Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot

Fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Hann greinir sjálfur frá þessu í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu og kallar ásakanirnar „hreinan uppspuna“.

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Auglýsing

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins, utan­rík­is­ráð­herra og sendi­herra, hefur verið ákærður fyrir kyn­ferð­is­brot. Frá þessu greinir hann sjálfur í aðsendri grein sem Jón Bald­vin birtir í Morg­un­blað­inu í dag

Þar segir að lög­maður hans hafi tjáð honum að kæra hafi borist frá aðstoð­ar­sak­sókn­ara þar sem sak­ar­efnið sé meint kyn­ferð­is­brot sem átt hafi sér stað í júní 2018. „Nánar til­tekið á sak­ar­efnið að vera að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ við­kom­andi. Þetta á að hafa gerst í aug­sýn gest­gjafans, konu minn­ar, og ann­arra gesta,“ skrifar Jón Bald­vin. Hann segir ásak­anir kon­unnar vera hreinan upp­spuna og að trú­verðug vitni hafi vottað það við rann­sókn máls­ins, sem hafi staðið yfir í bráðum tvö ár. „Það er von að spurt sé: Á hvaða leið er ákæru­vald­ið?,“ skrifar Jón Bald­vin. 

Konur stigu fram

Fjöldi ásak­ana á hendur Jóni Bald­vini um kyn­ferð­is­brot voru lagðar fram snemma árs 2019. Hann hefur ætið neitað þeim öll­um. Ein slík ásök­un, um kyn­ferð­is­lega áreitni, kom frá Car­men Jóhanns­dóttur sem lýsti sam­skiptum sínum við Jón Bald­vin í við­tali við Stund­ina. Car­men sagði að atvikið hafi átti sér stað á Spáni í júní 2018, að loknum leik Íslands og Argent­ínu á HM í knatt­spyrnu, á heim­ili hans og Bryn­dísar Schram, eig­in­konu hans. „Þegar ég stóð upp á einum tíma­punkti og fór að skenkja í glös­in, þá bara gerði kall­inn sér lítið fyrir og byrj­aði að strjúka á mér rass­inn.“ 

Auglýsing
Í við­talið í Silfr­inu á RÚV í byrjun febr­úar 2019 sagði Jón Bald­vin að móðir Car­menar hefði hrópað upp þessa ásökun við mat­ar­borðið en sjón­ar­vott­ur, kona að nafni Hug­rún, sagði að þetta hafi ekki gerst. Jón Bald­vin telur að heim­sókn mæðgn­anna til hans og Bryn­dísar í hús þeirra á Spáni hafi verið svið­sett og til þess gerð að koma höggi á hann og að mæðgurnar séu tengdar Aldísi dóttur hans, sem hefur einnig sett fram alvar­legar ásak­anir á hendur föður sín­um.

Car­men kærði Jón Bald­vin til lög­reglu í mars 2019. 

Jón Bald­vin stefndi Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meið­yrði í júní í fyrra. Jafn­­framt stefndi hann Sig­mari Guð­­munds­­syni frétta­­manni og RÚV. Ástæðan var við­tal sem tekið var við Aldísi í morg­un­þætti á Rás 2 fyrr á því ári. Jón Bald­vin krafð­ist þess að fjórtán ummæli í við­tali á RÚV verði dæmd dauð og ómerk, þar af tíu hjá Aldísi og fjögur hjá Sig­mari. Einnig var gerð krafa um birt­ingu afsök­un­ar­beiðni. Málið hefur verið þing­fest en aðal­með­ferð er ólok­ið.

Skrifar bók

Jón Bald­vin segir í grein­inni í dag að þetta sé sein­asta útspilið í skipu­lagðri aðför að mann­orði hans og Bryn­dísar Schram, eig­in­konu hans, sem hafi bráðum staðið yfir í tvo ára­tugi. „Fimm sinnum hafa verið verið bornar fram kær­ur. Fimm sinnum hefur þeim verið vísað frá, þar sem til­efni til sak­fell­ingar fund­ust ekki.“

Hann segir þætti í þessu máli sem varði alla. „Það á svo sann­ar­lega við um hlut­verk fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla í sam­tím­an­um. Það er reg­in­munur á rann­sókn­ar­blaða­mennsku og ofsókna­blaða­mennsku. Í rétt­ar­ríki ber að gera strangar kröfur til þess, að dóm­stólar láti ekki stjórn­ast af ann­ar­legum hags­mun­um, póli­tískum rétt­trún­aði eða tísku­hreyf­ingum í almenn­ings­á­liti. Engum á að líð­ast að taka sér sjálftöku­rétt til að útskúfa ein­stak­lingum úr sam­fé­lag­inu á grund­velli upp­log­inna sak­ar­gifta. Samt hefur það þegar gerst í okkar sam­fé­lagi, að kröfu öfga­fem­inista og undir merkjum MeToo: Bæði atvinnu­bann og félags­leg útskúfun, eins og dæmin sanna. Hvar endar sú veg­ferð?“

Þessi mál hafi orðið til þess að Bryn­dís, eig­in­kona Jóns Bald­vins, hafi sett saman bók þar sem hún setur ofan­greint í sam­hengi við þjóð­fé­lags­legan veru­leika. Bók­in, sem heitir „Brosað í gegnum tár­in“ kemur í versl­anir á næstu dög­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent