Þrýstingi beitt á lífeyrissjóði sem settir hafi verið „í gjaldeyrishöft“ af ríkisstjórninni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að sér hugnist ekki sú áhætta sem lífeyrissjóðum er ætlað að taka í hlutafjárútboði Icelandair. Bjarni Benediktsson segir að ef lífeyrissjóðir láti undan þrýstingi séu stjórnendur „ekki að standa sig í vinnunni.“

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Auglýsing

„Rík­is­stjórnin er eina rík­is­stjórnin í Evr­ópu og bara í heim­inum sem hefur beitt gjald­eyr­is­höft­um. Það voru sett gjald­eyr­is­höft á líf­eyr­is­sjóð­ina,“ sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar á Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun, en þar ræddu hún og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks hin ýmsu mál, meðal ann­ars nýsam­þykkta rík­is­á­byrgð til handa Icelandair Group.

Varð­andi hana og þunga stöðu Icelandair sagði Þor­gerður Katrín að rík­is­stjórnin hefði að sínu mati átt að „ganga hreinna til verks“, en ekki skilja bank­ana eftir með „þungar og erf­iðar ákvarð­an­ir“ um að sölu­tryggja hluta­fjár­út­boð Icelandair Group. 

Hún vís­aði til þess að danska og sænska ríkið hefðu beina aðkomu að mál­efnum SAS, m.a. með því að þrýsta á að skuldum yrði breytt í hluta­fé, en sagði þó ekki beinum orðum að hún hefði vildi sjá íslenska ríkið stíga inn í rekstur Icelandair sem hlut­hafi. 

Auglýsing

Þor­gerður Katrín sagði að í hluta­fjár­út­boði Icelandair væri mik­ill þrýst­ingur á að félags­legir sjóðir laun­þega tækju á sig mikla áhættu, þeir væru fastir með sitt fjár­magn inn­an­lands og það væri áhætta fyrir líf­eyr­is­þega fram­tíð­ar­inn­ar. Hún sagði að sér þætti rétt­ara að það væri á end­anum rík­is­valdið sem bæri ábyrgð­ina, fremur en líf­eyr­is­þeg­ar.

„Ef það er ykkar til­laga að ríkið bara kaupi hlutafé í Icelandair þá þurfa menn að segja það líka, og tala hreint út,“ sagði Bjarni við Þor­gerði í þætt­in­um, en nokkur hiti hljóp í sam­tal þeirra.

Stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða „ekki að standa sig í vinn­unni“ ef þeir láta undan þrýst­ingi

Bjarni sagði nálgun Þor­gerðar á þetta ekki boð­lega og að margt væri rangt í mál­flutn­ingi henn­ar. „Í fyrsta lagi hefur rík­is­stjórnin enga aðkomu að því hvort bankar ákveði að sölu­tryggja þetta og í öðru lagi eru engin gjald­eyr­is­höft í gang­i,“ sagði Bjarni, en Þor­gerður Katrín vís­aði með orðum sínum um gjald­eyr­is­höft til þess sam­komu­lags sem er í gildi á milli Seðla­bank­ans og íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna um að hinir síð­ar­nefndu kaupi tíma­bundið ekki gjald­eyri til erlendra fjár­fest­inga.

Krist­ján Krist­jáns­son þátt­ar­stjórn­andi spurði Bjarna hvort það væri þó ekki aug­ljóst að þrýst­ingur væri á líf­eyr­is­sjóð­ina um að taka þátt í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group síðar í mán­uð­in­um. Bjarni neit­aði því ekki, en sagði lagaum­hverfið varð­andi fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða alveg skýrt. Þeim er ætlað að fjár­festa með hags­muni sjóð­fé­laga í for­grunni.

„Ef að menn láta undan slíkum þrýst­ingi þegar gögnin segja mönnum að gera eitt­hvað ann­að, þá eru menn ekki að standa sig í vinn­unn­i,“ ­sagði fjár­mála­ráð­herra.

Bjarni telur að rík­is­stjórnin hafi gert hár­rétt með því að segja við Icelandair að þeirra fjár­hags­vandi væri þeirra fjár­hags­vandi, ekki rík­is­ins, og félagið hefði „fyrstu skyld­una til að bjarga sér á sund­i“. 

Rík­is­stjórnin væri síðan núna að veita vil­yrði um tryggða lána­línu, ef að svo illa færi að áætl­anir Icelandair myndu ekki stand­ast. Þetta hafi verið gert með þessum hætti til þess að tak­marka áhættu rík­is­ins.

Þor­gerður Katrín sagði að það væri beint og óbeint verið að þrýsta líf­eyr­is­sjóð­unum til þess að taka þátt í hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. „Þeir hafa lítið um aðra kosti að velja en að vera hér inn­an­lands­,“ ­sagði Þor­gerður Katrín og lagði áherslu á að það hefði að und­ir­lagi rík­is­stjórn­ar­innar og Seðla­bank­ans að sjóð­irnir hefðu verið beðnir um að halda að sér höndum í erlendri fjár­fest­ingu í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Icelandair þurfi að teikna upp nýja áætlun ef útboð gangi ekki upp

Í lok við­tals­ins spurði þátt­ar­stjórn­andi Bjarna hvað myndi ger­ast ef ekki næð­ist að safna fjár­magni í væntu hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. „Þá verður félagið að svara því hvað það ætlar að ger­a,“ sagði Bjarn­i. 

„Ef að þeirra eigin áætl­anir [...] ganga ekki upp verða þeir að gera sínar nýju áætl­anir og ef ég á að svara úr sæti mínu myndu ég halda að þeir þyrftu að draga eitt­hvað úr fram­tíð­ar­á­formum sínum og láta á það reyna að leggja upp með nýja áætlun með minni umsvif­um,“ sagði Bjarni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent