Þrýstingi beitt á lífeyrissjóði sem settir hafi verið „í gjaldeyrishöft“ af ríkisstjórninni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að sér hugnist ekki sú áhætta sem lífeyrissjóðum er ætlað að taka í hlutafjárútboði Icelandair. Bjarni Benediktsson segir að ef lífeyrissjóðir láti undan þrýstingi séu stjórnendur „ekki að standa sig í vinnunni.“

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Auglýsing

„Rík­is­stjórnin er eina rík­is­stjórnin í Evr­ópu og bara í heim­inum sem hefur beitt gjald­eyr­is­höft­um. Það voru sett gjald­eyr­is­höft á líf­eyr­is­sjóð­ina,“ sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar á Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun, en þar ræddu hún og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks hin ýmsu mál, meðal ann­ars nýsam­þykkta rík­is­á­byrgð til handa Icelandair Group.

Varð­andi hana og þunga stöðu Icelandair sagði Þor­gerður Katrín að rík­is­stjórnin hefði að sínu mati átt að „ganga hreinna til verks“, en ekki skilja bank­ana eftir með „þungar og erf­iðar ákvarð­an­ir“ um að sölu­tryggja hluta­fjár­út­boð Icelandair Group. 

Hún vís­aði til þess að danska og sænska ríkið hefðu beina aðkomu að mál­efnum SAS, m.a. með því að þrýsta á að skuldum yrði breytt í hluta­fé, en sagði þó ekki beinum orðum að hún hefði vildi sjá íslenska ríkið stíga inn í rekstur Icelandair sem hlut­hafi. 

Auglýsing

Þor­gerður Katrín sagði að í hluta­fjár­út­boði Icelandair væri mik­ill þrýst­ingur á að félags­legir sjóðir laun­þega tækju á sig mikla áhættu, þeir væru fastir með sitt fjár­magn inn­an­lands og það væri áhætta fyrir líf­eyr­is­þega fram­tíð­ar­inn­ar. Hún sagði að sér þætti rétt­ara að það væri á end­anum rík­is­valdið sem bæri ábyrgð­ina, fremur en líf­eyr­is­þeg­ar.

„Ef það er ykkar til­laga að ríkið bara kaupi hlutafé í Icelandair þá þurfa menn að segja það líka, og tala hreint út,“ sagði Bjarni við Þor­gerði í þætt­in­um, en nokkur hiti hljóp í sam­tal þeirra.

Stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða „ekki að standa sig í vinn­unni“ ef þeir láta undan þrýst­ingi

Bjarni sagði nálgun Þor­gerðar á þetta ekki boð­lega og að margt væri rangt í mál­flutn­ingi henn­ar. „Í fyrsta lagi hefur rík­is­stjórnin enga aðkomu að því hvort bankar ákveði að sölu­tryggja þetta og í öðru lagi eru engin gjald­eyr­is­höft í gang­i,“ sagði Bjarni, en Þor­gerður Katrín vís­aði með orðum sínum um gjald­eyr­is­höft til þess sam­komu­lags sem er í gildi á milli Seðla­bank­ans og íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna um að hinir síð­ar­nefndu kaupi tíma­bundið ekki gjald­eyri til erlendra fjár­fest­inga.

Krist­ján Krist­jáns­son þátt­ar­stjórn­andi spurði Bjarna hvort það væri þó ekki aug­ljóst að þrýst­ingur væri á líf­eyr­is­sjóð­ina um að taka þátt í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group síðar í mán­uð­in­um. Bjarni neit­aði því ekki, en sagði lagaum­hverfið varð­andi fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða alveg skýrt. Þeim er ætlað að fjár­festa með hags­muni sjóð­fé­laga í for­grunni.

„Ef að menn láta undan slíkum þrýst­ingi þegar gögnin segja mönnum að gera eitt­hvað ann­að, þá eru menn ekki að standa sig í vinn­unn­i,“ ­sagði fjár­mála­ráð­herra.

Bjarni telur að rík­is­stjórnin hafi gert hár­rétt með því að segja við Icelandair að þeirra fjár­hags­vandi væri þeirra fjár­hags­vandi, ekki rík­is­ins, og félagið hefði „fyrstu skyld­una til að bjarga sér á sund­i“. 

Rík­is­stjórnin væri síðan núna að veita vil­yrði um tryggða lána­línu, ef að svo illa færi að áætl­anir Icelandair myndu ekki stand­ast. Þetta hafi verið gert með þessum hætti til þess að tak­marka áhættu rík­is­ins.

Þor­gerður Katrín sagði að það væri beint og óbeint verið að þrýsta líf­eyr­is­sjóð­unum til þess að taka þátt í hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. „Þeir hafa lítið um aðra kosti að velja en að vera hér inn­an­lands­,“ ­sagði Þor­gerður Katrín og lagði áherslu á að það hefði að und­ir­lagi rík­is­stjórn­ar­innar og Seðla­bank­ans að sjóð­irnir hefðu verið beðnir um að halda að sér höndum í erlendri fjár­fest­ingu í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Icelandair þurfi að teikna upp nýja áætlun ef útboð gangi ekki upp

Í lok við­tals­ins spurði þátt­ar­stjórn­andi Bjarna hvað myndi ger­ast ef ekki næð­ist að safna fjár­magni í væntu hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. „Þá verður félagið að svara því hvað það ætlar að ger­a,“ sagði Bjarn­i. 

„Ef að þeirra eigin áætl­anir [...] ganga ekki upp verða þeir að gera sínar nýju áætl­anir og ef ég á að svara úr sæti mínu myndu ég halda að þeir þyrftu að draga eitt­hvað úr fram­tíð­ar­á­formum sínum og láta á það reyna að leggja upp með nýja áætlun með minni umsvif­um,“ sagði Bjarni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent