mars 2019. 

Jón Bald­vin stefndi Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meið­yrði í júní í fyrra. Jafn­­framt stefndi hann Sig­mari Guð­­munds­­syni frétta­­manni og RÚV. Ástæðan var við­tal sem tekið var við Aldísi í morg­un­þætti á Rás 2 fyrr á því ári. Jón Bald­vin krafð­ist þess að fjórtán ummæli í við­tali á RÚV verði dæmd dauð og ómerk, þar af tíu hjá Aldísi og fjögur hjá Sig­mari. Einnig var gerð krafa um birt­ingu afsök­un­ar­beiðni. Málið hefur verið þing­fest en aðal­með­ferð er ólok­ið.

Skrifar bók

Jón Bald­vin segir í grein­inni í dag að þetta sé sein­asta útspilið í skipu­lagðri aðför að mann­orði hans og Bryn­dísar Schram, eig­in­konu hans, sem hafi bráðum staðið yfir í tvo ára­tugi. „Fimm sinnum hafa verið verið bornar fram kær­ur. Fimm sinnum hefur þeim verið vísað frá, þar sem til­efni til sak­fell­ingar fund­ust ekki.“

Hann segir þætti í þessu máli sem varði alla. „Það á svo sann­ar­lega við um hlut­verk fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla í sam­tím­an­um. Það er reg­in­munur á rann­sókn­ar­blaða­mennsku og ofsókna­blaða­mennsku. Í rétt­ar­ríki ber að gera strangar kröfur til þess, að dóm­stólar láti ekki stjórn­ast af ann­ar­legum hags­mun­um, póli­tískum rétt­trún­aði eða tísku­hreyf­ingum í almenn­ings­á­liti. Engum á að líð­ast að taka sér sjálftöku­rétt til að útskúfa ein­stak­lingum úr sam­fé­lag­inu á grund­velli upp­log­inna sak­ar­gifta. Samt hefur það þegar gerst í okkar sam­fé­lagi, að kröfu öfga­fem­inista og undir merkjum MeToo: Bæði atvinnu­bann og félags­leg útskúfun, eins og dæmin sanna. Hvar endar sú veg­ferð?“

Þessi mál hafi orðið til þess að Bryn­dís, eig­in­kona Jóns Bald­vins, hafi sett saman bók þar sem hún setur ofan­greint í sam­hengi við þjóð­fé­lags­legan veru­leika. Bók­in, sem heitir „Brosað í gegnum tár­in“ kemur í versl­anir á næstu dög­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent